Morgunblaðið - 30.10.2002, Page 19

Morgunblaðið - 30.10.2002, Page 19
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2002 19 fordfocus Ford Focus hefur hlotið frábæra dóma og verið valinn bíll ársins í Evrópu og Bandaríkjunum, besti bíllinn í Þýskalandi og er nú vinsælasti bíll í heimi. Enginn bíll hefur hlotið meiri viðurkenningu. Komdu og keyrðu. Vertu undir það búin að vilja ekki láta hann frá þér. Brimborg Reykjavík sími 515 7000 • Brimborg Akureyri sími 462 2700 • brimborg.is Opið laugardaga kl.12-16 Pantaðu núna. Nýr Ford Focus kostar frá 1.495.000 kr. Er hægt að hljóta meiri viðurkenningu? AÐ minnsta kosti 54 menn létu lífið í gær í miklum eldsvoða í stórri skrifstofubyggingu í Ho Chi Minh- borg, áður Saigon, í Víetnam og líklega enn fleiri því að margra var saknað. Er byggingin, sem hefur verið aðsetur margra erlendra fyr- irtækja, sex hæða há og stukku margir út um glugga á efri hæð- unum á flótta undan eldsvítinu. Um 500 manns störfuðu í byggingunni en auk skrifstofanna var þar vin- sæll dansstaður og margar versl- anir. Óstaðfestar fréttir voru um, að eldurinn hefði kviknað út frá rafmagni á skemmtistaðnum en talsmaður stjórnvalda vildi aðeins segja það eitt, að ekki væri um hryðjuverk að ræða. Vitni segjast hafa heyrt neyðarópin frá fólkinu, sem lokaðist inni, en það tók slökkviliðið fimm klukkustundir að ná tökum á eldinum. Myndin sýnir eldtungurnar standa út úr bygg- ingunni en baráttan inni í húsinu sjálfu var mjög erfið að sögn. Reuters Tugir manna fórust í eldsvoða NORÐUR-Kóreumenn höfnuðu í gær alþjóðlegum kröfum um að þeir leggi niður kjarnavopnaáætl- un sína. Kom þetta fram á fyrri degi fundar þeirra með Japönum, er ætlað er að koma samskiptum ríkjanna í eðlilegt horf, að því er japanskur embættismaður greindi frá. Hafi N-Kóreumenn einnig reynt að gera lítið úr því að þeir rændu japönskum ríkisborgurum á áttunda og níunda áratugnum, og sögðu það mál „svo að segja leyst“, en Japanir líti alls ekki svo á. Japönsk stjórnvöld líta svo á, að lausn þessara tveggja mála skipti mestu í viðræðunum, er fara fram í Kuala Lumpur, höfuðborg Malasíu, og lýkur í dag. Höfðu Japanir hót- að að hætta viðræðunum ef N-Kór- eumenn neituðu að hætta þróun kjarnavopna. En háttsettur jap- anskur embættismaður sagði í gær að viðræðunum yrði haldið áfram í dag, eins og gert hefði verið ráð fyrir, þó svo að enginn árángur hefði náðst í gær. Japanir, Bandaríkjamenn og Suður-Kóreumenn hafa krafist þess að N-Kóreumenn hætti þróun kjarnavopna, og lögðu til að við- ræðurnar við Japani gætu orðið heppilegur vettvangur fyrir við- brögð N-Kóreumanna við kröfunni. Japanski embættismaðurinn sagði í gær, að yfirmaður n-kóresku sendinefndarinnar, Jong Thae- Hwa farsendiherra, hefði hafnað kröfunni, og „bætt því við að her- skárri afstöðu Bandaríkjamanna gagnvart N-Kóreu væri um að kenna“. Þegar Jong hafi verið spurður frekar um kjarnorkuvopnaáætl- unina hafi hann ítrekað það sem fram kom í yfirlýsingu frá n-kór- eska utanríkisráðuneytinu sl. föstudag, að n-kóresk stjórnvöld ættu rétt á að koma sér upp kjarnavopnum. N-Kóreumenn hafa játað að hafa brotið samning er þeir gerðu við Bandaríkjamenn 1994 þar sem þeir lofuðu að stöðva kjarnavopnaáætlun sína og leggja hana alveg niður er fram liðu stundir. Neita að hætta þróun kjarnavopna Viðræður Norður-Kóreumanna og Japana ganga illa Kuala Lumpur. AFP. BANDARÍSK stjórnvöld telja að rússnesk yfirvöld hafi beitt gasi gerðu úr ópíati, virka efninu í ópíumi, til að yfirbuga tsjetsj- ensku hryðjuverkamennina sem tóku um 800 manns í gíslingu í leikhúsi í Moskvu í síðustu viku. Eitt hundrað og fimmtán gísl- anna létust þegar rússneskar sérsveitir réðust til inngöngu í leikhúsið aðfaranótt laugardags- ins, allir utan einn, að því er talið er, vegna eituráhrifa af gasinu. Haft var eftir háttsettum, bandarískum embættismanni, sem ekki vildi láta nafns síns get- ið, að þær upplýsingar sem Bandaríkjamönnum væru teknar að berast frá Rússum bentu til að gasið hefði „að öllum líkindum“ verið búið til úr ópíati. „Það þýðir að beiting þess hefur sennilega ekki verið brot á alþjóðasáttmál- anum um bann við beitingu efna- vopna,“ sagði embættismaðurinn við fréttastofuna AFP. Fréttamaður breska ríkisút- varpsins, BBC, segir, að sjúkra- flutningafólki er meðhöndlaði gíslana eftir áhlaupið á leikhúsið hafi verið gefin fyrirmæli um að sprauta gíslana með efninu nalox- ón, sem er lyf sem oft er gefið sjúklingum sem fengið hafa of stóran skammt af efnum gerðum úr ópíati, eins og til dæmis her- óíni. Ópíat-efni hafa deyfandi áhrif á skynfærin, en of stór skammtur getur valdið dái og dauða með því að stöðva öndun og blóðstreymi. Skýringin á sprautunálunum Naloxóninu var sprautað í gísl- ana þar sem þeir lágu meðvitund- arlausir í leikhúsinu eftir að ópíatgasinu var dælt inn í húsið um loftræstikerfið, að því er haft var eftir lækni. Þetta sagði hann útskýra hvers vegna sprautunál- ar hefðu fundist í áhorfendasaln- um, en sumir rússneskir fjöl- miðlar höfðu dregið þá ályktun af þeim að hryðjuverkamennirnir hefðu verið lyfjafíklar. Ópíat-efni eru náskyld morfíni að gerð og verkun og er morfín aðalvirka efnið í ópíumi. Morfín- lyf eru eitruð og geta hæglega valdið dauðsföllum, sagði Jakob Kristinsson, dósent í eiturefna- fræði við læknadeild Háskóla Ís- lands, í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að sér þætti ólíklegt að morfín hefði verið notað við áhlaupið á leikhúsið í Moskvu, til þess væri það ekki nógu virkt. En til séu efni sem virki á sama hátt og morfín en séu miklu virkari, þannig að mun minna magn þurfi af þeim til að hafa sömu áhrif og morfín. Sagði Jakob, að sér dytti helst í hug að notuð hefðu verið önnur, vel þekkt efni af morfínlyfja- flokki, sem eru allt að þúsund sinnum sterkari en morfín. Meðal slíkra efna séu fentaníl og súfent- aníl. Þetta séu ákaflega hættuleg efni er geti valdið öndunarlömun. Jakob sagði aðspurður að ekki væri neinum vandkvæðum bund- ið að búa til gas úr þessum efn- um, og benti á að menn hafi löngum reykt heróín og jafnvel líka morfín. Talið að gas skylt morfíni hafi verið notað í Moskvu Getur valdið lömun í öndunarfærum Washington, Moskvu. AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.