Morgunblaðið - 30.10.2002, Side 14
AKUREYRI
14 MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
VINNUHÓPUR um endurvinnslu-
iðnað, sem atvinnumálanefnd Akur-
eyrarbæjar skipaði fyrr á árinu, tel-
ur að til að ná árangri í flokkun
neysluúrgangs verði að koma upp
gjaldskrá sem endurspegli kostnað
vegna þessa málaflokks. Koma verði
upp gjaldskrá fyrir urðunarstaðinn
sem sýni þann kostnað sem þar
verður til auk þess að meta það land
sem notað er til urðunar. Megintil-
gangur gjaldtöku er að minnka
neysluúrgang til urðunar og auka
kostnaðarvitund þeirra sem hafa
með uppruna neysluúrgangs að
gera.
Gunnar Þ. Garðarsson, forstöðu-
maður Endurvinnslunnar hf. á Ak-
ureyri, átti sæti í vinnuhópnum og
hann telur að ef allur almenningur
fengist til að flokka sorp vel, þyrfti
aðeins að urða um 25% af því magni
sem urðað er í dag. Hann nefndi
sem dæmi að frá Norðurmjólk færu
um 300 tonn af fernum árlega en að
aðeins um 25 tonn kæmu til baka í
endurvinnslu, eða innan við 10%.
Endurvinnslan flytur í ár um 300
tonn af dagblaðapappír út til Sví-
þjóðar og taldi Gunnar að það magn
væri innan við 10% af því magni sem
til félli á svæðinu árlega. Hann sagði
að 95% þeirra sem skiluðu inn flokk-
uðum dagblaðapappír gerðu það vel
en að þau 5% sem það ekki gerðu,
gerðu starfsmönnum sínum mjög
erfitt fyrir. Gunnar sagði t.d. að
plastpokar ættu ekki heima með
dagblöðum. Um 2.200 tonn af
landbúnaðarplasti falla til árlega hér
á landi og sagði Gunnar að End-
urvinnslan tæki við stórum hluta
þess magns sem til félli á Eyjafjarð-
arsvæðinu, eða á annað hundrað
tonnum á ári.
Sorphirðugjaldið allt of lágt
Í endurvinnsluskýrslunni kemur
fram sú skoðun vinnuhópsins að nú-
verandi sorphirðugjald sé allt of lágt
en það er 5.000 krónur á heimili og
þyrfti að hækka umtalsvert til að
standa undir þeim kostnaði sem
sveitarfélagið hefur af starfseminni.
Heimilin hafi heldur ekki þurft að
borga fyrir það magn sem tekið er
frá þeim, heldur fast gjald á ári.
Fyrirtækin á starfssvæðinu kaupa
sér þjónustu sem miðar að því að
koma neysluúrgangi frá fyrirtækinu
(flutningsgjöld). Í skýrslunni kemur
fram að fyrirtækin hafi engan hvata
af að flokka þar sem þau greiði ekki
urðunargjald samkvæmt vigt.
Á Akureyri er rekin gámastöð þar
sem hægt er að koma með neysluúr-
gang og þar eru miklir möguleikar
að flokka það sem þangað berst.
Ekki er tekið gjald á stöðinni og tel-
ur vinnuhópurinn það vera rétt
gagnvart einstaklingum en að hugs-
anlega mætti bjóða minni fyrirtækj-
um að koma þangað með neysluúr-
gang gegn gjaldi.
Vinnuhópurinn telur að það þurfi
að gera róttæka breytingu á söfnun,
frágangi og endurvinnslu á neyslu-
úrgangi á Akureyri. Koma þurfi upp
hvatakerfi í formi gjalda sem íbúar
geti haft áhrif á. Hægt sé að minnka
það magn umtalsvert sem fer til
urðunar með því að ná út úr neyslu-
úrgangi þeim flokkum sem auðvelt
er að koma til endurvinnslu eða end-
urnýtingar. Nefndir eru sjö flokkar,
blöð og tímarit, fernur hvers konar,
bylgjupappi, gler, járn (dósir o.þ.h.)
garðaúrgangur og spilliefni.
Hafin verði úrvinnsla
lífræns úrgangs
Stærsti flokkur úrgangs er líf-
rænn úrgangur og mælir starfshóp-
urinn með því að sem allra fyrst
verði hafin úrvinnsla hans á Akur-
eyri. Í byrjun mætti taka lífrænan
úrgang frá verslunum, veitingahús-
um og stærri eldhúsum. Einnig er
talið að ýmiss konar frekari úr-
vinnsla afurða jarðgerðarstöðva geti
verið ativnnuskapandi.
Í skýrslunni kemur fram að fyrir
liggi að búnaður til úrvinnslu kjöt-
mjöls sé til sölu hérlendis og telur
starfshópurinn rétt að kannað verði
með kaup á honum til bæjarins. Ár-
lega eru urðuð 2–3 þúsund tonn af
sláturúrgangi á Glerárdal en þessi
úrgangur veldur vandkvæðum í
rekstri urðunarstaðarins og í far-
vatninu séu lagalegar skorður við
slíkri urðun.
Einnig er í skýrslunni komið inn á
úrvinnslu úr seyru rotþróa, endur-
vinnslu byggingarúrgangs og end-
urvinnslu á plasti. Þá er þar minnst
á nytjamarkað, stað þar sem fólk
getur komið með nýtilega húsmuni
og fleiri hluti sem ekki er lengur
þörf fyrir og boðið fram handa þeim
sem þá geta nýtt. Verið er að vinna
að mótun slíkrar starfsemi á Ak-
ureyri og telur starfshópurinn að
styðja eigi við hana. Fyrir liggi að
slík starfsemi gegni hlutverki langt
út fyrir bæjarmörkin og sé því at-
vinnuskapandi og létti förgun sorps.
Áætlað er að um 1.000 tonn af hús-
gögnum séu urðuð á Akureyri ár-
lega.
Raunveruleg endurvinnsla á Ak-
ureyri hefur verið lítil, segir í
skýrslunni en þó hefur hlutur bæj-
arins á því sviði verið stærri en
margra annarra. Tvö fyrirtæki hafa
sinnt endurvinnslu, Gúmmívinnslan
og Endurvinnslan. Helstu fram-
leiðsluvörur Gúmmívinnslunnar eru
öryggishellur, umferðarvörur og
millibobbingar fyrir sjávarútveginn.
Í þessa framleiðslu er notað gúmmí-
kurl sem til fellur við sólningu hjól-
barða. Endurvinnslan framleiddi
brettakubba og arinkubba úr plasti
og pappír en eftir bruna hjá fyr-
irtækinu árið 2000 hefur sú fram-
leiðsla legið niðri.
Gunnar, forstöðurmaður Endur-
vinnslunnar, sagði að fyrirtækið
hefði verið úr leik í fimmtán mánuði
eftir brunann, sem væri allt of lang-
ur tími. Margir bæjarbúar hefðu í
kjölfarið misst móðinn við flokk-
unina. „Fólk getur flokkað mun bet-
ur heima hjá sér en það gerir í dag,“
sagði Gunnar. Hann telur nauðsyn-
legt að sett verði skilagjald á það
sem hægt sé að vigta eða telja og þá
umhverfisgjald á annað.
Vinnuhópur um endurvinnslu telur nauðsynlegt að ná árangri í flokkun neysluúrgangs
Koma þarf upp gjald-
skrá sem endur-
speglar kostnaðinn
Morgunblaðið/Kristján
Viðar Garðarsson kemur dagblaðabagga fyrir í skemmu.
FYRIRTÆKIÐ PharmAarctica ehf.
var stofnað formlega á Grenivík í gær
en það verður staðsett á Grenivík og
mun framleiða þar lyf og snyrtivörur.
Að fyrirtækinu standa Grýtubakka-
hreppur, sem á þriðjung í gegnum fé-
lag sitt Sænes og lyfjafræðingarnir
Torfi Halldórsson og Jónína Jó-
hannsdóttir og Bergþóra Stefáns-
dóttir snyrtifræðingur, en þau eru
búsett á Akureyri. Að sögn Guðnýjar
Sverrisdóttur sveitarstjóra Grýtu-
bakkahrepps verður fyrirtækið í 200
fermetra húsnæði við Lundsbraut 2
og er ráðgert að starfsemin fari í
gang á fyrri hluta næsta árs.
Í fyrstu er reiknað með að starfs-
menn fyrirtækisins verði fimm en
Guðný sagði að í framtíðinni væri
ráðgert að þetta yrði 10–20 manna
vinnustaður og að um þriðjungurinn
yrði háskólamenntað fólk. Hún sagði
að kostnaður við að koma starfsem-
inni í gang væri um 50 milljónir
króna.
Guðný sagði að undirbúningur að
stofnun fyrirtækisins hefði staðið yfir
frá í sumar. Samstarfsfólk hreppsins
í fyrirtækinu kom með hugmynd til
hreppsins „og við keyptum hana,“
sagði Guðný. Hún sagði að fyrirtækið
myndi framleiða snyrtivörur og for-
skriftarlyf og samheitalyf fyrir inn-
lendan markað til að byrja með, en
einnig yrði horft til útflutnings.
„Þetta er gríðarlega stórt mál og
ég er mjög ánægð að þetta skuli í
höfn. Við bindum miklar vonir við
þessa starfsemi, þótt vissulega fylgi
áhætta allri nýrri starfsemi. Við er-
um búin að fara mjög vel í gegnum
þetta og trúum því að fyrirtækið
muni ganga,“ sagði Guðný.
Lyfja- og snyrtivörufyrirtæki
sett á stofn á Grenivík
10–20 manna
vinnustaður
í framtíðinni
FORSVARSMENN mat- og
sérvöruverslunarinnar Euro-
pris hafa verið að skoða mögu-
leika á að opna verslun á Ak-
ureyri. Matthías Sigurðsson
framkvæmdastjóri sagði að af-
staða í málinu hefði enn ekki
verið tekin en búast mætti við
að ákvörðun yrði tekin á næstu
vikum eins og hann orðaði það í
samtali við Morgunblaðið.
„Við höfum verið að skoða
möguleika á að opna verslanir á
landsbyggðinni, þar á meðal á
Akureyri. Það er ljóst að við
opnum ekki verslun nema á
stöðum þar sem er þokkalega
stór byggðakjarni,“ sagði
Matthías. Varðandi húsnæði
undir verslunina ef af opnun
yrði sagði hann að ekkert eitt
frekar en annað kæmi til greina
í þeim efnum.
Europris opnaði verslun í
Reykjavík síðasta sumar, en
um er að ræða norska verslun-
arkeðju.
Europris
íhugar að
opna verslun
á Akureyri
UM 30 nemendur og kennarar við
listnámsbraut Fjölbrautaskólans í
Garðabæ komu í menningarferð
til Akureyrar um helgina. „Þetta
var mjög vel heppnuð ferð og allir
afar ánægðir,“ sagði Jóhanna M.
Tryggvadóttir listgreinakennari.
Listgreinabrautin við skólann
skiptist í tvö kjörsvið, myndlist-
arsvið og fata- og textílhönn-
unarsvið og hafa kennarar verið
duglegir að fara með nemendur á
hvers kyns listsýningar; myndlist,
hönnun, dans, leiklist og kvik-
myndasýningar auk tónlistar-
viðburða. Þetta hefur skilað sér
ríkulega, því nú hafa nemendur oft
frumkvæði að sameiginlegum vett-
vangsferðum á vit listagyðjunnar
og svo var reyndar um Akureyr-
arferðina nú.
Hópurinn kynntist innviðum
Samkomuhússins undir dyggri
leiðsögn þeirra sem best þekkja til
áður en haldið var á leiksýningu á
Hamlet. „Það var mjög gaman að
kynnast öllu baksviðs áður en farið
var á sýninguna,“ sagði Jóhanna.
Sýningin Rembrandt og samtíð-
armenn hans á Listasafninu á Ak-
ureyri var skoðuð, þá fór hóp-
urinn í heimsókn í Myndlista-
skólann á Akureyri og Listabraut
Verkmenntaskólans á Akureyri
auk þess sem vinnustofur lista-
manna voru heimsóttar og spjall-
að við akureyska listamenn. Svo
var setið á kaffihúsum inn á milli
dagskráratriða og leist fólki bara
vel á. „Það tóku allir mjög vel á
móti okkur og menn höfðu gagn
og gaman af ferðinni,“ sagði Jó-
hanna sem taldi að slík ferð gæti
orðið að árlegum viðburði nema
við listnámsbraut FG.
Morgunblaðið/Kristján
Gestirnir úr Garðabæ skoða sýninguna Rembrandt og samtíðarmenn hans í Listasafninu á Akureyri.
Vel heppnuð menningarferð