Morgunblaðið - 30.10.2002, Qupperneq 39
VERSLANIR Hans Petersen hf.
hafa um árabil selt jólakort fyrir
ljósmyndir og jafnlengi hefur fyr-
irtækið látið tiltekna fjárhæð af
hverju seldu jólakorti renna til
styrktar góðu málefni. Í þetta sinn
munu nýstofnuð samtök Regnboga-
barna njóta styrksins. Regnboga-
börn eru fjöldasamtök stofnuð af
Stefáni Karli Stefánssyni leikara og
er þeim m.a. ætlað að berjast gegn
einelti á börnum og unglingum. El-
ín Agnarsdóttir og Stefán Karl
handsöluðu samninginn.
Jólakort til styrktar
Regnbogabörnum
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2002 39
Rangt föðurnafn
Í leiðara undir fyrirsögninni
Konur og fátækt í Morgunblaðinu í
gær var rangt farið með föðurnafn
Ragnhildar Guðmundsdóttur í
Mæðrastyrksnefnd. Beðist er vel-
virðingar á þessum mistökum.
Rangt nafn
Þau leiðu mistök urðu í mynda-
texta með frétt í blaðinu í gær, um
útkomu bókarinnar Sjósókn og
sjávarfang eftir Jón Þ. Þór, að
rangur maður var tilgreindur. Höf-
undur var sagður á myndinni en
rétt er að Kjartan Jóhannsson,
fyrrverandi sjávarútvegsráðherra,
er þar ásamt þeim Þorsteini Páls-
syni og Árna M. Mathiesen.
Kjartan var sjávarútvegsráð-
herra á árunum 1978–80.
Beðist er velvirðingar á þessum
mistökum.
Jón Thorstensen
Jón Thorstensen var ranglega
feðraður í Morgunblaðinu sl. laug-
ardag. Beðist er velvirðingar á því.
Jón var sóknarprestur á Þingvöll-
um í um fjóra áratugi. Á dögunum
var sett upp biblíuborð í Þingvalla-
kirkju undir ljósprentaða Guð-
brandsbiblíu sem gefin var í minn-
ingu Jóns.
LEIÐRÉTT
Kyrrðarstund Íslandsdeild Amn-
esty International efnir til kyrrð-
arstundar fyrir framan sendiráð
rússneska sambandsríkisins í Garða-
stræti 33 í Reykjavík í dag, miðviku-
dag, kl. 17. Tendruð verða kerti og
þannig minnst fórnarlamba mann-
réttindabrota og minningu fórn-
arlamba gíslatökunnar í leikhúsinu í
Moskvu sýnd virðing.
Kyrrðarstundin markar upphaf al-
þjóðlegrar herferðar Amnesty Int-
ernational vegna mannréttindabrota
í Rússlandi, segir í fréttatilkynningu.
Í DAG
Fræðslufundur í Verzlunarskóla
Íslands Verzlunarskóli Íslands býð-
ur til fræðslufundar um forvarnir og
vímuefni fimmtudaginn 31. október
kl. 20. Magnús Stefánsson fræðslu-
fulltrúi hjá Marita forvarna- og
hjálparstarfi verður aðalgestur fund-
arins. Sýnd verður ný íslensk heim-
ildarmynd sem sýnir heim sem fíkni-
efnaneytendur lifa í. Eftir það ræðir
Magnús m.a. um lífssýn unglinga og
hvernig markaðurinn herjar á þá. Á
fundinn mætir einnig lögreglumaður
frá forvarna- og fræðsludeild lög-
reglunnar í Reykjavík og fulltrúi frá
Félagsþjónustunni. Í lok fundarins
gefst kostur á að koma með fyr-
irspurnir og taka þátt í almennum
umræðum, segir í frétt frá Verzl-
unarskóla Íslands.
Fyrirlestur í Vísindafélagi Íslend-
inga Fyrirlestur verður haldinn í
Vísindafélagi Íslendinga fimmtu-
dagskvöldið 31. október kl. 20 í Nor-
ræna húsinu. Fjallað verður um það
hvort unnt sé að ná 3–15 sinnum
meiri orku upp úr háhitaborholum
en hingað til hefur tekist með hefð-
bundnum borunum. Fyrirlesari er
Guðmundur Ómar Friðleifsson, jarð-
fræðingur hjá Orkustofnun.
Í fréttatilkynningu segir meðal ann-
ars: „Í erindinu verður verkefninu
lýst bæði frá faglegu og hagnýtu
sjónarhorni. Rétt er að fram komi að
engar ákvarðanir um djúpboranir
verða teknar fyrr en að hag-
kvæmniathugun lokinni. Djúpborun
gæti því hið fyrsta hafist 2004-2005,
og málið því rétt á byrjunarstigi.
Einn til tveir áratugir gætu liðið áð-
ur en endanlegt svar fæst við því
hvort nýta megi jarðhita á yf-
irmarkshita. Nýtanlegur orkuforði
þjóðarinnar myndi hins vegar aukast
umtalsvert ef svarið yrði jákvætt.
Með djúpborunarverkefninu er því
horft til hugsanlegs orkugjafa fram-
tíðar, þó að ein vel heppnuð borhola
gæti fleytt okkur nokkra áratugi
fram á við í nýtingu háhitasvæða. Vel
heppnaðar tilraunir hérlendis
myndu að sama skapi gagnast al-
þjóðasamfélaginu um nýtingu há-
hitasvæða hvar sem er í heiminum.
Því þarf að vanda til verka í upphafi.“
Fundurinn er öllum opinn. Nánari
upplýsingar um djúpborunarverk-
efnið má finna á heimasíðu verkefn-
isins, www.os.is/iddp/
Ungt fólk með ungana sína Ungu
fólki er boðið að koma með börnin sín
í Hitt húsið, Pósthússtræti 3–5, alla
fimmtudaga kl. 13–15. Léttar veit-
ingar eru í boði og aðstaða fyrir
börnin að leika sér, teppi og leikföng.
Ýmsir fyrirlestrar og fræðsla verða á
boðstólum í vetur öllum að endur-
gjaldslausu.
Næsta fimmtudag, 31. október, eru
allir ungir foreldrar velkomnir. Nán-
ari upplýsingar fást hjá Bergdísi í
Hinu húsinu í síma eða á www.hitt-
husid.is
Á MORGUN
Námskeið um ISO 9000 gæða-
stjórnunarstaðla Staðlaráð Íslands
stendur fyrir námskeiði fimmtudag-
inn 7. nóvember fyrir þá sem vilja
læra á nýja útgáfu ISO 9000 gæða-
stjórnunarstaðlanna.
Markmið námskeiðsins er að þátt-
takendur geti gert grein fyrir meg-
ináherslum og uppbyggingu kjarna-
staðlanna í ISO 9000:2000 röðinni og
þekki hvernig þeim er beitt við að
koma á og viðhalda gæðastjórn-
unarkerfi. Auk þess að skýra upp-
byggingu staðlanna, notkun og kröf-
urnar í ISO 9001, verður farið yfir
tengsl staðlanna og gæðastjórn-
unarkerfis samkvæmt ISO 9000.
Þátttakendur leysa hópverkefni í
gerð verklagsreglna.
Námskeiðið fer fram hjá Staðlaráði
Íslands, Laugavegi 178, kl. 8.30–
14.45. Nánari upplýsingar og skrán-
ing á vef Staðlaráðs, www.stadlar.is,
eða í síma.
Á NÆSTUNNI
Fundur um matvöruverð Opinn
fundur um matvöruverð, verslun og
landbúnað verður haldinn á kosn-
ingaskrifstofu stuðningsmanna Stef-
aníu Óskarsdóttur, Laugarásvegi 1, í
kvöld, miðvikudaginn 30. október,
klukkan 20. Að lokinni framsögu
Stefaníu Óskarsdóttur verða al-
mennar umræður. Kaffi á könnunni.
Stefanía Óskarsdóttir, fráfarandi
formaður Hvatar og varaþingmaður,
er fertugur háskólakennari í stjórn-
málafræði. Hún hefur gegnt öðrum
trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn. Stefanía sækist eftir 6.
sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í
Reykjavík sem haldið verður 22. og
23. nóvember.
Einar Oddur Kristjánsson hefur
opnað heimasíðu. Slóðin á heimasíð-
una er www.einaroddur.is
Í DAG STJÓRNMÁL
LANDSRÁÐSTEFNA Samtaka
herstöðvarandstæðinga var haldin
laugardaginn 26. október síðastlið-
inn í húsnæði Reykjavíkur-akadem-
íunnar, Hringbraut 121, í Reykjavík.
Á fundinum var kosin ný miðnefnd
samtakanna. Í kjölfar lagabreyting-
ar fjölgar miðnefndarmönnum sam-
takanna. Þeir vorutíu en framvegis
verða þeir tólf.
Miðnefnd skipuð fyrir
næsta starfsár
Miðnefnd Samtaka herstöðvar-
andstæðinga, starfsárið 2002–2003
skipa:
Bára Snæfeld Reykjavík, Einar
Ólafsson Kópavogi, Hrafnkell
Brynjarsson Akureyri, Páll Hilm-
arsson Reykjavík, Sigurður Flosa-
son Kópavogi, Sigþrúður Gunnars-
dóttir Reykjavík, Stefán Pálsson
Reykjavík, Stefán Þorgrímsson
Reykjavík, Steinunn Þóra Árnadótt-
ir Reykjavík, Sverrir Jakobsson
Reykjavík, Tanya Pollock Reykjavík
og Torfi Stefán Reykjavík.
Landsráðstefnan sem haldin var á
laugardaginn var fjölsótt.
Ný miðnefnd
Samtaka
herstöðvar-
andstæðingaRÁÐSTEFNA norrænna lýðhá-
skólastjóra var haldin í Skálholti í
síðustu viku.
Á ráðstefnunni kom fram að um-
talsverðar breytingar hafa orðið í
ytri búnaði
lýðháskólanna til
þess að mæta
þörfum og
áhugasviði nem-
enda á nýrri öld.
Í Karlskoga-
skólanum í Sví-
þjóð til dæmis er
að finna fullbúið
hljóðver þar sem
nemendur fá al-
hliða þjálfun í upptökuvinnu auk
kennslu í söng og hljóðfæraleik og
þátttöku í samspili og samsöng. Þar
er líka tölvuver þar sem kennd er
gerð heimasíðna og notkun tölvu á
margvíslegan hátt í mannlegum
samskiptum. Ferðamálabraut er í
skólanum og einnig brautir fyrir þá
sem vilja vinna í æskulýðsstarfi eða
við umönnun aldraðra. Allar þessar
brautir tengjast svo almennu náms-
efni skólanna og eru valkostir þar
margir. Yfirleitt er skólavistin einn
vetur.
Í Karlskoga-skólanum eru nem-
endur á öllum aldri, meðalaldurinn í
fyrra var 29 ár þótt flestir nem-
endur séu um tvítugt. Fólk tekur
sér í vaxandi mæli ársleyfi frá
störfum á miðjum aldri og sest í
lýðháskóla og kynnist þar mörgu
því sem annars er ekki beinn að-
gangur að fyrir almenning. Við
starfslok hafa menn og í vaxandi
mæli leitað til lýðháskólanna til
þess að þjálfa sig í því að njóta lífs-
ins á eftirlaunum.
Vinna mikilvægt starf
í þágu innflytjenda
Á ráðstefnunni í Skálholti kom
fram að lýðháskólarnir hafa unnið
mikilvægt starf í þágu innflytjenda
en flestir skólanna hafa ákveðinn
kvóta þeirra í nemendahópnum.
Bæði er tungumál nýja heimalands-
ins kennt þar með skipulegum
hætti en einnig gefst þar tækifæri
til að kynnast menningu þess og
miðla af eigin menningararfleifð.
Það kom einnig fram að við vaxandi
hnattvæðingu verður æ brýnna að
efla sitt nánasta menningarlega
umhverfi til þess að eiga sér grið-
land og styrkja sínar rætur um leið
og yfirsýnin víkkar.
Var sérstaklega hvatt til þess að
efla tengslin við Ísland og vinna að
því að fleiri íslenskir nemendur
stundi nám við hina norrænu lýðhá-
skóla sem starfa á kristnum grunni.
Fram kom hjá Anders Hellgren,
skólastjóra Karlskoga-skólans, að
mjög góð reynsla væri af íslenskum
nemendum og eru þeir ætíð vel-
komnir í skólann til að fást við það
sem hugurinn stendur til.
Breytingar á starfi
norrænna lýðháskóla
Anders Hellgren
SAMBAND íslenskra kristniboðs-
félaga, SÍK, hefur ákveðið að efna
til söfnunar vegna hungursneyðar
í Pókot-héraði í Kenýu. Þar hafa
íslenskir kristniboðar verið við
störf um árabil og segir Salóme
Huld Garðarsdóttir að talið sé að
líf um 90 þúsund íbúa í Pókot sé í
hættu vegna matarskorts og upp-
skerubrests. Segir hún það um
þriðjung Pókot-þjóðflokksins.
Skúli Svavarsson, fram-
kvæmdastjóri SÍK sem starfaði um
árabil í Kenýu, tjáði Morg-
unblaðinu að ástæðan fyrir upp-
skerubrestinum væri þurrkar.
Rigning hefði einnig brugðist í
fjallasvæðum héraðsins þar sem
gróðursælast er. Hann sagði upp-
skerubrestinn þegar hafa áhrif á
daglegt líf fólks, það væri veik-
burða og næringarskortur og
sjúkdómatíðni hefðu aukist. „Ber-
ist þeim ekki hjálp er hætta á að
margir deyi.“
Salóme Huld segir að leiðtogar
kirkjunnar í Pókot og kristniboðar
hafi hist nýlega til að ræða hvaða
leiðir væru mögulegar til hjálpar.
Unnið væri að skýrslugerð um
ástandið fyrir yfirvöld og hjálp-
arstofnanir en undirbúningur
hjálparstarfs tæki langan tíma.
Sagði hún því brýnt að fá sem fyrst
fé til að kaupa matvæli og því
hefðu erlendu kristniboðarnir ósk-
að eftir beinum stuðningi að heim-
an. Þegar hefur fengist leyfi yf-
irvalda til að hefja hjálparstarf.
Framlögum má koma til skila á
reikning í Landsbanka Íslands
0117-26-9000.
Söfnun vegna hungurs-
neyðar í Kenýu
Hafin er söfnun vegna hungursneyðar í Pókot-héraði í Kenýu.
TRYGGINGASTOFNUN ríkisins
hefur sent frá sér eftirfarandi at-
hugasemd:
„Vegna leiðara Morgunblaðsins,
laugardaginn 26. október sl. þykir
rétt að fram komi að Trygginga-
stofnun ríkisins á ekki í samnings-
deilum við Barnalæknaþjónustuna
ehf. Þvert á móti vinna báðir aðilar
eftir gildandi samningi.
Samningurinn sem gerður er að
frumkvæði heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðuneytisins víkur frá
þeirri meginreglu að frumþjónusta
fari fram hjá heimilislæknum og
heilsugæslustöðvum. Þjónusta sam-
kvæmt samningnum er viðbót við þá
þjónustu sem læknavakt heimilis-
lækna veitir. Hún er því takmörkuð
og er gert ráð fyrir að barnalækn-
arnir forgangsraði eftir þörf barna
fyrir sérfræðiþjónustu. Þeir skulu
veita þjónustu allt almanaksárið inn-
an þeirra marka sem samningurinn
tilgreinir, en við samning um þjón-
ustumagn var stuðst við ríflega með-
altal koma sl. tveggja ára eða 11.000
komur.“
Athugasemd
frá Trygg-
ingastofnun