Morgunblaðið - 30.10.2002, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 30.10.2002, Qupperneq 32
UMRÆÐAN 32 MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í MIÐOPNUVIÐTALI Morgun- blaðsins síðastliðinn föstudag fjallaði biskup Íslands nokkuð um aðskilnað ríkis og kirkju. Af ein- hverjum ástæðum reyndi hann að gera lítið úr kröfum þeirra sem vilja trúfrelsi hér á landi. Í stað þess að tala um hið gríðarlega óréttlæti sem samband ríkis og trúarbragða hefur í för með sér, lagði hann áherslu á að tala um þjóðsönginn, íslenska fán- ann og hvort það ætti að vera frí á jólum og á páskum eða ekki. Sem formanni Siðmenntar, félags um borgaralegar athafnir, og áhuga- manni um trúfrelsi fannst mér þessi áhersla biskups vægast sagt undar- leg og í litlu samræmi við kröfur þeirra sem berjast fyrir trúfrelsi. Í stefnu Siðmenntar í trúfrelsis- málum (sjá www.sidmennt.is) er fjallað um það sem þarf að gerast til að aðskilnaður ríkis og kirkju eigi sér stað. Þar er ekki einu orði minnst á þjóðfánann, þjóðsönginn eða jólin. Enda verða þessi atriði vart talin önnur en í besta falli auka- atriði. Ástæðunum fyrir því að við viljum aðskilnað ríkis og kirkju má skipta lauslega í þrennt: 1. Á Íslandi á sér stað lögbundin mismunun milli ólíkra lífsskoðana- hópa. Samkvæmt 62. gr. Stjórnar- skrár lýðveldisins Íslands frá 1944 nr. 33 17. júní, stendur: Hin evangelíska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda. Breyta má þessu með lögum. Siðmennt telur þessa málsgrein vera í mótsögn við 1. málsgrein 65. greinar sömu stjórnarskrár þar sem segir að: Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litar- háttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Það er skoðun þeirra sem berjast fyrir trúfrelsi að önnur greinin verði augljóslega að víkja. 2. Þjóðkirkjan nýtur hundraða milljóna króna styrks árlega um- fram önnur trúfélög. Við í Siðmennt teljum að ríkisvaldið eigi að sýna fyllsta hlutleysi þegar kemur að trú og lífsskoðunum manna. Ríkið á að vernda rétt okkar til að aðhyllast þær lífsskoðanir sem við kjósum. Ríkið á alls ekki að styrkja eina lífs- skoðun umfram aðra. Við teljum því að ríkisvaldið eigi annað hvort að hætta öllum stuðningi við trúfélög eða, það sem er líklegra að fleiri sætti sig við, styrki alla hlutfallslega jafnt. Í þessu felst réttlæti. 3. Auk fjárhagslegs og lagalegs réttlætis felur aðskilnaður ríkis og kirkju einnig í sér félagslegt rétt- læti. Í landi þar sem trúfrelsi ríkir og virðing er borin fyrir ólíkum hóp- um á ekki að nota stofnanir ríkis- valdsins til að gera einni ákveðinni lífsskoðun hærra undir höfði en öðr- um. Ágæt dæmi um þetta er sá ein- hliða trúaráróður sem á sér stund- um stað í opinberum skólum og fjölmiðlum landsmanna. Yfirvöld eiga að sýna ólíkum trúar- og lífs- skoðanahópum sama hlutleysi og þeir sýna til dæmis ólíkum stjórn- málahópum. Ekki þætti við hæfi ef kenndur væri sérstakur áfangi í öll- um skólum um stefnu Sjálfstæðis- flokksins og í hverri viku væri sér- stakur ræðutími sjálfstæðismanna í Ríkisútvarpi og -sjónvarpi. Skiptir þá engu máli þótt meirihluti lands- manna kysi þann annars ágæta flokk. Það sem skiptir máli er að yf- irvöld eiga ávallt að vera hlutlaus. Aðskilnaður ríkis og kirkju er spurning um réttlæti Að lokum vil ég fá að beina orðum mínum til Karls Sigurbjörnssonar biskups, og annarra þeirra ágætu manna sem vilja ekki aðskilnað ríkis og kirkju eða segjast ekki skilja hvað átt er við með umræðunni. Um- ræðan um aðskilnað ríkis og kirkju hefur nú verið virk í mörg ár og fyrir flestum er þetta mjög mikið frelsis- og jafnréttismál. Aldrei man ég eftir að einhver hafi lagt áherslu á að afmá krossinn úr fánanum, banna þjóðsönginn eða leggja niður jólin. Enginn nema biskup. Þetta þrennt er einfaldlega ekki það sem skiptir máli og óháð kröfum okkar sem vilj- um trúfrelsi. Það sem skiptir máli er að við séum öll jöfn fyrir lögum, að við séum öll jafnréttháir borgarar og að ríkisvald alls almennings fjár- magni ekki eina lífsskoðun umfram aðra, með skattpeningum okkar allra. Um þetta snýst réttlæti og þess vegna viljum við aðskilnað ríkis og kirkju. Sjá nánar www.sid- mennt.is/trufrelsi. Hvað felst í aðskilnaði ríkis og kirkju? Eftir Hope Knútsson „Það sem skiptir máli er að við séum öll jöfn fyrir lög- um, að við séum öll jafn- réttháir borgarar og að ríkisvald alls almenn- ings fjármagni ekki eina lífsskoðun umfram aðra.“ Höfundur er formaður Siðmenntar. NÚ HEFUR verið gengið frá sölu á Landsbankanum til einkaaðila, sem kváðu hafa auðgast á atvinnu- rekstri í Rússlandi. Og að líkindum mun Búnaðarbankinn fara sömu leið, utan þess að tilvonandi kaup- endur hans koma ekki klyfjaðir af gersku gulli úr Austurvegi. Þeir koma að norðan úr Hólastifti með fé Norðlendinga, frá bæði Skagafirði og Eyjafirði. Þetta eru fjármunir kaupfélaga og dótturfélaga þeirra sem eitt sinn gengu undir merkjum Sambands Íslenskra Samvinnu- félaga. Það er mikið umhugsunarefni ef norðlenskir félagssjóðir eru not- aðir til slíkra fjárfestinga, svo fjarri heimabyggð. En þetta er fjármagn sem safnast hefur með elju og við- skiptum Norðlendinga, og var ætlað að ávaxtast á Norðurlandi. Ef litið er til Kaupfélags Skagfirð- inga og dótturfélaga þess hafa þau hingað til verið vakin og sofin í því að efla atvinnulíf í héraði. En svo mikil fjárútlát sem þarf til þess að kaupa Búnaðarbankann svo stuttu eftir að VÍS var tekið yfir hljóta að ganga á sjóði Kaupfélagsins. Ef til vill sést ekki til botns, en þó er ljóst að svig- rúm til atvinnuuppbyggingar í Skagafirði hlýtur að minnka. Vænt- anleg skuldsetning vegna kaupa á Búnaðarbankanum hlýtur að vekja ugg, því vegna stöðu Kaupfélagsins hér nyrðra gætu afleiðingarnar orðið alvarlegar ef eitthvað bregður út af. Kaupfélag Skagfirðinga Kaupfélag Skagfirðinga og dótt- urfélög þess hafa verið rekin af mikl- um myndarbrag hin síðari ár. Af framsýnni íhaldssemi og traustri stjórn hafa fyrirtæki þess haldið í hið gamla félagsform að grunni til og verið helsti burðarásinn í atvinnulífi héraðsins. Kaupfélagið kemur að verslun, útgerð, fisk- vinnslu, bíla- og rafmagnsviðgerð- um, slátrun og matvælavinnslu, fóð- ursölu, flutningum og mörgu fleiru. Þetta mikilvægi hefur vaxið fremur en minnkað á síðustu árum. En eftir að Kaupfélagið eignaðist hlut heima- manna í Steinullarverksmiðjunni og Útgerðar- og fiskvinnslufyritækið Skjöldur hvarf úr héraðinu, er ábyrgð Kaupfélagsins nær alger á atvinnulífi Skagfirðinga ef frá eru taldar opinberar stofnanir, skólar, sjúkrahús og örfá smáfyrirtæki. Það er því auðsætt að framþróun og nýsköpun í Skagafirði er mjög háð gjörðum og velgengni Kaup- félagsins. Fram til þessa hefur tekist mjög vel til á mörgum sviðum. Kaup- félagið og dótturfélög þess hafa lagt talsvert til þróunar og nýsköpunar í héraðinu, auk þess að styðja vel við bakið á hefðbundnum greinum, s.s. mjólkuriðnaði. Veðsetning atvinnulífsins Af ofangreindu ætti að vera ljóst að veðsetning á fyrirtækjum Kaup- félagsins er um leið veðsetning á eignum, atvinnulífi og auðlindum Skagafirðinga. Skagfirðingar hljóta því að velta fyrir sér hver er hagur þeirra af kaupum á fjármálafyrirtæki eins og banka. Vissulega getur arðurinn af slíkum rekstri komið sér vel. Enn- fremur gæti rekstur og starfsemi Búnaðarbankans í Skagafirði styrkst, minni líkur eru á að útibúin í Varmahlíð og Hofsósi yrðu lögð nið- ur. En varla er það næg ástæða til að taka háar fjárupphæðir út úr at- vinnulífi héraðsins. Eina leiðin til þess að réttlæta slíkar fjárfestingar er sú að áætlunin sé að flytja höf- uðsstöðvar Búnaðarbankans frá Reykjavík til Sauðárkróks. Og væri þá til nokkurs barist. Slíkt myndi svo sannarlega styrkja og auka fjöl- breytni í atvinnulífi héraðsins. Sá möguleiki er alls ekki óraunhæfur, utan þess að Eyfirðingar, sem einnig eru líklegir aðilar að kaupunum, myndu þá vafalaust gera kröfu um að höfuðstöðvarnar færu til Akur- eyrar. Af hverju? Ef hins vegar tilgangurinn með kaupunum er aðeins sá að taka þátt í valdatafli á landsvísu, hvort sem það tengist pólitík eða valdablokkum, þá er vandséður hagur Norðlendinga af slíku. Né heldur kann það góðri lukku að stýra að setja eignir og auð- lindir héraðsmanna í pant með veð- setningu til þess háttar stórkaupa. Það hefur sýnt sig á undanförnum mánuðum að gengið í fjármálabrans- anum er fallavalt og flá þar ekki allir feitan gölt að kveldi þótt brattir séu að morgni. Það er einnig staðreynd að nægilega margir hafa viljað leggja fram áhættufjármagn til reksturs fjármálastofnana. Aftur á móti skortir peninga til fjárfestinga í atvinnulífinu á landsbyggðinni og þar bera sterkir heimaaðilar eins og kaupfélögin ríka félagslega ábyrgð og hafa þýðingarmiklu hlutverki að gegna. Norðlendingar og Búnaðarbankinn Eftir Jón Bjarnason Höfundur er þingmaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs á Norðurlandi vestra. „Svigrúm til atvinnu- uppbygg- ingar í Skagafirði hlýtur að minnka.“ NÚ styttist í að pólitíkusar hendist um kjördæmi sín með stefnuskrána 2003 og boði bjartari tíma og betra samfélag fyrir alla. Við sjálfstæðismenn í Mosfellsbæ, sem nýverið tókum við stjórn bæj- arfélagsins, munum láta í okkur heyra og krefjast þess að þing- menn kjördæmisins taki á for- gangsmálum Mosfellsbæjar. Þrátt fyrir að mikil vinna sé framundan hjá okkur sjálfstæðismönnum við að leysa úr þeirri fjármálaóráðsíu sem fyrrverandi meirihluti fram- sóknarmanna og vinstrimanna skildi eftir sig er mikilvægt fyrir Mosfellinga að vita að við munum ekki láta deigan síga á öðrum víg- stöðvum. Raddir hafa orðið æ háværari síðustu misseri um Evrópusam- bandið og telja sumir pólitíkusar að það verði kosningamálið í vor. Þeir sem tala svona eru að mínu mati ekki í miklum tengslum við kjósendur, enda myndu fáir setja aukin útgjöld til utanríkismála í forgang í samræðum við þing- menn. Undanfarin ár hafa þrjú mál brunnið hvað heitast á Mos- fellingum; tvöföldun Vesturlands- vegar, hjúkrunarheimili í bæjar- félagið og aukin grenndarlöggæsla. Vesturlandsvegur tvöfaldaður Í gamla Reykjaneskjördæminu hafa kröfur um tvöföldun Vest- urlandsvegar og Reykjanesbrautar verið háværar sl. ár. Rökin fyrir breikkun á vegunum eru ólík en hafa sama tilgang, að bæta sam- göngur og gera þá öruggari. Um Vesturlandsveg aka rúmlega 20.000 bílar á sólarhring, það eru hins vegar einungis 7.000 bílar sem aka leiðina til Reykjanesbæj- ar á sólarhring. Í Mosfellsbæ vilja íbúar tvöfalda út af mikilli umferð á morgnana, enda myndast oft rúmlega 2,5 km löng bílaröð frá gatnamótum Vest- urlandsvegar/Víkurvegar að Hlið- artúnshverfinu. Vegagerðin hefur sagt að þegar 18.000 bílar aka um tveggja akreina veg beri hann ekki lengur umferðina. Samgönguráðuneytið hefur sagt að umferðin sé komin að efri mörkum á Vesturlandsveginum og vaxandi bið vegfarenda og biðraðir á álagstímum minnki öryggi veru- lega og slysatíðni aukist. Sam- kvæmt vegaáætlun 2000–2004 var tvöföldun Vesturlandsvegar á dag- skrá og um 400 milljónir áætlaðar í verkefnið. Þrátt fyrir að nú liggi fyrir Alþingi samgönguáætlun 2003–2014 munu Mosfellingar ekki sætta sig við neinar tafir á þessu verki og það er krafa Mosfellinga að samgönguráðherra standi við fyrri áætlun. Hjúkrunarheimili í Mosfellsbæinn Eitt helsta baráttumál Mosfell- inga er að fá leyfi heilbrigðisráð- herra til að hefja byggingu hjúkr- unarheimilis á Hlaðhömrum. Brýn þörf hefur verið í bæjarfélaginu í nokkur ár, áður fyrr höfðu eldri borgarar aðgang að hjúkrunar- rýmum á Reykjalundi, en svo er ekki lengur. Skriflegrar yfirlýsing- ar er nú vænst frá heilbrigðisráð- herra svo framkvæmdir geti haf- ist. Samkvæmt áætlun um uppbyggingu á öldrunarþjónustu 2002–2007 eru 100 milljónir eyrna- merktar Mosfellsbæ, dreift á þrjú ár, 2004–2006, fyrir tuttugu hjúkr- unarrými. Þessi upphæð mun ekki duga fyrir byggingarkostnaði og því nauðsynlegt að Mosfellsbær nái að rétta úr kútnum fjárhags- lega svo hægt verði að byggja sómasamlegt hjúkrunarheimili fyr- ir eldri borgara bæjarfélagsins. Grenndarlöggæsla efld Mikil umræða átti sér stað í byrjun október um það hve Rík- islögreglustjórabáknið hefði bólgn- að mikið út á skömmum tíma. Ef farið er í samanburð á Lögregl- unni í Reykjavík, sem sér um lög- gæslu í Mosfellsbæ, og Ríkislög- reglustjóraembættinu kemur í ljós að frá árinu 1999 til 2003 hefur framlag til þess embættis hækkað um 64% en framlag til LR um að- eins 25%. Sveitarfélög í lögsagnarumdæmi LR hafa óskað eftir auknum fjár- veitingum til LR vegna þess að niðurskurður hefur bitnað á lög- gæslu í heimabyggð. Fyrir minni sveitarfélög eru sýnileiki lögreglu- manna og tengsl við bæjarbúa mikilvæg og því er nauðsynlegt að breytingar verði gerðar á núver- andi fjárlagafrumvarpi og auknu fé varið í þennan málaflokk. Röng forgangsröðun ríkisvaldsins síð- ustu ár hefur komið niður á öryggi íbúa þessa lands og frá þessari fjársveltisstefnu verður að víkja. Forgangsmál Mosfellsbæjar Eftir Pétur Berg Matthíasson Höfundur er varabæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins og varaformaður fé- lagsmálanefndar Mosfellsbæjar. „Fáir myndu setja aukin útgjöld til utanrík- ismála í for- gang.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.