Morgunblaðið - 16.11.2002, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 16.11.2002, Blaðsíða 57
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2002 57 „Það lítur ekki vel út með áttræð- isafmælið,“ sagði pabbi, þegar hann sagði okkur mömmu hvernig staðan væri. Hann hafði ekki mörg orð um þetta, æðruleysið uppmálað. Þá ór- aði mig ekki fyrir hve skammt hann átti ólifað. Minningarnar hafa leitað á mig síðustu daga og er af nógu að taka. Pabbi var mjög hávaxinn, grannur og alltaf teinréttur, harður af sér og hraustur. Hann var vanur að pota í hrygginn á mér ef honum fannst ég vera hokin og benti mér á að rétta úr bakinu. Þar talaði íþróttamað- urinn og leikfimikennarinn. Pabbi var ekki einungis hár vexti, heldur hafði hann stóra sál og það var gott að leita til hans og hægt að bera allta hluti undir hann. Hann átti auðvelt með að líta á hlutina frá mörgum sjónarhornum og vega og meta hvernig best væri að takast á við viðfangsefnið í það og það skipt- ið. Pabbi var mikill hagleikssmiður og sést handbragð hans víða. Ekki var kastað til höndunum, hann var búinn að íhuga vel hvernig best væri að vinna hvert verk. Bróður- sonur minn lýsti pabba vel þegar hann sagði: „Hann afi, hann er svo mikill lagari.“ Það voru fleiri en við heimafólkið sem leituðu til pabba með ýmis við- vik. Mörg þeirra tengdust vinnu hans en hann var fyrsti starfandi lögreglumaðurinn á Eskifirði og í Suður-Múlasýslu. Ég man eftir ferðum sem ég fór með honum upp á Oddsskarð til að athuga með ferðalanga sem farið var að lengja eftir. Þetta voru oft miklar svað- ilfarir og ekki leiðinlegt að minnast þeirra. Pabbi sá lengi um sjúkraflutn- inga í Suður-Múlasýslu og ég man eftir sjúklingi sem lá heima hjá okkur þar sem Oddsskarðið var ófært og ekki með nokkru móti hægt að brjótast yfir. Pabbi kom stundum heim með ferðalanga sem urðu á vegi hans vegna starfs hans og lent höfðu í hrakningum. Minn- ist ég helst Martials, fransks manns sem hefur verið mikill heimilisvinur okkar í 25 ár og Axels, þýsks skútu- sjómanns sem dvaldi hjá okkur yfir ármót. Í gegnum tíðina hefur pabbi kennt mér margt sem ef til vill telst ekki hefðbundin samskipti feðgina og má þar m.a. nefna prjónaskap, JÓN ÓLAFSSON ✝ Jón Ólafssonfæddist á Hamri í Hamarsfirði í Suður- Múlasýslu 28. febr- úar 1923. Hann lést á Fjórðungssjúkrahús- inu í Neskaupstað aðfaranótt 5. nóvem- ber síðastliðins. Kveðjuathöfn um Jón fór fram í Eski- fjarðarkirkju í gær, en útför hans fer fram frá Djúpavogs- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður í kirkjugarðinum í Hermanna- stekkum í Hamarsfirði. enda hafði hann ótak- markaða þolinmæði sem kom sér vafalítið vel við gemling eins og mig. Ég lærði á bíl hjá pabba eins og bræður mínir og flest barna- börn hans og einnig kenndi hann mér að skjóta af byssu. Við fórum saman á rjúpu og voru það góðar ferðir. Ekki fara mikl- ar sögur af veiðinni og við getum huggað okk- ur við það að við ber- um varla ábyrgð á því hvernig komið er fyrir rjúpnastofn- inum. Besti árangurinn var þegar við brugðum okkur til Fagradals- bræðra og veiddum rjúpur í frysti- kistunni hjá Stefáni frænda okkar. Minningarnar eru óteljandi. Öll viðvikin í kringum hestana mína, við umhirðu, heyskap og margs konar snúninga við þá. Pabbi hafði gaman af dýrum og það kom sér ekki illa fyrir mig. Kettirnir mínir og hundurinn Lappi nutu góðs af. Við systkinin vorum heppin að fá gott veganesti frá foreldrum okkar og að því munum við lengi búa. Söknuðurinn er sár nú þegar við kveðjum pabba, en það sýnir okkur hvað við höfum misst mikið og viðbúið að skarðið sem hann skilur eftir í lífi okkar verði vandfyllt. Að endingu vil ég þakka alla hjálpina með hann Jón Matthías sem hefur verið okkur ómetanleg í gegnum tíðina. Nokkru eftir að pabbi dó dreymdi mig draum. Pabbi gekk eftir ljósboga umlukinn gylltri birtu og mér fannst ég sjá Hamars- dalnum bregða fyrir við enda ljós- bogans. Hann gekk teinréttur og léttur í spori, sneri sér við og brosti sínu glettnislega brosi og veifaði hendinni í kveðjuskyni. Gekk áfram ljósbogann og margt fólk beið hans við enda bogans. Pabbi minn, þakka þér fyrir allt, mér er huggun að hugsa til þessarar sýnar og vona að þú berir kveðju mína. Þóra Sólveig. Það er eins og dauðinn komi allt- af á óvart, jafnt þótt til hans hafi spurst utan við garð. Ég hafði vitað það um nokkurn tíma að Jón Ólafs- son lögreglumaður á Eskifirði glímdi við erfiðan sjúkdóm sem lík- ur bentu til að myndu yfirbuga karlmennið. Þrátt fyrir það kom fregnin um andlát hans mér í opna skjöldu. Ég var um nokkurra ára skeið í íhlaupavinnu sem lögreglumaður á Eskifirði undir stjórn Jóns. Þótt hann hefði á allan hátt hæfni og reynslu fram yfir mig þá varð ég þess aldrei var í okkar samstarfi, hann var einstakur stjórnandi. Jón lagði gjörva hönd á margt. Á yngri árum var hann meðal frækn- ustu íþróttamanna þjóðarinnar. Hann var um árabil í forystu Ung- menna- og íþróttasambands Aust- urlands. Þá var hann menntaður kennari og kenndi smíðar og íþrótt- ir áður en hann gerði lögreglustarf- ið að aðalstarfi. Þegar kynni okkar Jóns hófust hafði hann lagt öll félagsmálastörf á hilluna og taldi sig hafa skilað sín- um hlut á þeim vettvangi. En það breytti því ekki að hann fylgdist með málum og hafði skoðanir á málefnum sem hann hélt fram af einurð. Samstarf okkar Jóns og vin- átta eiginkvenna okkar leiddi til þess að utan starfsins tókust góð kynni sem héldust eftir að ég hætti sem lögreglumaður. Það var styrk- ur Jóns að eiginkona hans Valdís Ármann er búin miklum kostum, heimili þeirra er fallegt og þar var gott að koma hvort heldur í glæsi- lega veislu til að fagna gleðilegum atburðum í fjölskyldunni eða til að fá sér kaffi áður en byrjað var á langri ballvakt. Ég vil með þessum orðum þakka Jóni Ólafssyni fyrir kynnin, þau eru mér ógleymanleg og dýrmæt. Val- dísi, börnum þeirra, tengdabörnum og barnabörnum sendum við Sig- ríður okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Hrafnkell A. Jónsson, héraðs- skjalavörður, Fellabæ. Þegar Jón Ólafsson og fjölskylda fluttu til Eskifjarðar fyrir rúmum fjörutíu árum urðum við Árni Þórð- ur, sonur Jóns og Valdísar, fljótlega miklir mátar og brátt tengdist ég fjölskyldunni sterkum vináttubönd- um. Heimili þeirra stóð mér ávallt opið og þar naut ég ómældrar gest- risni og góðvildar sem settu svo sannarlega svip á barnæsku mína og ég má vera þeim hjónum æv- inlega þakklátur fyrir. Þegar Jón óx úr grasi lagði hann land undir fót og aflaði sér mennt- unar og gerðist kennari. Jón var ákaflega vel að manni, flestum öðr- um hávaxnari og því ekki að undra að íþróttaiðkun heillaði hann. Hann lauk íþróttakennaraprófi og var á yngri árum í röð mestu afreks- manna Íslendinga í frjálsum íþrótt- um. Hann kenndi íþróttir um nokk- urt skeið, fyrst á Eiðum og víðar á Austfjörðum og á Eskifirði eftir að hann settist þar að. Jón var lengi í forystusveit ÚÍA, fór fyrir Aust- firðingum á landsmótum ung- mennafélaganna og þegar ÚÍA tók að sér landsmótshald á Eiðum árið 1968 stóð Jón við stjórnvölinn. Jón var mikill hagleiksmaður og ræktaði þann hæfileika sinn með því að ljúka handavinnukennara- prófi frá Handíðaskóla Íslands og smíðar kenndi hann um nokkurt skeið við Barna- og unglinga- skólann á Eskifirði. Hagleikur Jóns fékk einnig útrás á heimavelli. Hann reisti tvisvar sinnum hús yfir fjölskyldu sína, fyrst á Hamri og síðar á Eskifirði. Þar naut sín vel vandvirkni hans og smekkvísi. Þegar Jón flutti til Eskifjarðar varð löggæsla hans aðalstarf. Lög- gæslustörf eru vandasöm, álag á lögreglumenn oft meira en við blas- ir og hinar dapurlegri hliðar mann- lífsins koma einatt til þeirra kasta. Og í samskiptum við þá sem villst hafa út af hinni mjóu slóð réttvís- innar er oft þröngt sundið sem sigla þarf á milli skers og báru. Það sund tókst Jóni jafnan að rata, þótt oft hafi vafalaust gefið á bátinn. Ég hygg að ýmsum hafi þótt Jón dálítið þurr á manninn stundum, en þeim sem þekktu hann vel var ljóst að honum var gamansemi í blóð borin. Hann hafði næmt auga fyrir broslegum atvikum og sagði gjarn- an gamansögur af spaugilegum mönnum og hnyttilegum tilsvörum. Hann var vel lesinn og margar klassískar tilvitnanir í íslenskar bókmenntir heyrði ég fyrst af hans vörum; „römm er sú taug“ og „í átt- hagana andinn leitar“ voru meðal þeirra. Jón unni átthögum sínum í Hamarsfirði og þar verður hann lagður til hinstu hvílu. Jón Ólafsson var heilsuhraustur lengst af ævi sinni en fyrir nokkr- um misserum kenndi hans þess meins sem nú hefur lagt hann að velli. Ég minnist hans með þakk- læti og virðingu og sendi fjölskyldu hans mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Hilmar Hilmarsson. Stjáni minn. Ég vil byrja á því að þakka fyrir að fá að kynnast þér og eiga þig að. Þú varst elstur okkar fjögurra bræðra og ég yngstur. Þess vegna skapaðist sérstakt samband okkar á milli, sem einkenndist af föðurlegri umhyggju þinni og væntumþykju í minn garð, eftir að ég sá yngsti kom í heiminn fyrir tæpum þrjátíu og átta árum. Þá varst þú á tólfta ári. Móðir okkar sagði mér hve ómetanleg hjálpar- hella þú hefðir verið á þeim tíma, skiptir um bleiur á mér, gafst mér að borða og klæddir mig. Ekki man ég svo langt aftur í tímann en trúi því fyllilega, því að við sem kynnt- umst þér þekkjum þinn innri mann. Þú varst góður drengur, hjálpsam- ur, blíður og barngóður svo fátt eitt sé nefnt. Kristófer syni okkar þótti afar vænt um þig. Þú varst einn af uppáhaldsfrændum hans. Einu sinni varð hann lasinn svo að við foreldr- arnir gáfum honum lítinn bangsa. Hann var fljótur að gefa litla bangs- anum nafn og kallaði hann Stjána í höfuðið á frænda sínum. Unglingsár þín lifa í minningunni. Ég man vel eftir litlum ferðaplötu- spilara í tösku sem þú áttir. Á hon- um voru spilaðar litlar og stórar hljómplötur daginn út og inn með vígalegustu popphljómsveitum sjö- unda áratugarins, og heilluðu mann upp úr skónum. Ég man hversu leitt mér þótti að hafa óviljandi eyðilagt plötuspilarann þinn einu sinni þegar ég þriggja ára guttinn reyndi að framkalla tónlist út úr græjunni. Ég man hve skjótt þú tókst mig í sátt þegar þú sást hvað ég bar mig aumlega eftir að hafa verið hundskammaður fyrir sjálfs- bjargarviðleitnina. Ég man alltaf eftir skellinöðrunni þinni. Stundum fékk ég að sitja á bensíntanknum fyrir framan þig þegar þú hringsól- aðir með mig á bílastæðinu heima. Það var ólýsanleg tilfinning fyrir fjögurra ára strák. Ekki má gleyma árunum sem þú varst í millilanda- siglingum á kaupskipunum hjá Eimskip. Oft var söknuður í hjarta manns þegar þú varst lengi í burtu, en þeim mun meiri gleði þegar þú komst heim aftur. Sjómennskan blundaði í þér. Um tvítugt réðirðu þig svo á fiskiskip, tókst Stýri- mannaskólann og stundaðir sjóinn í rúman áratug á eftir við góðan orðs- tír. Í byrjun níunda áratugarins, þeg- ar þið Brynhildur eignuðust Sigurð Ásgeir, ákvaðstu að hvíla þig á sjó- mennskunni og fórst að vinna í landi til að gefa syni þínum og fyrr- verandi eiginkonu meiri tíma. Eftir að þið hjónin slituð samvistum flutt- ist Sigurður Ásgeir fljótlega til þín og hefur búið hjá þér æ síðan. Þú hefur staðið eins og klettur við hlið hans og sinnt honum af mikilli alúð og ábyrgð allt til dauðadags. Síð- ustu árin hefur samband okkar styrkst mikið, eins og sönnum bræðrum sæmir. Hjálpsemi ein- kenndi þína persónu, varst alltaf í viðbragðsstöðu ef ég þurfti aðstoð þína, hvort sem flytja þurfti búslóð eða sand eða byggingarefni af ein- hverju tagi. Ég man hve auðvelt mér þótti að vinna með þér þegar við smíðuðum þakkantinn á húsinu mínu. Eins þegar við skiptum um glugga heima hjá þér á Valhús- abrautinni. Þá varð manni ljóst hversu vel þú kunnir til verka. Svo má nefna fleiri mannkosti. Þú varst alltaf svo innilega þakklátur fyrir ✝ Kristján GrétarSigurðsson fæddist í Reykjavík 29. nóvember 1953. Hann lést 8. nóvem- ber síðastliðinn og var útför hans gerð frá Seltjarnarnes- kirkju 15. nóvem- ber. allan þann greiða sem þér var gerður. Sama hversu lítill og ómerkilegur hann var. Þakklætið sem þú sýndir kom beint frá hjartanu. Bróðir kær! Þó að þú sért ekki lengur meðal okkar í lifanda lífi verðurðu samt alltaf meðal okkar. Megi þér farnast vel handan hins jarð- neska lífs. Elsku Sigurður Ás- geir. Megi guð styrkja þig og tíminn vinna bug á sorg þinni sem á þessari stundu er þyngri en orð fá lýst. Jens Pétur. Það voru mér mikil og óvænt harmtíðindi er ég frétti að Kristján frændi hefði skyndilega dáið. Hann var aðeins nokkrum árum eldri en ég og alltof snemma kallaður á fund forfeðra sinna. Eins og ungum strákum er títt fylgdist ég vel með Kristjáni þar sem við Rafn, bróðir hans og jafn- aldri minn, lékum okkur mikið sam- an. Áhugi Kristjáns beindist fljót- lega að sjónum og lauk hann námi við Stýrimannaskólann. Ég leit allt- af upp til Kristjáns frænda fyrir það hve snemma hann fór á sjóinn. Um jólaleytið fyrir um 25 árum áskotnaðist mér sá heiður að vinna með Kristjáni á skuttogaranum Ingólfi Arnarsyni. Fann ég fyrir miklu öryggi við að vita af Kristjáni frænda um borð. Það reyndist vera brjáluð veiði og unnið bæði á vökt- um og frívöktum. Sá ég þá hve mikil hamhleypa Kristján var til vinnu. Eitt sinn biður Kristján mig að koma með sér upp á dekk, hann ætlaði að sýna mér dálítið. Ég skildi ekki hvað hann var að meina, þar sem varla gafst tími til svefns eða matar og auk þess var þarna úti bara sjór, hafís og kuldi. Þegar við komum upp á dekkið benti Kristján í vestur og þá blasti við mér ein sú fegursta sýn sem ég hef augum lit- ið. Þarna mættust kvöldroðinn, haf- ísröndin og djúpblámi hafsins á Halamiðum, en Kristján var alltaf mikill náttúruaðdáandi. Leiðir skildust í mörg ár þar sem ég fór utan í nám. Þegar við fjöl- skyldan fluttum heim eftir tæpa 10 ára fjarveru var Kristján ásamt bræðrum sínum strax boðinn og bú- inn að flytja þyngstu húsgögnin. Það sem einkenndi Kristján alla tíð var góðmennska, hjartahlýja og ör- læti. Kæri frændi, þú fórst alltof snemma. Guð geymi þig og varð- veiti og veiti syni þínum og fjöl- skyldu styrk í sorginni. Bogi Jónsson. Kristján, góður vinur minn og fé- lagi, er fallinn frá svo snögglega að erfitt er að átta sig á því. Ég kynntist Stjána sem unglingi þegar hann vann hjá mér í BÚR. En fyrir u.þ.b. 20 árum fórum við að fara saman á rjúpnaveiðar. Stjáni var frábær veiðifélagi, tillitssamur, skapgóður, hugvitssamur og mjög góður veiðimaður. Við náðum alltaf vel saman og skipti engu þótt ald- ursmunurinn væri um 30 ár. Við eigum margar ferðir að baki, langar og stuttar, og sama hversu góð veið- in var vorum við alltaf ánægðir með túrinn. Við fórum líka margar skemmtilegar ferðir á sumrin með Ferðafélaginu og fundum þá oft nýja rjúpnastaði fyrir veturinn. Ég þakka Stjána innilega fyrir samveruna, ég mun sakna hans sárt. Ég og fjölskylda mín vottum Sig- urði, Eddu, Sigga og fjölskyldu alla okkar samúð. Magnús Magnússon. KRISTJÁN GRÉTAR SIGURÐSSON MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudagana, frá þriðjudegi til sunnudags. Greinunum er hægt að skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist), á disklingi eða í vélrituðu hand- riti. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Bréfsími fyrir afmælis- minningargreinar er 569 1115. Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgunblaðsins Kaupvangs- stræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrifuðum greinum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Birting afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.