Morgunblaðið - 16.11.2002, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 16.11.2002, Blaðsíða 64
64 LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞAR sem Norðlenska var að lækka verð á nautakjöti til framleiðenda til samræmis við verð annarra slátur- leyfishafa er farin viðleitni Norð- lenska til að reyna að ná fram hækk- un á verði til framleiðenda. Ástæðan er að aðrir sláturleyfishafar virðast ekki hafa talið ástæðu til að taka þátt í því. Þar með er farin von framleið- enda um nauðsynlega leiðréttingu á niðurkeyrðu kjötverði sem stendur ekki lengur undir framleiðslukostn- aði. Þessu fylgir ákveðið vonleysi fyrir framleiðendur þar sem lítil von er um forsendur fyrir hækkun á næstunni vegna mikils framboðs af öðrum kjöt- tegundum á markaðnum og því ákveðin hætta á að nautakjötsfram- leiðslan dragist enn frekar saman. Það er nú samt svo að sala á nauta- gripakjöti virðist halda sínum hlut á markaðnum þrátt fyrir niðurboð annarra kjöttegunda sem þýðir að neytandinn í þessu landi vill hafa þetta kjöt á markaðnum. Það er því ljóst að íslensk nauta- kjötsframleiðsla á ákveðinn sess á markaðnum þar sem ekki þarf að efast um heilbrigði framleiðslunnar og þá um leið ákveðið matvælaöryggi fyrir neytandann. Dragist hins vegar framleiðslan saman er stutt í þrýst- ing á innflutning og eða yfirtöku ann- arra kjöttegunda. Það var því mjög slysalegt af hálfu sláturleyfishafa að hafa ekki séð ástæðu til að nota þetta tækifæri til að leiðrétta verð á nauta- kjöti til framleiðenda nú í stað þess að hanga svona á halanum. ÞORSTEINN RÚTSSON, form. búgreinaráðs BSE í nautgriparækt. Meira um lækkun á nauta- kjöti hjá Norðlenska Frá Þorsteini Rútssyni: ÞAÐ hefir dregist alltof lengi að ég þakkaði Páli Valssyni fyrir að leið- rétta fljótfærnisvillu í grein, sem ég ritaði um Jónas Hallgrímsson. Nú er komið að því að ég leiðrétti hann. Páll Valsson segir í bók sinni um Jónas Hallgrímsson að systir Krist- jönu Knudsen, Landakotssysturinn- ar, sem Jónas felldi hug til hafi verið Kristín Knudsen. Hún hét Kirstine Cathrine. Jón Sveinbjörnsson konungsritari, sem var sonarsonur hennar, sagði við Þorfinn Kristjánsson, prentara og rit- stjóra: „Ég skal aldrei fyrirgefa yður að þér fóruð rangt með nafn ömmu minnar.“ Honum hafði orðið á að nefna hana Kristínu. Kirstine Knudsen, sem var móðir Sveinbjörns Sveinbjörnssonar tónskálds, varð fyrir hremmingum í bók Sögufélagsins um Odd í Rósu- húsi. Þar var birt mynd af henni sem Rósu, móður Odds. Engin leiðrétting hefir birst í tímaritinu Sögu, né í Nýrri sögu. Þessi mistök verður þó að telja minniháttar ef miðað er við mis- þyrmingu þá sem þjóðtungan verður fyrir um þessar mundir. Þrátt fyrir varajátningar, lúðraþyt og svardaga keppast Íslendingar í trúnaðarstöð- um, háskólamenn, höfðingjar, at- hafnamenn, fyrirtæki og stofnanir, sem kenna sig við Ísland um það að óvirða móðurmálið, þá tungu sem Jónas nefndi ástkæra og ylhýra. Dag- lega eru fluttar sjónvarpsauglýsing- ar, sungnar og leiknar á enskri tungu. Happdrætti Háskóla Íslands dreg- ur upp löngu látinn bandarískan skopleikara, Jimmy Durante og lætur hann syngja og muldra á sinni tungu í auglýsingu sinni í ríkissjónvarpi. Þeg- ar að þessu var fundið baulaði starfs- maður happdrættisins eins og sjálfur Þorgeirsboli sæti fyrir svörum og fleygði svo símtólinu á fóninn. Vigdís Finnbogadóttir er alveg hætt að koma fram í fjölmiðlum og vitna í Snorra Hjartarson „Land, þjóð og tunga“. Mjólkursamsalan, sem er orðin „prókúruhafi“ íslenskrar tungu fær stórleikarann Arnar Jónsson til þess að hrópa á enskri tungu í sjón- varpsauglýsingu: „we interrupt this programme“. Vátryggingafélag Ís- lands lætur syngja á ensku í sjón- varpsauglýsingu sinni. Sama gera Sjóvá-Almennar og er það félag þar sem Sigríður Björnsdóttir frá Ána- naustum, síðar kona Bjarna Bene- diktssonar ráðherra og Anna Jóns- dóttir, móðir Ólafs Jóhanns Ólafs- sonar rithöfundar störfuðu á yngri árum. Niðjar Benedikts Sveinssonar alþingisforseta sitja í stjórn. Þingmenn og bæjarstjórar, sem fara í fáeinar vikur til Vesturheims týna þjóðtungunni og svara spurning- um fjölmiðlamanna eins og Færeyja- gikkir. Þingmaður Ólsara og Sandara var inntur eftir fjárhagsmálum í út- varpi. Hann nefndi strax „infrastruct- ure“. Sama gerði bæjarstjóri á Ísa- firði. Háskólaprófessor í sunnudags- þætti ræddi um „bakbein“. Honum kom ekki í hug að nefna uppistöðu eða meginstoð. Þegar Samkeppnisstofnun var beð- in að rétta hlut íslenskrar tungu í lagavali Ríkisútvarpsins kvað hún það utan síns verkahrings. Öðru máli gegndi ef um væri að ræða nauta- tungu og gilti einu hvort hún væri reykt eða soðin. PÉTUR PÉTURSSON, þulur. Hnignun þjóð- tungunnar Frá Pétri Péturssyni: Kirstine Cathrine Knudsen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.