Morgunblaðið - 30.10.2002, Qupperneq 12
FRÉTTIR
12 MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
FYRSTA flug Lockheed P-38F-
orrustuflugvélar í rúmlega 60 ár
tókst með ágætum á laugardag.
Flugvélinni var bjargað úr iðrum
Grænlandsjökuls árið 1992 eftir
áratugalanga leit sem nokkrir Ís-
lendingar tóku m.a. þátt í.
Vélin gengur undir nafninu
„Glacier girl“ eða Jöklastúlkan.
Hún var hífð í pörtum upp úr 85
metra djúpri borholu á Grænlands-
jökli árið 1992 og síðan þá hefur
þrotlaust verið unnið að end-
urbyggingu hennar í Kentucky í
Bandaríkjunum. Jöklastúlkan var
ein af sjö flugvélum í hinni svo-
nefndu „Týndu flugsveit“ sem
hreppti aftakaveður á milli Græn-
lands og Íslands. Flugsveitin sneri
við en vegna eldsneytisskorts
neyddust flugmennirnir til að nauð-
lenda á Grænlandsjökli. Áhafnir
vélanna komust klakklaust til
byggða en smátt og smátt hurfu
vélarnir ofan í ísdjúpið. Hópur
Bandaríkjamanna hóf leit að flug-
vélunum í byrjun níunda áratug-
arins og með hjálp íslenskrar íssjár
tókst þeim að finna vélarnar. Borað
var niður á þær með gufubor og
einni bjargað, Jöklastúlkunni.
Slæmt veður var eina skýringin
á óförum sveitarinnar
Í Morgunblaðinu á föstudag
gerði gamall „draugur“ vart við
sig. Þá var ranglega sagt að Þjóð-
verjum hefði tekist að villa um fyrir
flugsveitinni og þannig orðið til
þess að vélarnar urðu eldsneyt-
islausar. Hið rétta er að á sínum
tíma voru uppi getgátur um að
Þjóðverjar hefðu skipt á veð-
urskeytum til að blekkja flugmenn-
ina til að fljúga inn í sífellt verra
veður. Þetta var á hinn bóginn aldr-
ei sannað og slæmt veður er því
eina skýringin á óförum sveit-
arinnar. Beðist er velvirðingar á
þessum mistökum.
AP
Jöklastúlkunni flogið
í fyrsta sinn í 60 ár
RÍKISSAKSÓKNARI hefur ákveð-
ið að ákæra ekki vegna láts manns í
Hamraborg í Kópavogi í mars sl.
Maður og kona voru um tíma grunuð
um að hafa valdið manninum áverk-
um sem drógu hann til dauða.
Að sögn Sigríðar Jósefsdóttur,
saksóknara hjá embætti ríkissak-
sóknara þótti það sem kom fram við
rannsókn málsins hvorki nægjanlegt
né líklegt til að fólkið yrði sakfellt.
Málið var því fellt niður.
Ekki ákært
vegna
mannsláts
JÓN Kristjánsson heilbrigðisráð-
herra vísar því á bug að hann hafi
misnotað jafnréttislög til að koma
„sínum manni“ að þegar hann réð
Sigríði Snæbjörnsdóttur sem fram-
kvæmdastjóra Heilbrigðisstofnun-
arinnar Suðurnesjum, eins og komið
hafi fram í máli Skúla Thoroddsen,
sem meirihluti stjórnar stofnunar-
innar mælti með í starfið.
„Ég kannast ekki við það að Sig-
ríður Snæbjörnsdóttir sé neitt á
mínum vegum. Ég vísa því á bug að
ég hafi misnotað jafnréttislög, þau
eru staðreynd og ég reikna með að
þau hafi verið sett vegna þess að það
ætti að taka tillit til þeirra,“ segir
ráðherra.
Hefur mikla reynslu
Jón segir að Sigríður hafi mikla
reynslu af spítalarekstri og að í lög-
um um heilbrigðisþjónustu kveði á
um að framkvæmdastjórar sjúkra-
húsa og forstjórar ríkisspítalanna
eigi að hafa sérþekkingu á rekstri
sjúkrahúsa. Þá segist ráðherra einn-
ig hafa tekið mið af ákvæðum jafn-
réttislaga við ráðninguna, en engin
kona hafi fram til þessa verið skipuð
í embætti framkvæmdastjóra heil-
brigðisstofnunar þar sem sjúkrahús
og heilsugæslustöð eru rekin saman.
Fjórir í stjórn Heilbrigðisstofnun-
arinnar á Suðurnesjum gerðu tillögu
um að Skúli Thoroddsen yrði ráðinn,
en hann er lögfræðingur og forstöðu-
maður Miðstöðvar símenntunar á
Suðurnesjum. Einn stjórnarmanna
lagði til að Sigríður yrði ráðin, en
hún er hjúkrunarfræðingur og fram-
kvæmdastjóri Heyrnar- og tal-
meinastöðvarinnar. Jón segir að
hann hafi farið yfir tillögur stjórn-
arinnar, umsagnir og álit matsnefnd-
arinnar. Stjórnin sé umsagnaraðili
um ráðninguna en honum sé ekki
skylt að fara eftir tillögum hennar.
Vísar á bug
að jafn-
réttislög
hafi verið
misnotuð
TVEIR nýlegir stórbrunar í
Reykjavík þar sem grunur er
um íkveikju sæta rannsókn lög-
reglunnar í Reykjavík. Annars
vegar er það bruninn í Fákafeni
7. ágúst og við Laugaveg 20.
október. Að sögn Harðar Jó-
hannssonar yfirlögregluþjóns er
rannsókn hvorugs málsins kom-
in á það stig að þeim verði ann-
aðhvort hætt eða ákæra gefin
út.
Að sögn hans er hvorugt mál-
anna rannsakað sem um tilraun
til tryggingarsvika hafi verið að
ræða. Ljóst sé að á báðum stöð-
um hafi verið um íkveikju að
ræða. Hvað Fákafensbrunann
varði vanti enn vitneskjuna um
tilganginn með íkveikjunni og
brennuvarg. Ekki hafi fallið
grunur á neinn og hið sama eigi
við um íkveikjuna við Laugaveg
þótt maður hafi verið handtek-
inn í sambandi við rannsókn
brunans. Hann hafi verið við
vettvang um það leyti sem eld-
urinn er talinn hafa kviknað og
þurfti að gera grein fyrir ferð-
um sínum. Það hafi hann gert
en ekki séu þó öll kurl komin til
grafar í því sambandi.
Stefnt að því að opna
verslun Ecco á morgun
Tvær verslanir eyðilögðust al-
gjörlega í eldsvoðanum, gler-
augnaverslunin Sjáðu Lauga-
vegi 40 og undirfataverslunin
Misty Laugvegi 40a. Tvær að-
liggjandi verslanir, Ecco skó-
búðin Laugavegi 38 og tísku-
vöruverslunin Noa Noa Lauga-
vegi 42, skemmdust lítillega en
eru enn lokaðar. Stefnt er að
opnun í Ecco skóbúðinni á
föstudag en ekki er ljóst hvenær
opnað verður aftur í Noa Noa.
Brennuvarga
eftir tvo stór-
bruna enn leitað
STJÓRN Slökkviliðs höfuðborg-
arsvæðisins ákvað á föstudag að
bæta við einni hæð ofan á bíla-
geymslu stöðvarinnar en þar með
stækkar slökkvistöðin um 460 m².
Vaktmenn slökkviliðsins fá aðstöðu
á efri hæðinni og að sjálfsögðu
verða súlur settar á milli hæða svo
slökkviliðsmennirnir geti rennt sér
niður að bílunum.
Nokkuð er síðan byrjað var að
stækka slökkvistöðina en með
ákvörðuninni á föstudag stækkar
hún enn frekar og verður viðbygg-
ing alls um 2.700 m² að stærð. Björn
Gíslason, framkvæmdastjóri fast-
eigna slökkviliðsins, segir að með
því að byggja ofan á bílageymsluna
verði til pláss fyrir fjarskiptafyr-
irtækið Tetra-Ísland sem rekur fjar-
skiptabúnað lögreglu og slökkviliðs.
Þar með eflist slökkvistöðin enn sem
e.k. neyðarmiðstöð en þegar fram-
kvæmdum lýkur mun byggingin
hýsa slökkviliðið, Almannavarnir,
Neyðarlínuna, Fjarskiptamiðstöð
lögreglunnar og Slysavarnafélagið
Landsbjörg auk Tetra-Íslands.
Að sögn Björns er gert ráð fyrir
að það kosti 91 milljón að byggja of-
an á bílageymsluna. Arkþing sér um
hönnun viðbyggingarinnar en gert
er ráð fyrir að samið verði við Kefla-
víkurverktaka um framkvæmdina.
Eftir stækkun verður slökkvistöðin
ríflega 6.000 fermetrar.
Morgunblaðið/Júlíus
Enn stækkar slökkvi-
stöðin í Reykjavík
SAMÞYKKT var á kjördæmisþingi
Samfylkingarinnar í Norðvestur-
kjördæmi að fela uppstillingar-
nefnd að stilla upp á lista fyrir al-
þingiskosningarinar í vor. Þetta er
eina kjördæmið þar sem Samfylk-
ingin verður ekki með prófkjör.
Á fundinum, sem haldinn var á
Hólmavík, komu fram tvær tillögur
frá stjórn kjördæmissambandsins
um aðferð við val frambjóðenda.
Meirihlutinn lagði til að uppstilling-
arnefnd yrði falið að velja á listann,
en minnihlutinn lagði til prófkjör.
Á fundinum kom fram eins konar
málamiðlunartillaga um að viðhaft
yrði flokksval, þ.e. lokað prófkjör.
Kosið var um þessa tillögu og til-
lögu meirihluta stjórnar um upp-
stillingu. Tillaga um uppstillingu
fékk 43 atkvæði, en tillaga um
flokksval fékk 37 atkvæði. Í fram-
haldi af þessari niðurstöðu var kos-
in uppstillingarnefnd sem falið er
það verkefni að gera tillögu um
uppröðun á listann. Tillagan verður
síðan lögð fyrir kjördæmisþing sem
reiknað er með að verði haldið í lok
nóvember eða byrjun desember.
Þingmenn Samfylkingarinnar í
þeim kjördæmum sem mynda hið
nýja Suðvesturkjördæmi gefa kost
á sér til áframhaldandi þingsetu,
en þeir eru Gísli S. Einarsson, Jó-
hann Ársælsson og Karl V. Matth-
íasson.
Samfylkingin í
Norðvesturkjördæmi
Tillaga
um upp-
stillingu
samþykkt
SJÖ umsækjendur eru um
stöðu fréttastjóra á Sjónvarp-
inu. Umsóknarfrestur rann út
um helgina.
Umsækjendur eru Elín
Hirst varafréttastjóri, G. Pétur
Matthíasson fréttamaður,
Hjálmar Blöndal Guðjónsson
blaðamaður, Logi Bergmann
Eiðsson varafréttastjóri, Páll
Benediktsson fréttamaður,
Sigríður Árnadóttir varafrétta-
stjóri og Valgerður A. Jóhanns-
dóttir fréttamaður.
Sjö sækja
um stöðu
fréttastjóra
♦ ♦ ♦
ÞRÍR voru fluttir á Fjórðungs-
sjúkrahúsið á Akureyri í gærmorg-
un eftir bílveltu á Norðurlandsvegi,
nálægt bænum Miðhúsum í Akra-
hreppi í Skagafirði. Ökumaðurinn
slasaðist sýnu meira en farþegar
hans en var þó ekki talinn alvarlega
slasaður. Kalla þurfti út tækjabif-
reið til að ná ökumanninum út úr
bílflakinu og er bifreið hans gjör-
ónýt.
Bifreiðin var nýkomin inn á ísing-
arkafla á veginum þegar slysið
varð, en hafði fram að því ekið á
auðum vegi.
Bílvelta í
Skagafirði
KVEIKT var í rusli við verslunar-
miðstöð við Arnarbakka í gærkvöldi.
Engin meiðsl urðu á fólki en slökkvi-
lið kom á vettvang til að slökkva eld-
inn.
Samkvæmt upplýsingum slökkvi-
liðs og lögreglu var hópur unglinga
þar að verki. Í ruslinu voru m.a. dekk
sem safnað hafði verið saman og
kveikt í. Lögreglan var einnig kvödd
á vettvang, en samkvæmt upplýsing-
um hennar hafði verið kvartað vegna
óláta í hópi unglinga við verslunar-
miðstöðina.
Kveikt
í rusli við
Arnarbakka