Morgunblaðið - 30.10.2002, Blaðsíða 11
Ljósmynd/Matti Hurme
Þjóðhöfðingjar Norðurlandanna í Helsinki í gær. Martti Ahtisaari, fyrrverandi forseti Finnlands, og kona hans Eeva, Dorrit Moussaieff og Ólafur Ragnar
Grímsson, forseti Íslands, Pentti Arajärvi, maður forseta Finnlands , Karl Gústaf Svíakonungur, Tellervo Koivisto, fyrrv. forsetafrú Finna, Tarja Halonen,
forseti Finnlands, Mauno Koivisto, fyrrverandi forseti Finna, Haraldur konungur Noregs og Sonja drottning, Hinrik prins og Margrét Danadrottning.
NORÐURLANDARÁÐ var stofnað
árið 1952 til að stuðla að innra sam-
starfi Norðurlandanna og jafnframt
að auka hlutverk norræns samstarf
um allan heim. Auk Íslands eiga
Noregur, Svíþjóð, Finnland og Dan-
mörk aðild að ráðinu sem og sjálfs-
stjórnarsvæðin Færeyjar, Græn-
land og Álandseyjar. Kóngar og
drottningar Danmerkur, Svíþjóðar
og Noregs, forsetar Finnlands og
Íslands og forsætisráðherrar land-
anna fimm og sjálfsstjórnarsvæð-
anna þriggja auk 87 þingmanna frá
Norðurlöndunum sitja þingið.
Í ræðu sinni við setningu Norð-
urlandaráðsþingsins í gær sagði
Kjell Magne Bondevik, forsætisráð-
herra Noregs, að norrænu þjóðirn-
ar hefðu á sérhverjum tíma farið
hver sína leið. „En það hefði ekki
komið í veg fyrir „fullkomið inn-
byrðis jafnvægi“ sem hefur sannað
að við erum bræðraþjóðir með
sömu rætur“, er haft eftir Bondevik
á vef Norðurlandaráðs. „Við eigum
sömu sögu, sameiginlegan menning-
ararf, sömu lýðræðishefð. Þetta er
hornsteinninn í samstarfi norrænu
ríkjanna fimm og sjálfsstjórnar-
svæðanna þriggja, þess fimmtíu ára
samstarfs sem við fögnum nú,“
sagði Bondevik. Hann bætti við að á
þeirri hálfu öld sem liðin er frá
stofnun Norðurlandaráðs hefðu fjöl-
mörg málefni, stærri og minni,
fengið skynsamlega og hagnýta
lausn á norrænum vettvangi. Nor-
rænt samstarf væri fyrirmynd ann-
ars staðar í Evrópu.
Viðræður ESB við EFTA-
löndin hefjast eftir áramót
Þrjú Norðurlandanna eiga aðild
að Evrópusambandinu en tvö, Ís-
land og Noregur, standa utan þess.
Meðal þess sem var rætt á þinginu í
gær voru væntanlegar viðræður
EFTA og ESB um aðlögun EES-
samningsins eftir stækkun ESB til
austurs, sem er fyrirhuguð árið
2004.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
sagðist bjartsýnn á að samningar
mundu nást við Evrópusambandið
um aðgang að mörkuðum og
greiðslur í þróunarsjóði í tengslum
við stækkun ESB. Þetta kom fram
eftir fund norrænu forsætisráð-
herranna í gær.
Anders Fogh Rasmussen, for-
sætisráðherra Danmerkur, sem nú
fer með formennsku í Evrópusam-
bandinu, lýsti því yfir á fundinum
að finna mætti „sanngjarna lausn á
málinu“. Viðræður við EFTA-löndin
myndu hefjast strax eftir áramót,
en ráðgert er að viðræðum ESB við
tilvonandi aðildarlönd ljúki í desem-
ber.
Segir Davíð að hann og Kjell
Magne Bondevik hafi verið sam-
stiga á fundi norrænu forsætisráð-
herranna og lagt áherslu á að þess
yrði að gæta að innganga nýrra
landa í ESB yrði ekki til þess að
spilla fríverslunarsamningum nýrra
aðildarríkja ESB og EFTA. Þeir
bentu jafnframt á að greiðslur í
þróunarsjóð ESB ættu sér enga
stoð í samningum og kröfum um
áframhaldandi og auknar greiðslur í
sjóðinn yrði ekki vel tekið nema
markaðsaðgangur yrði tryggður á
móti. Forsætisráðherrar Norður-
landa funduðu einnig í gær óform-
lega. Segir Davíð að viðræðurnar
hafi verið mjög góðar, einlægar og
upplýsandi.
Norðmenn eiga nú sæti í örygg-
isráði Sameinuðu þjóðanna en
Bandaríkjastjórn þrýstir mjög á um
að ráðið samþykki ályktun sem veiti
henni heimild til tafarlausrar árásar
á Írak fyrir að óhlýðnast tilskipun
SÞ um vopnaeftirlit. Á fundi með
forsætisnefnd Norðurlandaráðs í
gær sagði Kjell Magne Bondevik að
Norðurlöndin hefðu fylkt sér að
baki Frökkum í andstöðu við að SÞ
heimili sjálfkrafa árás á Írak, telji
Bandaríkjastjórn Íraka ekki hafa
hlýtt skilyrðum SÞ um vopnaeft-
irlit.
Bondevik, sem talaði fyrir hönd
allra norrænu forsætisráðherranna,
sagði Norðurlöndin setja þrjú skil-
yrði fyrir aðgerðum gegn Írökum.
„Allar aðgerðir verða að byggjast á
ákvörðunum Sameinuðu þjóðanna.
Það verður að setja Írökum skýr
skilyrði um vopnaeftirlit, sem verð-
ur einnig að ná til forsetahallanna
átta,“ sagði Bondevik sem hafnaði
öllum hugmyndum um sjálfkrafa
heimild Bandaríkjanna til árásar.
„Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
verður að koma aftur saman og fá
tækifæri til frekari umræðna um
leið og vopnaeftirlitsmenn hafa ver-
ið í Írak svo hægt sé að meta stöð-
una upp á nýtt,“ sagði Bondevik
ennfremur.
„Hryðjuverk mega
aldrei borga sig“
Gíslataka tsjetsjenskra hryðju-
verkamanna í leikhúsi í Moskvu
sem endaði með áhlaupi rússneskra
sérsveita á laugardag, var meðal
þess sem forsætisráðherrar Norð-
urlandanna ræddu á fundi sínum.
Vildu ráðherrarnir ekki gagnrýna
notkun Rússa á sljóvgandi gasi,
sem varð a.m.k. 116 gíslum að bana.
Sögðu þeir að þessi hryðjuverk
hefðu getað farið mun verr.
„Við þurfum frekari upplýsingar
um málið, en við verðum að hafa í
huga að gíslatakan hefði getað farið
mun verr,“ sagði Bondevik þar sem
hann talaði fyrir hönd ráðherranna.
Sagði Anders Fogh Rasmussen það
ekki vera hlutverk norrænna ráð-
herra að fjalla um hvort það hafi
verið rétt hjá Rússum að nota gas
til að binda enda á gíslatökuna.
„Hryðjuverk mega aldrei borga sig.
Hvorki í Afganistan, Írak né annars
staðar. Við fordæmum allir gísla-
tökuna í Moskvu,“ sagði Fogh
Rasmussen.
Unga fólkið mikilvægt
Í tilefni af hálfrar aldar afmæli
Norðurlandaráðs var boðað til há-
tíðarfundar í hádeginu í gær þar
sem Tarja Halonen, forseti Finn-
lands, var gestgjafi. Að honum
loknum var settur hátíðarfundur
Norðurlandaráðs í finnska þinginu,
Eduskunta. Komu þar fram ræðu-
menn frá Norðurlöndunum öllum
og jafnframt erlendir gestir, m.a.
frá þingi Evrópuráðsins, Ráðstefnu
um öryggi og samvinnu, Rússlandi
og Eystrasaltslöndunum.
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrver-
andi forseti Íslands, hélt ræðu við
setningu þingsins í gær þar sem
hún fjallaði um ungmenni og lýð-
ræði. Vigdís lagði áherslu á að
stjórnmálamenn yrðu að huga að og
ræða við ungu kynslóðina svo hún
glataði ekki virðingu fyrir þeim og
missti áhugann á stjórnmálum og
samfélagsmálefnum. Jafnframt
þyrfti að koma í veg fyrir að ung-
menni létu freistast af hættulegri
hugmyndafræði.
Vigdís hefur að undanförnu
ferðast um Norðurlönd og tekið
þátt í ráðstefnum með ungu fólki,
kennurum og fræðimönnum um
norrænt lýðræði og gildismat. Hún
sagði að einn lærdómurinn af ferð-
inni hefði verið sá að þrátt fyrir að
Norðurlönd hefðu lengi haft náið
samstarf væru samskiptin enn mjög
lærdómsrík. Það væri mikilvægur
hluti af uppeldi barna að kenna
þeim að bera virðingu fyrir sjálfum
sér, því að þannig lærðu þau jafn-
framt að bera virðingu fyrir öðrum.
Í ræðu sinni nefndi Vigdís einnig
mikilvægi þess að börn héldu móð-
urmáli sínu, því að án þess hyrfi
menningin smám saman, sjálfs-
myndin skekktist og hugsanlega
einnig sjálfsvirðingin.
Í gærkvöldi var haldin hátíðar-
samkoma í finnsku Þjóðaróperunni
þar sem þjóðhöfðingjar og ráða-
menn allra Norðurlandanna voru
saman komnir. Dagskránni var
sjónvarpað beint um öll Norður-
löndin.
Fimmtíu ára afmæli Norðurlandaráðs haldið hátíðlegt í Helsinki í Finnlandi
Forsætisráðherrar Íslands, Finnlands og Noregs, Davíð Oddsson, Paavo
Lipponen og Kjell Magne Bondevik, svara spurningum blaðamanna.
„Erum bræðraþjóðir
með sömu rætur“
Evrópusambandið, hernaður í Írak og ungt
fólk á Norðurlöndunum var meðal þess sem
fjallað var um á fyrsta degi 50. þings Norð-
urlandaráðs sem sett var í Helsinki í gær.
Þar eru kóngafólk, forsetar, ráðherrar og
þingmenn frá öllum Norðurlöndunum sam-
an komin til að fagna afmæli ráðsins.
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2002 11
!"
#
$
"
%&'
!
)*
"
%+
,$"
#
) *
-
.
"
%
,
,'
"
"
%&'
#
*/%
)
"
0
,
,
,'
*
"
#
*/% Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is netfang: flis@flis.is
flísar