Morgunblaðið - 30.10.2002, Side 31
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2002 31
SÍÐASTLIÐINN laugardag
birtist hér á síðum Morgunblaðs-
ins grein eftir Vigdísi Hauksdóttur
varaþingmann þar sem ráðist er
með miklu offorsi og vanstillingu
að mér persónulega vegna starfa
minna fyrir Framsóknarflokkinn í
Reykjavík.
Nú er það svo að ég botna lítið í
skrifum Vigdísar, bæði vegna þess
að þar er flestu á snúið á hvolf og
einnig sökum þess að ég hef um
langt skeið verið einn helsti stuðn-
ingsmaður Vigdísar innan Fram-
sóknarflokksins. Þannig studdi ég
Vigdísi við val á frambjóðendum
flokksins fyrir alþingiskosningarn-
ar 1995 og 1999, barðist fyrir að
hún yrði valinn varaformaður
Sambands ungra framsóknar-
manna 1996 og síðar varaformaður
Fulltrúaráðs framsóknarfélaganna
í Reykjavík þegar ég gegndi þar
formennsku 2000–2001. Þá hef ég
margoft beitt mér fyrir kjöri henn-
ar í miðstjórn flokksins og ræddi
að auki persónulega við fram-
kvæmdastjóra flokksins til að
styðja við kjör hennar í málefna-
nefnd flokksins. Síðastliðið vor
lagði ég til við annan mann, þrátt
fyrir aðvaranir ýmissa félaga
minna, að Vigdís yrði kjörin í
fræðsluráð Reykjavíkurborgar fyr-
ir yfirstandandi kjörtímabil. Gekk
það eftir en fyrir því þurfti tölu-
vert að hafa.
Liðna daga hefur Vigdís Hauks-
dóttir ítrekað haldið því fram í
fjölmiðlum að ég hafi hótað henni
hvers kyns ófarnaði á fundi síðast-
liðinn vetur. Þetta eru ekki ein-
ungis ómerkilegar dylgjur heldur
einnig alrangar eins og aðrir þeir
sem voru á fundi okkar geta vitnað
um. Í fyrrnefndri grein Vigdísar
er látið að því liggja að flokks-
menn séu flestir viljalaus verkfæri
í höndum mínum og hafi engar
skoðanir. Heldur þykja mér það
naprar kveðjur varaþingmannsins
til félaga okkar.
Ekki ætti að hafa dulist neinum
að Vigdís vill velja frambjóðendur
flokksins til næstu alþingiskosn-
inga með prófkjöri. Á aðalfundi
Framsóknarfélags Reykjavíkur-
kjördæmis suður fyrr í mánuðin-
um, þar sem ég hafði verið kjörinn
fundarstjóri, lagði hún fram tillögu
til ályktunar þess efnis. Fundurinn
vísaði þeirri tillögu til stjórnar fé-
lagsins en samþykkti hins vegar
tillögu Jónínu Bjartmarz alþing-
ismanns þar sem skorað var á
stjórn félagsins að kanna vilja fé-
lagsmanna til hvaða aðferð skyldi
nota við val á frambjóðendum. Á
fundinum var síðan samþykkt í
skriflegri atkvæðagreiðslu með
miklum yfirgnæfandi meirihluta
atkvæða að vísa tveimur tillögum
um val á fulltrúum félagsins á
kjördæmisþing til stjórnar félags-
ins en fyrir því er heimild í lögum
þess. Það voru í öllum tilvikum
fundarmenn sjálfir sem tóku
ákvörðun um afgreiðslu mála og
vísa ég því alfarið á bug að ég eða
aðrir hafi beitt fundarmenn eins-
hvers konar ofbeldi eins og vara-
þingmaðurinn heldur fram.
Loks lætur varaþingmaðurinn
að því liggja að ég hafi smalað
fólki á aðalfund Félags ungra
framsóknarmanna í Reykjavíkur-
kjördæmi suður, gert þar lítið úr
störfum stjórnar og látið gera hitt
og þetta. Þetta er auðvitað alrangt
allt saman. Þvert á móti flutti ég
ræðu á fundinum þar sem ég
þakkaði stjórninni og sérstaklega
formanni félagsins vel unnin störf.
Ég hafði heldur ekkert umboð,
heimild eða vald til að láta fólk
gera eitt eða neitt og hafði ekkert
með það að gera hverjir mættu á
fundinn. Þar komu í einhverjum
tilvikum fram tillögur frá fund-
armönnum um kjör í trúnaðarstöð-
ur á vegum félagsins gegn tillög-
um stjórnar. Voru þær í öllum
tilvikum samþykktar í skriflegri
atkvæðagreiðslu með yfirgnæfandi
meirihluta gegn 3–6 atkvæðum
sem tillögur stjórnar fengu. Var
niðurstaða fundarins því afgerandi
og ótvíræð.
Það er eðli lýðræðisins að menn
takist á um menn og málefni í
starfi Framsóknarflokksins. Slík
átök hafa lengi fylgt framsókn-
armönnum í Reykjavík í aðdrag-
anda kosninga. Í slíkum átökum
verða menn hins vegar að virða
leikreglur lýðræðisins og vilja
meirihlutans hverju sinni. Þar
rétta menn ekki hlut sinn með því
að hrópa á torgum.
Af vanstilltum varaþing-
manni og fleira fólki
Eftir Guðjón Ólaf
Jónsson
„Það er eðli
lýðræðisins
að menn
takist á um
menn og
málefni í starfi Fram-
sóknarflokksins.“
Höfundur er formaður Kjördæm-
issambands framsóknarmanna í
Reykjavíkurkjördæmi suður.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
H
U
S
19
0
1
0/
20
02
20 -30% afsláttur
Hreinlætistækjadagar
Gustavsberg salerni með innbyggðum stút.
19.990 kr.
Verð áður: 24.776 kr.
Gustavsberg handlaug 56x42 sm.
4.770 kr.
Verð áður: 5.964 kr.
Merkur baðtæki.
22.390 kr.
Verð áður: 27.971 kr.
Merkur handlaugartæki.
19.790 kr.
Verð áður: 24.658 kr.
Tradition handlaugartæki.
14.200 kr.
Verð áður: 20.245 kr.
Jupiter baðtæki.
16.530 kr.
Verð áður: 20.663 kr.
Gustavsberg salerni, upphengt.
24.890 kr.
Verð áður: 34.736 kr.
Gustavsberg handlaug í borð 56x40 sm.
11.920 kr.
Verð áður: 14.908 kr.
3ja rétta hádegisverðartilboð
kr. 1700
Stretchbuxur kr. 2.900
Konubuxur frá kr. 1.690
Dragtir, kjólar,
blússur og pils.
Ódýr náttfatnaður.
Brandtex fatnaður
Nýbýlavegi 12, sími 5544433
Stretchbuxur kr. 2.90
Konubux r frá kr. 1.790
ragtir, kjólar,
blús ur og pils.
Ódýr nát fatna