Morgunblaðið - 16.11.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.11.2002, Blaðsíða 25
Þessi stefnubreyting er varlega orðuð, með það að markmiði að gera flokknum kleift þegar fram líða stundir að vera málsvari allra skap- andi afla í kínversku samfélagi, allra þátta framsækinnar menningar og breiddarinnar í íbúasamsetningu Kína. Og reyndar sátu strax á þessu ný- afstaðna flokksþingi fulltrúar hins einkarekna atvinnulífs, sem fyrst var heimilað í Kína árið 1979. Fyrir þann tíma var hvers kyns einkarekstur skilgreindur sem afturhald, and-sós- íalískt athæfi og þaðan af verra. Þannig er það nú í höndum hinnar nýju flokksforystu að hrinda mark- miðum flokksstefnunnar í fram- kvæmd, þar á meðal að fjórfalda skuli lífskjör í landinu á næstu 18 árum. Það var ákveðið með tilliti til þess að tekizt hefur að fjórfalda lífskjörin á síðustu 22 árum. Auk Hu Jintao eiga nú sæti í æðstu stjórn flokksins Wu Bangguo, sem er sextugur, Wen Jiabao, 59 ára, Jia Quinglin, 62 ára, Zeng Quinghong, 62 ára, Huang Ju, 63 ára, Wu Guangzh- eng, 63 ára, Li Changchun, 58 ára, og Luo Gan, 66 ára. Allt bendir til, að það verði hinn sextugi Wu Bagguo sem í marz veljist til að verða arftaki núverandi for- sætisráðherra, Zhu Rongjis, sem er 73 ára. Hinir framkvæmdanefndar- meðlimirnir verða annaðhvort vara- forsætisráðherrar með ábyrgð hver á sínu sviði eða fá hver sitt ráðuneytið í nýrri ríkisstjórn, sem þingið kýs formlega. Einn þeirra mun fá stöðu þingforseta og annar sem formaður Ráðgjafarþings kínverskrar alþýðu, sem ekki er löggjafarsamkunda held- ur gegnir ráðgefandi hlutverki við þingið og ríkisstjórnina. Þar sitja einnig fulltrúar ýmissa hagsmuna- hópa og annarra stjórnmálaflokka Kína, sem ekki eiga fulltrúa á löggjaf- arþinginu. HU Jintao, sem er 59 ára að aldri, er fyrsti leiðtogi Kína sem hóf framaferil sinn í kommúnista- flokknum eftir að kommúnistar voru komnir til valda, sem gerðist árið 1949. Samkvæmt opinberum upplýs- ingum um ævi hans fæddist hann í Anhui-héraði í austurhluta Kína og gekk í flokkinn árið 1964, þegar menningarbyltingin svokallaða stóð sem hæst. Þá var hann nemi í verkfræði vatnsaflsvirkjana við Quinghua-háskóla í Peking. Eftir að námi lauk vann hann sig upp í ráðuneyti vatnsverndar og -orku. Þessi bakgrunnur, sem hann á sameiginlegan með fyrr- verandi forsætisráðherranum Li Peng – „slátraranum frá Peking“ – gerir hann líklegan til að vilja halda áfram með aðrar eins risa- framkvæmdir og hina umdeildu Þriggja gljúfra-virkjun. Flokksferill Hus hófst fyrir al- vöru eftir að Deng Xiaoping varð áhrifamesti maður flokksins í lok áttunda áratugarins. Meðal emb- ætta sem Hu hefur gegnt er að fara fyrir flokksdeild kommún- istaflokksins í Tíbet og Guizhou. Í Tíbet sýndi hann tilhneigingu til að sýna hörku, t.d. með því að bregðast við mótmælum af hálfu aðskilnaðarsinna með því að setja herlög. Þær aðgerðir eru álitnar hafa rutt veginn fyrir því að álíka harkalegum aðferðum var beitt til að binda enda á mótmæli á Torgi hins himneska friðar árið 1989. Hu sneri aftur til Peking árið 1992, er Deng kallaði hann til setu í fastanefnd stjórnmálanefndar flokksins. Þar voru honum fengin lykilverkefni á borð við að hafa umsjón með því hverjir veldust í forystuembætti á lægri flokks- stigum og með hugmyndafræði- legri þjálfun þeirra. Að hann skuli hafa innleitt námskeið um mark- aðshagfræði og góða stjórnunar- hætti hefur leitt til tilgátna um að hann sé umbótasinni inn við bein- ið. En hann hefur ætíð verið flokkslínunni trúr. „Hann hefur leikið hlutverk „krónprins“ af snilld,“ hefur BBC eftir stjórn- málaskýranda. „Hann hefur ekki tekið neitt skref á röngum tíma – mestmegnis vegna þess að hann hefur engin skref stigið.“ Er Hu umbótasinni inn við beinið? Hu Jintao ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2002 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.