Morgunblaðið - 30.10.2002, Blaðsíða 21
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2002 21
Þýsk stáláhöld
Glæsileg gjöf
frá
www.ostur.is
alpaSMJ Ö R
Frábært
ábrauð,
ímatargerð
ogbakstur.
Íslensk afurð
- evrópsk hefð
Alpa smjör er hrein, íslensk
náttúruafurð sem hentar vel
ofan á brauð, í bakstur og
matargerð.
Alpa smjör er unnið úr sýrðum
rjóma eftir vinnsluaðferð sem
löng hefð er fyrir meðal
smjörmeistara í Evrópu.
Skólabraut – einbýlishús
Sími 586 8080 - Fax: 586 8081 - www.fastmos.is
*NÝTT Á SKRÁ*. 136,4 fm
einbýlishús ásamt 24,5 fm
bílskúr. 4 svefnherbergi,
baðherbergi, þvottahús,
geymsla, stór stofa og gott
eldhús. Húsið er staðsett á
stórri hornlóð með fallegu
útsýni,
mjög stutt í alla þjónustu, skóla og
leikskóla. Verð kr. 17,9 m.
Í DRÖGUM að tilvonandi
stjórnarskrá Evrópusambands-
ins er lagt til að nafni þess verði
breytt í „Sameinuð Evrópa“ og
mælt með því að stofnað verði
nýtt embætti kjörins forseta
sem fara muni fyrir ráðherra-
ráðinu til nokkurra ára í senn.
Drögin voru lögð fram á
mánudag, en þau eru afrakstur
vinnu fyrstu átta mánaða ráð-
stefnunnar um framtíð Evrópu,
eins og hún hefur verið kölluð,
en hlutverk hennar er að endur-
skoða og einfalda stofnlög ESB.
Valery Giscard d’Estaing, fyrr-
verandi forseti Frakklands,
stýrir starfi ráðstefnunnar, sem
105 fulltrúar núverandi og til-
vonandi aðildarríkja ESB sitja.
Er ætlunin að sú „tiltekt“ í
stofnlögum og afleiddu lagasafni
ESB muni bera þann árangur
að nýi stjórnarskrársáttmálinn
geymi raunveruleg grundvallar-
lög sambandsins, sem geti stað-
ið „að minnsta kosti í 20 ár,
jafnvel 50 ef vel tekst til“, eftir
því sem Giscard lét hafa eftir
sér.
Sagðist Giscard hafa fengið
„hvetjandi og jákvæð“ viðbrögð
frá leiðtogum ESB-ríkjanna 15
er hann kynnti drögin fyrir
þeim á fundi í Brussel sl.
fimmtudag, en hann kynnti
drögin fyrir ráðstefnufulltrúun-
um á mánudag. „Ráðstefnan
hefur stigið mikilvægt skref í
dag,“ sagði Giscard í ávarpi.
„Við höfum hafizt handa við að
smíða stjórnarskrársáttmála.“
Smærri ríkin
tortryggin
En smærri aðildarríkin hafa
lýst áhyggjum yfir tillögunni um
varanlegan forseta ESB, sem
hugmyndin er að komi í stað
formennskuhlutverksins í ráð-
herraráðinu sem gengur milli
aðildarríkjanna á hálfs árs
fresti, eins og reglurnar eru
núna. Tillagan nýtur stuðnings
Breta, Frakka og Spánverja.
Fulltrúar Þýzkalands hafa sagt
þeir væru ekki andsnúnir því að
komið verði á fót nýju forseta-
embætti, en þeir vilja einnig sjá
hlutverk framkvæmdastjórnar
ESB styrkt.
En önnur (og smærri) aðild-
arlönd, svo sem Finnland og
Benelux-ríkin, Holland, Belgía
og Lúxemborg, vilja ekki sjá
grafið undan vægi fram-
kvæmdastjórnarinnar með
makki hinna stóru. „Við erum
tilbúnir að ræða leiðir til að ljá
Evrópusambandinu skýrara
andlit út á við. En okkur virðist
skynsamlegra að fyrst sé rætt
hver boðskapurinn skuli vera
áður en ákveðið er hverjum
skuli falið að bera hann út í okk-
ar nafni,“ segir í sameiginlegri
yfirlýsingu fulltrúa Benelux-
ríkjanna.
Peter Hain, sem í liðinni viku
tók við embætti ráðherra mál-
efna Wales en var áður Evr-
ópuráðherra bresku ríkisstjórn-
arinnar, sagði í gær að Bretar
myndu aldrei samþykkja að
nafni Evrópusambandsins yrði
breytt á þann veg að í því fælist
yfirþjóðlegt vald miðstjórnar-
innar í Brussel yfir aðildarríkj-
unum.
Segja „Bandaríki Evrópu“
með öllu fráleit
Sú tillaga hefur verið sett
fram að nafni sambandsins verði
breytt í „Bandaríki Evrópu“.
Lýsti Hain yfir því að bresk
stjórnvöld teldu þá tillögu með
öllu fráleita og kvaðst þeirrar
hyggju að hún hlyti aldrei
brautargengi á vettvangi ráð-
stefnunnar. Kaus Hain að túlka
tillögu Giscards um að sam-
bandið nefndist „Sameinuð Evr-
ópa“ þannig að með því yrði
ekki vegið að fullveldi aðildar-
ríkjanna.
Ýmsir hafa hins vegar túlkað
tillögu Giscards á gagnstæðan
veg þannig að gert sé ráð fyrir
kerfi sambandsríkja að hætti
Bandaríkjamanna.
„Evrópuborgarar“
Meðal annarra tillagna sem
felast í stjórnarskrársáttmála-
drögunum og vakið hafa sér-
staka athygli er að opnað verði
á þann möguleika að aðildarríki
segi sig úr ESB.
Þá er ráð fyrir því gert að
sérhver íbúi Evrópu hafi tvöfalt
ríkisfang þ.e. að viðkomandi
verði í senn ríkisborgari heima-
landsins og „Evrópuborgari“.
Þessi tillaga hefur fallið í grýtt-
an svörð sérstaklega í Bretlandi.
Önnur tillaga sem valdið hef-
ur deilum kveður á um að stofn-
að verði embætti „utanríkisráð-
herra Evrópu“. Viðkomandi
kæmi þá í stað fulltrúa á sviði
utanríkis- og öryggismála en því
embætti gegnir nú Spánverjinn
Javier Solana.
Drög að stjórnarskrársáttmála
Evrópusambandsins
ESB verði
„Sameinuð
Evrópa“
Gert ráð fyrir
tvöföldum rík-
isborgararétti
Evrópubúa
Reuters
Valery Giscard d’Estaing gerir
grein fyrir nýju tillögunum.
Brussel. AFP.