Morgunblaðið - 30.10.2002, Page 17
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2002 17
KAUPÞING seldi Sparisjóði
Reykjavíkur og nágrennis Frjálsa
fjárfestingarbankann fyrir 3.844
milljónir króna hinn 30. september
síðastliðinn, eins og fram kom í til-
kynningu í Kauphöll Íslands. Í til-
kynningunni kom einnig fram að
söluhagnaður Kaupþings vegna
viðskiptanna er áætlaður um 1.500
milljónir króna og að fasteign
Frjálsa fjárfestingarbankans í Sól-
túni fylgdi ekki með í kaupunum.
Það var hins vegar ekki fyrr en
uppgjör Frjálsa fjárfestingarbank-
ans fyrir fyrstu níu mánuði ársins
var birt á mánudag að fram kom að
Kaupþing fengi greiddan arð sem
nemur ríflega 300 milljónum króna
frá Frjálsa fjárfestingarbankanum.
Ákvörðun um þetta var tekin á
hluthafafundi Frjálsa fjárfesting-
arbankans 10. þessa mánaðar og
nemur arðgreiðslan 30% af hlutafé,
en arður hefur ekki áður verið
greiddur til hluthafa Frjálsa fjár-
festingarbankans frá því hann varð
til við samruna Samvinnusjóðs Ís-
lands og Fjárvangs árið 2000.
Sé litið svo á að arðgreiðslan sé
hluti af þeirri fjárhæð sem SPRON
greiðir fyrir Frjálsa fjárfesting-
arbankann hefur SPRON í raun
greitt nær 4,2 milljarða króna fyrir
bankann en ekki rúmlega 3,8 millj-
arða króna eins og kaupverðið
hljóðar upp á.
Greiningardeild Búnaðarbank-
ans gaf út greiningu á Kaupþingi
fyrr í þessum mánuði þar sem fram
kom það mat deildarinnar að verð-
mæti Frjálsa fjárfestingarbankans
fyrir Kaupþing hafi verið um 2,6
milljarðar króna. Miðað við það
verð taldi greiningardeild Bún-
aðarbankans því að verðmæti
Kaupþings hafi hækkað um ríflega
1,2 milljarða króna við söluna. Þeg-
ar arðgreiðslunni hefur verið bætt
við hefur verðmæti Kaupþings við
söluna á Frjálsa fjárfestingarbank-
anum því aukist um 1,5–1,6 millj-
arða króna miðað við forsendur
greiningardeildarinnar.
Eigið fé Frjálsa fjárfesting-
arbankans lækkar sem nemur arð-
greiðslunni, en það var 2,6 millj-
arðar króna í lok september.
Skiptar skoðanir hafa verið um
verðlagningu Frjálsa fjárfesting-
arbankans í viðskiptunum milli
SPRON og Kaupþings. Ekkert ligg-
ur fyrir um hvaða samlegð-
aráhrifum eða annarri hagræðingu
SPRON nær út úr kaupunum á
Frjálsa fjárfestingarbankanum eða
hverju hann mun skila SPRON. Hitt
er ljóst að efasemdirnar um kaup-
verðið minnka ekki við ríflega 300
milljóna króna arðgreiðslu til selj-
andans.
Innherji skrifar
innherji@mbl.is
ÁRSHLUTAUPPGJÖR Hraðfrysti-
húss Eskifjarðar (HRESK) leiðir í
ljós að hagnaður fyrstu níu mánaða
ársins nemur 1.062 milljónum króna,
miðað við 22 milljón króna hagnað á
sama tímabili í fyrra. Rekstrartekjur
félagsins á tímabilinu nema 3.202
milljónum, en rekstrargjöld 2.109
milljónum. Hagnaður fyrir afskriftir
(EBITDA) er því 1.162 milljónir, eða
35,54% hlutfall af vergum rekstrar-
tekjum. Afskriftir fastafjármuna
nema rúmum 329 milljónum, en fjár-
munagjöld eru jákvæð um tæpar 475
milljónir, fyrst og fremst vegna
styrkingar íslensku krónunnar.
Tekjuskattur nemur rúmum 245
milljónum.
Heildareignir HRESK nema nú
7.344 milljónum króna, en voru 6.052
milljónir við síðustu áramót. Eigið fé
félagsins er 2.295 milljónir, vex úr
1.372 milljónum og er 31,25% nú,
miðað við 22,68% um síðustu áramót.
Innra virði hlutafjár vex úr 3,08 við
síðustu áramót í 5,23 nú. Heildar-
skuldir félagsins nema 5.049 milljón-
um samanborið við 4.680 í ársbyrjun.
Nettóskuldir, þ.e.a.s. heildarskuld-
ir að frádregnum veltufjármunum,
standa nánast í stað og nema 3.498
miiljónum miðað við 3.517 milljónir
við áramót. Veltufjárhlutfall er nú
1,04 miðað við 1,00 í ársuppgjöri.
Hvað sjóðstreymi varðar skilar
reksturinn rúmum 1.007 milljónum í
veltufé frá rekstri, en handbært fé frá
rekstri nemur 638 milljónum. Fjár-
festingahreyfingar nema 1.141 millj-
ón og fjármögnunarhreyfingar 432
milljónum. Uppistaðan í fjárfestinga-
hreyfingum félagsins eru kaup á
47,48% hlut í Tanga hf. á Vopnafirði,
en félagið fjármagnaði um 36% kaup-
anna með rekstrarfé.
Í samræmi við áætlun
Í tilkynningu frá HRESK segir að
niðurstaða tímabilsins sé í takt við
rekstraráætlun félagsins, að undan-
skildum 475 milljóna króna jákvæð-
um fjármagnsgjöldum. Kemur þar til
bókhaldslegur hagnaður af vaxta-
skiptasamningi er nemur 210 millj-
ónum og lækkun erlendra skulda
vegna styrkingar íslensku krónunn-
ar.
Félagið gerir ráð fyrir að framlegð
dragist saman er líður á árið með
minnkandi veiðum og vinnslu. Í
rekstraráætlun félagsins er gert ráð
fyrir að hlutfallsleg framlegð af verg-
um rekstrartekjum verði um 33% á
árinu öllu.
HRESK með
rúman millj-
arð í hagnað
Í takt við rekstraráætlun
ORÐRÓMUR hefur verið á kreiki um
að vegna þess að GSM-símkerfi Ís-
landssíma er nýrra en GSM-símkerfi
Tals muni viðskiptavinir Tals koma til
með að þurfa að skipta um síma, sím-
kort eða jafnvel símanúmer ef kerfi
félaganna verða sameinuð í kjölfar
samruna símafyrirtækjanna. Pétur
Pétursson upplýsingafulltrúi Íslands-
síma segir þetta algjörlega úr lausu
lofti gripið. „Verði af sameiningu sím-
kerfanna á að vera hægt að færa öll
símtöl auðveldlega á milli þannig að
viðskiptavinir verði ekki varir við
neitt. Ég get staðfest að það hefur
verið einhver orðrómur á kreiki um
þetta en hann er alveg úr lausu lofti
gripinn,“ sagði Pétur Pétursson.
Tal og Íslandssími
Notendur ekki
varir við skiptin
LÆKNA
LINDBæjarlind 12 • 201 KópavogurSími 520 3600 • Fax 520 3610www.laeknalind.is
Hjá Læknalind komast skráðir
sjúklingar að samdægurs hjá
heimilislækni.
Sími 520 3600
Samdægurs
læknisþjónusta
Engin bið
AÐALFUNDUR Útvegsmanna-
félags Snæfellsness var haldinn á
Hellissandi 21. október sl. Mikil um-
ræða fór fram um þróun sjávar-
útvegs á Íslandi. Á Snæfellsnesi er
enn öflugur bátafloti sem er í eigu
einstaklinga sem er undirstaða
þéttbýlis á norðanverðu Nesinu
eins og smábátaflotinn er fyrir
margar aðrar byggðir við sjáv-
arsíðuna. Í félaginu eru útgerðir 48
skipa sem að stærstum hluta eiga
sér langa sögu við Breiðafjörð.
Bátaflotinn skapar því fjölda starfa
til sjós og svo öruggt hráefni í landi.
Það kom fram greinilegur ótti
hjá fundarmönnum um þá sam-
þjöppun veiðiheimilda til fárra fyr-
irtækja sem nú á sér stað á landinu.
Einstaklingsútgerðir eiga mjög
undir högg að sækja. Sú stöðuga
óvissa í sjávarútvegi sem fyrirtækin
búa við fer mjög illa með þau og
ekki síst skerðing í þorskafla ár eft-
ir ár sem er meginhluti aflaheimild-
anna. Nú er svo komið að aflaheim-
ildir nægja til veiða hluta ársins.
Við slíka stöðu er ekki hægt að búa
við lengi. Eina vonin er að ná í meiri
aflaheimildir. Verð á varanlegum
aflaheimildum er það hátt að það
reynist litlum útgerðum erfitt að
komast yfir slík kaup. Til að koma
þessum bátaflokki til hjálpar er
mikilvægast að auka þorskveiði-
heimildir. Það kom fram á fund-
inum að einstaklingsútgerðir búa
ekki við sömu kjör í bönkum og
stærri útgerðarfélög, þó að áhætt-
an væri ekki meiri í útlánum til
þeirra og vaxtakjörin skiptu minni
útgerðir jafnvel meira máli en þau
stærri.
Af öðrum málum sem voru til um-
ræðu var að banna loðnuveiðar í
Breiðafirði þar sem þorskinn í
Breiðafirði vantar æti. Loðnan sem
kemur inn í fjörðinn nýtist betur
sem fóður fyrir fiskinn og annað líf-
ríki, en sem lélegt hráefni til mjöl-
vinnslu. Samþykkt var að leggja til-
lögu þessa efnis fyrir aðalfund LÍÚ
í þessari viku. Þá skorar fundurinn
á stjórnvöld að setja skýrar reglur
um þær aflabætur sem þau ákvarða
að úthluta eða taka af útgerðum
vegna aflabrests. Tryggja þarf að
allar fiskitegundir séu með í þeim
bótum. Bátar sem hafa miklar afla-
heimildir í þorski, s.s. bátar við
Breiðafjörð, hafa lagt mikið til
þessarar jöfnunar á meðan útgerðir
með aflaheimildir t.d. í uppsjáv-
arfiski hafa ekki tekið þátt í þessari
jöfnun nema þá sem þiggjendur.
Útgerðarmenn dragnótabáta
hafa áhyggjur af aukinni sókn
dragnótabáta á miðin í Breiðafirði.
Samþykkt var að óska eftir að bann
verði sett við dragnótaveiðum í
Breiðafirði frá kl. 19 á laug-
ardögum til kl. 7 á mánudags-
morgnum frá 1. september til 30.
apríl ár hvert. Formaður Útvegs-
mannafélags Snæfellsness er Ólaf-
ur Rögnvaldsson, Hellissandi.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Aðalfundir Útvegsmannafélags Snæfellsness eru vel sóttir, enda fjöldi báta ennþá gerður út frá Snæfellsnesi.
Vilja banna loðnuveið-
ar á Breiðafirði
Stykkishólmi. Morgunblaðið.