Morgunblaðið - 16.11.2002, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 16.11.2002, Blaðsíða 54
UMRÆÐAN 54 LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Prófkjör Prófkjör stjórnmálaflokkanna vegna þingkosninganna í maímánuði nk. fara fram í vetur. Af því tilefni birtir Morgunblaðið greinar fram- bjóðenda og stuðningsmanna. Þær er einnig hægt að nálgast undir liðnum prófkjör á forsíðu mbl.is. ENGINN vafi er á því að Íslend- ingar hafa að jafnaði verið farsælir í ákvörðunum sínum um tengsl þjóðarinnar við umheiminn. Sagan sýnir að við höfum yfirleitt tekið skynsamlegar ákvarðanir þegar mikið hefur legið við um heill þjóð- arinnar. Þetta á bæði við um val á bandamönnum í öryggismálum og efnahagsmálum. Til marks um þetta má nefna aðildina að NATO, EFTA og EES. Voru þessar ákvarðanir þó mjög umdeildar á sínum tíma. Ísland í alþjóðlegu umhverfi Einnig höfum við, oft frá byrjun, tekið þátt í störfum fjölmargra mikilvægra alþjóðastofnana. Í því sambandi nægir að nefna Samein- uðu þjóðirnar, Alþjóðaviðskipta- stofnunina og fyrirrennara hennar, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Al- þjóðabankann. Þessi tengsl okkar við umheiminn og þau viðhorf landsmanna sem liggja þeim að baki hafa verið þjóðinni heilla- drjúg. Tímasetningar um samstarf og samvinnu af þessu tagi hafa jafnframt oftast verið skynsamleg- ar. Það er ekki nóg að taka réttar ákvarðanir, það þarf einnig að taka þær á réttum tíma. Þessar ákvarðanir um tengsl við umheiminn hafa lagt mikið af mörkum til þess hagvaxtarárang- urs sem náðst hefur hér á landi á síðustu hundrað árum. Lítið opið hagkerfi eins og hið íslenska hefði aldrei náð að þróast frá fátækt til velmegunar á við það sem best þekkist annars staðar, ef ekki hefði verið vel að málum staðið í þessum efnum. Þessi samþætting við al- þjóðlegt umhverfi er því ein af mikilvægustu undirstoðum lífs- kjara á Íslandi. Tengslin við ESB geta ráðið lífskjörum Það fer ekki á milli mála að tengslin og tilhögun samskipta við önnur ríki munu áfram ráða miklu um þjóðarhag. Mikilvæg verkefni eru fram undan að því er þetta efni varðar. Þar stendur eitt upp úr og það er afstaðan til ESB. Enginn velkist í vafa um að tengslin við ESB geta ráðið miklu um hvernig það verður að búa á Íslandi í fram- tíðinni. Því þarf að vanda vel til verka við undirbúning ákvarðana um aðildarviðræður, hvort og hve- nær þær eiga að hefjast. Breytingarnar sem blasa við í Evrópu með fjölgun aðildarríkja ESB og aukinni útbreiðslu evrunn- ar geta haft gríðarlega mikil áhrif á Íslandi. Fyrir vikið skiptir meg- inmáli að ákvarðanir okkar í þessu efni verði byggðar á traustum og vönduðum grunni, bæði að því er varðar efni og tímasetningar. Við þurfum því að vinna heimavinnuna okkar betur en við höfum gert að þessu leyti til að tryggja að ákvarðanir okkar um að vera eða vera ekki í Evrópusambandinu verði jafnfarsæl og flestar stór- ákvarðanir í utanríkismálum hafa verið á síðustu hundrað árum. Að vera eða vera ekki í Evrópusambandinu Eftir Láru Margréti Ragnarsdóttur „Enginn velkist í vafa um að tengslin við ESB geta ráðið miklu um hvernig það verður að búa á Ís- landi í framtíðnni.“ Höfundur er alþingismaður. MIKIL umræða hefur farið fram um hátt verðlag hérlendis undanfarið. Eina af orsökunum er að finna í þeim háu tollum, vöru- og aðflutningsgjöldum sem lögð eru á innfluttar vörur. Tollar leggjast á flestar nauðsynjavörur, líkt og mat og fatnað. Gjöldin leggjast að auki enn þyngra á ónauðsynjar á borð við sælgæti en með því er ríkið væntanlega að sýna vanþóknun á sælgætisáti. Öll þessi gjöld eiga það sameiginlegt að vera falin hinum almenna neyt- anda þar sem kaupandinn gerir sér sjaldnast grein fyrir upphæð tollsins. Tollar eru neyslustýringartæki Fyrir áratug opnaðist Ísland þannig að loks gafst tækifæri til að stunda frjálsa verslun og viðskipti við önnur lönd. Háir tollar eru þó enn staðreynd en þeir leggjast á verð varnings. Vandinn er ekki að- eins sá að allt verður dýrara í inn- kaupum því um leið er fólki gert illmögulegt að skilja á milli kostn- aðarverðs, flutningskostnaðar, álagningar og tolla. Af þessu öllu er reiknaður virðisaukaskattur sem leggst ofan á allt vöruverð. Verðskyn neytenda veikist sem gerir samkeppni erfiðari. Tollarnir koma svo harðast niður á þeim sem eyða stórum hluta tekna sinn í nauðsynjavörur. Tollar eru neyslustýringartæki. Annars vegar sem verndartollar svo landsmenn kaupi innlenda framleiðslu og er þannig lagður 30% tollur á innfluttan ost auk magnstolls. Hins vegar eru tollar notaðir til þess að beina okkur frá óhollustu eins og t.d. gosdrykkjum en þeir bera 20% toll. Tollar eru notaðir til að fjár- magna samneysluna, með t.d. 15% tolli á allan fatnað og skófatnað. Ríkið leggur líka á sérstaka tolla sem varið er í einstök verkefni, t.d vegagerð. Mikið framfaraspor var stigið með auknu frelsi í innflutn- ingi. Til þess að frelsið skili sér þarf hins vegar að tryggja að álög- ur séu ekki svo háar að fáir hafi efni á vörunum. Leggja skal af alla tolla Tillaga mín er að allir tollar, vöru- og aðflutningsgjöld á inn- fluttar vörur verði lögð niður. Þótt hér sé um að ræða nokkuð háan tekjulið má það ekki leiða til skattahækkunar. Í fjármálafrum- varpi ársins 2002 kemur fram að ríkið innheimtir rúma 18 milljarða króna af vörum sem koma til landsins að meðtöldum bensín- gjöldum. Niðurfelling beinna rík- isstyrkja til landbúnaðarmála kæmi til móts við tekjutap rík- issjóðs. Einnig mætti skera niður hluta af nýfjárfestingum í vega- og hafnargerð. Gæta verður þess að hrinda breytingum í framkvæmd á nokkrum árum þannig að aðlög- unartími sé fyrir hendi. Niðurstað- an yrði einfaldara skattkerfi og lægri heildarskattar, sérstaklega fyrir þá tekjulægri, en kæmi öllum vel með lægra vöruverði. Tollar eru tíma- skekkja Eftir Guðrúnu Ingu Ingólfsdóttur Höfundur er hagfræðingur og býður sig fram í 9. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. „Tillaga mín er að allir tollar, vöru- gjöld og að- flutnings- gjöld á innfluttar vörur verði lögð niður.“ HEFÐBUNDIN stjórnmál snú- ast alla jafna um það hvaða hlutverki ríkisvaldið eigi að gegna í samfélag- inu. Þeir eru til sem telja að ríkinu sá fátt ef nokkuð óviðkomandi meðan aðrir telja að ríkisvaldinu eigi að vera þröngt sniðinn stakkurinn. Það hefur verið gæfa Íslendinga að und- anfarinn áratug eða svo hafa setið hér við völd ríkisstjórnir undir for- ystu Sjálfstæðisflokksins, sem frek- ar hafa tekið mið af hugmyndum hinna síðarnefndu. Með smáum en öruggum skrefum hefur þjóðlífið verið losað úr krumlu ríkisvaldsins og einstaklingsframtakið fengið að blómstra. Mikilvægasta hlutverk ríkisvaldsins En þó að sagan og heilbrigð skyn- semi færi mönnum heim sanninn um nauðsyn og gagnsemi þess að rík- isvaldið haldi sig til hlés á flestum sviðum er ekki þar með sagt að hlut- verk ríkisins eigi ekkert að vera. Ríkið hefur einu mjög mikilvægu hlutverki að gegna; að tryggja ör- yggi borgaranna. Þetta er frum- skylda ríkisins og tilverugrundvöllur ríkisvaldsins sjálfs. Refsipólitík á fullt erindi í þjóðmálaumræðuna Þegar ég setti fram helstu stefnu- mál mín vegna prófkjörs sjálfstæð- ismanna í Reykjavík vakti athygli margra að ég skyldi setja hertar refsingar fyrir ofbeldis- og kynferð- isglæpi á oddinn. Einhverjum kann að þykja nýstárlegt að stjórnmála- menn skuli hafa skoðanir á því hvernig refsivörslunni skuli háttað, en refsipólitík á að mínu mati fullt erindi í þjóðmálaumræðuna. Enda hefur komið á daginn að hvarvetna sem ég hef sett fram mín sjónarmið í þessu máli hafa viðbrögðin ekki látið á sér standa. Löggjafinn sendi skýrari skilaboð Vægir dómar í ofbeldis- og nauðg- unarmálum eru ekkert náttúrulög- mál og það er á valdi löggjafans að leggja línurnar í þessum efnum. Dómstólar eru njörvaðir niður í ára- langa túlkun sína á núgildandi ákvæðum hegningarlaga og bann við afturvirkni refsiákvæða kemur í veg fyrir að þeir geti hert refsingar í þessum málum upp á eigin spýtur. Til þess þarf löggjafinn í raun að leysa dómstólana úr viðjum eigin dómafordæmis og það verður ein- ungis gert með gagngerum breyt- ingum á viðkomandi ákvæðum í al- mennum hegningarlögum. Eins og að framan greinir hefur margt verið fært til betri vegar í ís- lensku þjóðlífi síðastliðinn áratug. Enn er þó verk að vinna á ýmsum sviðum og að mínu viti er hvað mest aðkallandi að öryggi borgaranna verði að fullu tryggt og að réttlát við- urlög bíði ofbeldis- og kynferðis- brotamanna. Krafa um réttlát viðurlög Eftir Soffíu Kristínu Þórðardóttur Höfundur er hugbúnaðarsérfræð- ingur og sækist eftir 8. sæti í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík. „Löggjafinn þarf að leysa dómstólana úr viðjum eigin dóma- fordæmis.“ UNGA fólkið í Sjálfstæð- isflokknum lætur ekki sitt eftir liggja í kosningum. Það berst eins og ljón að sigri flokksins. Ung- liðahreyfingin hefur reynst óþrjótandi uppspretta nýrra hugmynda og fersk- leika og ekki að ófyr- irsynju nefnd sam- viska flokksins. Til að efla okkur frekari baráttuanda og leiða fram þau áherslumál sem fyrst og fremst brenna á ungu fólki viljum við sjá ungliða í öruggt sæti. Baráttan fyrir einstaklings- og athafnafrelsi, skattalækkunum og minni ríkisum- svifum eru mál okkar allra. Fáum er betur treystandi til þess að vinna þeim framgang en kraftmikill og ung- ur einstaklingur eins og Sigurður Kári Kristjánsson fyrverandi formað- ur SUS. Sigurður Kári er verðugur fulltrúi okkar á Alþingi, ungra sem aldinna. Hann sækist eftir stuðningi í 7. sætið í komandi prófkjöri, veitum honum brautargengi í það sæti. Ferska vinda um sali Alþingis Andrés Andrésson, stjórnarmaður í Sam- bandi ungra sjálfstæðismanna, skrifar: SÓLVEIG Pétursdóttir dóms- málaráðherra sækist eftir þriðja sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík sem hald- ið verður dagana 22. og 23. nóvember nk. Sólveig var vara- þingmaður frá 1987, en hefur setið á Al- þingi óslitið síðan 1991. Hún var skip- uð dómsmálaráðherra í þriðja ráðu- neyti Davíðs Oddssonar sem tók við völdum 1999. Sólveig er atorkumikill stjórnmálamaður sem hefur tekið á umfangsmiklum verkefnum ráðu- neytis síns af festu og dugnaði. Í ráð- herratíð hennar hefur grenndar-, fíkniefna- og umferðarlöggæsla ver- ið efld til mikilla muna, réttarstaða brotaþola hefur verið bætt, refs- ingar við fíkniefnabrotum þyngdar, nýtt frumvarp til barnalaga hefur verið lagt fram, aðgerðir gegn man- sali og vændi hafa verið auknar, og gegn kynferðisofbeldi gegn börnum. Hér er einungis tæpt á örfáum mála- flokkum ráðuneytis Sólveigar en einkennandi fyrir starf hennar er eljusemi og eftirfylgni. Tryggjum Sólveigu þriðja sæti á lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík! Sólveigu í 3. sæti Ellen Ingvadóttir, löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi, skrifar: HANN þyrfti ekki að ætla sér langan tíma sá maður sem hygðist telja upp þá forystumenn sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefði í sínum röðum og tækju Birni Bjarnasyni fram að ágæti. Í áratug hefur Björn verið einn at- kvæðamesti og ráða- bezti forystumaður okkar reykvískra sjálfstæðismanna og verðskuldað ríkulega það traust sem honum hefur verið sýnt. Björn er forystumaður af þeirri gerð sem enginn stjórnmálaflokkur má vera án, ef hann ætlar sér að verða til nokkurs verulegs gagns. Hann er vel heima í öllu því sem máli skiptir og ódeigur að berjast fyrir sannfær- ingu sinni án þess að horfa með öllu fram hjá raunveruleikanum og við- horfum annarra. Þá lætur Björn sér ekki nægja að heyja þær orrustur sem að honum sjálfum snúa, hann hikar aldrei við að koma samherjum sínum til hjálpar í baráttu dagsins enda hefur það fyrir löngu orðið til marks um sjaldgæfa dómgreind ís- lenzkra vinstrimanna að Björn Bjarnason óttast þeir og virða meira en andstæðinga sína flesta. Í próf- kjörinu eftir viku gefur Björn kost á sér til þriðja sætis. Okkur sem höf- um fylgzt með störfum hans und- anfarin ár má vera ljúft að styðja hann hátt og snjallt. Forystumaður Þorsteinn Davíðsson lögfræðingur skrifar: ÉG kynntist Stefaníu Ósk- arsdóttur þegar hún var 12 ára gömul. Hún var þá þegar mikill málsvari sjálfstæð- isstefnunnar og tal- aði oft af hita gegn hvers konar hafta- stefnu sem þá var enn við lýði á Ís- landi. Stefanía hefur ekki slegið af síðan og unnið ötullega að málefnum flokksins. Stefanía er doktor í stjórnmálafræði og er sérfræðingur í að miðla um flókin stjórnmál. Ég er ekki í vafa um að þessi kunnátta hennar muni reynast ómetanleg í þingstarfi. Stefanía gefur kost á sér í 6. sæti listans í Reykjavík. Hún hefur sýnt í verki að hún er öflugur sjálf- stæðismaður með því að gegna ýmsum mikilvægum störfum í flokknum. Helstu einkenni hennar eru mikil ósérhlífni og sterk rétt- lætistilfinning sem endurspeglast í starfi hennar fyrir Sjálfstæðisflokk- inn. Stefanía er ábyrgur kostur og hvet ég flokksmenn til að setja hana í öruggt sæti á framboðslista í næstu alþingiskosningum. Stefanía Óskarsdóttir – ábyrgur stjórn- málamaður Anna Birna Almarsdóttir, dósent við lyfjafræðideild Háskóla Íslands, skrifar:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.