Morgunblaðið - 30.10.2002, Blaðsíða 30
UMRÆÐAN
30 MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
G
etur verið að það sé
ekki eins slæmt að
búa einn og margir
halda fram? Eða er
þetta tóm ímyndun í
mér? Er það misskilningur að
margir telji að það sé „hálf-
sorglegt“ að búa einn? Getur
verið að ég túlki ranglega svip-
inn á fólki sem spyr mig: „Jæja,
hvernig er að vera ein?“ Í stað
vorkunnarsvipsins sem ég þykist
sjá er kannski bara eftirvænt-
ingarsvipur í bland við smáöf-
und? En hvað um það. Það
skiptir náttúrulega ekki máli
hvað fólk heldur. Staðreyndirnar
eru hins vegar þær að ávallt hef-
ur verið til ákveðinn hópur sem
kýs, af einhverjum ástæðum, að
búa einn, þ.e. án maka. Og
kunnugir telja að sá hópur fari
sístækkandi.
Alltént er
ljóst að sá
hópur sem
býr með
barni eða
börnum sín-
um án maka fer stækkandi. Töl-
ur frá Hagstofu Íslands styðja
það. Þannig voru skráðar sjálf-
stæðar mæður (stundum kall-
aðar einstæðar mæður) rúmlega
7.600 árið 1991, en tæplega
10.000 árið 2000. (Sjálf tilheyri
ég þessum hópi.) Þá voru skráð-
ir sjálfstæðir feður (einnig oft
nefndir einstæðir feður) 552 árið
1991 en 839 árið 2000. Auðvitað
eru margar ástæður fyrir þess-
um tölum. Ein þeirra gæti þó
verið sú að fólki finnist bara
hreint alls ekki svo slæmt að
búa eitt, þ.e. eitt án maka.
Ég spurði einstæða vinkonu
mína í vikunni um kosti þess og
galla að búa ein. Hún svaraði því
fyrst til að leigan væri dýr. Und-
ir það get ég tekið, þ.e. það er
óneitanlega miklu dýrara að
reka heimili einn en tveir. Önnur
kunningjakona mín, sem er ein
og án barna, nefndi þetta atriði
líka þegar ég innti hana eftir því
í haust. Hún sagði einnig að það
væri ósanngjarnt hve sjaldan
væri tekið tillit til þeirra sem
væru einir, t.d. væri víst að þeir
borguðu margir hverjir ávallt
sína skatta, en fengju á móti
engar ívilnanir, t.d. skattaíviln-
anir. Þeir tilheyrðu „hálf-
afskiptum“ hópi ef svo má að
orði komast, þeir væru ekki í
umræðunni eins og t.d. fjöl-
skyldufólk, sjálfstæðir foreldrar,
eldri borgarar, öryrkjar o.s.frv.
En kannski þessi hópur einstæð-
inga, einhleypra eða hvað maður
á nú að kalla hann eigi eftir að
vekja meiri athygli þegar fram
líða stundir. Ekki síst ef þróunin
verður sú að hann haldi áfram
að stækka.
En víkjum talinu aftur að ein-
stæðu vinkonu minni. Hún
nefndi nefnilega annan augljósan
ókost við það að búa ein. „Mjólk-
in og grænmetið myglar alltaf
áður en maður nær að klára
það,“ sagði hún. „Og svo nennir
maður aldrei að elda,“ bætti hún
við. Ég verð þó að viðurkenna að
ég veit ekki hvort síðastnefnda
atriðið er kostur eða ókostur í
mínum huga. Sjálf nenni ég
sjaldnast að elda. Stundum
reyndar þegar dóttir mín er hjá
mér, en aldrei þegar hún er hjá
föðurnum og ég er ein. Þá lifi ég
á einskærri óhollustu, súkkulaði
og öðru slíku. (Ég vona að dóttir
mín lesi þetta ekki.) En öðru
hvoru reyni ég að bæta mér upp
óhollustuna með því að kaupa
næringarríka skyndirétti sem
hita má í flýti með því að stinga
inn í örbylgjuofn. (Ég hef ótal
sinnum þakkað mínum sæla fyr-
ir skyndiréttina þótt úrvalið
mætti vera meira.) Ég ætla þó
ekki að gleyma kaffihúsunum.
Ég á mér nefnilega eitt uppá-
haldskaffihús hér í bæ og þang-
að fer ég gjarnan til að drekka
morgunkaffið. (Auðvitað nenni
ég ekki að hella upp á bara fyrir
mig eina.) Ég hef tekið eftir því
að þangað koma líka aðrir „ein-
stæðingar“ til að drekka sitt
kaffi eða borða sinn morgunmat.
Og stundum getur það verið
ósköp notalegt; hver í sínu horni
að drekka sitt kaffi og lesa sín
blöð. Allir einir en samt ekki
einir því einkennileg samkennd
fyllir húsið. (Þess má geta að
það að vera einn er ekki það
sama og það að vera einmana.)
Vinkona mín títtnefnda nefndi
þó ekki bara ókosti. Hún nefndi
líka kosti. „Maður lærir að nota
borvél og hamar og …,“ þuldi
hún upp. (Hér er augljóslega
kona á ferð.) En þar sem ég er
kona líka get ég tekið undir
þetta. Maður neyðist víst til þess
að læra þessa hluti. Til dæmis að
skipta um dekk … og fleira.
(Þótt ég reyni reyndar að kom-
ast hjá því ef ég mögulega get.
Það er svo leiðinlegt! Ég hef þó
lært að stundum virkar bara
nokkuð vel að brosa og „þykj-
ast“ ekki kunna neitt … þá gera
þeir allt fyrir mann, þessar elsk-
ur, þ.e. hitt kynið.) En svo ég
vitni áfram í vinkonu mína þá
nefndi hún ennfremur fleiri
mjög svo augljósa kosti. Til
dæmis ræður maður því alger-
lega sjálfur hvenær maður þvær
upp og tekur til. Fatahrúgurnar
geta t.d. hlaðist upp án þess að
nokkur veiti því athygli nema
maður sjálfur. „Og þá þvær eng-
inn óvart hvítu nærbuxurnar
með rauða bolnum,“ sagði vin-
konan, „eða setur óvart nýju ull-
arpeysuna á suðu.“ Og áfram
hélt hún að telja upp kosti þess
að búa ein. „Maður ræður sjálf-
ur hvenær sjónvarpið er í gangi
og á hvaða stöð er stillt og mað-
ur getur haft íspakka í frystin-
um og veit að hann er ekki tóm-
ur næst þegar mann langar í ís.“
Já, vinkonan er greinilega barn-
laus, því sjónvarpsstöðinni ræð-
ur maður sjaldnast með barn í
húsinu. Hvað þá að maður geti
gengið að ísnum vísum. Hins
vegar vildi ég að sjálfsögðu ekki
skipta barninu fyrir þá mögu-
leika eða nokkra aðra möguleika
ef út í það er farið. Það sama
segja sennilega þeir sem búa
með sínum mökum. Þeir vildu
líklega ekki skipta makanum
fyrir þá „kosti“ sem hér hafa
verið taldir upp. Enda var ekki
ætlunin að halda því fram að það
væri eintóm sæla að búa einn.
Það er stundum sæla og stund-
um ekki. „Til dæmis þegar eng-
inn er til að kyssa mann góða
nótt,“ eins og vinkonan orðaði
það. Tek ég heilshugar undir
þann ókost!
Listin að
lifa einn
„Og þá þvær enginn óvart hvítu
nærbuxurnar með rauða bolnum,“
sagði vinkonan, „eða setur óvart
nýju ullarpeysuna á suðu.“
VIÐHORF
Eftir Örnu
Schram
arna@mbl.is
SIGÞRÚÐUR Jónsdóttir nátt-
úrufræðingur ritar grein í Morg-
unblaðið miðvikudaginn 9. október
sl. um Þjórsárver og Norðlinga-
ölduveitu. Þar sem margt af því,
sem fram kemur í grein Sigþrúðar,
stangast á við niðurstöður sem
settar eru fram í skýrslu um mat á
umhverfisáhrifum vegna Norð-
lingaölduveitu, er óhjákvæmilegt
að gera athugasemdir við nokkur
atriði greinarinnar.
Umhverfisáhrif
Í greininni kemur fram sú skoð-
un Sigþrúðar að Norðlingaöldulón
muni kaffæra neðsta hluta Þjórs-
árvera, stefna stórum svæðum í
hættu vegna rofs, áfoks, bakvatns-
áhrifa og beinna og óbeinna áhrifa
vegna aursöfnunar ofan lónsins.
Vissulega mun lónið fara yfir
neðsta hluta friðlands Þjórsárvera.
Ekkert hefur hins vegar komið
fram í niðurstöðum rannsókna á
svæðinu sem bendir til þess að
stórum svæðum í nágrenni lónsins
stafi hætta af lóninu. Mat á um-
hverfisáhrifum leiddi í ljós, að
Norðlingaölduveita muni ekki hafa
í för með sér breytingar á for-
sendum fyrir tilvist Þjórsárvera.
Í matsferlinu bárust yfir 80 at-
hugasemdir við matsskýrsluna.
Mjög margar athugasemdir sneru
að rofi og hugsanlegri áfokshættu.
Var þá einatt vísað til huglægra
órökstuddra skoðana ýmissa aðila
á því hvað hugsanlega gæti gerst.
Ég leyfi mér að fullyrða að engin
framkvæmd, sem ráðist hefur ver-
ið í hér á landi, hefur verið rann-
sökuð jafnmikið með tilliti til hugs-
anlegrar rofhættu.
Skýrsla, sem unnin var í
tengslum við þessar rannsóknir,
sýnir að rofhætta mun aukast
mjög lítið með tilkomu lónsins. Að
mati skýrsluhöfunda er með ein-
földum mótvægisaðgerðum mjög
auðvelt að koma í veg fyrir að rof
hefjist á tilgreindum svæðum.
Sigþrúður nefnir einnig óvissu
um bakvatnsáhrif. Það er rétt að
ekki er fyllilega ljóst hversu um-
fangsmikil bakvatnsáhrifin geta
orðið, þar sem ekki er þekkt
vatnafræðilegt samhengi milli
stöðu grunnvatns og myndunar
jarðklaka. Eins og aðstæður eru
við lón í 575 metra hæð yfir sjó er
það mat þeirra aðila, sem leitað
var til, að þessi áhrif verði að öll-
um líkindum lítil.
Í matinu kom skýrt fram hversu
vel lög um mat á umhverfisáhrifum
geta virkað. Þegar skoðuð var
hugsanleg aursöfnun á eyrum fyrir
ofan lónið kom í ljós að landlyfting
yrði hraðari fyrir ofan lón í 575 m
y.s. en án framkvæmda. Þessi
landlyfting ætti sér ekki stað í
sama mæli ef lónið næði upp í 578
m y.s. Gagnvart setmyndun og
aurburði hefði lón í 578 m y.s.
minni umhverfisáhrif en í 575 m
y.s.
Þegar þessar niðurstöður lágu
fyrir var lagt í umfangsmikla vinnu
til að lágmarka áhrifin eða draga
úr þeim. Lagðar eru til mótvæg-
isaðgerðir sem eru gerð setlóns
fyrir utan friðland Þjórsárvera,
dæling aurs úr Norðlingaöldulóni
og gerð varnargarða í farvegi
Þjórsár sem vernda verin ofan við
lónið. Með þessum aðgerðum má
verulega draga úr hugsanlegri
landlyftingu og lengja þar með líf-
tíma lónsins umtalsvert.
Bent skal á að efnið sem til fell-
ur er sams konar efni og það sem
myndar áreyrar Þjórsár í dag.
Áhrifasvæði framkvæmdar
Sigþrúður segir að kort, sem
gefur yfirlit yfir framkvæmdir,
þ.m.t. setlón, gefi villandi mynd af
áhrifum framkvæmdanna. Hún
teiknaði nýtt kort sem hún segir
að sýni hvernig ósnortin víðerni
skerðist við framkvæmdina. Einnig
gefur Sigþrúður í skyn að varn-
argarðar muni teygja sig um 11
km inn í friðlandið.
Það er vissulega rétt hjá Sig-
þrúði að varnargarðarnir voru ekki
teiknaðir inn á öll yfirlitskort
matsskýrslunnar en þeir verða
hins vegar ekki reistir nema þeirra
gerist þörf.
Umræddir varnargarðar eru,
eins og áður sagði, í farvegi Þjórs-
ár og liggja frá lóninu, um 2–5 km
að lengd og um 2–3 m að hæð.
Mjög auðvelt á að vera að fella þá
svo að landslaginu á þessum stað
að dragi mjög úr áhrifum þeirra á
ásýnd landsins. Sama er að segja
um væntanleg haugstæði við set-
lón. Með aðstoð landslagsarkitekta
er hægt að móta haugana og fella
að landslaginu.
Skerðing víðerna er huglæg skil-
greining sem fæst með því að
draga línu á kort í 5 km radíus um-
hverfis framkvæmdir. Það er alveg
ljóst að ekkert rót eða fram-
kvæmdir verða innan þessara
svæða og því mun náttúrufar og
verndargildi þeirra ekki skerðast
þótt hluti þeirra falli ekki lengur
undir viðkomandi skilgreiningu um
ósnortin víðerni í lögum um nátt-
úruvernd. Þegar Sigþrúður teiknar
svæðin umhverfis framkvæmdirn-
ar, sem hún segir að gefi „sannari“
mynd af áhrifunum, „gleymir“ hún
eða áttar sig ekki á því að stór
hluti þessara svæða flokkast ekki
undir ósnortin víðerni.
Friðlandsmörk
Ekki ætla ég að blanda mér í
deiluna um hvort friðlandsmörk
Þjórsárvera séu rétt eða rangt
dregin. Við gerð matsskýrslunnar
var sú regla notuð, að tala um frið-
landið í Þjórsárverum en um það
gilda ákvæði friðlýsingarinnar. Um
svæðið utan friðlands gilda engin
sérstök verndarákvæði. Ef menn
vilja breyta mörkum svæðisins
þarf að fara með slík mál eins og
kveðið er á um í náttúruvernd-
arlögum.
Lokaorð
Fram kemur hjá Sigþrúði að
niðurstöður náttúruvísindamanna
beri allar að sama brunni, þ.e. að
„umhverfisáhrif framkvæmdanna
valdi óhæfilegum umhverfisáhrif-
um“. Þessa fullyrðingu er erfitt að
skilja, ekki síst í því ljósi að þetta
kemur ekki fram í þeim skýrslum
sem lágu fyrir í lok matsferilsins
og stuðst var við þegar úrskurðað
var um umhverfisáhrifin.
Niðurstaða matsins er að um-
hverfisáhrifin verða ekki mikil og
styður úrskurður Skipulagsstofn-
unar þá niðurstöðu, því að þar eru
umhverfisáhrif vegna lóns í 575 m
y.s. og 578 m y.s. ekki metin um-
talsverð.
Hálfkveðnar vísur
Eftir Guðjón
Jónsson
„Norð-
lingaöldu-
veita muni
ekki hafa í
för með sér
breytingar á forsendum
fyrir tilvist Þjórsárvera.“
Höfundur er starfsmaður VSÓ Ráð-
gjafar og verkefnisstjóri mats á um-
hverfisáhrifum Norðlingaölduveitu.
Á HVERJUM degi heyrum við
fréttir um vaxandi sókn flótta-
manna til Evrópu og jafnframt
heyrum við af vaxandi áhyggjum
evrópskra ríkisstjórna af ólögmæt-
um innflytjendum. Evrópusam-
bandið hefur mótað stefnu um að
hefta aðgang utanaðkomandi fólks
til ríkja sambandsins, og Íslend-
ingar hafa með Schengensam-
komulaginu orðið meira og minna
aðilar að þessari stefnu. Og það
hafa lengi verið íslenzk lög, að það
skiptir máli frá hvaða landi menn
eru, þegar menn óska eftir rík-
isborgararétti, – það tekur lengri
tíma fyrir mann frá Afríku og Asíu
að fá íslenzkan ríkisborgararétt en
mann frá Danmörku.
Dagblaðið birti fyrir nokkrum
dögum niðurstöður skoðanakönn-
unar, þar sem fram kemur, að um
fjórðungur Íslendinga er andsnú-
inn því, að litað fólk setjist hér að
til langframa. Ekki veit ég, hverja
blaðamenn Dagblaðsins telja lit-
aða, en líklega er átt við þá, sem
ekki eru evrópskir að uppruna.
Blaðið hefði eins getað spurt: Hver
er afstaða þín til þess, hvort fólk
af ólíkum menningaruppruna setj-
ist hér að til langframa?
En er ástæða til að hafa áhyggj-
ur af þessari skoðanakönnun? Ég
held ekki. Skýra má niðurstöður
hennar með mjög einföldum hætti.
Fólk er einfaldlega hrætt við, að
hér fari að myndast sérstakir
minnihlutahópar, sem muni ekki
renna saman við Íslendinga, ef
innflytjendur verða of margir.
Á hverjum degi heyrum við
fréttir frá Afríku og Asíu, sem nær
allar eru á þá lund, að þar búi fólk
við vaxandi einræði, fátækt og
villimennsku. Daglega heyrum við
fréttir um, að í ríkjum Múhameðs-
trúarmanna fái þeir vaxandi fylgi,
sem vilja stjórna eftir fornum lög-
um Kóransins, þmt. að grýta falln-
ar konur og höggva hórkarla,
handhöggva þjófa og svipta konur
mannréttindum, og jafnframt eru
kristnir menn ofsóttir. Nær dag-
lega heyrum við fréttir um kyn-
þáttaóeirðir frá Noregi, Danmörku
og Svíþjóð, og þar eru menn að
þrengja innflytjendalöggjöfina.
Röksemdir þeirra, sem vilja herða
löggjöfina eru allar á sömu lund:
Við gengum of langt, – vestrænt
frjálslyndi hefir leitt okkur í
ógöngur.
Skoðanakönnun Dagblaðsins
endurspeglar þau viðhorf, sem
birtast í stefnu íslenzkra og evr-
ópskra stjórnvalda í innflytjenda-
málum. Ísland hefir verið friðsamt
ríki, sem reisir stjórnskipan sína á
kristinni trú og vestrænni menn-
ingu, og almenningur vill, að svo
verði áfram.
Sú afstaða, sem birtist í nið-
urstöðum skoðanakönnunarinnar,
lýsir hins vegar ekki almennu við-
horfi til þess erlenda fólks, sem
hér hefir setzt að. Það fólk hefir
undantekningarlítið komið sér vel,
sýnt dugnað og samvizkusemi, og
ég efast um, að í þess hópi sé hlut-
fallslega meira af fólki, sem komizt
hefir í kast við lögin en hjá hinum.
Eðlileg niðurstaða
Eftir Harald
Blöndal
„Fólk er ein-
faldlega
hrætt við, að
hér fari að
myndast
sérstakir minnihluta-
hópar.“
Höfundur er hæstaréttarlögmaður.