Morgunblaðið - 30.10.2002, Page 46
46 MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Miðasala opnar kl. 15.30 HUGSAÐU STÓRT
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
HL Mbl
Frá leikstjóra American Beauty.
Eitt mesta meistaraverk sem þú munt nokkurn tíman sjá
Það
verður
skorað
af krafti.
Besta breska
gamanmyndin
síðan „Bridget
Jones’s Diary.“
Gamanmynd sem
sólar þig upp úr
skónum. Sat tvær
vikur í fyrsta sæti í
Bretlandi.
Sýnd kl. 5.45. B. i. 16.
SK RadíóX
7.30 og 10.
Sýnd kl. 4, 5.30, 6.30, 8, 9 og 10.30. B. i. 16.
Gott popp styrkir
gott málefni
Sýnd kl. 4. með ísl. tali.
Fjöldi
aukasýn
inga
1/2Kvikmyndir.comUSA Today SV MblRadíóX
Einn
óvæntasti
spennutryllir
ársins!
1/2Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 8 og 10.30. B. i. 16.
1/2Kvikmyndir.is
„DREPFYNDIN“
ÞÞ. FBL
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10.
sparaðu fé og fyrirhöfn
Sýnd kl. 5.50. Bi. 16.
Einn
óvæntasti
spennutryllir
ársins!
1/2Kvikmyndir.is
Frá leikstjóra American Beauty.
Eitt mesta meistaraverk sem þú munt
nokkurn tíman sjá.
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.20. B. i. 16.
FYRSTI OG
SKELFILEGASTI
KAFLINN Í SÖGU
HANNIBAL LECTER
anthony
HOPKINS
edward
NORTON
ralph
FIENNES
Sýnd kl. 8 og 10.30. B. i. 16.
1/2
Kvikmyndir.is
Kvikmyndir.com
SV Mbl
HK DV
SK RadíóX
Gott popp styrkir
gott málefni
1/2Kvikmyndir.com
USA Today
SV Mbl
RadíóX
ORSON Scott Card er með helstu
og afkastamestu vísindaskáldsagna-
höfundum seinni ára, sló í gegn með
bókinni Ender’s Game fyrir aldar-
fjórðungi og hefur skrifað ótölulegan
grúa bóka síðan, margar sem tengj-
ast sögunni fyrstu af Ender. Ein
nýjasta bókin í
þeim flokki er
Ender’s Shadow
sem var fyrst
gefin út 1999, en
hún gerist sam-
hliða Ender’s
Game, aðalsögu-
hetjan í Ender’s
Shadow, Bean,
kemur einmitt
fyrir í aukahlutverki í þeirri fyrstu,
en nú er sagan sögð út frá hans sjón-
arhorni.
Líkt og í velflestum bókum Cards
er aðalsögurperónan utangarðsmað-
ur sem á eftir að verða mikill örlaga-
valdur, afskiptur og smáður en verð-
ur síðar hafinn hátt undir lok
bókarinnar. Dylst engum sem þekk-
ir til Cards að hann er öðrum þræði
að segja sögu trúarleiðtoga síns,
Josephs Smiths, höfundar morm-
ónatrúar, en Card er einmitt heittrú-
aður mormóni. Bean í Ender’s Shad-
ow er afburðasnjall en sökum
grimmilegrar reynslu sem hann hef-
ur hlotið í lífinu á hann mjög erfitt
með að treysta á aðra, hvað þá að
sýna ástúð. Hann elst upp á götunni í
Rotterdam, lifir á betli og bísahætti,
en er svo snjall að eftir er tekið og
svo fer að honum er komið í þjálf-
unarbúðir fyrir börn sem eiga að
berjast við illar geimverur sem
hyggjast að sögn eyða mannkyninu.
Í sömu þjálfunarbúðum er Ender sá
sem bækurnar heita eftir og ekki líð-
ur á löngu að draga tekur til tíðinda.
Enders Game var þannig skrifuð á
sínum tíma að hentaði vel fyrir ung-
menni, eða í það minnsta ungmenni
sem kipptu sér ekki upp við smá of-
beldi og blóð, en Enders Shadow er
beinlínis skrifuð fyrir unglinga. Sem
slík er bókin mjög vel heppnuð,
framvinda mátulega ævintýraleg og
Card tekst að vekja samúð lesanda
með Bean þó ekki sé hann viðkunn-
anleg persóna. Spennan eykst þegar
líður á bókina og nær hámarki í lok-
in, nema hvað, en betur hefði farið á
því að ljúka við hana við svo búið;
væmið niðurlag dregur nokkuð úr
skemmtigildi bókarinnar, ekki síst
fyrir það að Bean dettur gersamlega
úr karakter á síðustu síðunum.
Forvitnilegar bækur
Geimsaga
fyrir unglinga
Árni Matthíasson
Ender’s Shadow eftir Orson Scott Card.
Bók fyrir ungmenni. 569 síðna kilja sem
Starscape gefur út 2002. Kostar 925 kr.
í Máli og menningu.
DANÍEL Bjarnason er ungt tón-
skáld og ber að lofa hann fyrir þetta
framtak sitt. Þ.e. að drífa tónsmíðar
sínar út á markað-
inn og neita þeim
þar með um ryk-
söfnun á nótna-
pappírum. Þetta
viðhorf einkennir
öðru fremur (neð-
anjarðar)rokkara og -poppara en ég
sé enga ástæðu til þess að þeir sem
fást við nútímatónlist eður „sígilda“
ættu eitthvað að víla sér við það
sama. Tónlist er jú gerð til að hún
heyrist. Umslag er þannig smekkleg-
ur sjálfþurftarbúskapur, laust við
pjatt og pjátur en um leið barasta
myndarlegasta smíð.
Verkin hér bera þess merki að
vera kvikmyndatónlist. Það er oft
happa glappa hvort slík tónlist getur
staðið ein og hér er það beggja
blands – lengri verkin gera það prýði-
lega en þau styttri síður. Hafa ber þó
í huga að kvikmyndatónlist hlýtur að
lúta þeim skorðum sem kvikmyndin
sjálf setur henni, sköpuninni eru því
alltar sett ákveðin mörk, veri það til
vansa eða velferðar.
Fyrstu stefin eiga við persónur úr
myndinni og er þeim greinilega ætlað
að lýsa skapgerðareinkennum þeirra.
Þetta verkefni leysir Daníel vel af
hendi, stefið sem á við gistihúsaeig-
andann Jóhann er t.a.m. þungt og
værukært á meðan það sem á við um
unga strákinn Finn er bæði stutt og
sakleysislegt.
Að þessu gefnu er farið um nokkuð
víðan völl í stílbrigðum og á það
einnig við er „persónu“-stefjum
sleppir. Maður fær ósjálfrátt á
tilfinninguna að tónskáldið
unga sé svona að prufukeyra
sjálfan sig. Daníel reynir sig þó
hvað mest við hið sorgbundna
og tregafulla og það gerir hann
á sannfærandi hátt.
Allt fram að löngu endastefi
fáum við því að heyra stuttar og
þægilegar, ólíkar stemmur.
Rennslið er gott og átakalítið
og stefin eru snyrtilega samin
og leikin, í raun furðulítill byrj-
endabragur yfir öllu saman.
Það getur verið að kvik-
myndalegar kröfur hafi heimt-
að fimmtán mínútna langt
endaspilið; engu að síður fer það fljót-
lega að þreyta. Lopinn er teygður
heldur langt, og ekki er garnið mikið
sem moðað er úr.
Blessunarlega er skotið inn smá-
„poppi“ strax á eftir – laginu/verkinu
„Vökum mitt undur“ sem Daníel
semur með unnustu sinni, fyrrum
múmliðanum Gyðu Valtýsdóttur. Af-
ar fallegt verk verður að segjast; þar
sem söngraddir eru notaðar á frum-
legan og áhrifaríkan hátt. Þá er hér
raftöktum blandað smekklega saman
við strok- og blásturshljóðfæri. Disk-
inum er svo slaufað með stuttu eft-
irspili sem er harmrænt og drama-
tískt, stílbrigði sem á hvað best við
Daníel, ef litið er til disksins sem
heildar.
Allt í allt hið burðugusta verk og
megi þetta útgáfuframtak Daníels
verða öðrum ungum og dugandi tón-
skáldum til eftirbreytni.
Tónlist
Snotrar
stemmur …
og ögn meira
Daníel Bjarnason
Reykjavík guesthouse –
Rent a bike
Höfundur gefur sjálfur út
Hér er á ferðinni tónlist við kvikmyndina
Reykjavík guesthouse – Rent a bike. Höf-
undur er Daníel Bjarnason. Hljóðfæraleik-
arar eru þau Hildur Ársælsdóttir, Kristín
Ragnarsdóttir, Melkorka Ólafsdóttir, Þór-
arinn Baldursson, Steinunn Stefánsdóttir,
Kristján Sigurleifsson, Alexander McNeil,
Ella Ármannsdóttir, Eiríkur Ólafsson, Gyða
Valtýsdóttir og Daníel Bjarnason. Tekið
upp af Sveini Kjartanssyni. Hljóðblandað
af Sveini og Daníel. Öll lög eftir Daníel
nema „Vökum mitt undur“ sem er eftir
Daníel og Gyðu. Hjálp veittu Huldar Arn-
arsson og Gunnar Tynes.
Arnar Eggert Thoroddsen
Daníel stjórnar hér upptökum.
MIKIÐ kemur út af íslenskuhiphopi fyrir þessi jól ogþar á meðal er fyrsta skífa
þeirra Bents & 7bergs, Góða ferð,
sem Edda gefur út. Bent er flestum
kunnur enda er hann einn af mátt-
arstólpum Rottweilerhundanna, en
7berg er ekki eins þekktur meðal
annarra en hiphopvina.
Þeir Ágúst Bent og Örn Tönsberg,
sem kalla sig Bent & 7berg segjast
hafa kynnst í skóla, áttu rappið sem
sameiginlegt áhugamál, bæði að
hlusta og skapa. Bent var þá kominn
í Rottweilerhundana og er enn, en
7berg hafði ekki látið að sér kveða
fram að þessu. Fyrir hálfu öðru ári
byrjuðu þeir svo að vinna saman lög,
stofnuðu fimm manna hljómsveit en
aðrir í sveitinni eru Tryggvi, Ernie
Mondeyano og Dj Paranoya.
Þeir Bent og 7berg segjast haga
samstarfinu svo að þeir komi sér
saman um þema hvers lags, en semji
síðan textana hvor í sínu lagi. „Oft
gerum við takt og veljum grunnhug-
mynd, þema út frá honum, en oftar
er takturinn búinn til þegar textinn
er tilbúinn. Þetta er allt mjög „pro“,“
segir Bent og kímir og 7berg bætir
við: „Svo hittumst við allir og förum
yfir lagið og fínpússum það.“
Undanfarið ár hafa þeir samið
fleiri lög en rúmast á disknum, segj-
ast eiga fimm til viðbótar. Bent er
eins og gefur að skilja önnum hlaðinn
vegna frama Rottweilerhundanna
sem hafa verið óhemju duglegir við
tónleikahald og eru nú með plötu í
smíðum. Hann segist þó hafa gefið
sér góðan tíma til að vinna skífuna
með 7berg og þannig hafi hann ekki
tekið til við að skrifa texta fyrir
væntanlega Rottweilerskífu fyrr en
Góða ferð var tilbúin.
Eins og getið er velja þeir þema
fyrir hvert lag, en segja að það sé
engin heildarpæling sem bindi þau
saman. „Þótt við séum
með ferðalag sem grunn-
hugmynd plötunnar eins
og heyra má í nafninu
meðal annars, þá kom það
til eftirá,“ segir 7berg.
„Við pössum okkur á því
að lögin séu heilsteypt, en
þegar lögin eru eins ólík
og heyra má á plötunni er
erfitt að hafa á þeim ein-
hvern heildarsvip,“ segir
Bent og 7berg heldur áfram: „Okkur
langaði líka til að prófa sem flest.“
„Okkur langaði í raun til að gera allt
það sem hægt er að gera í hiphopi,“
segir þá Bent, „fara út í alla und-
irflokka, en halda samt okkar stíl.“
Undanfarið hafa þeir verið nokkuð
duglegir við að troða upp saman en
segja að nú fyrst hefjist spila-
mennska til að kynna plötuna. Ekki
hefur Bent neinar áhyggjur af því að
það eigi eftir að rekast á við spila-
mennsku hans með Rottweilerhund-
unum, það hafi ekkert rekist á hing-
að til. „Við munum vinna saman en
ekki hver á móti öðrum.“
Mikið verður gefið út af hiphop-
skífum fyrir þessi jól og mjög ólíkum.
Þeir segja að útgáfurnar séu vissu-
lega ólíkar, ekki síst fyrir það hversu
mismikið sé í þær lagt, eftir því hvort
stórútgáfa sé að gefa út eða menn
séu í heimabrennslu. „Heimagerðar
plötur eru ekkert verri þótt það sé
alltaf gott að hafa smápen-
ing til að gera plötuna enn
betri.“
Bent segir að gróskan í
útgáfunni sé vissulega
skemmtileg, en hann segist
telja að hiphop-bylgjan nái
brátt hámarki. „Mikið af
þeim sem eru í hiphopi í dag
eru bara að elta tískuna. Það
er ekkert að því, ég hef ekk-
ert á móti þeim sem eru ekki
búnir að vera að hlusta á
hiphop í einhver ár, en
megnið af þeim á ekki eftir
að endast þótt tónlistarmennirnir
eigi eftir að halda áfram.“
Flestir kannast við þá mynd af
rappara að hann sé á kafi í íslenskum
bókmenntum sífellt að leita að nýjum
hugmyndum og skemmtilegum kvið-
lingum og þeir félagar segjast vera
víðlesnir og fróðir. Þegar gengið er á
þá viðurkenna þeir þó að þeir lesi
helst ekki neitt og ef það er þá eitt-
hvað þá leita þeir í Andrés Önd. „Það
er oft djúp speki í Andrési Önd.“
Djúp speki Andrésar Andar
7berg og Bent fara víða á fyrstu plötu sinni.
Bent og 7berg gefa út Góða ferð