Morgunblaðið - 30.10.2002, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2002 47
Hverfisgötu 551 9000
Sýnd kl. 8. Allra síðustu sýningar.
1/2HL MBL
SG DV
ÓHT Rás2
„ARFTAKI BOND
ER FUNDINN!“
HK DV
Sýnd kl. 10.30.
Gott popp styrkir
gott málefni
Sýnd kl. 7. B.i. 16.
www.regnboginn.is
Sýnd kl. 10.10. B.i. 14.
Sýnd kl. 7.40 og 10. B. i. 16.
1/2Kvikmyndir.com
USA Today
SV Mbl
RadíóX
1/2RadíóX
www.laugarasbio.is
Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 8 og 10.
SK. RADIO-X SV Mbl
FYRSTI OG SKELFILEGASTI KAFLINN
Í SÖGU HANNIBAL LECTER
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15. B. i. 16. .
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
1/2
Kvikmyndir.is
Kvikmyndir.com
HK DV
SK RadíóX
SV Mbl
ÓHT Rás 2
ÞAÐ er ekkert minna en hvalreki
að fá Stereolab hingað til lands til
hljómleikahalds. Þessi tilraunaglaða
poppsveit hefur verið ein sú frumleg-
asta sinnar tegundar í meira en ára-
tug og gæðastaðallinn þar á bæ ávallt
í hæsta lagi. Eftir langa bið – alltof
langa bið – hóf Orgelkvartettinn
Apparat leik sinn. Klukkan var þá
tekin að ganga eitt. Sumt virðist seint
ætla að breytast í hérlendri tónleika-
menningu. Það var vel við hæfi að
Apparat skyldi hita upp enda á svip-
aðri bylgjulengd og aðalnúmer
kvöldsins. Frammistaða kvartettsins
var sveiflukennd, í hraðari stuðlögum
náði hann sjálfum sér og öðrum á flug
en stemningin datt dálítið niður í
hægari lögunum.
Stereolab mætti á svið í „stækk-
aðri“ útgáfu: var vel vopnum búinn
sextett. Keyrt var af stað og prýðileg-
asta stemning myndaðist fljótlega.
Grand rokk er ekki stór staður og var
hann því dægilega troðinn fólki og
greinilega margir heitir Stereolab
aðdáendur þar á meðal. Andrúmsloft-
ið var afar íslenskt, öskur og læti í
bland við þungt og reykmettað loftið.
Svo virtist sem Stereolab-liðar væru
pínkuhvumsa yfir þessu, þótt þeir
létu á litlu bera. Tónleikarnir voru
engu að síður keyrðir áfram af fag-
mennsku og það létti yfir mönnum
þegar á leið. Líkt og hjá Apparatinu
duttu tónleikarnir við og við niður í
tormeltari lögum. Ekkert setti þó
strik í reikninginn hjá þeim allra trú-
uðustu sem voru efalaust í himnaríki
þetta kvöldið. Sveitin slaufaði svo
kvöldinu með glans í uppklappinu og
sýndi og sannaði af hverju hún hefur
verið lofuð í hástert umliðin ár af leik-
mönnum sem og poppfræðingum. Öll
sem eitt læstu þau sig í tilrauna-
kennda stemmu, hvar spunnið var af
fingum fram af miklu listfengi. Enn
var klappað og stappað í lokin en allt
kom fyrir ekki. Kvöldi lokið.
Þetta voru um margt undarlegir
tónleikar verður að segjast og virk-
uðu þeir í raun á tvennan hátt. Harðir
Stereolab-aðdáendur fengu hina full-
komnu kvöldstund á silfurfati en fyrir
óvanari eyru var þetta minna sann-
færandi, einhver deyfð skaut upp kolli
við og við, á milli annars firnagóðra
spretta. Það var eins og eitthvað
skyggði á áru Stereolab-liða; hvort
það var þungt loftið eða eitthvað allt
annað þori ég þó ekki að segja til um.
Tónlist
Steríó,
rokk og
ról
Tónleikar
Grand rokk
Stereolab
Tónleikar bresku sveitarinnar Stereolab
á Grand rokk, föstudagskvöldið 25. októ-
ber 2002. Um upphitun sá Orgelkvartett-
inn Apparat.
Arnar Eggert Thoroddsen
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Stereolab á sviði. Mary Hansen í forgrunni.
LEIÐRÉTT
ÞAU mistök urðu í síðasta
föstudagsblaði að Örlygur Þór
Örlygsson, einn aðstandenda
Stereolab-tónleikanna, var
sagður Eyþórsson. Leiðréttist
það hér með og er hlutaðeig-
andi beðinn velvirðingar.
ORGELKVARTETTINN Apparat
hefur vakið mikla athygli að und-
anförnu en nú síðast lék hann á
tónleikum á Grandrokk um helgina
ásamt ensk-frönsku hljómsveitinni
Stereolab. Til viðbótar er nýkomin
út fyrsta breiðskífa kappanna og
héldu þeir blaðamannafund af því
tilefni í kringum Iceland Airwaves-
tónlistarhátíðina. Uppátækjasemi
fimmmenninganna í kvartettinum
kom berlega í ljós á blaðamanna-
fundinum sem haldinn var með
mjög svo formlegu sniði.
Ragnar Kjartansson stjórnaði
blaðamannafundinum en hann bað
viðstadda vinsamlegast um „að
vera nákvæma í spurningum“ sín-
um til hljómsveitarinnar. Blaða-
mannagjörningurinn sló í gegn hjá
viðstöddum erlendum fjölmiðlum,
sem og öðrum gestum. Hörður
Bragason, Jóhann Jóhannsson, Sig-
hvatur Ómar Kristinsson og Úlfur
Eldjárn orgelleikarar og Arnar
Geir Ómarsson trommuleikari svör-
uðu spurningum fréttamanna sam-
viskusamlega auk þess að leika lag
á lófaorgel.
Ennfremur kynnti Ragnar til
sögunnar fimm stúlkur úr Jazzball-
ettskóla Báru og sýndu þær dans
við „Stereo Rock & Roll“ íklæddar
rauðum Apparat-bolum.
Í bakgrunni mátti svo sjá mál-
verk Markúsar Þórs Andréssonar
af kvartettinum í gervi Playmo-
karla.
Morgunblaðið/Þorkell
Úlfur sýnir viðstöddum hvernig
eigi að dansa við lag sveitarinnar
„Stereo Rock & Roll“.
Uppátækjasamur
orgelkvartett ZENTROPA Entertainments,kvikmyndasamsteypa Lars von
Triers og Peters Albæcks Jensens
í Kaupmannahöfn, hefur valið
heimildarmyndina Ljós heimsins
um Vigdísi Finnbogadóttur, fyrr-
verandi forseta Íslands, í heims-
dreifingu á sínum vegum. „Það er
ofsalega gaman þegar svona al-
vörufólk kann að meta það sem
maður er að gera,“ segir Ragnar
Halldórsson, höfundur mynd-
arinnar.
„Zentropa var viðloðandi fram-
leiðsluna án þess að leggja fé í
hana. Þeir fylgdust með verkefn-
inu í framleiðslu,“ segir Ragnar,
sem útskýrir komu Zentropa að
verkefninu nú.
„Í þessu tilfelli eru þeir að selja
hana í sjónvarp og taka þóknun
fyrir. Þeir kaupa ekki myndina
fyrir heiminn heldur taka sölu-
laun, sem þýðir að þeir tryggja
hámarksverð,“ segir og útskýrir
að myndinni verði dreift í svoköll-
uðum 1. flokki skapandi heimild-
armynda. „Það þýðir dreifingu á
öllum markaðssvæðum heimsins
nema Íslandi,“ segir hann.
Ragnar útskýrir að peningarnir
komi inn á lengri tíma heldur en
ella með þessari aðferð. „Það fæst
kannski aðeins meira fyrir hana í
staðinn. Þetta er dæmigert fyrir
það hvað hlutirnir taka stundum
langan tíma í kvikmyndagerð.“
Í Ljósi heimsins leikur Vigdís
sjálfa sig en myndin sýnir hvern-
ig hún tekst á við lífsbaráttuna,
sjálfa sig og heiminn.
Ljós um heim allan
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi
forseti Íslands, leikur sjálfa sig í
heimildarmyndinni Ljósi heimsins.