Morgunblaðið - 30.10.2002, Síða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
Háhraðasítenging
við Netið
ÞAÐ VETRAÐI frekar snemma í
beitilöndum hreindýra á Snæfells-
öræfum. Snjóinn hefur þó ekki fest
og því hafa hreindýrin væntanlega
ekki flutt sig um set. „Mér skilst að
það hafi rifið af uppi á heiðum og
því ekki víst að veðrið hafi haft
mikil áhrif á hreindýrin ennþá,“
sagði Skarphéðinn Þórisson, líf-
fræðingur hjá Náttúrustofu Aust-
urlands, við Morgunblaðið í gær-
kvöldi. „Þegar rífur af fara þau upp
á hæðir í ætisleit. Það hefur ekki
verið það mikill snjór, svo þau geta
krafsað eftir æti með fótunum.
Þetta eru skepnur sem eru aðlag-
aðar kulda þannig að þær þola um-
talsvert. Þetta er ekkert sem
þrengir að þeim.“
Snæfellsöræfin eru stærsta bú-
svæði hreindýra á Íslandi. Þar dvel-
ur um helmingur stofnsins sem er á
fjórða þúsund dýr. Hinn helming-
urinn er dreifður um Austfirði. Á
haustin leita dýrin sem halda til við
Snæfell út á heiðarnar og á vetrum
leita þau ætis á Fljótsdalsheiði, að-
allega í heiðarbrúninni þar sem er
snjóléttara. „Ef þrengir að þeim
leita þau niður, en það er yfirleitt
ekki fyrr en seinni hluta vetrar,“
segir Skarphéðinn.
Dýrin léttast töluvert yfir vetr-
artímann en undanfarin ár hefur
verið sjaldgæft að þau drepist úr
hor. „Þau safna fitu yfir sumartím-
ann sem þau lifa á ef það er hart í
ári. Svo þau þola mikil harðindi.“
Skarphéðinn segir að reynt hafi
verið að halda hreindýrastofninum
stöðugum undanfarin ár. „En
vegna þess að tíðarfar hefur verið
mjög gott, frjósemi er í hámarki og
að dregið hefur úr ólöglegum veið-
um eru dýrin fleiri en við bjugg-
umst við. Talningar á þessu ári
sýna að stofninn var aðeins stærri
en við héldum.“ Skarphéðinn segir
að stofninn hafi verið nærri 4.000
dýr í sumar. Eftir veiðar haustsins
er hann því líklega um 3.500 dýr.
Veiðitímabilið stóð yfir frá 1.
ágúst til 15. september og gekk
veiðin mun betur en í fyrra, þegar
felld voru 338 dýr af 413 dýra
kvóta. Í ár veiddust 426 dýr.
Morgunblaðið/RAX
Vetur í beitilöndum hreindýra
Ráeyri keypti í gær 45,95% hluta-
bréfa í Þormóði ramma-Sæbergi af
Afli fjárfestingarfélagi að nafnverði
597,3 milljónir á genginu 5,35 eða
tæplega 3,2 milljarða króna að
markaðsvirði. Jafnframt keypti Rá-
eyri 9% hlut í Þorbirni-Fiskanesi af
Afli í gær, að nafnverði 100,1 millj-
ón króna á genginu 6,3. Samkvæmt
því var kaupverðið um 630 milljónir
króna. Þannig seldi Afl allt hlutafé
sitt í þessum tveimur fyrirtækjum.
Ólafur Marteinsson vildi ekki tjá
sig um viðskiptin við blaðið í gær.
Samkvæmt heimildum var hafin
töluverð barátta um yfirráðin yfir
Þormóði ramma-Sæbergi milli Afls
fjárfestingarfélags og annarra eig-
enda Þormóðs ramma-Sæbergs,
NÝTT hlutafélag, Ráeyri ehf.,
keypti í gær hlutabréf í tveimur út-
gerðarfyrirtækjum, Þormóði
ramma-Sæbergi og Þorbirni-Fiska-
nesi, fyrir tæpa 4 milljarða króna.
Stjórn og eigendur í Ráeyri sam-
kvæmt hlutafélagaskrá eru þeir
Ólafur Helgi Marteinsson, fram-
kvæmdastjóri Þormóðs ramma-Sæ-
bergs, og Gunnlaugur Sævar Gunn-
laugsson, framkvæmdastjóri Urðar,
Verðandi, Skuldar og stjórnarfor-
maður Ísfélags Vestmannaeyja.
Í hlutafélagaskrá segir að til-
gangur félagsins sé kaup og rekstur
fiskiskipa, kaup og sala hlutabréfa,
rekstur fasteigna, lánastarfsemi og
önnur skyld starfsemi. Félagið var
stofnað sl. föstudag.
meðal annarra þeirra Ólafs Mar-
teinssonar framkvæmdastjóra og
Róberts Guðfinnssonar stjórnarfor-
manns en þeir keyptu Þormóð
ramma af ríkissjóði á sínum tíma en
síðar sameinaðist Sæberg í Ólafs-
firði félaginu. Niðurstaða þeirrar
baráttu varð svo sala Afls á öllum
hlut sínum í Þormóði ramma-Sæ-
bergi og Þorbirni-Fiskanesi.
Ekki liggur ljóst fyrir hverjir
standa að baki Ráeyri, en þátttaka
Gunnlaugs Svævars Gunnlaugsson-
ar bendir til tengsla við Ísfélag
Vestmannaeyja og Tryggingamið-
stöðina. Gunnlaugur Sævar er enn-
fremur stjórnarmaður í SH eins og
þeir Ólafur Marteinsson og Róbert
Guðfinnsson.
Þorsteinn Vilhelmsson, stærsti
hluthafi Afls, vill sem minnst segja
um þessi viðskipti. Hann segir þó
niðurstöðuna góða fyrir Afl og hlut-
hafa þess, sem séu fjölmargir.
Ýmis fjárfestingartækifæri
Hver framvindan verði segir Þor-
steinn að þeir muni fara sér hægt.
Enn eigi Afl stóran hlut í hrað-
frystihúsinu Gunnvöru, sem síðan
eigi mikið í Guðmundi Runólfssyni
hf. Loks eigi Afl 8% í SH svo af-
skipti félagsins af sjávarútvegi séu
enn veruleg. „Við sjáum bara hvað
setur. Það eru ýmis fjárfestingar-
tækifæri framundan en við erum
ekkert að flýta okkur,“ segir Þor-
steinn.
Nýstofnað félag, Ráeyri, fjárfestir í sjávarútvegsfyrirtækjum
Keypti hlutabréf fyrir
tæpa 4 milljarða króna
LAGANEFND Framsóknarflokks-
ins hefur úrskurðað aðalfund Fé-
lags ungra framsóknarmanna ólög-
mætan og ógildan og þar með allar
afgreiðslur og kosningar á fund-
inum. Jón Sveinsson, formaður
nefndarinnar, segir að einnig hafi
verið lagt fyrir stjórn félagsins,
sem boðaði upphaflega til aðal-
fundarins, að boða til aðalfundar
sem fyrst og fara þá vandlega yfir
félagaskrá.
Harðar deilur hafa verið meðal
framsóknarmanna í Reykjavík
vegna aðalfundarins og um val full-
trúa á kjördæmisþing framsóknar-
manna í Reykjavík suður, sem
halda á í kvöld.
„Af hálfu nefndarinnar var ekki
tekið sérstaklega á því hvort fresta
skuli kjördæmisþingi framsóknar-
manna í Reykjavíkurkjördæmi
suður. Það er því í raun sjálfstæð
ákvörðun að meta í framhaldinu
hvernig verður farið með kjör-
dæmisþingið.“
Kjördæmissambandið
virðir niðurstöðuna
Guðjón Ólafur Jónsson, formað-
ur Kjördæmissambands framsókn-
armanna í Reykjavík suður, segir
að menn fari auðvitað eftir niður-
stöðu laganefndarinnar, um annað
sé ekki að ræða. „Það er réttur
hvers og eins að leita réttar síns
innan stofnana Framsóknarflokks-
ins og ég hef alltaf lagt áherslu á
að menn leituðu þangað með mál
sem þeir teldu sig vera ósátta við.
Það þýðir hins vegar ekki endilega
að ég sé efnislega sammála þessari
niðurstöðu en hún liggur fyrir og
er bindandi. Þetta er fyrst og
fremst áfellisdómur yfir vinnu-
brögðum fráfarandi stjórnar Fé-
lags ungra framsóknarmanna og
hlýtur að vera þeim alvarlegt um-
hugsunarefni.“
Aðalfund-
ur ungra
framsókn-
armanna
ógildur
Harðar/6
GRÆNLANDSVALUR, öðru nafni
hvítfálki, hefur haldið til í Hrísey í
haust. Þarna er á ferðinni ársgam-
all kvenfugl, að sögn Jóhanns Óla
Hilmarssonar fuglaáhugamanns.
Hvítfálki er sjaldséður gestur á Ís-
landi nú um stundir, en var algeng-
ari á árum áður þegar fálkaútflutn-
ingur átti sér stað. Hann hefur í
haust sótt að rjúpu í Hrísey en þess-
ari tegund fugla finnst einmitt rjúp-
an algjört hnossgæti. Fálkinn er
gestur frá Grænlandi.
Ljósmynd/Jóhann Óli Hilmarsson
Hvítfálki
gistir Hrísey