Morgunblaðið - 30.10.2002, Síða 22

Morgunblaðið - 30.10.2002, Síða 22
Frá sýningunni í Tate-safninu. Innst á veggnum er verk Fionu Banner, þar sem klámkvikmynd er lýst. SÝNING á verkum þeirra fjögurra listamanna sem keppa um Turner- verðlaunin, helstu myndlistar- verðlaun í Bretlandi, verður opnuð í Tate-safninu í Lundúnum í dag. Þessi verðlaun vekja jafnan mikla athygli og umræður um eðli list- arinnar, en á síðustu árum hafa sum verkin sem um þau keppa ver- ið býsna óvenjuleg, þar á meðal óumbúið rúm, kýr í formalíni og málverk sem m.a. voru gerð úr fílaskít. Verkin sem nú eru til sýnis í Tate-safninu þykja einnig vel til þess fallin að vekja deilur. Listamennirnir fjórir sem nú keppa um Turner-verðlaunin eru Fiona Banner, Liam Gillick, Keith Tyson og Catherine Yass, en hún var með sýningu í i8 í fyrrasumar. Banner, sem er 36 ára, er þekktust fyrir verk þar sem hún skrifar skoðanir sínar á Víetnamstríðinu á stóran striga. Annað verkið sem hún sýnir nú er sömu ættar; stór strigi þar sem nákvæm lýsing á klámkvikmynd er rituð með bleik- um stöfum. Þreytist áhorfendur á þeirri lýsingu geta þeir virt fyrir sér annað verk Banners, risastóra bronsafsteypu af punkti. Katharine Stout sýningarstjóri sagði að framlag Banners til breskrar listar væri eitt það merk- asta á síðustu misserum. „Þetta snýst um að búa til list um klám, ekki um að búa til klám,“ segir hún. Gillick, sem er 38 ára, hefur búið til verk úr plexígleri, áli og tré sem eiga að vekja spurningar um tilbúið umhverfi. Yass, sem er 39 ára, hef- ur gert kvikmynd af Canary Wharf í Lundúnum þar sem myndavélinni var komið fyrir í byggingarkrana, og aðra kvikmynd sem tekin var úr fjarstýrðri þyrlu. Tyson, sem er 33 ára, er þekktur fyrir myndverk og óhlutbundin málverk. Hann sýnir átthyrndan grjóthnullung sem tölvuhlutir standa út úr og nefnist verkið: Hugsuðurinn (eftir Rodin). Um 500 listamenn voru tilnefndir til verðlaunanna. Sýningin í Tate- safninu stendur til 5. janúar 2003 en verðlaunin verða afhent 8. desem- ber næstkomandi. Reuters Turner-sýningin opnuð LISTIR 22 MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ TVÖ tímarit í Suður- Ameríku hafa nýlega gert skáldskap Jó- hanns Hjálmarssonar skil með ítarlegum viðtölum og þýðing- um. Í tímaritinu Circun- valación Del Sur sem gefið er út í Venesúela og Aleph sem gefið er út í Kólumbíu ræðir skáldið og blaðamað- urinn Enrique Moya við Jóhann og birtir margar þýðingar ljóða hans. Í viðtölunum er fer- ill Jóhanns rakinn frá fyrstu bók- unum til nýjustu bóka og sýnt fram á tengsl þeirra við erlendan sam- tímaskáldskap og íslenskar forn- bókmenntir, einkum Eyrbyggju og Eddukvæði. Hugmyndafræði ljóðanna er skoðuð, súrrealismi þeirra og ný- raunsæi, tilvistarstefna og opin ljóð og getið hinna mörgu þýðinga Jóhanns, ekki síst á verkum skálda frá spænskumælandi heimi og kynni hans af Jorge Luis Borges. Jóhann segir frá mörgum braut- ryðjendum íslensks nútímaskáld- skapar og atómskáld- unum og getur þeirra breytinga í íslensku samfélagi sem kölluðu á nýja tegund ljóða- gerðar. Sérstaklega er fjallað um ljóðabók hans, Marlíðendur og ljóð um landvinninga norrænna manna í Vesturheimi, hvernig hann sameinar fornan heim og nýjan í ljóð- um sínum og byggir á nýstárlegan hátt á at- burðum sem sagt er frá í fornsögum. Í fyrrnefnda ritinu birtast í þýðingum ljóðin Bréf til föður míns og Landslag, en í hinu síðarnefnda eftirfarandi ljóð: Lífið er skáldlegt, Bréf til föður míns, Landslag, Söguritari, Marlíðendur og Þrjú andlit. Sagt er frá skrifum Jóhanns um bókmenntir í Morgunblaðið og stöðu hans sem eins helsta sam- tímaskálds Íslendinga. Enrique Moya kom gagngert hingað til lands til að spjalla við Jóhann Hjálmarsson og hafa viðtöl hans einnig birst í dagblöðum í Venes- úela. Fær umfjöllun í Suður-Ameríku Jóhann Hjálmarsson FYRSTA upplag Raddarinnar, sjöttu skáldsögu Arnaldar Indriða- sonar, er 10.000 eintök en hún kem- ur út á morgun hjá Vöku-Helgafelli. Að sögn Péturs Más Ólafssonar útgáfustjóra Vöku-Helgafells er þetta að lík- indum eitthvert stærsta fyrsta upplag jólabókar á Íslandi um langt árabil en vitað er að fyrsta prentun Snigla- veislunnar eftir Ólaf Jóhann Ólafs- son sem út kom árið 1994 var jafn stór. Pétur Már segir forráðamenn Vöku-Helgafells binda miklar vonir við Röddina og telja að hún muni án nokkurs vafa verða ein af mest seldu bókum ársins. Fyrsta prentun 10.000 eintök Arnaldur Indriðason FÆRRI komust að en vildu á ein- söngstónleikana til heiðurs nýlega ní- ræðum Sigurði Demetz óperusöngv- ara og söngkennara á sunnudaginn var. Var það ekki aðeins til marks um landlægan söngáhuga, heldur einnig og sérstaklega um vinsældir heiðurs- gestsins, ásamt undirleikaranum og einsöngvurunum sjö er lögðu hönd á plóginn í tilefni dagsins. Aðrir kunna betur skil á framlagi Sigurðar Vincenzos Demetz Franz- sonar til íslenzkrar söngmenntar en undirritaður, og mun eflaust sjást þess merki í ræðu og riti á næstunni. Hið eina sem sá er hér ritar kann frá að greina á hraðbergi um afmælis- barnið er að hafa verið gómaður ófor- varandis, kyrjandi með ungu tónlist- arfólki í rútuferð norðan heiða ca. 1973, af mér þá bláókunnum manni og drifinn í raddpróf næsta dag. Ekki varð að vísu neinn söngferill úr téðu testi, en þó fékkst nokkur pati af því sem þessi skrýtni og skemmtilegi maður hafði að geyma, sem greini- lega hafði öll eyru úti um hugsanlega vanrækt efni á vettvangi vókalism- ans. Enda skilst manni að þónokkrir af þekktustu söngvurum okkar í dag geti þakkað Sigurði margt er til heilla horfði í list sinni á ýmsum reynslu- stigum raddtækni og túlkunar. Þurfti reyndar ekki að leita lengra því til staðfestingar en í tónleikaskrá, sem uppfull var af hlýlegum þakkarkveðj- um frá öllum flytjendum kvöldsins. Þar eð viðfangsefni dagskrár voru ekki kynnt á prenti heldur munnlega – af Þór Jónssyni fréttamanni, og oft skemmtilega en ekki alltaf jafnauð- greinanlega án uppmögnunar – verð- ur hér að stikla nokkuð á stóru. Fyrst var „íslenzka deildin“. Ólafur Kjartan Sigurð- arson reið á vaðið með gamanstemmum a cappella og síðan Á Sprengisandi á sann- kölluðu manndráps- stökki. Eftir stentors- meðferð Jóhanns Friðgeirs Valdimars- sonar á lagi kunnara öðrum en mér söng Sig- rún Hjálmtýsdóttir Svanasöng á heiði af aðdáunarverðri mýkt og sveigjanleika. Berg- þór Pálsson söng Í fjarlægð með allvíðri dýnamík en hljóp kannski fullsnöggt niður í piano. Enn brást manni skammarlega þekking til að greina nafn lagsins sem Signý Sæmunds- dóttir söng með virktum, en hlaut þó að þekkja Nótt, niðdimma perlu Árna Thorsteinssonar, sem í meðförum Sesselju Kristjánsdóttur skein fagur- lega með aukinni fyllingu niður tíðni- sviðið líkt og kornung ónefnd söng- kona afrekaði sl. febrúar, og mun slíkt skv. óljúgfróðri heimild ein af mörgum „sérgreinum“ Sigurðar Demetz enda sú ónefnda meðal nem- enda hans. Ég kæra sendi kveðju var upphafslínan á einu glansnúmera Gunnars Guðbjörnssonar og var að vonum sungið með klassískri fágun. Næst kom austurríska deildin. Signý og Bergþór gerðu mikla lukku með dúettnum Varir þegja úr Kátu ekkju Lehárs. Hvort Robert Stolz var höfundur Im Prater blüh’n wieder die Bäumer sem Signý hlaut álíka und- irtektir fyrir, eða kómíska valslagsins sem Sesselja söng af kankvísri kímni, skal hins vegar ósagt látið. Þarnæsta deild var sú ítalska, enda Bolzano- borg í Suðurtíról stríðsfengur Ítala 1918 og heiðursgestur kvöldsins að auki fyrrum hagvanur á sviði La Scala. Enn fóru sumar munnlegar kynningar að hluta fyrir ofan garð og neðan hjá undirrituðum og því ónefnd hér sú aría sem manni fannst fyrst standa upp úr, en því var einkum snilldartúlkun Diddúar að þakka. Hvaða erindi dúett Porgys og Bess úr sam- nefndri óperu Gersh- wins ætti í ítölsku deild- inni var ekki alveg ljóst, en hitt fór ekki á milli mála að Diddú og Ólaf- ur féllu þar dável í kram hlustenda. Að loknu frekar löngu hléi var gengið á vit ítalskrar óperu. Aría úr I Pagliacci var tekin fulldjörfum tökum af Ólafi Kjartani, enda fór hann ekki nógu gæti- lega með kraftinn og uppskar eina brotna toppnótu á versta stað. Betur tókst honum upp í dúett Figaros og Rosinu úr Rakaranum á móti Sesselju, þó að alltaf finnist manni þar hinar hröðu tónarunur beggja varla miklu meira en grófgerð glissandí. Gunnar söng prýðilega aríu Alfredos úr La Trav- iata og þvínæst á móti Diddú Parigi, o cara, dúettinn kunna í valstakti (mí fa mí so). En mesta afrek kvöldsins var án efa næsta númer, Caro nome Gildu úr Rigoletto, sem Diddú söng svo meistaralega að heimsdívur nútímans komu upp í hugann og bliknuðu þar. Turnaría Cavaradossis úr Toscu í meðförum Jóhanns Friðgeirs tók margar keilur hjá áheyrendum sem komnir voru í ham, og sömuleiðis kannski flottasta frammistaða Berg- þórs þetta kvöld, aría Valentíns úr Faust eftir Gounod. Aría Karlottu úr Werther Massenets útheimti tölu- verðan kraft, sem Sesselja skilaði með óþvinguðum glæsibrag. Au fond du temple saint úr Perluköfurum Biz- ets heppnaðist einnig vel í röggsamri útfærslu Gunnars og Bergþórs. Loks var heiðursgesturinn maestro Dem- etz kallaður upp á svið og söng með öllum sjömenningaskaranum og við bjargtraustan undirleik Jónasar Ingi- mundarsonar O sole mio og Drauma- landið. Um undirtektir viðstaddra þurfti að sjálfsögðu ekki að efast. Meistarakennari hylltur TÓNLIST Salurinn „Söngvasveigur til heiðurs Sigurði Demetz“. Söngvarar: Sigrún Hjálmtýs- dóttir (S), Signý Sæmundsdóttir (S), Sesselja Kristjánsdóttir (MS), Gunnar Guðbjörnsson (T), Jóhann Friðgeir Valdi- marsson (T), Bergþór Pálsson (Bar.) og Ólafur Kjartan Sigurðarson (Bar.) Píanó- leikur: Jónas Ingimundarson. Kynnir: Þór Jónsson. Sunnudaginn 27. október kl. 17. EINSÖNGSTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson Sigurður Demetz SÚ venja að leika í Ríkisútvarp- inu íslenskt lag, sem „síðasta lag fyrir fréttir“ í hádeginu, gegndi merkilegu hlutverki, ekki sem und- anfari fréttanna, heldur er það næsta víst, að mörg þeirra laga sem þar voru flutt, bæði ný og gömul, urðu fólki minnisstæð og ekki var síður mikilvægt, að hafa þann samanburð á söngvurum og kórum, sem héldu uppi tónlistarlífi landsmanna. Það vill nefnilega svo vera, að því kunna börnin málið, að það er fyrir þeim haft. Flutningur er sú miðlun menningar verðmæta, er skapar og innrætir með mönnum tilfinningu fyrir list og gefur henni lifandi viðvist í hugum manna. Síð- asta lag fyrir fréttir var því annað og meira en aðeins undanfari há- degisfrétta. þrátt fyrir að oft væri agnúast út í þessa venju, sýndi sig á aðsókinni á hádegistónleikana í Íslensku óperunni sl. þriðjudag, að fólk mundi þennan dagskrárlið að góðu. Pétur Pétursson þulur kynnti söngvarana og viðfangsefni þeirra en skaut inn stuttum athugasemd- um og sögum af frægu fólki á sinn snjalla máta og gaf þar með tóninn, svo af varð hin besta skemmtan. Lögin sem sungin voru eru öll vel kunn sem „síðasta lag fyrir fréttir“ og þau sem valin voru á þessum tónleikum voru; Á vega- mótum eftir Eyþór Stefánsson, Kirkjuhvoll eftir Árna Thosteins- son, Mamma ætlar að sofna, Heim- ir, Þótt þú langförull legðir, Hamraborgin, þau fjögur síðast nefndu eftir Sigvalda Kaldalóns, Nirfilinn eftir Karl O. Runólfsson og lokalagið var Sólsetursljóð eftir Bjarna Þorsteinsson. Var gerður góður rómur að söng þeirra félaga. Það sem helst mætti til taka, þá var veikur söngur þeirra félaga frekar hljómlítill og litdaufur. Það vill oft við brenna, að mikil þjálfun í sterkum söng ræni söngvarann þeirri tónhlýju, sem veikur söngur þarf að búa yfir. Þessi tóngildi eru nefnd ýmsum nöfnum, eins og stuðningur en einnig hljómgun og tónmótun textans, sem er galdur er ljóðasöngvarar kunna best að útfæra. Hvað sem þessu líður voru þess- ir hádegistónleikar hin besta skemmtun og þar í átti Pétur Pét- ursson, þulur, stóran hlut. Síðasta lag fyrir fréttir Jóhann Friðgeir Valdimarsson Davíð Ólafsson TÓNLIST Íslenska óperan Davíð Ólafsson og Jóhann Friðgeir Valdi- marsson, við undirleik Clive Pollard, fluttu íslensk sönglög. Pétur Pétursson þulur kynnti lögin og sagði nokkrar gam- ansögur. Á hádegi, þriðjudaginn 29. október 2002. SÖNGTÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.