Morgunblaðið - 30.10.2002, Qupperneq 45
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2002 45
... Á næsta ári, nánar tiltekið 28.
febrúar, munu Kiss halda eina tón-
leika í Telstra Dome-höllinni í
Melbourne í Ástralíu. Tekur hún
tæplega 50.000
áhorfendur. Með
glysrokkurunum
leikur sinfóníu-
hljómsveit borg-
arinnar. Tilefnið
er 30 ára afmæli
hljómsveitarinnar og allir upp-
runalegu meðlimirnir verða með …
New Edition, sem talinn er ein
fyrsta R og B-sveitin, eins og það
form þekkist í dag, ætlar að koma
saman aftur. Bad Boy Records,
merki P. Diddy, gefur út en upp-
runalegi söngvarinn, Bobby Brown,
verður ekki með … 15. október
kom út plata með áður óútgefnum
lögum Jeffs Buckleys. Í endaðan
nóvember kemur svo út fimm diska
kassi sem kallast mun The Grace
EPs. Þar verða hljómleika-
upptökur, annars konar útgáfur af
þekktum lögum og 14 lög sem aldr-
ei hafa komið út áður. Allt tengist
þetta plötunni Grace frá 1994 á
einn eða annan hátt … Safnplata
með skóglápssveitinni Ride er
væntanleg. Hún var í forvígi skóg-
lápssenunnar sem tröllreið Bret-
landi í upphafi tíunda áratugarins
og innihélt einnig sveitir eins og
Chapterhouse, Lush og Slowdive.
Platan kallast 0X4: The Best Of
Ride … Gamalkunnir Íslandsvinir í
tæknósveitinni 808 State, sem
m.a. hafa unnið með Björk, gefa
loks út nýja plötu. Outpost Trans-
mission kemur út í nóvember en
síðasta plata, Don Solaris, kom út
1996 ... Shane Filan úr Westlife
ætlar að giftast kærustu sinni til
margra ára, Gillian Walsh.
POPPkorn
VERÐLAUN voru afhent í mynd-
listarmaraþoni Unglistar 2002 á
laugardaginn. Þrettán
manns tóku þátt í mara-
þoninu og var þemað
„flétta“. Kvenkyninu
virðist hafa líkað þemað
vel og skipuðu ungar
konur, Björg Guð-
mundsdóttir, Inga María
Brynjarsdóttir og Una Lorenzen,
þrjú efstu sætin. Sýning á verk-
um úr myndlistarmaraþoninu er
haldin í Galleríi Tukt í Hinu hús-
inu, menningar- og upplýsinga-
miðstöð ungs fólks við Póst-
hússtræti. Sýningin stendur yfir
þar til 2. nóvember en þá tekur
við sýning á myndum úr ljós-
myndamaraþoni sömu
hátíðar.
Embla Kristjáns-
dóttir, umsjónarmaður
Unglistar 2002, er
ánægð með hvernig til
tókst með þessa listahá-
tíð ungs fólks í ár en
hátíðin stóð yfir 18. til 26. októ-
ber. Hún segir mætingu á Unglist
hafa verið góða en alls hafa hátt
í 2.000 manns sótt viðburði hátíð-
arinnar í þetta sinnið, auk þeirra
250 eða svo, sem tóku þátt í
henni með beinum hætti.
Morgunblaðið/Jim Smart
Frá verðlaunaafhendingunni í Galleríi Tukt. Þriðja til fyrsta sæti: Una Lor-
enzen, Inga María Brynjarsdóttir og Björg Guðmundsdóttir.
Verðlaunaafhending í
Málaðar fléttur
myndlistarmaraþoni Unglistar
sérsniðin innheimtulausn
Opið
fimmtudaginn 23. október
til 3. nóvember
Verðdæmi:
Regatta flíspeysur fullt verð 7.500 - okkar verð 3.700
Barna götuskór fullt verð 3.000 - okkar verð 1.000
Isit ZO brettabuxur fullt verð 9.000/12.000
okkar verð 3.900/5.900
Adidas hettupeysur fullt verð 5.990 - okkar verð 1.500
LA Gear ljósaskór fullt verð 4.500 - okkar verð 1.500
Flíshanskar fullt verð 990 - okkar verð 350
Adidas/O`Neill/Speedo-sundbolir fullt verð 2.900/4.900
okkar verð 1.500
Barnaúlpur frá 2.500
66°Norður flísjakkar og úlpur
Opnunartími virka daga frá kl. 14-18, helgar frá kl. 11-18
Stendur til 3. nóvember. Upplýsingasími 561 0580
Barnafatnaður
Nú endurtökum við leikinn frá því í fyrra
með „outlet“-sölu að bandarískri
fyrirmynd. Eingöngu merkjavara og
verð sem varla sést nema hjá
okkur. Mikið af barnafatnaði.
Ford Focus hefur hlotið frábæra dóma og er nú vinsælasti bíll í heimi.
fordfocus
Brimborg Reykjavík sími 515 7000 • Brimborg Akureyri sími 462 2700 • brimborg.is
Pantaðu núna.
Nýr Ford Focus kostar frá 1.495.000 kr.
Er hægt að hljóta
meiri viðurkenningu?