Morgunblaðið - 16.11.2002, Blaðsíða 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2002 9
Mörkinni 6, sími 588 5518
Nýjar vörur
Opið virka
daga frá kl. 9-18.
Laugardaga
frá kl. 10-15.
Kanínupelsar
Mokkajakkar
Mokkakápur
Hattar, húfur og kanínuskinn
20% afsláttur
af öllum yfirhöfnum
sem eftir eru
Eddufelli 2 Bæjarlind 6
s. 557 1730 s. 554 7030.
Opið mán.—fös. frá kl. 10—18,
lau. 10—15.
Glæsilegt úrval af
hátíðarfatnaði
Kjólar - dragtir - dress
Engjateigi 5, sími 581 2141.
Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00.
Neðst við Dunhaga, sími 562 2230
TILBOÐSDAGAR
peysur og buxur
frá stærð 34
Opið í dag kl. 10-14
Stórglæsilegar
sparidragtir
frá Gerry Weber
Tai fun (yngri lína)
Verse
Laugavegi 63, sími 551 4422
Laugardagstilboð
15% afsláttur af blússum og peysum
Verslun fyrir konur, Mjódd sími 557 5900
4ra vikna uppbyggjandi námskeið fyrir þá sem eiga við streitu,
kvíða og fælni að stríða og/eða eru að ganga í gegnum miklar
breytingar í lífinu. Kenndar verða leiðir til þess að slaka á og öðl-
ast aukið frelsi og lífsgleði. Ásmundur, sem m.a. byggir nám-
skeiðið á eigin reynslu af kvíða, tekur fyrir þætti eins og jógastöð-
ur, öndunaræfingar, slökun og andleg lögmál sem stuðla að vel-
gengni, jafnvægi og heilsu. Ekki er krafist reynslu af jóga. Yfir-
gripsmikið og traust námskeið frá árinu 1994.
Hefst miðvikudaginn 20. nóvember– mán. og mið. kl. 20:00.
Auðbrekku 14, Kópavogi.
Símar 544 5560 og 820 5562,
www.yogastudio.is
Jóga gegn kvíða
með Ásmundi Gunnlaugssyni
10-30% afsláttur þessa helgi
Opið laugardaga-sunnudaga 15-18,
virka daga og á kvöldin eftir samkomulagi.
s. 566 8963 og 892 3041, Ólafur.
Katrín Fjeldsted og stuðningsmenn
Pósthússtræti 13
(bakdyramegin)
- við hlið Hótel Borgar.
Sími 594-7694
Rafpóstur: katrinf@althingi.is
Heimasíða: www.althingi.is/katrinf
skrifstofan er opin virka daga milli
kl. 16-19 og um helgina milli kl. 13-18
Heitt á könnunni!
Verið velkomin!
Höfum opnað kosningaskrifstofu
4.
sæti
„ÉG lít svo á að hér sé rudd
braut að nýjungum á þessu sviði
og þess verður minnst að þar hef-
ur BSRB komið að máli,“ sagði
Óli H. Þórðarson framkvæmda-
stjóri Umferðarráðs í þakkar-
ávarpi sínu á aðalfundi BSRB í
gær þegar Ögmundur Jónasson,
formaður BSRB, færði honum
500 þúsund krónur til eflingar
umferðaröyggis á þjóðvegum
landsins. Um er að ræða sam-
eiginlegt öryggisátak BSRB og
Umferðarráðs, sem hleypt var af
stokkunum í gær.
Peningarnir eru gefnir í minn-
ingu Helga Andréssonar, fyrrver-
andi stjórnarmanns í BSRB, sem
lést í umferðarslysi þann 15.
mars síðastliðinn við Móa á Kjal-
arnesi. „Við höfum rætt það mik-
ið innan BSRB hvernig við getum
lagt eitthvað af mörkum til að
efla umferðaröryggi á þjóðvegum
landsins og þetta er fyrsta skref-
ið sem við stígum í því skyni,“
sagði Ögmundur Jónasson í sam-
tali við Morgunblaðið. Gert er ráð
fyrir að á næstunni muni BSRB í
samvinnu við Umferðarráð og
Umferðarstofu ákveða hvernig
peningunum verði ráðstafað.
Sameiginlegt umferðarátak
BSRB og Umferðarráðs
Morgunblaðið/Ómar
Upphaf sameiginlegs umferðarátaks: Óli H. Þórðarson, framkvæmdastjóri
Umferðarráðs, og Ögmundur Jónasson, formaður BSRB.
BSRB leggur fram
hálfa milljón króna
AÐALFUNDUR BSRB, leggur
áherslu á að settar verði reglur sem
tryggi persónuvernd starfsmanna á
vinnustöðum, að því er segir í drög-
um að ályktun um persónuvernd.
Fyrir lágu drög að fjórum ályktun-
um í gær á aðalfundi BSRB, um per-
sónuvernd, húsnæðismál, skattamál
og heilbrigðismál.
BSRB telur mikilvægt að fyrir
liggi skýrar reglur um hvernig
tækni til að fylgjast með gjörðum
manna sé nýtt. Hefur BSRB þá beitt
sér fyrir því að settar verði sam-
ræmdar og skýrar reglur sem gilda
eigi á vinnustöðum um heimildir at-
vinnurekenda til eftirlits og aðgeng-
is að tölvupósti og netnotkun starfs-
manna.
Þá segir í ályktun BSRB um hús-
næðismál, að ríki, sveitarfélög og
samtök launafólks, Leigjendasam-
tökin og félagslegir byggingaraðilar,
þurfi sameiginlega að koma lausn
húsnæðisvandans m.a. með því að
stuðningur við leigjendur og hús-
næðiskaupendur, einkum við fólk
með meðaltekjur og þar undir, verði
aukinn verulega með tilkomu hús-
næðisbóta. Einnig með því m.a. að
lífeyrissjóðirnir taki um það skuld-
bindandi ákvörðun að tryggja með
kaupum á kaupum á húsbréfum að
afföllum verði haldið í lágmarki.
Í ályktun um skattamál krefst
BSRB endurskoðunar á skattkerf-
inu með það fyrir augum að bæta
verulega kjör tekjuminnsta fólksins.
Ljóst sé að ráðast þurfi í skattkerf-
isbreytingar með hag launafólks í
huga og flétta saman við þær endur-
skoðun á barnabótum og húsnæðis-
kostnaði.
Þá leggur BSRB áherslu á mik-
ilvægi þess að efla heilbrigðisþjón-
ustuna í landinu. Aðalfundurinn
leggur áherslu á að ekki sé nóg að
reisa hús og fjölga vist- og hjúkr-
unarrýmum ef ekki er til staðar
starfsfólk til þess að sinna þjónust-
unni sem skyldi.
Settar
verði regl-
ur um per-
sónuvernd