Morgunblaðið - 16.11.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.11.2002, Blaðsíða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2002 31 Byggingaraðili: Hrauntún ehf. Upplýsingar í símum 896 1606 og 557 7060 3ja og 4ra herb. íbúðir á góðum stað við Hamravík. Vel skipulagð- ar með fallegu útsýni. Þessi íbúð er dæmi um 4ra herb. íbúð sem hentar vel fyrir fólk sem er að minnka við sig þar sem hægt er að hafa stofu allt að 45 fm. Víkurhverfi 3ja og 4ra herb. íbúðir KRISTINN Sigmundsson syngur í Meistara- söngvurunum frá Nürnberg í Konunglegu óp- erunni í Covent Garden um þessar mundir. Frumsýning var á þriðjudag, og í gærkvöldi söng hann aðra sýningu. Í dag er hann hins vegar á leiðinni til Íslands til að syngja hlut- verk Don Basilios í Rakaranum í Sevilla í Ís- lensku óperunni. Áður en hann heldur utan, til að syngja í þriðju sýningu á Meistarasöngv- urunum, ætlar hann þó að bæta um betur og halda tónleika með Jónasi Ingimundarsyni í Salnum á mánudagskvöldið. Á dögunum hélt hann svo masterklassnámskeið fyrir íslenska söngnemendur í London. Það sem eftir lifir mánaðarins verður hann í háloftunum í ferðum milli Íslands og Englands; lendir til að syngja sitt á hvað í musterum sönglistarinnar, Covent Garden og Gamla bíói. En hvernig gekk frum- sýningin á Meistarasöngvurnum? „Það gekk mjög vel, og það var mikil og al- menn ánægja í salnum.“ Í dag er Kristinn svo á leiðinni heim, til að syngja hlutverk sem hann hefur margsinnis tekist á hendur. „Ég er búinn að syngja Don Basilio út um allt, í París, Genf og Hamborg. Ég söng svo líka Fígaró á sínum tíma. Ég hlakka óneitan- lega til, – ég hef alltaf gaman af því að syngja þetta hlutverk, – það er mikill húmor í því og skemmtilegheit. Don Basilo er tækifærissinni, og ekkert allt of greindur, en svona einn af þessu fólki sem hefur svo ranga sjálfsmynd: hann heldur að hann sé svo klár, en er það ekki, og svo er hann óvandur að meðulum. Sam- skiptin við dr. Bartolo eru líka alltaf spes – jújú, ég hef alltaf haft alveg rosalega gaman af þessu.“ „Þekkir blæbrigðin í hverju orði“ Kristni líst mjög vel á unga fólkið sem syng- ur með honum í Íslensku óperunni. „Þarna er fólk sem ég veit að á eftir að standa sig mjög vel og vaxa við hverja raun. Ég er líka sér- staklega ánægður með leikstjórann, Ingólf Níels Árnason. Það er ánægjulegt að við skul- um nú eiga mann sem er búinn að sérmennta sig í óperuleikstjórn. Ég var á nokkrum æfing- um með honum í haust, og leist verulega vel á það sem ég sá, enda maðurinn altalandi á ítölsku og þekkir blæbrigðin í hverju einasta orði. Það kemur fram í því sem hann gerir.“ Kristinn segir að það sé allur gangur á því hvort ungu söngvararnir leiti til hans með ráð og stuðning, en oft geri þeir það þó. „Ég gerði það nú ekki mikið sjálfur þegar ég var að byrja. Hins vegar lærði ég heilmikið af því að fylgjast með vinnubrögðum þeirra eldri. Mér er það sérstaklega minnisstætt þegar ég var að syngja í Rakaranum heima og hafði við hliðina á mér menn eins og Guðmund Jónsson, Kristin Hallsson og Jón Sigurbjörnsson, gamla proffa sem ég lærði gífurlega mikið af. Ég er ekki frá því að minn Basilio hafi litast svolítið af Jóni Sigurbjörnssyni.“ „Maður lærir af því að leiðbeina öðrum“ Á miðvikudag voru Kristinn og Jónas með eins dags masterklass fyrir íslensku söngnem- ana í London. Átta krakkar mættu á námskeið- ið, sem stóð frá morgni og langt fram á kvöld. „Ég sé ekki annað en að krakkarnir hefðu gaman af þessu, – ég hafði að minnsta kosti gíf- urlega gaman af þessu. Það er svo merkilegt, að maður lærir sjálfur heilmikið af því að leið- beina öðrum. Það var þarna fólk, sem virkilega á erindi í sönglistina, en þau eru að vísu mis- langt á veg komin. Ég held að það sé engu að kvíða með framtíðina, því framboðið af söngv- urum er mikið.“ Sú törn sem framundan er hjá Kristni er ströng, því hann syngur til skiptis Pogner í Covent Garden og Basilio hér. Þetta er að minnsta kosti ekki starf fyrir flughrædda. „Það á nú eftir að koma í ljós hvernig þetta gengur. Ég passa mig nú á því að hvíla mig vel á milli. Ég þarf að vísu að fljúga heim til Íslands á sýn- ingardögum, en það er ekki svo mikið mál, enda hlutverkið ekki svo erfitt fyrir mig. Ég passa mig hins vegar á því að vera alltaf kom- inn út aftur deginum fyrir sýningu svo ég sé vel úthvíldur; – það hlutverk er svolítið meira mál. Annars er þetta alveg sami hluturinn og ég set mig ekkert í öðruvísi stellingar úti en hér. Ég er að syngja fyrir fólk, og þá skiptir ytri um- gjörðin engu máli; hvort ég er að syngja í gömlu bíóhúsi í Reykjavík eða konunglegu óp- eruhúsi í London, það skiptir mig engu máli. Auðvitað er meira gaman að syngja í fallegu, stóru húsi sem hentar því sem maður er að gera, en fyrst og síðast er maður að syngja fyr- ir fólk, og það skiptir máli.“ Á mánudagskvöldið halda þeir Kristinn og Jónas tónleika í Salnum og er efnisskráin mjög fjölbreytt. „Ég kalla þetta Everybody’s Fav- ourite – eða Uppáhaldslögin. Þetta eru íslensk lög og amerísk, antikaríur og slagarar; – þetta eru allt lög sem ég hef haft góða tilfinningu af að flytja fyrir tónleikagesti og lög sem mér hef- ur þótt vænt um. Þetta er efni sem við Jónas höfum verið með gegnum árin á tónleikum, – þó ekki endilega öll í einu. Aðalatriðið var bara að taka til, eins og rithöfundarnir gera þegar þeir eru að skrifa sig frá einhverju; – koma þessum lögum frá. Það segir allt að titillinn er Uppáhaldslögin.“ „Ekki þar með sagt að tenórar hafi einkarétt á Hamraborginni“ Á Uppáhaldslögunum má finna mörg uppá- haldslög þjóðarinnar eins og Hamraborgina, Rósina, Nótt og Fögur sem forðum, allt lög sem standa Íslendingum nærri hjarta. Hamra- borgin hefur reyndar einkum verið talin ein- kennislag tenóra. „Hamraborgin hefur alltaf heillað mig, bæði lag og ljóð. Fyrir um tíu til fimmtán árum tókum við Jónas upp nokkur lög við ljóð eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi, og Hamraborgin var á meðal þeirra. Það er rétt að Hamraborgin hefur verið eins konar einkennislag tenóranna, en það er ekki þar með sagt að þeir hafi einkarétt á því. Það sakar heldur ekki að geta þess, að túlkun okkar á Hamraborginni er nokkuð önnur en heyrst hefur áður.“ Þarna eru líka nokkrar þekktar aríur eins og Lungi dal caro bene og Danza fanciulla gentile en einnig lög eins og Danny Boy og Ol’ man River. „Danny Boy og Ol’ Man river eru bæði mjög góð lög. Þau eru mjög sterk tilfinningalega. Það finnst mér alltaf mestu máli skipta, þegar ég syng, að flutningurinn hafi áhrif á hlust- endur tilfinningalega.“ Tónleikar Kristins og Jónasar Ingimund- arsonar í Salnum á mánudagskvöld hefjast kl. 20. Kristinn Sigmundsson syngur í Covent Garden, Íslensku óperunni, Salnum og á plötu „Hefur litast svo- lítið af Jóni Sigur- björnssyni“ Ljósmynd/Clive Barda Meistarasöngvarinn Pogner og Eva dóttir hans. Kristinn Sigmundsson og Amanda Roocroft í hlutverkum sínum í Konunglegu óperunni í Covent Garden. begga@mbl.is Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstöðum Tveimur sýningum lýkur á sunnu- dag: byggingarlistarsýningunni Úti er ekki inni – inni er ekki úti, þar sem líkön og ljósmyndir eftir þrjá arki- tekta eru til sýnis og sýningunni Arne Jacobsen – Hönnun í hundrað ár þar sem til sýnis eru kunnustu af- rek meistarans á sviði húsgagna- og húsbúnaðarhönnunar. Leiðsögn um sýningarnar á Kjar- valsstöðum er alla sunnudaga kl. 15. Martin Bigum á verk á næstu sýn- ingu á Kjarvalsstöðum, hún verður opnuð laugardaginn 30. nóvember. Listasafn ASÍ Sýningu Önnu Þóru Karlsdóttir Rjóður/Clear-cuts lýkur á sunnudag. Á sýningunni eru flókaskúlptúrar. Listasafn ASÍ er opið daglega, nema mánudaga, kl. 14-18. Sýningum lýkur MARGRÉT Jónsdóttir leirlistakona opnar sýningu í Slunkaríki í dag kl. 16. Þar sýnir hún nytjahluti og litla skúlptúra. Margrét stundaði nám í Kunst- handværker-skolen í Kolding í Dan- mörku. Hún hefur um margra ára skeið unnið að list sinni á Akureyri og tekið þátt í fjölda samsýninga og haldið nokkrar einkasýningar. Slunkaríki er opið kl. 16-18 frá fimmtudegi til sunnudags. Nytjalist í Slunkaríki SLAGVERKSHÓPURINN Benda heldur tónleika í tónleikaröðinni 15:15 í Borgarleikhúsinu kl. 15.15 í dag. Benda skipa Eggert Pálsson, Steef van Oosterhout og Pétur Grétarsson. Fastur aukameðlimur er Snorri Sigfús Birgisson, píanó- leikari og tónskáld, sem nýlokið hef- ur frumsömdu verki fyrir hópinn. „Þetta nýja verk Snorra – Caput Konsert nr 2 – er þannig uppbyggt að þrír þættir þess eru samdir fyrir slagverk og píanó og verða þeir þættir frumfluttir á tónleikum í dag. Í janúar verður síðan verkið í heild sinni frumflutt ásamt Caput- hópnum,“ segir Pétur Grétarsson. Annar gestur Bendu á tónleik- unum verður Eiríkur Örn Pálsson trompetleikari sem mun leika með í verki Péturs Grétarssonar L’oops frá 1995, sem var frumflutt í Borg- arleikhúsinu 1996, en hefur nú verið aðlagað hljóðfæraskipan dagsins. Þá verða flutt tvö verk eftir John Cage: Amores frá 1943, fyrir slag- verk og sérútbúið píanó Living Room Music frá 1940 og fyrir hús- gögn og hversdagslega hluti. Benda hefur nýlokið við hljóð- upptökur fyrir RÚV og fyrirhug- aðir eru tónleikar í samvinnu við Caput. Benda tók þátt í flutningi Les Noces eftir Igor Stravinsky ásamt öðrum íslenskum tónlistarmönnum og ítölskum kollegum þeirra á Listahátíð í Reykjavík sl. vor og aft- ur fyrr í þessum mánuði á Festival Musica 900 í Trento á Ítalíu. Morgunblaðið/Golli Bendahópurinn ásamt gestaleikurum: Eggert Pálsson, Steef van Ooster- hout, Pétur Grétarsson, Snorri Sigfús Birgisson og Eiríkur Örn Pálsson. Verk fyrir húsgögn ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.