Morgunblaðið - 30.10.2002, Side 20

Morgunblaðið - 30.10.2002, Side 20
ERLENT 20 MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MAÐUR sem kveðst vera 105 ára gamall segir að bandarískir her- menn hafi handtekið hann er hann var hjá lækni sínum í þorpi í Afgan- istan. Flogið var með manninn hálfa leið yfir hnöttinn, alla leið til Kúbu þar sem honum hefur verið haldið í fangelsi vegna gruns um að tengjast talibönum eða al-Qaeda hryðjuverkasamtökunum. Honum hefur nú verið sleppt. Bandaríska varnarmálaráðu- neytið greindi frá því á mánudag- inn að fjórum föngum er haldið hef- ur verið í bandaríska fangelsinu við Guantanamo-flóa á Kúbu hafi verið sleppt um helgina, á þeim for- sendum að engin ógn stafaði af þeim. Fyrirhugað væri að fleiri yrðu látnir lausir. Ráðuneytið vildi ekki láta uppi hverjir mennirnir væru eða hvert þeir hefðu verið fluttir, en haft var eftir starfsmönnum Rauða krossins að þrír Afganar hefðu verið af- hentir afgönskum yfirvöldum á Bagram-herflugvellinum í Afgan- istan, og farið hefði verið með fjórða manninn til Pakistans. Á sama tíma voru um 30 meintir meðlimir talibanahreyfingarinnar í Afganistan og hryðjuverkasamtak- anna al-Qaeda fluttir úr fangelsum í Afganistan í fangelsið við Guant- anamo, og eru þá fangarnir þar alls 625, að því er fulltrúar varn- armálaráðuneytisins sögðu. Var hjá lækninum Einn Afgananna þriggja, sem látnir voru lausir um helgina, greindi frá því í gær er hann var kominn til Kabúl, höfuðborgar Afg- anistan, að hann hefði verið hand- tekinn af Bandaríkjamönnum, grunaður um að vera talibani eða al-Qaeda-liði. Flogið hefði verið með sig til Kúbu. Maðurinn, Haji Faiz Mohammad, kveðst vera 105 ára gamall. Aldur mannsins hefur ekki fengist staðfestur og ekki lá fyrir hvenær hann var handtekinn í heimalandi sínu og færður á brott. Ljóst mun hins vegar vera að mann- inum var haldið mánuðum saman á Kúbu. „Daginn sem ég var handtekinn var ég veikur, svo að ég hafði farið til læknis. Þá lentu þyrlur í þorpinu og þeir handtóku alla og yfirheyrðu okkur,“ sagði Mohammad, sem var handtekinn í þorpinu Dehrawad, sem er um 400 km suðvestur af Kabúl. „Ég sagði þeim sannleikann og svo bundu þeir fyrir augun á mér. Það var ósanngjarnt og grimmúðlegt að setja mig í fang- elsi. Ég hafði ekkert brotið af mér.“ Fengu föt og nóg að borða Mohammad sagði að í fangelsinu í Guantanamo hefði verið farið vel með fangana. „Við fengum föt, nóg að borða og fengum að fara í sturtu einu sinni í viku.“ Annar Afgani, er látinn var laus um helgina, tók í sama streng og sagði Bandaríkjamennina hafa komið vel fram við fangana. „Sumir Bandaríkjamennirnir voru jafnvel vinsamlegri en Afganarnir. Síðustu tvær vikurnar spiluðum við meira að segja fótbolta og þeim þótti leið- inlegt að við skyldum fara.“ Þriðji fanginn, Haji Mohammad Sidiq, sem kveðst vera 90 ára gam- all, baðst undan viðtali sökum þreytu. 105 ára gamall fangi? AP Haji Faiz á sjúkrahúsi í Kabúl. Hann er enn með armbandið, sem hann var merktur með í Guantanamo. Segir hann, að stundum hafi hann verið hlekkjaður við yfirheyrslur en lætur annars bara vel af vistinni. Bandaríkjamenn virðast hafa haldið öldruðum mönnum í fangelsi á Kúbu Washington, Kabúl. AFP. ’ Ég sagði þeimsannleikann og svo bundu þeir fyrir augun á mér. ‘ TOM Daschle, öldungadeildarþing- maður frá Suður-Dakóta, er ekki há- vaxinn maður. Hann er hins vegar áhrifamikill maður; leiðtogi demó- krata í öldungadeildinni, þar sem þeir hafa nauman meirihluta, og ekki er ólíklegt að hann muni sækjast eft- ir útnefningu Demókrataflokksins vegna forsetakosninganna sem haldnar verða í Bandaríkjunum eftir tvö ár. Raunar má leiða að því líkur að hann sé m.a. kominn til Iowa til að minna ofurlítið á sig en eins og þeir vita, sem fylgjast með bandarískum stjórnmálum, þá er fyrsta forval stóru flokkanna tveggja vegna for- setakosninga jafnan haldið í Iowa. Í upphafi ræðu sinnar í Iowa-há- skóla í Iowa-borg gerir Daschle góð- látlegt grín að smæð sinni um leið og hann fer fögrum orðum um Paul Wellstone, öldungadeildarþingmann frá nágrannaríkinu Minnesota, sem lést í þyrluslysi sl. föstudag. „Paul var reyndar sá eini í öldungadeildinni sem var minni en ég,“ segir Daschle við um fimmtíu manna hóp stúdenta og stuðningsmanna. „En hann sagði jafnan að það væri ekki stærð mannsins sem segði til um atorku hans, þvert á móti segði atorka ein- staklingsins til um það hversu stór hann væri,“ segir þingmaðurinn. Daschle, sem sjálfur þarf ekki að verja sæti sitt fyrr en að tveimur ár- um liðnum, er kominn til Iowa-ríkis til að ljá heimamanninum Tom Hark- in stuðning sinn en Harkin, sem hef- ur átt sæti í öldungadeild Banda- ríkjaþings síðan 1984, heyr nú harða kosningabaráttu við repúblikanann Greg Ganske. Miklu máli skiptir fyr- ir demókrata að halda þessu tiltekna sæti, enda er meirihluti þeirra í öld- ungadeildinni afar naumur; þar sitja 50 demókratar, 49 repúblikanar og einn óháður. Hvert einasta sæti skiptir máli eigi demókrötum að tak- ast að verja meirihlutann og koma í veg fyrir að repúblikanar stjórni báð- um deildum þingsins, auk Hvíta hússins. Er ljóst af máli Daschles að demó- kratar vilja helst ekki hugsa þá hugs- un til enda að repúblikanar fari með völdin á öllum vígstöðvum. Skv. skoðanakönnunum ætti Harkin reyndar að takast nokkuð örugglega að tryggja sér sex ár til viðbótar í öldungadeildinni. Eins og Daschle gerir hins vegar grein fyrir í ræðu sinni er meira í húfi en bara öldungadeildarþingsætið. Fimm fulltrúar frá Iowa sitja í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og svo tvísýnt er um úrslit hér að þessu sinni að vel er hugsanlegt að demókratar nái að vinna 2–3 sæti af repúblikönum. Tækist það væru líkurnar á því að demókratar næðu meirihluta í full- trúadeildinni, þar sem repúblikanar ráða nú ríkjum, mun betri en áður. Þegar á heildina er litið eiga demó- kratar þó undir högg að sækja, hvað sem líður hástemmdum hvatningar- orðum þeirra Harkins og Daschles á fundinum í Iowa-borg. Þeir munu nefnilega þurfa að vinna alls sex þingsæti af repúblikönum, eigi þeir að ná meirihluta í fulltrúadeildinni, og víðast hvar er nokkurn veginn vit- að hver niðurstaðan verður. Í heild- ina litið tala fréttaskýrendur um að tvísýnt sé um úrslit á ríflega tuttugu stöðum og því er ljóst að demókratar verða að vinna 2⁄3 af þeim sætum eigi þeir að ná meirihluta í fulltrúadeild- inni. Pólitísk vakningarsamkoma Kosningafundur þeirra Daschles og Harkins í Iowa-borg er býsna ólíkur þeim sem blaðamaður á að venjast frá Íslandi. Mikið fer fyrir leikrænum tilburðum og viðstaddir klappa oft og mikið. Má eiginlega líkja fundinum við vakningarsam- komu þar sem aðalatriðið er að virkja mannskapinn til afreka, fremur en snúa óákveðnum kjósanda á band demókrata. Enda augljóst að ekki er marga pólitíska andstæðinga að finna í þessum sal. Augljóst er að Harkin er hér á heimavelli. Ráða má af samtölum við heimamenn að þeir eru meðvitaðir um eðli stjórnmálanna í Washington, þar sem áhrif byggjast mjög á því hversu lengi menn hafa setið á þingi. Harkin gegnir vegna þingreynslu sinnar formennsku í landbúnaðar- nefnd öldungadeildarinnar en fá mál- efni skipta meira máli í Iowa-ríki en einmitt landbúnaðarmál, en í Iowa er stunduð korn- og sojabaunarækt, auk þess sem þar er að finna ófá svína- og nautabú. Menn vita sem er að felli þeir Harkin úr sessi þá væri þessum beinu áhrifum á afdrif þing- mála, sem snerta Iowa-búa svo mjög, kastað fyrir róða. Harkin gerir baráttuna gegn hryðjuverkum að umtalsefni í ávarpi sínu. Hann segir ekki ganga upp, það sem John Ashcroft dómsmálaráð- herra hafi reynt að telja fólki trú um, að öryggi þess verði betur borgið með því að þrengja að borgaralegum réttindum þess. Besta leiðin sé að hafa í heiðri frelsi einstaklingsins. Erlend málefni koma að öðru leyti lítt til tals á þessum fundi í Iowa- borg, áhyggjur af Íraksmálum eru víðsfjarri. Hér eins og annars staðar í Mið-Vesturríkjum Bandaríkjanna mun fólk fyrst og fremst hafa efna- hagsmál í huga þegar það mætir á kjörstað nk. þriðjudag. Um það eru flestir viðmælendur Morgunblaðsins sammála. Hvert einasta þing- sæti skiptir máli Þing- og ríkisstjórakosningar verða haldnar í Bandaríkjunum nk. þriðjudag. Davíð Logi Sigurðsson sótti kosningafund með tveimur áhrifamiklum öldungadeildarþingmönnum, demókrötunum Tom Daschle og Tom Harkin, í Iowa-borg en niðurstaða kosninganna í Iowa-ríki gæti skipt sköpum um það hvaða flokkur ræður ríkjum á Bandaríkjaþingi næstu tvö árin. Reuters Tom Daschle, leiðtogi meirihluta demókrata í öldungadeild Banda- ríkjaþings. ’ Svona gerum við ekki í Banda- ríkjunum. ‘ NAUÐGANIR og pyntingar á föng- um eru algengar í Rússlandi, að því er fram kemur í skýrslu sem mann- réttindasamtökin Amnesty Inter- national birtu í gær. Í skýrslunni er athyglinni beint að „alvarlegum brotum rússneskra lög- reglu- og öryggissveita á alþjóðleg- um mannréttindum og mannúðar- lögum“. „Út um allt Rússland eru pyntingar eða ill meðferð á föngum, konum, körlum og börnum, nánast venja,“ segja skýrsluhöfundarnir og lýsa nokkrum pyntingaraðferðum sem beitt er í fangelsunum. Ein þeirra felst í því að gasgríma er sett yfir höfuð fanga, þannig að hann fær ekki súrefni, þar til hann missir meðvitund. Þegar hann rank- ar við sér er honum hótað að þetta verði endurtekið undirriti hann ekki „játningu“. Ýmis tilbrigði eru við þessa að- ferð, til að mynda er stundum tára- gas sett í grímurnar þar til fanginn kastar upp og oft er plastpoka beitt í stað grímu. Þá kemur fram í skýrslunni að konum sé stundum nauðgað og börn- um sé ekki séð fyrir helstu lífsnauð- synjum í rússneskum fangelsum. Nær milljón manna, þeirra á með- al börn, eru í rússneskum fangelsum og nær 200.000 þeirra bíða enn dóms, yfirleitt við ömurlegar að- stæður. „Börn í Rússlandi eru oft svipt frelsinu mánuðum eða jafnvel árum saman áður en þau eru dregin fyrir rétt og fá þunga fangelsisdóma fyrir tiltölulega smávægileg brot.“ Skýrsla um rússnesk fangelsi Pyntingar og ill með- ferð „nán- ast venja“ London. AFP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.