Morgunblaðið - 16.11.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 16.11.2002, Blaðsíða 44
KIRKJUSTARF 44 LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ arkirkju syngur og Björg Þórhallsdóttir syngur einsöng. Hjálmar Sigurbjörnsson og Vil- hjálmur Sigurðsson leika á tromp- eta. Organisti verður Björn Steinar Sólbergsson. Kvenfélag kirkjunnar verður með sinn árlega fjáröflunardag að lokinni hátíðarmessunni. Þar verð- ur í boði glæsilegt kaffihlaðborð og kökubasar að ógleymdum lukku- pökkunum vinsælu. Kirkjudagur Fríkirkj- unnar í Reykjavík STOFNUN Fríkirkjunnar í Reykja- vík fyrir 103 árum markaði djúp spor í kirkjusögu Íslendinga á ný- liðinni öld. Að stofnuninni stóðu ís- lensk fjöldasamtök þar sem mest bar á fjölskyldum verkamanna, iðn- aðarmanna og sjómanna. Fríkirkj- an í Reykjavík byggist nákvæmlega á sama trúargrunni og íslensk þjóð hefur játað um aldir. Á sínum tíma var stofnunin andsvar við deyfð og doða ríkiskirkjunnar. Einnig var stofnun Fríkirkjunnar í Reykjavík mikilvægur liður í íslenskri sjálf- stæðisbaráttu. Á þeim 100 árum sem liðin eru hefur margt verið unnið innan Frí- kirkjunnar sem fært hefur íslenskt kirkjulíf í átt til lýðræðis og tengt það enn frekar hversdagsveruleika landsmanna. Síðustu fjögur árin hefur mikill fjöldi fólks aftur gengið til liðs við Fríkirkjuna. Það hefur gerst þrátt fyrir að Fríkirkjan í Reykjavík njóti alls ekki sama fjárhagsstuðnings né þeirra forréttinda sem ríkiskirkjan gerir. Fríkirkjan vill leitast við að vera vettvangur fyrir lifandi og skap- andi trúarlíf sem höfðar til sam- tíðar sinnar á hverjum tíma. Hún leitast við að hafa víðsýni og um- burðarlyndi að leiðarljósi. Í sam- ræmi við boðskap Jesú Krists vill hún forðast þröngsýni, fordóma og bókstafshyggju. Fríkirkjan leitast við að grundvalla alla boðun og starfsemi á lífi og boðskap Jesú Krists, helgum ritningum, kristinni trúarhefð og þeirri sístæðu siðbót sem sérhverri evangelísk-lúterskri kirkju ber að starfa samkvæmt. Í dag trúa þúsundir íslendinga því að Fríkirkjan í Reykjavík eigi brýnt erindi við íslenskt samfélag og að hún sé einkar trúverðugt framtíðarfyrirkomulag trúmála við upphaf nýrrar aldar. Í hátíðarguðsþjónustunni mun safnaðarfólk taka þátt í lestrum og bænargjörð. Carl Möller og Anna Sigríður Helgadóttir munu annast tónlistarflutning ásamt Fríkirkju- kórnum. Sungnir verða hefð- bundnir kirkjusálmar ásamt óhefð- bundinni trúar- og lofgjörðar- tónlist. Hreiðar Örn Stefánsson annast stund fyrir börnin. Allir eru hjartanlega velkomnir. Hjörtur Magni Jóhannsson, fríkirkjuprestur. Hugvekja í Seltjarn- arneskirkju Á MORGUN, sunnudaginn 17. nóv- ember, mun prófessor Pétur Pét- ursson flytja hugvekju í messu sem hefst í Seltjarnarneskirkju kl. 11:00 f.h. Pétur er prófessor við guð- fræðideild Háskóla Íslands og er í hópi fremstu núlifandi fræðimanna á Íslandi í guðfræði. Pétur varð stúdent frá MA árið ÞAÐ verður mikið um dýrðir í Há- teigskirkju í dag og á morgun í til- efni þess að 50 ár eru liðin frá stofnun Háteigssafnaðar. Í dag stendur orgelsjóðsnefnd fyrir mikilli listaveislu undir yf- irskriftinni „opin kirkja“. Í þessari listaveislu, þar sem fjöldi þekktra listamanna kemur fram, er horft fram á veginn. Áhersla er lögð á kynningu orgelsjóðs og safn- aðarfólk og aðrir velunnarar Há- teigskirkju hvattir til þess að láta fé af hendi rakna til byggingar nýs orgels. Dagskráin, sem sam- anstendur af stuttum atriðum, er ekki af verri endanum. Á hálftíma fresti bjóða listamenn upp á tónlist, kveðskap og rímur frá 14–18. Hr. Karl Sigurbjörnsson predik- ar í hátíðarmessu á sunnudeginum, sem hefst klukkan tvö, en þar munu prestar safnaðarins þjóna fyrir alt- ari. Að messu lokinni mun Benedikt Gunnarsson listmálari afhenda söfnuðinum verk sitt „Hvítasunna – kraftbirting heilags anda“ sem var ein af tillögum hans að kórmynd í Háteigskirkju. Háteigssöfnuður býður til kaffi- samsætis í safnaðarheimilinu að messu lokinni en þar munu for- eldrar tíundubekkinga úr Háteigs- skóla sjá um veisluborð. Þorvaldur Halldórsson flytur tónlist og Ester Kláusdóttir les upp. Tekið verður á móti frjálsum framlögum til safn- aðarstarfsins. Fjölmennum og eigum saman góða daga. Nánari upplýsingar má finna í nýútkomnu safnaðarblaði Háteigskirkju og á vefslóðinni ha- teigskirkja.is. Kvöldmessa í Grensáskirkju ANNAÐ kvöld, sunnud. 17. nóv., verður kvöldmessa í Grensáskirkju og hefst hún kl. 20:00. Að venju er messuformið mjög einfalt og sungnir ljúfir söngvar við píanóundirleik. Tækifæri gefst til að koma á framfæri bænarefnum og hægt er að kveikja á bænakert- um. Töluðu máli er stillt í hóf. Í þetta sinn syngur Stúlknakór Grensáskirkju nokkur lög undir stjórn Ástríðar Haraldsdóttur. Stúlknakórinn er hópur unglings- stúlkna sem árum saman hafa sung- ið í barnakór kirkjunnar og eru enn að. Messunni lýkur fyrir kl. 21:00. Eftir messu er kirkjukaffi, djús og kex. Slík samverustund hentar vel þeim sem vilja gjarnan sækja sam- félag kirkjunnar en finnst hefð- bundið messuform ekki höfða til sín. Vertu velkomin(n) í Grens- áskirkju annað kvöld! Vígsluafmæli Akureyrarkirkju AKUREYRARKIRKJA á 62 ára vígsluafmæli næstkomandi sunnu- dag, 17. nóvember. Þá verður mikið um dýrðir í kirkjunni og safn- aðarheimilinu. Sunnudagaskólinn verður kl. 11 í kirkjunni í umsjón sr. Svavars og Ingunnar Bjarkar. Hátíðarmessa verður kl. 14. Sr. Svavar A. Jónsson og sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir messa. Ingunn Björk Jónsdóttir djákni og Val- gerður Valgarðsdóttir djákni að- stoða við messugjörð. Kór Akureyr- 1970 og lauk BA-námi í almennri þjóðfélagsfræði við Háskóla Íslands ’74. Hann stundaði nám í uppeldis- og kennslufræði við sama skóla 1974–75 og framhaldsnám í fé- lagsfræði við Lundarháskóla í Sví- þjóð og lauk doktorsprófi þaðan ’83. Þá sneri hann sér að dokt- orsnámi í trúarbragðasögu í Lundi og lauk því 1990. Pétur hefur skrifað mikið um fé- lagsfræði, trúarbragðasögu og trú- fræði. Hann hefur og getið sér gott orð fyrir rannsóknarstörf sín á fyrrgreindum sviðum. Það er því mikill fengur fyrir Sel- tjarnarnessókn að fá Pétur til að flytja hugvekju í messunni á morg- un og eru Nesbúar og aðrir hvattir til að fjölmenna. Prestur verður séra Sigurður Grétar Helgason og organleikari Viera Manasek. Æðruleysismessan í Dómkirkjunni 5 ára ÆÐRULEYSISMESSA, tileinkuð fólki sem leitar bata eftir tólf- sporaleiðinni, verður í Dómkirkj- unni sunnudaginn 17. nóvember kl. 20. Einhver mun segja þar af reynslu sinni úr baráttunni við áfengissýk- ina. Anna Sigríður Helgadóttir, Hjörleifur Valsson og Birgir og Hörður Bragasynir sjá um fjöl- breytta tónlist. Sr. Karl V. Matthíasson flytur hugleiðingu. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson leiðir samkomuna og sr. Jón Dalbú Hróbjartsson leiðir fyrirbæn með aðstoð sr. Önnu Sig- ríðar Pálsdóttur. Einhver prestanna er svo í Safn- aðarheimili Dómkirkjunnar á þriðjudögum kl. 20 með umræðu um sporin tólf út frá ritningunni. Þær eru einkum ætlaðar fólki sem hefur náð nokkrum bata en langar að styrkja vitundarsamband sitt við Guð. Æðruleysismessurnar í Dóm- kirkjunni eiga nú fimm ára afmæli og hafa ævinlega verið sóttar af þetta 150–200 manns. Þar hefur ríkt glæðvær alvara og að henni hefur laðast fastur kjarni sem hef- ur gefið henni sitt sérstaka and- rúmsloft. Í tilefni afmælisins er sr. Jón Dalbú með okkur nú en auk sr. Jakobs og sr. Karls annast nú sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og sr. Hjálmar Jónsson þessar messur. Kópavogskirkja: Heimsókn frá Gerðubergi GÓÐIR gestir frá félagsstarfinu í Gerðubergi koma í heimsókn á sunnudag og taka þátt í guðsþjón- ustu sem hefst kl. 14. Þeir munu lesa ritningarlestra og Gerðuberg- skórinn syngur sérstaklega að lok- inni prédikun en kórnum stjórnar Kári Friðriksson. Auk gestanna syngur kór kirkjunnar undir stjórn Julian Hewlett organista. Séra Sig- urjón Árni Eyjólfsson héraðs- prestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sóknarpresti. Að lokinni guðsþjónustu verður samvera í safnaðarheimilinu Borg- um þar sem boðið verður upp á hressingu. Séra Ægir Fr. Sigurgeirsson. Hátíðarsamkoma í Kefas SUNNUDAGINN 17. nóvember er hátíðarsamkoma í Fríkirkjunni Kef- as í tilefni tíu ára afmælis hennar. Á þessari samkomu verður farið í fljótu bragði yfir sögu fríkirkj- unnar Kefas, sagt frá upphafi henn- ar, þróun og starfsemi fram til dagsins í dag. Safnaðarmeðlimir og aðrir taka til máls, segja frá kynn- um sínum og tengslum við Kefas. Einnig verða sýndar ljósmyndir frá ýmsum atburðum og tímamótum í starfsemi fríkirkjunnar. Á dagskrá verða einnig tónlistar- atriði og heimasíða Kefas verður formlega tekin í notkun (www.- kefas.info). Eftir samkomuna verða kökur og kaffi til sölu. Samkoman hefst kl. 14.00 og allir eru hjartanlega velkomnir á þessa hátíðarsamkomu. Hjálpræði efnamanns Á FRÆÐSLUMORGNI í Hallgríms- kirkju næstkomandi sunnudag, 17. nóvember, kl. 10.00 mun dr. Clar- ence Glad flytja erindi um rit Klem- ensar kirkjuföður frá Alexandríu er nefnist Hjálpræði efnamanns, en ritið kom nýlega út í ritröðinni Lærdómsrit Bókmenntafélagsins í þýðingu dr. Clarensar. Í riti þessu birtir Klemens nú- tímalega umræðu um áhrif gild- islægra viðhorfa til auðs og mun dr. Clarence ræða efni ritsins með skír- skotun til nútímans. Að erindinu loknu, kl. 11.00, er guðsþjónusta með þátttöku ferm- ingarbarna, þar sem séra Sigurður Pálsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt séra Jóni Dalbú Hró- bjartssyni. Að lokinni messu, um kl. 12.30, er foreldrum ferming- arbarna og öðrum sem áhuga hafa boðið að hlýða á erindi Kolbrúnar Baldursdóttur sálfræðings um sam- skipti foreldra og unglinga meðan fermingarbörnin sækja fræðslu- stund. Kvöldguðsþjónusta í Seljakirkju KVÖLDGUÐSÞJÓNUSTA með alt- arisgöngu verður í Seljakirkju kl. 20 sunnudaginn 17. nóvember. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar. Þor- valdur Halldórsson leiðir tónlist. Kirkjukór Seljakirkju syngur undir stjórn Gróu Hreinsdóttur. Verið velkomin. Hjónaklúbbur Digraneskirkju NÆSTA hjónakvöld verður sunnu- dagskvöldið 17. nóvember kl. 20:30. Gestur kvöldsins verður Höskuldur Frímannsson. Efni kvöldsins verð- ur: Tilfinningagreind. Gamla og góða greindin sem mælist á greindarprófum (og var upphaflega hönnuð til að mæla lík- ur á árangri nemenda í prófum) er alls ekki góð vísbending um vel- gengni í lífinu. Mæling tilfinn- ingagreindar gefur mun betri vís- bendingar um þá velgengni. Með tilfinningagreind er átt við annars vegar hversu vel maður er sér meðvitandi um eigin tilfinn- ingar og notar þær til að aðstoða sig í daglegu lífi og hins vegar hversu vel maður skynjar tilfinn- ingar þeirra sem maður umgengst og notar þær vísbendingar til að eiga árangursrík samskipti við þá. Höskuldur Frímannsson hefur mastersgráðu á sviði stjórnunar frá University of Bridgeport í Banda- ríkjunum. Frá útskrift árið 1978 hefur hann unnið bæði sem ráðgjafi fyrirtækja og með einstaklingum að þróun þeirra og úrlausnum vandamála. Þetta er mjög áhugavert efni og hefur verið töluvert í umræðunni seinni árin. Fyrirlesturinn fer fram í nýju kapellunni á neðri hæð. Á eftir er stutt kyrrðarstund í kirkjunni fyrir þá sem vilja og geta. Dagskránni lýkur milli kl. 22 og 22.30. Takið endilega með ykkur gesti. Munið heimasíðu kirkjunnar, www.digraneskirkja.is, og að alltaf er hægt að skrá sig á póstlistann þar eða á astin@vortex.is. Orgelandakt í Hjallakirkju ORGELANDAKT nóvembermán- aðar í Hjallakirkju, Kópavogi, verð- ur nk. sunnudag kl. 17. Að þessu sinni leikur dr. Douglas A. Brotchie, organisti í Háteigskirkju í Reykja- vík, á orgel kirkjunnar. Douglas leikur Prelúdíu í g-moll og sálma- forleik yfir lagið Sá vitnisburðurinn valdi eftir Dietrich Buxtehude, Þrjá sálmforleiki yfir skosk sálmalög eft- ir Robin Orr, sálmforleik yfir Faðir vor, sem á himnum ert eftir Georg Böhm og tvo sálmaforleiki úr Neu- meister-safninu eftir J.S. Bach sem fannst fyrir nokkrum árum. Að end- ingu leikur Douglas tvö verk eftir Jean Langlais. Tónlistarstund þessi varir í ca. 45 mínútur og eru allir hjartanlega velkomnir. Háteigssöfn- uður 50 ára Háteigskirkja í Reykjavík. Ármúla 21 - 108 Reykjavík - Sími 533 2020 www.vatnsvirkinn.is HAUSTTILBOÐ 20-40% afsláttur af hreinlætistækjum, stálvöskum, sturtuklefum, sturtuhurðum, blöndunartækjum, baðáhöldum o.fl. OPIÐ Í DAG KL. 10-16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.