Morgunblaðið - 30.10.2002, Qupperneq 7
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2002 7
VÍGSLUBISKUPSKJÖR í
stækkuðu Hólastifti fer að öllum
líkindum ekki fram fyrr en eftir
áramót. Á nýafstöðu Kirkju-
þingi var samþykkt að stækka
stiftið til austurs með því að
bæta Múla- og Austfjarðapró-
fastsdæmum við prófastsdæmin
á Norðurlandi. Breytingin tekur
gildi 1. nóvember nk. og eftir
það verður farið að vinna í kjör-
skrá. Kjörstjórn hefur ekki
komið saman vegna kjörsins.
Séra Bolli Gústavsson er að
láta af störfum sem vígslubisk-
up í stiftinu en að undanförnu
hefur sr. Sigurður Guðmunds-
son, forveri Bolla í starfinu, ver-
ið settur vígslubiskup í hans
stað.
Þrjú einkum nefnd
sem vígslubiskupsefni
Formlega séð eru allir prest-
ar á landinu í kjöri eða „hver
guðfræðikandídat, sem fullnæg-
ir skilyrðum til þess að vera
skipaður prestur í þjóðkirkj-
unni“, eins og segir í starfs-
reglum um kosningu vígslubisk-
ups og biskups Íslands.
Kosningarétt eiga allir prestar í
Hólastifti auk leikmanna sem
sitja í kirkjuráði, leikmanna úr
stiftinu sem sitja kirkjuþing og
leikmanna í héraðsnefnd hvers
prófastsdæmis Hólastiftis.
Heimilt er þeim sem hafa kosn-
ingarétt að tilnefna kjörgengan
mann sem vígslubiskupsefni. Til
að sú tilnefning sé gild þurfa að
lágmarki 10% kosningabærra
manna að standa að henni.
Engar tilnefningar eru komn-
ar fram en ýmis nöfn hafa verið
nefnd meðal presta sem líkleg
vígslubiskupsefni. Samkvæmt
upplýsingum Morgunblaðsins
eru aðallega þrír prestar nefnd-
ir. Það eru séra Kristján Valur
Ingólfsson, lektor í guðfræði við
Háskóla Íslands og fyrrverandi
rektor í Skálholti og prestur á
Grenjaðarstað í S-Þingeyjar-
sýslu, sr. Dalla Þórðardóttir,
prófastur í Skagafjarðarpró-
fastsdæmi og prestur á Mikla-
bæ í Skagafirði, og sr. Guðni
Þór Ólafsson, prófastur í Húna-
vatnsprófastsdæmi og prestur á
Melstað.
Þar til nýlega var nafn sr.
Sigfúsar J. Árnasonar á Hofi í
Vopnafirði, prófasts í Múlapró-
fastsdæmi, ofarlega í um-
ræðunni en í bréfi til presta og
kjörmanna í stiftinu segist hann
ekki ætla að gefa kost á sér en
lýsir yfir stuðningi við sr. Krist-
ján Val.
Í samtali við Morgunblaðið
staðfesti Kristján Valur að hann
gæfi kost á sér. Þegar haft var
samband við Döllu vildi hún
ekki tjá sig að öðru leyti en því
að starfsbræður sínir og -systur
hefðu leitað til sín og skorað á
sig að fara fram.
Sr. Guðni Þór sagðist ekki
hafa gefið út neina formlega yf-
irlýsingu um að vera í kjöri. Við
þá sem til sín hefðu leitað um að
fara fram hefði hann sagt að
hann ætlaði ekki að skorast
undan þeim áskorunum.
Prestafélag Hólastiftis kemur
saman til fundar í byrjun nóv-
ember og þá verður vígslubisk-
upskjörið meðal annars á dag-
skránni.
Vígslubiskups-
kjöri frestað
framyfir áramót
Á FÖSTUDAGINN er eins gott fyr-
ir ökumenn að nota handfrjálsan
búnað við farsímann um leið og þeir
aka bílnum. Þá verður lögreglu
heimilt að sekta fyrir brot gegn lög-
um sem tóku gildi 1. nóvember 2001
en í lögunum segir: „Ökumanni
vélknúins ökutækis er við akstur
óheimilt að nota farsíma án hand-
frjáls búnaðar.“
Á föstudaginn verður nákvæm-
lega ár liðið frá því lögin tóku gildi.
Ökumönnum var gefinn árs aðlög-
unartími og voru þeir áminntir fyr-
ir brot á lögunum en ekki sektaðir.
Að sögn Karls Steinars Valssonar,
aðstoðaryfirlögregluþjóns í Reykja-
vík, hefur lögreglan í Reykjavík
gert athugasemdir við 311 öku-
menn sem töluðu í farsímann án
þess að skeyta um handfrjálsa bún-
aðinn, þar af rúmlega 100 í þessum
mánuði. Aðlögunartíminn er nú lið-
inn og því ekki seinna vænna að
láta af þessum ósið. Samkvæmt
upplýsingum frá dómsmálaráðu-
neytinu verður sektin 5.000 krónur.
Handfrjáls búnaður við akstur skylda
Morgunblaðið/Þorkell
Frá og með föstudeginum verða ökumenn að muna eftir handfrjálsa síma-
búnaðinum eða eiga á hættu að lögreglan sekti þá um 5.000 krónur.
Byrjað að sekta
á föstudaginn
TENGLAR
.....................................................
www.handfrjals.is
Ert flú me›
handfrjálsan
búna›?
H
an
dfrjáls
b ú n a ›
u
r
H
r-30%afsláttur
Fyrir ári sí›an gengu í gildi lög sem kve›a á um a›
ökumönnum sé óheimilt a› nota farsíma í bílum án
handfrjáls búna›ar.
Síminn og Umfer›arstofa hafa teki› höndum saman
og hvetja ökumenn til a› auka öryggi og flægindi vi›
akstur.
Síminn b‡›ur 30% afslátt af handfrjálsum búna›i í
verslunum sínum til 1. desember 2002.
Förum a› lögum
– aukum öryggi og flægindi
N
O
N
N
I
O
G
M
A
N
N
I
I
Y
D
D
A
•
N
M
0
7
6
8
2
/
s
ia
.i
s
Afslátturinn gildir í öllum verslunum Símans.