Morgunblaðið - 30.10.2002, Side 26
26 MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Stjórnmálaflokkarnir eruþessar vikurnar að veljaþá sem koma til með aðskipa efstu sætin á fram-
boðslistum flokkanna vegna alþing-
iskosninganna sem fram fara 10.
maí á næsta ári. Sex eiginleg próf-
kjör verða haldin í nóvember, en
auk þess kýs þrengri hópur flokks-
manna frambjóðendur í nokkrum
kjördæmum. Víða er viðhöfð upp-
stilling. Aðeins tveir þingmenn af
þeim sem nú sitja á Alþingi gefa
ekki kost á sér til áframhaldandi
þingsetu, en það eru Svanfríður
Jónasdóttir, Samfylkingunni, og
Sverrir Hermannsson, Frjálslynda
flokknum.
Sem kunnugt er verður í vor kos-
ið eftir nýrri kjördæmaskipan. Í
stað átta kjördæma sem kosið hef-
ur verið í frá árinu 1959 verður nú
kosið í sex kjördæmum. Í stuttu
máli má segja að þessi breyting
leiði til þess að þingmönnum sem
kosnir eru í landsbyggðarkjördæm-
um fækki, en þingmönnum sem
kosnir eru á höfuðborgarsvæðinu
fjölgi.
Sjálfstæðisflokkurinn stillir
upp í þremur kjördæmum
Sjálfstæðisflokkurinn verður
með prófkjör í þremur kjördæmum
og uppstillingu í þremur kjördæm-
um. Sameiginlegt prófkjör verður í
Reykjavíkurkjördæmunum tveim-
ur dagana 22.–23. nóvember. Sá
sem verður í fyrsta sæti í prófkjör-
inu verður í forystu fyrir flokkinn í
öðru kjördæminu og sá sem verður
í öðru sæti í prófkjörinu verður í
forystu fyrir flokkinn í hinu kjör-
dæminu og svo koll af kolli. Sautján
bjóða sig fram í prófkjörinu. Þau
eru Ásta Möller alþingismaður,
Birgir Ármannsson aðstoðarfram-
kvæmdastjóri, Björn Bjarnason al-
þingismaður, Davíð Oddsson for-
sætisráðherra, Geir H. Haarde
fjármálaráðherra, Guðlaugur Þór
Þórðarson borgarfulltrúi, Guð-
mundur Hallvarðsson alþingismað-
ur, Guðrún Inga Ingólfsdóttir hag-
fræðingur, Ingvi Hrafn Óskarsson,
formaður Sambands ungra sjálf-
stæðismanna, Katrín Fjeldsted al-
þingismaður, Lára Margrét Ragn-
arsdóttir alþingismaður, Pétur H.
Blöndal alþingismaður, Sigurður
Kári Kristjánsson héraðsdómslög-
maður, Soffía Kristín Þórðardóttir
þjónustustjóri, Sólveig Pétursdótt-
ir dómsmálaráðherra, Stefanía
Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur
og Vernharð Guðnason, formaður
Landssambands slökkviliðs- og
sjúkraflutningamanna.
Sjálfstæðisflokkurinn verður
einnig með prófkjör í Norðvestur-
kjördæmi, en það fer fram 9. nóv-
ember. Tíu eru í kjöri, en þau eru,
Birna Lárusdóttir bæjarfulltrúi,
Einar Kristinn Guðfinnsson alþing-
ismaður, Einar Oddur Kristjánsson
alþingismaður, Guðjón Guðmunds-
son alþingismaður, Jón Magnússon
verkfræðingur, Jóhanna Pálma-
dóttir bóndi, Ragnheiður Hákonar-
dóttir bæjarfulltrúi, Skjöldur Orri
Skjaldarson bóndi, Sturla Böðvars-
son alþingismaður og Vilhjálmur
Egilsson alþingismaður,
Í Norðausturkjördæminu mun
kjörnefnd stilla upp á framboðslista
Sjálfstæðisflokksins. Tillaga nefnd-
arinnar verður síðan lögð fyrir
kjördæmisþing sem ráðgert er að
halda í lok nóvember. Þingmenn
flokksins gefa kost á sér þ.e. Arn-
björg Sveinsdóttir, Halldór Blön-
dal, Sigríður Ingvarsdóttir og Tóm-
as Ingi Olrich.
7. nóvember. Úrslit verða
9. nóvember. Kjörskrá í Su
dæmi verður lokað 3. nóv
Suðvesturkjördæmi er kjö
lokað 6. nóvember, en í R
geta stuðningsmenn Samf
innar skráð sig í flokkinn
kjördag, 9. nóvember.
Samfylkingin er með s
legt prófkjör í Reykjavík
eru 13 í kjöri, en þau er
Ólafur Ágústsson háskóla
formaður Sambands ungr
armanna, Ásta Ragnhe
hannesdóttir alþingismaðu
Dýrfjörð rafvirkjameistar
dís Hlöðversdóttir alþing
Guðrún Ögmundsdóttir
maður, Einar Karl Harald
gjafi, Helgi Hjörvar var
fulltrúi, Hólmfríður Garð
aðjúnkt, Jakob Frímann
son tónlistarmaður, Jóha
urðardóttir alþingismaður
Árnason íslenskufræðingu
Grendal formaður Félags
kennara og Össur Skarph
alþingismaður.
Í Norðausturkjördæmi
kjöri, en þau eru séra C
aldsson, Einar Már Sigurð
þingismaður, Kristján L. M
þingismaður, Lára Stefá
Þorgerður Þorgilsdóttir s
Þorlákur Axel Jónsson ke
Örlygur Hnefill Jónsson lö
Kosið er um tvö efstu sæti
Í Suðurkjördæmi verður Sjálf-
stæðisflokkurinn einnig með upp-
stillingu. Tillaga kjörnefndar verð-
ur lögð fyrir kjördæmisráðsfund
sem ráðgert er að halda 30. nóv-
ember. Þingmennirnir Árni Ragnar
Árnason, Drífa Hjartardóttir,
Kjartan Ólafsson og Kristján Páls-
son gefa öll kost á sér til framboðs.
Í Suðvesturkjördæminu, sem
inniheldur m.a. Kópavog, Hafnar-
fjörð, Garðabæ og Mosfellsbæ
verður einnig viðhöfð sú aðferð hjá
Sjálfstæðisflokknum að fela kjör-
nefnd að leggja fram tillögu að
framboðslista. Stefnt er að því að
leggja tillöguna fyrir fund í kjör-
dæmisráði 30. nóvember. Þing-
mennirnir Árni M. Mathiesen,
Gunnar Ingi Birgisson, Sigríður
Anna Þórðardóttir og Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir gefa kost á
sér til áframhaldandi þingsetu.
Samfylkingin með
prófkjör 9. nóvember
Samfylkingin verður með próf-
kjör í öllum kjördæmum nema í
Norðvesturkjördæmi. Þar hefur
uppstillingarnefnd verið falið að
stilla upp á lista. Öll prófkjörin fara
fram 9. nóvember. Nokkuð mis-
munandi er hvenær kjörskrá er
lokað. Það er t.d. búið að loka kjör-
skrá í Norðausturkjördæmi þar
sem fer fram póstkosning, en hún
hófst formlega um helgina og lýkur
!
!
!
!
!
!
"# !
"$ !
!
" !
#$$$
"
%&
Sex pró
verða h
í nóvem
Þessar vikurnar eru
stjórnmálaflokkarnir
að taka ákvarðanir um
val á frambjóðendum í
efstu sæti framboðs-
lista vegna alþing-
iskosninganna næsta
vor. Aðeins tveir þing-
menn af þeim sem nú
sitja á Alþingi gefa ekki
kost á sér til áfram-
haldandi þingsetu,
Svanfríður Jónasdóttir,
Samfylkingunni, og
Sverrir Hermannsson,
Frjálslynda flokknum.
Valið er á listana með
ýmsum hætti. Lögreglumenn flytja kjörk
NORÐURLÖND OG FRAMTÍÐIN
Í gegnum umfjöllun fjölmiðla færfólk stundum þá mynd af nor-rænu samstarfi að það snúist um
hátíðarkvöldverði, verðlaunaafhend-
ingar og endalausar umræður stjórn-
málamanna, eins og nú eiga sér stað á
hálfrar aldar afmælisþingi Norður-
landaráðs í Helsinki. Þetta er þó að-
eins yfirborð og umbúðir.
Norðurlandaráð hefur vissulega
verið hugmyndasmiðja samstarfsins í
fimmtíu ár, en hin raunverulega póli-
tíska þýðing norræns samstarfs liggur
ekki sízt í víðtæku tengslaneti og dag-
legum samskiptum norrænna embætt-
is- og stjórnmálamanna, upplýsinga-
miðlun og samráði, t.d. á vettvangi
alþjóðlegra stofnana. Þetta samstarf
hefur komið að miklu gagni, ekki sízt
fyrir Ísland, sem er minnsta sjálf-
stæða ríkið í samstarfinu.
Mesti styrkur norrænnar samvinnu
er hins vegar að hún er að langmestu
leyti grasrótarsamstarf, sem fram fer
á vegum frjálsra félagasamtaka, fyr-
irtækja, sveitarfélaga, skóla, lista-
manna, menningarstofnana, vísinda-
manna o.s.frv. Einn mikilvægasti hluti
þess grasrótarstarfs hefur falizt í því
að gefa ungu fólki tækifæri til að taka
þátt í alþjóðlegu samstarfi, kynnast
tungu og menningu annarra Norður-
landaþjóða, sækja sér menntun eða
öðlast starfsreynslu í öðru norrænu
ríki.
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi
forseti Íslands, hélt í gær ræðu á af-
mælisþingi Norðurlandaráðs, þar sem
hún fjallaði um starf sitt með norræn-
um ungmennum undanfarna mánuði,
en hún hefur sótt ráðstefnur með
ungu fólki, kennurum og fræðimönn-
um í öllum ríkjunum og fjallað um
norrænt lýðræði og gildismat. Vigdís
hvatti til þess að lýðræðið yrði styrkt
á öllum vígstöðvum til þess að varð-
veita hið einstaka gildismat, sem væri
hugmyndagrundvöllur norrænna sam-
félaga og öðrum þjóðum fyrirmynd.
Hún hvatti til þess að menn væru á
verði til að koma í veg fyrir að norræn
ungmenni létu glepjast af hættulegri
öfgahugmyndafræði, sem því miður
lægi víða í leyni. Hún ræddi um mik-
ilvægi þess að styrkja sjálfsvirðingu
ungs fólks, m.a. með því að hjálpa því
að varðveita sitt eigið móðurmál. Án
móðurmálsins hyrfi menningin smám
saman, sjálfsmyndin skekktist og
hugsanlega einnig sjálfsvirðingin.
„Við verðum að hafa í huga að tím-
inn lýtur eigin lögmálum og það er
ekki sízt mikilvægt að við gefum ungu
fólki tíma til að hugsa um lífið og til-
veruna til þess að það geti þroskazt og
orðið sjálfstæðir einstaklingar sem
geta borið dýrmæta arfleifð okkar,
norrænt lýðræði, inn í framtíðina
ásamt þeim ómetanlegu verðmætum
sem felast í norrænu tungumálunum,
grundvelli sjálfsvitundar okkar.“
Óhætt er að taka undir þessi orð
fyrrverandi forseta Íslands. Norður-
landaráð myndi gera vel í því að
leggja enn aukna áherzlu á samstarf
og skoðanaskipti ungs fólks á Norð-
urlöndum. Með öflugu samstarfi verð-
ur ungt fólk í hverju landi um sig bet-
ur í stakk búið en ella til að fást við
vandamál og hættur á borð við for-
dóma og skort á umburðarlyndi,
áhugaleysi á stjórnmálum og lýðræði,
ásókn enskunnar og einsleitrar, oft of-
beldisskotinnar múgmenningar. Sam-
eiginlegur norrænn menningararfur,
lýðræðishefð og gildismat er gott
veganesti til framtíðar fyrir ungt fólk
á Norðurlöndum.
BARNAVERND
Barnavernd Reykjavíkur barst 1.781tilkynning vegna barna á grundvelli
barnaverndarlaga á síðasta ári sam-
kvæmt ársskýrslu Félagsþjónustunnar í
Reykjavík fyrir árið 2001. Eins og greint
var frá í Morgunblaðinu í gær voru flest
málin tilkynnt vegna gruns um van-
rækslu eða vanlíðan barns eða gruns um
áfengis- eða vímuefnaneyslu foreldra, en
í málum 75% barna, sem fá aðstoð á
grundvelli barnaverndarlaga berst til-
kynning.
Í skýrslunni kemur fram að Barna-
vernd Reykjavíkur hafi haft mál 1.273
barna til meðferðar árið 2001, en árið
2000 var mál 1.181 barns tekið fyrir. Alls
vörðuðu þessi mál 992 fjölskyldur í
fyrra, en 936 árið á undan. Hins vegar
fækkaði málum, sem lögð voru fyrir
barnaverndarnefnd verulega milli ára,
var 141 og varðaði 114 fjölskyldur árið
2001, en árið 2000 voru málin 226 og
vörðuðu 170 fjölskyldur. Í inngangsorð-
um Láru Björnsdóttur félagsmálastjóra
að skýrslunni segir að árið 2001 hafi ver-
ið fyrsta heila árið, sem Barnavernd
Reykjavíkur hafi starfað sem sjálfstæð
eining innan Félagsþjónustunnar með
sérstökum framkvæmdastjóra og bætir
hún við að þótt of snemmt sé að segja til
um reynsluna af þeim breytingum sé nú
þegar ljóst að barnaverndarmál séu orð-
in sýnilegri og yfirsýnin betri en áður.
Það er vissulega nauðsynlegt að
leggja aukna áherslu á barnaverndar-
mál. Umfang þeirra er verulegt og því
bera ekki aðeins þessar tölur vitni. Í
upphafi árs var greint frá því að í skýrslu
Barnaverndarstofu fyrir árið 2000 hefðu
barnaverndarnefndir á landinu öllu tek-
ið á móti 2.728 tilkynningum vegna
barna og hefði verið talin þörf á afskipt-
um í 84% tilvika. Eftir könnun á högum
barnsins var talið að 31 barn hefði verið
beitt líkamlegu ofbeldi, en það eru um
2% heildartilkynninga.
Í Morgunblaðinu í janúar var haft eft-
ir Gesti Pálssyni, barnalækni á Barna-
spítala Hringsins, að þótt þessar tölur
væru sláandi teldi hann að vandamálið
væri vangreint hér á landi og benti hann
á í því sambandi að til dæmis bærust
hlutfallslega fáar tilkynningar frá
heilsugæslustöðvum og sjúkrahúsum.
Alls bárust 109 tilkynningar (4%) frá
heilsugæslu og sjúkrahúsum árið 2000.
Tölur um fjölda þeirra barna, sem
þurftu á vistun að halda, segja sína sögu.
Á síðastliðnu ári voru samtals 469 börn í
fóstri á einkaheimilum eða á meðferð-
arheimilum, að því er fram kom í Morg-
unblaðinu í upphafi mánaðarins. Þar af
fóru 113 börn í neyðarvistun, 40 börn
voru á meðferðarheimilinu Stuðlum, 36
börn fóru í langtímameðferð, 50 börn
voru á meðferðarheimilinu Árvöllum, 60
börn voru í tímabundnu fóstri og 170
börn í varanlegu fóstri.
Rýmum á meðferðarstofnunum, sem
reknar eru á grundvelli barnaverndar-
laga, hefur verið fjölgað tvöfalt frá árinu
1995 og eru nú 70. Á annað hundrað börn
eiga leið á þessar stofnanir ár hvert og er
dvalartími þeirra mismunandi.
Eins og sést á þeim tölum, sem hér
hafa verið nefndar, mæðir verulega á því
kerfi, sem ætlað er að taka á barna-
verndarmálum. Það er mikilvægt að það
kerfi hafi bolmagn til þess að taka á þeim
málum því að mikið er í húfi.