Morgunblaðið - 30.10.2002, Síða 44

Morgunblaðið - 30.10.2002, Síða 44
KVIKMYNDIR 44 MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MIÐAÐ við ástandið á Austin Powers í síðustu mynd mætti hann svo sannarlega taka Undercover Brother sér til fyrirmyndar. Þar er maður sem hefur meira til málanna að leggja en typpabrandara og fret. Það er kannski ekki að tilefnislausu að ég nefni þessa tvo í sömu andránni. Austin Powers stígur aftan úr sjöunda áratugnum, ger- ir grín að James Bond og álíka kvensömum njósnur- um, en Undercover Brother er heillaður af áttunda ára- tugnum og fyrirmynd hans er kvensama löggan Shaft og aðrar erkitýpur svartrar popp- menningar fyrrnefnds tímabils. Báðir eiga þessir náungar það sam- eiginlegt að klæðastíll þeirra er yf- irmáta ýktur og þeir eru geðveikt svalir! Undercover Brother er skrifuð af handritshöfundunum Ridley og McCullers, sem hafa verið með hugmyndina í gangi á Netinu. Þar er bandaríska blökkumenningin tekin í bakaríið, gert grín að for- dómum svartra gegn hvítum og vænisýkinni gagnvart þeim einnig. Það má til sanns vegar færa að typpabrandarar og fret séu mun al- þjóðlegra fyrirbæri, en hér er hins vegar hugsun í gangi og smámetn- aður. Í myndinni er Undercover Broth- er (Griffin) fenginn til liðs við leyni- legu Brotherhood-samtökin. Í heim- inum er nefnilega samsæri gegn velgengni svarta mannsins og vilja samtökin bæta úr því, auk þess að ráða niðurlögum hins illa Hr. Fjaðr- ar (Kattan), sem helst vill þurrka svarta kynstofninn út. Það gengur auðvitað á ýmsu í baráttunni við hið illa og m.a. verður hvítur kvendjöf- ull (Richards) á vegi Undercover Brother, en hann er þá einmitt að reyna að læra að vera hvítur og það fannst mér brjálæðislega fyndin at- riði. Brandararnir eru á ýmsum stigum; rætnir, jafnvel pólitískir en því miður alltof margir algerir aula- brandarar sem hefðu mátt missa sín. Og þó! Því með mér í bíósaln- um voru mest krakkagrislingar sem hlógu að aulafyndninni þótt þeir skildu ekki um hvað myndin var. Fínt þegar mynd getur virkað á fleiri en einum fleti. Leikurinn var kannski einum of galsafenginn líka. Það er greinilegt að leikararnir skemmta sér vel, en stundum minnti leikstíllinn á lélega Disney-grínmynd og Malcolm D. Lee hefði mátt halda aðeins betur um taumana. Reyndar fer David Chapelle á kostum sem Conspiracy- Brother, þótt ýktur sé, en aðeins hefði mátt halda aftur af Chris Kattan sem hr. Fjöður. En bestur er auðvitað Eddie Griffin, sem er stórkostlegur sem Undercover Brother. Yfir höfuð er hér á ferð- inni skemmtilegt gengi sem gaman væri að sjá aðra mynd frá. Ekki svo galin KVIKMYNDIR Sambíóin Kringlunni og Álfabakka UNDERCOVER BROTHER  Leikstjórn: Malcolm D. Lee. Handrit: John Ridley og Michael McCullers. Kvik- myndataka: Tom Priestley Jr. Aðal- hlutverk: Eddie Griffin, Chris Kattan, Denise Richards, David Chapelle, Aunj- anue Ellis, Neil Patrick Harris, Gary Willi- ams og James Brown. BNA. 86 mín. UIP 2002. Hildur Loftsdóttir Eddie Griffin fer á kostum sem Undercover Brother að mati Hildar Loftsdóttur. DREKASKÓRNIR ógurlegu fá loks- ins að öðlast líf á skjánum stóra í kvöld þegar heim- ildarmyndin Í skóm drekans verður frumsýnd í Háskólabíói. Frumsýningin er fyrir boðsgesti en á morgun verður myndin tekin til almennra sýninga bæði í Reykjavík og á Akureyri. „Vonandi að fólk geti farið að fjalla um myndina sjálfa en ekki öll þessi mál í kringum hana því hún stendur mjög vel undir því,“ segir Böðvar Bjarki Pétursson, sem framleiddi mynd- ina í samvinnu við leikstjórana Hrönn Sveinsdóttur og Árna Sveinsson. Þremenningarnir hafa lengi verið bundnir í báða skó hvað varðar sýningu myndarinnar, sem fjallar um þátttöku Hrannar í fegurðarsamkeppninni Ungfrú Ís- land.is. Aðstandendur keppninnar fengu lögbann á myndina en fyrr í haust náðist samkomulag um sýningu myndarinnar. Sáttin náð- ist vegna þess að ákveðið var að gera andlit og hár nokkurra keppenda ógreinileg. „Það er svo frábærlega skemmtilegur boðskapur á bak við þessa mynd og pælingar, sem er aðalmálið,“ segir Böðvar Bjarki. Búast má við því að nálægðin við viðfangsefnið verði mikil í myndinni og ljósi verði varpað á eðli fegurðarsamkeppni. Hrönn kvikmyndaði þátttökuferlið allt til úrslitakvöldsins í Perlunni en hún tók þátt í keppninni í fyrsta sinn er hún var haldin árið 2000. Hrönn Sveinsdóttir kannar innra eðli fegurð- arsamkeppna í heimildarmyndinni Í skóm drekans. ingarun@mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart Drekaskórnir loks á skjáinn FINNSKA kvikmyndin Mies vailla menneisyyttä eftir Aki Kaurismäki hlýtur norrænu kvik- myndaverðlaunin í ár. Þetta er í fyrsta skipti sem norrænu kvik- myndaverðlaunin eru veitt en verðlaunaafhendingin fór fram í gærkvöldi. Kaurismäki, sem er 45 ára, hef- ur alls gert fimmtán bíómyndir. Myndin, sem nefnist Maður án fortíðar á íslensku, segir sögu manns sem kemur með lest til Helsinki og virðist atvinnulaus. Hann kemst ekki lengra en í næsta almenningsgarð þar sem hann er barinn og skilinn eftir meðvitundarlaus. Þegar hann raknar úr rotinu er hann minn- islaus og veit ekki hver hann er en lendir í slagtogi með heimilislaus- um, sem hafast við í gámum á hafnarbakkanum. Smátt og smátt nær hann heilsu á ný og nýtur að- hlynningar ungrar hjálpræðis- herskonu. Þegar hann lendir fyrir mistök í bankaráni kemur á dag- inn hver hann er í raun og veru. Tíu norrænar bíómyndir, tvær frá hverju landi, kepptu um verð- launaféð, sem nemur um 4,3 millj- ónum króna. Íslensku myndirnar Hafið og Mávahlátur voru í þeim hópi. Maður án fortíðar er annar hluti þríleiks Kaurismäkis um finnsku þjóðarsálina. Norrænu kvikmynda- verðlaunin til Kaurismäkis Kvöldverður fyrir og eftir sýningar Miðasala er opin frá kl. 10-16 virka daga, kl. 14-17 um helgar, frá kl. 19 sýnd. Ósóttar pantanir seldar 4 dögum fyrir sýningar. Sími 562 9700 Fös 1/11 kl. 21 Uppselt Fös 1/11 kl. 23 Uppselt Lau 2/11 kl. 21 Uppselt Lau 2/11 kl. 23 Aukasýning Uppselt Fös 8/11 kl. 21 Uppselt Fös 8/11 kl. 23 Aukasýning Örfá sæti Lau 9/11 kl. 21 Uppselt Lau 9/11 kl. 23 Aukasýning Örfá sæti Fim 14/11 kl. 21 Örfá sæti Fös 15/11 kl. 21 Uppselt Lau 16/11 kl. 21 Uppselt Lau 16/11 kl. 23 Aukasýning Örfá sæti Fim 21/11 kl. 21 Nokkur sæti Fös 22/11 kl. 21 Uppselt Lau 23/11 kl. 21 Nokkur sæti Lau 23/11 kl. 23 Aukasýning Örfá sæti Fös 29/11 kl. 21 Örfá sæti Lau 30/11 kl. 21 Nokkur sæti Lau 30/11 kl. 23 Nokkur sæti Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUNNAR Á meðan Mendelssohn var að semja konsertinn kvartaði hann yfir því að vera kominn með upphafsstefið „á heilann“. Síðan hefur þetta stef leitað á huga milljóna manna, en fáir hafa heyrst kvarta yfir því. „Gimsteinn meðal fiðlu- konserta“ M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Tónleikar í gulu röðinni í Háskólabíói fimmtudaginn 31. október kl. 19:30 Hljómsveitarstjóri: Arvo Volmer Einleikari: Sif Tulinius Bach-Stokowski: Fúga í g moll „Sú stutta“ Felix Mendelssohn: Fiðlukonsert Carl Nielsen: Sinfónía nr. 4 Joseph Joachim Stóra svið SÖLUMAÐUR DEYR e. Arthur Miller 3. sýn Rauð kort - fö 1/11 kl 20 4. sýn Græn kort - su 3/11 kl 20 5. sýn Blá kort - fö 8/11 kl 20 HONK! LJÓTI ANDARUNGINN e. George Stiles og Anthony Drewe Gamansöngleikur fyrir alla fjölskylduna Su 3/11 kl. 14, Su 10. nóv kl 14 MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Fi 31. okt kl 20 - UPPSELT Lau 9. nóv kl 20 - 60. sýning - AUKASÝNING Lau 16. nóv kl 20 - AUKASÝNING Fim 21. nóv kl 20 - AUKASÝNING KRYDDLEGIN HJÖRTU e. Laura Esquivel Lau 2/11 kl 20, Fi 7/11 kl 20, Fö 15/11 kl 20, Lau 30/11 kl 20 Síðustu sýningar JÓN OG HÓLMFRÍÐUR e. Gabor Rassov frekar erótískt leikrit í þrem þáttum Fö 1/11 kl 20 UPPSELT, Lau 2/11 kl 20 Fi 7/11 kl 20 Lau 9/11 kl 20 AND BJÖRK, OF COURSE .. e. Þorvald Þorsteinsson Fi 31. okt kl 20 - AUKASÝNING Allra síðasta sýning 15:15 TÓNLEIKAR Lau 2. nóv. Eþos-Þórður Magnússon CAPUT Nýja sviðið Þriðja hæðin Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Miðasala: 568 8000 Herpingur eftir Auði Haralds og Hinn fullkomni maður e.Mikael Torfason Frumsýn. Fö 1/11 kl 20 UPPSELT, Su 3/11 kl. 20, Fi 7/11 kl 20 , Fö. 8/11 kl. 20 "Grettissaga er stórkostleg leikhúsupplifun." S.S og L.P. Rás 2 Grettissaga saga Grettis leikrit eftir Hilmar Jónsson byggt á Grettissögu fim 31. nóv kl. 20, uppselt, fös 1. nóv. kl. 20, nokkur sæti, lau 2. nóv kl. 20, nokkur sæti, föst 8.nóv. kl. 20, lau 9. nóv kl. 20, lau 16. nóv kl. 20, lau 23. nóv kl. 20, lau 30. nóv kl. 20. Sellófon eftir Björk Jakobsdóttur mið 30. okt, uppselt, sun. 3. nóv, uppselt, mið 6. nóv, uppselt, sun 10. nóv, uppselt, þri 12. nóv, uppselt, mið 13, nóv, uppselt, sun 17. nóv, uppselt, þri. 19. nóv, uppselt, mið 20. nóv, uppselt, sun 24. nóv, uppselt, þri 26. nóv, nokkur sæti Sýningarnar á Sellófon hefjast kl 21.00 SKÝFALL eftir Sergi Belbel Fim. 31. okt. kl. 20 Fös. 1. nóv. kl. 20 Lau. 2. nóv. kl. 20 Takmarkaður sýningafjöldi! 552 1971, nemendaleikhus@lhi.is 5. sýn. sun. 3. nóv. kl. 14 örfá sæti 6. sýn. sun 10. nóv. kl. 14 örfá sæti 7. sýn. sun 17. nóv kl. 14 laus sæti 8. sýn. sun 24. nóv. kl. 14 laus sæti Hamlet eftir William Shakespeare. Leikstjóri: Sveinn Einarsson. sýn. fös. 1. nóv. kl. 20 laus sæti sýn. lau. 2. nóv. kl. 19 uppselt sýn. lau. 9. nóv. kl. 19 örfá sæti Miðasölusími sími 462 1400 www.leikfelag.is Veisla í Vesturporti! ..ef ykkur langar til að eiga stund þar sem þið getið velst um af hlátri, ekki missa af þessari leiksýn- ingu... (SA, Mbl.) föstudagur 1. nóv. kl. 21 Uppselt föstudagur 1. nóv. kl. 23 aukasýn. sunnudagur 3. nóv. kl. 21 örfá sæti föstudagur 8. nóv. kl. 21 örfá sæti föstudagur 8. nóv. kl. 23 aukasýn. laugardagur 9. nóv. kl. 23.30 Vesturport, Vesturgata 18 Miðasala í Loftkastalanum, Sími 552 3000 loftkastali@simnet.is www.senan.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.