Morgunblaðið - 16.11.2002, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 16.11.2002, Blaðsíða 55
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2002 55 ✝ Guðjón Helga-son fæddist á Hlíðarenda í Fljóts- hlíð hinn 22. mars 1916. Hann lést 4. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Helgi Erlends- son bóndi á Hlíðar- enda, f. 7. janúar 1892, d. 4. júlí 1967, og kona hans, Krist- ín Eyjólfsdóttir frá Hofi í Öræfum í Austur-Skaftafells- sýslu, f. 7. febrúar 1884, d. 8. apríl 1942. Guðjón ólst upp á Hlíð- arenda ásamt systkinum sínum en þau eru: Ingibjörg Svava, f. 31. desember 1912, fyrrverandi húsfreyja, gift Ingvari Þórðar- syni sem er látinn, nú búsett á hjúkrunarheimilinu Lundi á Hellu, og Gunnar, f. 10. apríl 1925, fyrrverandi starfsmanna- stjóri Reykjavíkurborgar, kvænt- ur Sigríði Pálmadóttur, þau búa í Reykjavík. Hinn 3. júní 1943 kvæntist Guð- jón fyrri konu sinni, Sigríði Björnsdóttur frá Rauðnefsstöðum á Rangárvöllum, f. 18. mars 1920, d. 15. júlí 1964, dóttur hjónanna Barn þeirra: e) Pálmi, vélstjóri í Reykjavík, f. 1948. Seinni kona Guðjóns er Þóra Jenný Ágústsdóttir frá Saxhóli á Snæfellsnesi, f. 24. júlí 1932, gift 11. janúar 1969. Þóra er dóttir hjónanna Ágústs Sigurjóns Þór- arinssonar, hreppstjóra á Sax- hóli, og konu hans, Sigurlaugar Sigurgeirsdóttur húsfreyju. Þóra býr nú á dvalarheimilinu Kirkju- hvoli á Hvolsvelli. Þeirra börn eru: f) Ágústa, snyrtifræðingur á Hvolsvelli, f. 1953, gift Guðjóni Guðmundssyni kjötiðnaðarmanni. Börn: Ragnheiður og Þórir. g) Ragnheiður, f. 1954, d. 1974. h) Bergþór, vélvirki á Hvolsvelli, f. 1956, kvæntur Olgu Elísu Guð- mundsdóttur. Börn: Harpa, Bjarmi og Ágúst Þorri. i) Ísleifur Helgi, húsasmíðameistari í Nor- egi, f. 1959, kvæntur Sigrúnu Halldórsdóttur (skilin). Börn: Dagný Helga, Bryndís og María Rebekka. j) Þorsteinn, bóndi á Rauðaskriðum, f. 1961, kvæntur Ingveldi Guðnýju Sveinsdóttur. Börn: Guðjón, Helgi, Sveinn Vík- ingur, Þórný og Guðný Ósk. k) Sigurgeir, jarðverktaki í Reykja- vík, f. 1968, kvæntur Ingibjörgu Ragnheiði Grétarsdóttur. Börn: Sigurlaug Lára og Gunnar Smári. Afkomendur Guðjóns eru nú 50 talsins: 11 börn, 28 barnabörn og 11 barnabarnabörn. Útför Guðjóns fer fram frá Hlíðarendakirkju í Fljótshlíð í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Björns Guðmundsson- ar, bónda á Rauðnefs- stöðum, og Elínar Hjartardóttur frá Kirkjubæ á Rangár- völlum. Þeirra börn eru: a) Hjörtur, starfsmaður Land- græðslu ríkisins, bú- settur á Hellu, f. 1943, kvæntur Sól- veigu Stolzenwald. Börn: Elín og Ragn- hildur Erla. b) Örn Helgi, rafvirki á Hellu, f. 1945, kvænt- ur Unni G. Kristjáns- dóttur (skilin). Börn: María Birna og Guðmunda Sirrý. c) Björn, bóndi og húsasmíðameistari á Syðri-Hömrum 2, f. 1947, kvænt- ur Vigdísi Þorsteinsdóttur. Börn: Sigríður, Þuríður Magnúsína, Þorsteinn Magni og Guðjón. d) Sigurveig, húsmóðir á Laugar- bakka í Húnavatnssýslu, f. 1948, gift Sigfúsi Traustasyni. Börn: Sigríður Helga, Árni, Guðjón, Björn og Sigurður Ellert. Barnsmóðir Sigurveig Ólafs- dóttir frá Syðstu-Mörk, f. 14. júní 1925, dóttir hjónanna Ólafs Ólafs- sonar, bónda í Syðstu-Mörk, og konu hans, Höllu Guðjónsdóttur. Kynslóðir koma, kynslóðir fara. Einn af öðrum hverfa einstaklingar sem fæddir eru við upphaf síðustu aldar. Genginn er mætur merkis- maður, Guðjón Helgason frá Hlíð- arenda í Fljótshlíð í Rangárþingi eystra. Guðjón ólst upp við hefðbundin sveitastörf og var snemma atorku- samur og hugmikill. Hann fór fljót- lega að stunda aðra vinnu með bú- störfunum til að afla heimilinu tekna, meðal annars á vertíð til Vestmannaeyja aðeins sextán ára gamall. Guðjón naut hefðbundinnar skólamenntunar þess tíma en auk þess stundaði hann nám við Íþróttaskólann í Haukadal veturinn 1930 og kunni margar skemmtileg- ar sögur þaðan. Guðjón var mikill athafna- og hugsjónamaður, framsækinn og ósérhlífinn til vinnu, en þó ljúfur og dreyminn náttúruunnandi. Hann hafði yndi af veiðiskap og ferðum um óbyggðir landsins, en fyrst og fremst var hann bóndi sem ræktaði jörðina sem hann unni. Snemma á æviskeiðinu kom fram hæfileiki hans til að yrkja og orti hann margt kvæða í gegn um tíðina og hefur gefið út tvær ljóðabækur. Ljóðin eru hugljúf og næm og sýna glöggt þær tilfinningar sem hann bar til alls er lifir og til náttúrunnar. Það var eins og ljóðin kæmu af sjálfum sér og hann hripaði þau niður á miða og stakk í vasa sinn eða þeirra sem hann mætti. Ekki fæ ég blund á brá, bara verð að skrifa. Það er alltaf einhver þrá inni í mér að tifa. Eitt sinn er Guðjón var ungur maður á ferð á reiðhjóli neðan úr Landeyjum lagðist hann til svefns niðri á aurunum. Við sólarupprás vaknaði hann á hólma þeim er Hallshólmi nefnist og hreifst svo af víðáttu landsins og fegurð að hann hét því að þarna skyldi hann síðar búa. Guðjón hóf búskap á Hlíðarenda 1942. Árið 1945 rættist draumur hans og hann byggði býlið Rauða- skriður á Hallshólmanum, eftir ör- nefni úr Njálu. Árið 1948 flyst Guðjón ásamt fjölskyldu sinni að Haugum í Stafholtstungum í Borgarfirði. Á næstu árum býr hann víða, í Staf- holti í Borgarfirði 1949–53, Hólum í Biskupstungum 1953–58, Hrauni í Grímsnesi 1958–60 og Mosfelli í Grímsnesi 1960–63. Árið 1963 flutt- ist hann síðan aftur að Rauða- skriðum ásamt seinni konu sinni. Guðjón bjó myndarbúi á Rauða- skriðum til 1983 er hann hætti bú- skap vegna heilsubrests og fluttist að Hellu, síðar á dvalarheimilið Kirkjuhvol á Hvolsvelli en andaðist á hjúkrunarheimilinu Lundi á Hellu þar sem hann dvaldi síðasta miss- erið. Guðjón var alltaf hress og kátur eins og heilsan leyfði og sagði skemmtilegar sögur frá fyrri tíð, sem gaman var að hlusta á. Frá- sagnirnar skreytti hann með vísum og kvæðum frá sjálfum sér eða öðr- um. Þá var hann mikill söngmaður og hafði sterka og mikla rödd sem hann notaði óspart og til er á hljóm- plötu. Hann kunni ógrynni laga og tók alltaf vel undir á mannamótum. Við viljum kveðja Guðjón með stöku sem hann orti sjálfur í þeirri trú og vissu að hann syngi nú með hinum englunum á himnunum. Ég syng og fagna frelsis degi, ég syng á meðan róm ég hef, ég syng nú frjáls á sólar vegi, ég syng á meðan lífs ég er. Við sendum öllum aðstandendum hlýja strauma og kveðjur í minning- unni um afa hetju. Ingveldur og börn. Tengdafaðir minn, Guðjón Helga- son, er látinn. Mig langar að senda mína hinstu kveðju og þakkir fyrir okkur, fjölskylduna á Syðri-Hömr- um, með ljóði sem Guðjón orti sjálf- ur um Fljótshlíðina sem var honum svo kær. Ég lít þig í anda mín ljósgræna hlíð með lífsangan blóma, hve þín kvöld voru blíð og í faðmi þér friðsælt að sofa. Og vakna svo alsæll við yljandi sól allt sem að syngur var komið á ról og blómin með fagnandi faðma. Þá lífið var fagurt hver laut var mér kær, hver laufkrónu þytur og hásumars blær faðmandi fósturlands lendur. (Guðjón Helgason.) Ég sendi innilegar samúðarkveðj- ur til allra aðstandenda. Guð blessi minningu Guðjóns Helgasonar. Hvíli hann í friði. Vigdís Þorsteinsdóttir. Afi okkar og tengdafaðir Guðjón Helgason er genginn. Það er mikill söknuður í hjörtum okkar. Við huggum okkur við, að nú líður hon- um vel. Guðjón var allgott skáld og gaf út tvær ljóðabækur. Hann hafði gam- an af söng og margar góðar sögur kunni hann. Allt varð þetta til að létta lund þeirra sem næstir honum stóðu. Oftast var grunnt á gamansem- inni eins og margar vísur hans bera með sér. Að leiðarlokum viljum við senda öllum aðstandendum samúðar- kveðjur með þessari fallegu stöku Guðjóns sem hann nefndi „Eilífð- in“: Mundu það sonur þó sólin sé sest og söngvarnir þagni að kveldi, þá rís hún að morgni fögur og frjáls og fer um sitt sköpunarveldi. Olga Elísa Guðmundsdóttir, Harpa, Bjarmi og Ágúst Þorri Bergþórsbörn. Mig langar að kveðja þig með þessum sálmi, afi minn: Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (V. Briem.) Þín Elín Hjartardóttir. Við fráfall bróður míns koma upp í huga mínum ljúfar minningar frá liðnum dögum, er við nutum saman allt frá æsku til efri ára. Þessar minningar varpa birtu á lífið og trú manna á kærleika og vináttu í gegnum lífið. Við ólumst upp á yndislegu heim- ili undir handleiðslu ástríkra for- eldra sem allt vildu fyrir okkur gera, en það kom í hlut Guðjóns sem eldri bróður að kynna mér ýmsa hluti, svo sem hestamennsku, hjólreiðar og fleira, að ég tali nú ekki um fjallgöngur, sem við báðir höfðum yndi af. Ég minnist ennþá margra þessara ferða, svo sem á Þríhyrning, Tindfjöll og Eyjafjalla- jökul, en þangað gengum við, en ég þá að vísu kominn af æsku skeiði. Útsýnið þaðan jafnaðist ekki við neitt sem ég hafði áður séð enda veðrið dýrlegt. Það sannar manni að til er himnaríki á jörðu. Guðjón var sérstaklega góður verkmaður og má segja að allt hafi leikið í höndum hans og átti þetta ekki síst við um þær vélar og tæki sem hann hafði undir höndum. Hann var einn af þeim mönnum, sem á þessum tíma keyptu afkasta- miklar jarðvinnsluvélar, og vann hann á þeim víða um sýsluna. Guðjón var sérstaklega góður söngmaður og söng í mörgum kór- um, bæði í kirkjum og á samkom- um. Það var tekið eftir því er hann var við vinnu sína við jarðvinnslu að hann söng svo hátt og snjallt að oft heyrðist milli bæja. Guðjón var ljóðelskur mjög og skáld gott. Hann og börn hans hafa gefið út tvær ljóðabækur, sem bæði í hugs- un og máli sýna skýra hugsun varð- andi lífið og tilveruna og ást hans á náttúru landsins. Guðjón unni átthögum sínum alla tíð og hugur hans tengdur minn- ingum þaðan. Í kvæðabók hans er kveðið um Fljótshlíðina og hljóðar fyrsta erindið svo: Ég lít þig í anda, mín ljósgræna hlíð, með lífsangan blóma, hve þín kvöld voru blíð og í faðmi þér friðsælt að sofa. Í þann faðm verður hann nú lagður til hinstu hvíldar. Ég og fjöl- skylda mín sendum fjölskyldu Guð- jóns hjartanlegar samúðarkveðjur og biðjum Guð að blessa og styrkja þau á ókomnum árum. Gunnar. GUÐJÓN HELGASON ✝ HólmfríðurMagnúsdóttir fæddist á Hofi í Kirkjubólsdal við Dýrafjörð 30. októ- ber 1910. Hún lést á sjúkrahúsi Stykkis- hólms 12. nóvember síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru hjón- in Jónína Þuríður Benónýsdóttir, f. 31.12. 1883, d. 2.8. 1971, ættuð úr Arn- arfirði og Magnús Helgason, bóndi á Hofi, f. 20.2. 1872, d. 11.8. 1921, ættaður úr Dýrafirði. Hólmfríður var fimmta í röð 10 systkina sem nú eru öll látin. Þau eru Helgi Jón, f. 17.9. 1904, d. 8.7. 1982; Ágústa, f. 16.8. 1906, d. 23.6. 1977; Kristín, f. 11.2. 1907, d. 8.7. 1931; Þorvaldína, f. 3.10. 1909, d. 28.10. 1960; Hólmfríður sem hér er minnst; Elísabet, f. 21.4. 1912, d. 18.10. 1984; Ingi- björg, f. 7.6. 1914, d. 9.11. 1968; Jónína Kristín, f. 14.4. 1916, d. 6.11. 1982; Evert Kristinn, f. 22.11. 1918, d. 3.6. 1946; og Ben- óný, f. 10.1. 1921, d. 9.10. 1997. Hólmfríður giftist 27. október 1939 Kristjáni Sigurðs- syni vélstjóra, f. 22.11. 1907, d. 10.1. 1983. Foreldrar hans voru þau Sig- urður Ágúst Krist- jánsson og Margrét Skúladóttir ættuð úr Breiðafjarðareyjum. Hólmfríður og Kristján eignuðust þrjú börn, Sigurð Ágúst f. 28. 12. 1941, Magnús, f. 29.9. 1943, og Láru, f. 16.2. 1948. Barnabörnin eru 11 og barnabarnabörnin 14. Móðir Hólmfríðar hélt búi í tæp tvö ár eftir lát manns síns, en flutti þá að Vegamótum á Þing- eyri og þar bjó Hólmfríður til 15 ára aldurs er hún fluttist til Reykjavíkur. 1938 fluttist hún til Stykkishólms þar sem hún kynn- ist eiginmanni sínum. Hólmfríður og Kristján bjuggu allan sinn bú- skap í Stykkishólmi. Útför Hólmfríðar verður gerð frá Stykkishólmskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Það var alltaf stutt í hláturinn hjá Fríðu. Hún var hluti af lífi mínu í 30 ár, eða frá því ég kynntist dótt- ur hennar Láru, og mörg þessara ára bjó hún hjá okkur í London og var reyndar meira sem móðir, í reynd álfadrottningin (The Fairy Godmother) frekar en amma fyrir börnin okkar. Kenndi þeim hann- yrðir, íslensku og allt um Ísland og vafði þau ástúð og umhyggju. Hún var bjartsýn og gladdist yfir litlu, við að flytja til húsgögnin og punta var hún í sjöunda himni og eins og ég sagði áður, það var alltaf stutt í hláturinn og glensið. Ég sagði alltaf að hún hefði átt að verða skemmtikraftur því hún hafði unun af að fara í hina ýmsu búninga og sprella til að gleðja og létta lundir annarra. Hennar verður saknað meir en orð fái lýst, en þar sem hún gaf meir en hún tók mun hún að eilífu lifa með okkur. Bless elsku Fríða. Þinn tengdasonur Duncan Gillies. Hún Fríða amma er látin 92 ára að aldri. Efst í huga mér er þakk- læti fyrir það sem hún var mér og mínum. Það var alltaf jafn gott að koma til hennar og hlusta á hana segjasögur frá sínum uppvaxtarár- um og fólkinu sem hún var sam- ferða. Svo var amma alltaf að föndra eitthvað fallegt og alltaf eitthvað nýtt að sjá. Það liggja eftir hana mörg listaverk og skemmti- legast var að hlusta á hana gera grín að fígúrunum sem hún var bú- in að mála á steinana, „sjáðu þenn- an“ sagði hún og hló svo að útlitinu á þeim. Steinarnir sem hún málaði á og svo dúkkurnar eftir hana sem barnabarnabörnunum finnst vera flottari en allt annað er mikill fjár- sjóður í okkar huga. Allt þetta tengist minningum um elsku ömmu mína sem var svo kát og spræk, og gaman að sprella með og hlæja. Amma var alltaf svo dugleg við að ferðast og fór margoft til dóttur sinnar sem býr erlendis og ferð- uðust þær þá mikið saman til ann- arra landa og hafði hún gaman af að minnast þeirra stunda. Amma dvaldist hjá henni í lengri og skemmri tíma, lengst samfleytt í tvö ár eftir andlát afa sem lést 10. janúar 1983. Nú hefur Stjáni afi tekið á móti ömmu og hvíla þau nú í guðs faðmi. Minninguna um þessi yndislegu hjón geymum við í hjört- um okkar. Guð verndi þau og blessi. Gerður Hrund Sigurðardóttir. Nú er Fríða frænka mín komin á æðra tilverustig. Með þessum fátæklegu línum langar mig að votta kærri frænku virðingu mína og þakka þá miklu gæsku og trygglyndi sem hún sýndi mér og fjölskyldu minni alla tíð. Hvíl nú í guðsfriði, gullið míns hjarta. Gröfin þín bíður. Ég vil eigi kvarta. Þó titrandi finnist mér taugarnar slitna og tárin á brennandi kinnunum hitna, það er ekki’ um of fyrir þig. Svo kveð ég þig síðast með kossi í anda og kærleika endurtek bandi í handa, þakka þá blómstráðu braut, sem er gengin og blessaðan hópinn sem laun okkar fengin, þær stoðir, sem styrkja mig best. (Halla Eyjólfsdóttir.) Guð blessi minningu Hólmfríðar Magnúsdóttur. Kristín Finndís. HÓLMFRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.