Morgunblaðið - 30.10.2002, Side 35
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2002 35
því lífið hjá þér gekk ekki eins og
þú vildir, við töluðum lengi saman
og eins og alltaf tókst þér að brosa
í gegnum tárin. Svo faðmaði ég þig
bless í von um að þú breyttir um
stefnu og lífið færi batnandi, en því
miður fór það ekki svo. Ég hefði
aldrei trúað að þetta væri síðasta
skiptið sem ég hitti þig hér á jörð.
Á vörum mínum brenna ótal
spurningar, „af hverju“?, sem ekki
verður svarað, ekki í þessu lífi... Þú
varst mjög „spes týpa“ og er ég
mjög stolt að hafa átt þig sem vin,
enginn mun koma í þinn stað, það
verður tómt þar til við hittumst
síðar.
Ási minn, þín er sárt saknað og
ég mun hafa þig í bænum mínum
og ég veit að núna líður þér betur
því Drottinn heldur í hönd þína og
verndar þig. Minningin um góðan
dreng lifir í hjarta margra um
ókomna tíð.
Með tárin í augunum kveð ég
þig, elsku vinur, og mundu að mér
þykir vænt um þig. Í lokin kemur
svo erindi úr ljóð, en þú varst alltaf
að biðja mig um að gefa þér ljóð
eftir mig.
Hann Ási mun lifa um eilífð alla,
til æðri heima, stígur þetta spor.
Og eins og blómin fljótt í frosti falla,
þau fögur lifna aftur næsta vor.
Ég vil votta fjölskyldu og vinum
mína dýpstu samúð.
Þín vinkona,
Berglind Heiða.
Elsku Ásbjörn minn, ég ætla að
kveðja þig með nokkrum orðum.
Við kynntumst á Ásabrautinni
þar sem við lifðum okkar fyrstu ár
en fjölskyldur okkar bjuggu hvor á
móti annarri.
Það var mikið leikið sér og
prakkarastrikin voru ófá. Þessi
vinátta hélst góð fram að unglings-
árum en þá skildu okkar leiðir.
Minningarnar hlaðast upp og
ekki ástæða að skrifa um það hér.
Elsku Birna, Helgi og systkini,
megi guð styrkja ykkur.
Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig
við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að
breyta því sem ég get breytt og vit til að
greina þar á milli.
(Reinhold Niebuhr.)
Sólrún Jensdóttir.
Elsku vinur, þú ert nú farinn
mér frá. Stundinar sem við áttum
saman voru góðar og slæmar, en
sama hvað gekk á þá reyndist þú
mér alltaf vel. Þú munt ávallt eiga
stað í hjarta mínu og ég veit við
munum hittast á ný þegar minn
tími er kominn. Ég mun ávallt
elska þig og hlakka til að hitta þig
á himnum, ég sakna þín sárt en
huggun mín er sú að nú líður þér
vel, við töluðum oft um lífið og ég
veit hvernig þér leið. Nú ertu kom-
inn þangað sem engin fíkn og kvöl
er. Ef þú bara vissir hve mikið þú
hjálpaðir mér, það er þér að þakka
að ég er enn hér. Þú komst mér á
rétta braut og svo ert þú farinn. Þú
varst svo yndisleg persóna, en eitr-
ið tók völdin og stjórnaði öllu.
Elskan mín nú líður þér vel því jú
þú átt það skilið, nú loksins ertu
heill.
Skín, ljósið náðar, myrkrin grúfa grimm
ó, lýs mér leið
og langt er heim, en nóttin niðadimm,
ó, lýs mér leið.
Úr fjarlægð huldu hirði ég þó ei neitt,
ef, Herra, leiðir þú mig fótmál eitt.
Ég veit sem fyrr þú blessar lífs míns leið
og lýsir mér
Í þrautum var, í jökulnepju og neyð
uns nóttin þverr
og við mér brosa englaandlit blíð,
sem elskað hefi lengi, en misst um hríð.
Svo áfram þá hið þyrnum stráða skeið,
er gekkst fyrst heim,
Jesú, heim, sem ljúfast barn mig leið
í ljóssins vist,
að hvílast megi ég eftir æviharm
í eilífs friðar ljósi Guðs við barm.
(Höf. ók.)
Ég sakna þín og takk fyrir allt,
þín vinkona
Eva Björk.
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090.
LEGSTEINAR
Komið og skoðið
í sýningarsal okkar eða
fáið sendan myndalista
MOSAIK
Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík
sími: 587 1960, fax: 587 1986
Ástkær eiginmaður minn,
HALLDÓR G. JÓNSSON,
frá Bíldudal,
Miðtúni 15,
Selfossi,
andaðist á heimili okkar sunnudaginn
26. október.
Útförin fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn
2. nóvember kl. 11.00.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast
hans, er bent á félagið Heyrnarhjálp.
Fyrir hönd barna, tengdabarna, barnabarna og barnabarnabarna,
Rósa Magnúsdóttir.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
HJALTI PÁLSSON,
Ægisíðu 74,
sem lést fimmtudaginn 24. október sl., verður
jarðsunginn frá Hallgrímskirkju föstudaginn
1. nóvember kl. 15.00.
Ingigerður Karlsdóttir,
Karl Óskar Hjaltason,
Guðrún Þóra Hjaltadóttir,
Páll Hjalti Hjaltason,
tengdadætur og barnabörn.
Okkar ástkæra
HELGA G. JÓNSDÓTTIR,
Álftamýri 14,
Reykjavík,
lést á heimili sínu mánudaginn 28. október.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á
minningarsjóð hjúkrunarþjónustu Karitasar
í síma 551 5606.
Ingimar Guðmundsson,
Bjarni Þorsteinsson,
Ásta Jónsdóttir, Garðar Kristjánsson,
Jón Trausti Jónsson, Hrefna Kristjánsdóttir,
Halldóra Bjarnadóttir, Atli Guðlaugsson,
Guðrún Bjarnadóttir, Jón Arnar Freysson,
Katrín Líney Jónsdóttir, Þórður Örn Arnarson,
Valdís Ingimarsdóttir, Raffy Torrossian,
Ólafur Ingimarsson, Hafdís Gísladóttir,
Auður Ósk Ingimarsdóttir, Eðvarð Hreiðarsson
og barnabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
KARL HAFSTEINN PÉTURSSON,
Hátúni 12,
Reykjavík,
sem lést þriðjudaginn 22. október sl., verður
jarðsunginn frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn
31. október kl. 13.30.
Hermann Karlsson, Guðrún Elísabet Jóhannsdóttir,
Bryndís Karlsdóttir, Þórður Baldursson,
Dagný Karlsdóttir, Unnsteinn B. Eggertsson,
Sverrir Karlsson, Guðlaug Vestmann,
Viðar Karlsson, Halla Valgerður Haraldsdóttir
og barnabörn.
Bróðir okkar,
CESAR ÓLAFSSON,
sem lést föstudaginn 25. október, verður jarð-
sunginn frá Patreksfjarðarkirkju laugardaginn
2. nóvember kl. 14.00
Systkini hins látna.
Elskulegur eiginmaður minn,
ÖRLYGUR SIGURÐSSON
listmálari,
verður jarðsunginn frá Langholtskirkju föstu-
daginn 1. nóvember kl. 13.30.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir,
en þeir, sem vilja minnast hans, eru beðnir um
að láta líknarstofnanir njóta þess.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Unnur Eiríksdóttir.
Frændi okkar,
ÓLAFUR BJÖRGVIN ÞORBJÖRNSSON
frá Reyðarfirði,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað þriðjudaginn 22. október.
Útförin fer fram frá Reyðarfjarðarkirkju laugardaginn 2. nóvember kl. 14.00.
Systkinabörn.
Elskuleg eiginkona mín og móðir,
ODDNÝ DÓRA HALLDÓRSDÓTTIR,
Heiðarbóli 9,
Keflavík,
verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju föstu-
daginn 1. nóvember kl. 14.00.
Jarðsett verður í Hólmbergskirkjugarði.
Kristján Kristinsson,
Þorsteinn Kristjánsson.
Victoría fæddist og ólst upp í
Reykjavík og starfaði lengi í sæl-
gætisgerðinni Freyju. Hún kynntist
tilvonandi eiginmanni sínum, Þór-
arni Guðmundssyni, á ferðalagi um
Bandaríkin. Þau giftust í Crookston
í Minnesóta, 30. október 1947. Vict-
oría og Þórarinn bjuggu um skeið í
Christal og síðar St. Thomas, en
settust loks að í Grand Forks í
Norður-Dakóta, þar sem Þórarinn
stofnaði byggingarfyrirtæki. Victor-
íu og Þórarni varð ekki barna auðið,
en 1952 ættleiddu þau dóttur,
Vicky.
Victoría var heimavinnandi hús-
móðir allt til andláts eiginmanns
síns 1963, en hóf þá störf sem
sjúkraliði hjá Valley Memorial
Home í Grand Forks. Árið 1990 fór
VICTORÍA
GUÐMUNDSSON
✝ Victoría Guð-mundsson í
Grand Forks í Norð-
ur-Dakóta í Banda-
ríkjunum fæddist 30.
október 1912. Hún
lést 26. september
síðastliðinn. Eigin-
maður hennar var
Þórarinn S. Guð-
mundsson. Dóttir
þeirra, Vicky Nel-
son, býr í Boulder í
Colorado.
Bálför Victoríu
var gerð í Boulder í
Colorado og minn-
ingarathöfn var haldin 13. októ-
ber í Vikurkirkju í Mountain í
Norður-Dakóta.
hún á eftirlaun, en
starfaði enn hjá Valley
Memorial sem sjálf-
boðaliði allt til ársloka
2000.
Í janúar 2002 flutti
Victoría að heimili
dóttur sinnar og eigin-
manns hennar í Bould-
er, Colorado. Victoría
var mjög virk fé-
lagslega og var með-
limur í Lady Elks,
Lady Vets, Bethseda-
samtökunum og
gönguklúbb bæjarins.
Hún hafði mikinn
áhuga á hannyrðum, svo sem hekli
og útsaumi, og naut þess einnig að
baka hefðbundnar íslenskar krásir
fyrir vini og vandamenn.
Vicky Nelson.