Morgunblaðið - 16.11.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.11.2002, Blaðsíða 35
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2002 35 MEÐALVERÐ á grænmeti hef- ur lækkað um 33–66% sam- kvæmt nýjustu verðkönnun Samkeppnisstofnunar. Könn- unin var gerð 7. nóvember síð- astliðinn. Meðalverð á öllum tegundum ávaxta hefur lækkað í verslunum frá því 8. febrúar, er fyrsta verðkönnun Sam- keppnisstofnunar var gerð, og á flestum tegundum af græn- meti. „Sem dæmi um grænmet- istegundir sem hafa lækkað í verði má nefna íslenska og inn- flutta agúrku, ísbergssalat, papriku (allir litir), blómkál, ís- lenska tómata og blað- og rauð- lauk sem og spergilkál og sell- erí,“ segir Samkeppnisstofnun. Hærra meðalverð á sumum grænmetistegundum Meðalverð á nokkrum græn- metistegundum hefur þó hækk- að á umræddu tímabilin, mest skalottulaukur, gulrófur, perlu- laukur og rauðar kartöflur, eins og sjá má í meðfylgjandi töflu. Sýnir hún verðþróun á nokkrum algengum grænmet- istegundum á fyrrgreindu tímabili. Fyrsta verðkönnun stofnunarinnar var gerð fyrir afnám og lækkun tolla í 11 matvöruverslunum á höf- uðborgarsvæðinu og er það meðalverð lagt til grundvallar í samanburðinum.                                                                !   "   "  " " $ % % $ %  & '  % '   & (#  )  * + %# !  %# ,       &   % -%# - ."    /% % /&  /&    /&    /&    /&    %# ( "0     ( %  (  1      %    %   %   %     1 !   ! !%   !  ! ! 234/% !  % /&  -    5 06  78/%  ! "    9:: 22; 293 24; 9:; 24; 9<4 9=3 >2: 2;4 >=4 229 3>4 9=> 2>: 9=< 9?;32 34> ;<= 34> 399 ;9< @<< 2=@ ;23 ;<2 3;= 2>3 3<@ 2;4 92; >>@ 9@< @> 344 9=2 9>< 22< 9;4 2>: >4> 29: @> 2>@ ;3: 34> ;>2 3>2 >=9 >4@ 24@ >@3 ;92 >4= 939 @@3 ==< @9> =@2 2<2 2=<                                                                                                            :3 9;3 94< << :< 9>< <= =< 9=< <3 9:< <3 ><< 99< << 94< :=4 2@< 2<< 2<< 92< 92< 9;< 9;< 2>< 29< 2:< 9>4 2@< 223 99< 9>= =< ;3 9>< << :< 92< 9;< 92< 9=< 9@< 2< 92< 9>< 93< 9:< 9:< 23< << :< 22< 93< 29< 9>> 3;< :9@ >:< ;:< 23< 2;<                                                                     #      $   %                                                                                                                                                                                                                                                                   Meðalverð grænmetis lækkaði um 33–66% SEX ungir menn í eignar-haldsfélaginu Móðir mín ehf. hafa opnað bar við Stjörnu- torg í Kringlunni sem selur heilsudrykki úr ávöxtum og skyri. Bar félaganna nefnist Booztbar, enda er drykkjum þeirra ætlað að efla og styrkja líkamann í dagsins önn, samanber enska hugtak- ið boost. Logi Unnarson Jónsson, einn sexmenning- anna, segir þá alla hafa áhuga á heilsu og kveðst sjálfur hafa innbyrt mikið af næringar- drykkjum í gegnum tíðina, sem síðan hafi orðið kveikjan að þessari viðskiptahugmynd. Uppistaðan í drykkjunum er ávextir og skyr sem hrært er upp með ísmolum og segir Logi Booztbarinn skera sig úr er- lendum börum með ferska drykki að því leyti að ekki er notað jógúrt. „Skyr er alíslensk fæða og hug- myndin og hönnunin er íslensk líka,“ segir hann. Félagarnir koma úr ýmsum starfsgreinum og sjá sjálfir um hönnun, auglýsinga- og textagerð, fjárhagsáætlanir og þess háttar og segir Logi á döfinni að opna þrjá Booztbari hérlendis. Einnig stendur til að framleiða heilsufæði undir merkjum Boozt og selja í matvöru- verslunum. „Meginhugmynd okkar er að opna matsölustaði þar sem fólki er gert kleift að nálgast hollan skyndibita, til mótvægis við ríkjandi skyndibita- menningu,“ segir hann. Á Booztbarnum er einnig hægt að fá ferskan, nýkreistan ávaxtasafa og smurt heilsubrauð frá Grímsbakaríi. Á matseðlinum eru sem stendur uppskriftir að átta skyrdrykkjum en þeir sem vilja geta sjálfir valið hvaða ávöxtum er blandað saman við. Hrá- efnið er fjórar gerðir af skyri.is, fjöl- breytt úrval ávaxta og engifer. Einn- ig er hægt að fá kreistan safa úr ýmsum grænmetistegundum. „Skyrdrykkirnir eru gerðir úr uppskriftum sem við höfum þróað sjálfir með okkar helsta bakhjarli, Mjólkursamsölunni, þar sem leitast er við að tryggja mikið næringar- gildi. Miðstærð af skyrdrykk inni- heldur 310-320 hitaeiningar og er í raun og veru á við fulla máltíð,“ segir Logi Unnarson Jónsson að endingu. „Meginhugmyndin er að opna matsölustaði þar sem fólk getur nálgast hollan skyndi- bita,“ segir talsmaður Booztbarsins. Efla og styrkja með ávöxtum og skyri Booztbarinn opnaður í Kringlunni Morgunblaðið/Jim Smart AUSTURBAKKI hf. hefur í sam- vinnu við markaðsgæsludeild Löggildingarstofu innkallað Nike- hlífðarhanska af gerðinni Boarding Mitten, þar sem klemma getur losnað af þeim og valdið köfnunar- hættu hjá yngri börnum. Um er að ræða dökkbláa barnahanska með endurskinsrönd sem hægt er að opna í lófanum. Verið er, samkvæmt upplýsing- um frá Nike-fyrirtækinu, að inn- kalla hanska af þessari gerð úti um allan heim, segir í tilkynningu frá Löggildingarstofu. Tekið er fram að engin slys hafi orðið af notkun hanskanna. „Nike-búðin við Laugaveg 6 í Reykjavík seldi nokkur pör af hönskunum á tímabilinu ágúst til september 2002. Hanskarnir hafa verið teknir úr sölu hérlendis og er kaupendum vinsamlega bent á að hafa samband við Austurbakka í síma 563 4000 eða markaðs- gæsludeild Löggildingarstofu í síma 510 1100,“ segir í tilkynningu Löggildingarstofu. Hvetja Austurbakki hf. og Nike kaupendur ofangreindra hanska til þess að fjarlægja klemmuna eða hafa samband við ofangreinda aðila. Klemma getur losnað af þessum hönskum og valdið köfnunarhættu hjá yngri börnum. Nike-hanskar innkallaðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.