Morgunblaðið - 16.11.2002, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 16.11.2002, Blaðsíða 58
MINNINGAR 58 LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Guðmundur Lár-usson, bygginga- meistari frá Skaga- strönd, fæddist á Vindhæli í Austur- Húnavatnssýslu 5. júní 1929. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 15. október síðastliðinn. For- eldrar hans voru Lárus Guðmundur Guðmundsson bóndi og Lára Kristjáns- dóttir kona hans. Guðmundur var þriðji í hópi fjögurra barna þeirra hjóna, einkasonur þeirra. Eftirlifandi eru systur hans, þær Soffía Sigurlaug, búsett á Skagaströnd, Kristjana Sigur- björg, búsett í Kópavogi og Guð- rún Ingibjörg, búsett á Hvamms- tanga. Guðmundur kynntist 1955 eftirlifandi eiginkonu sinni Erlu Valdimarsdóttur frá Ísafirði, fædd 8. júní 1934. Þau hófu bú- skap árið 1955. Fyrst bjuggu þau í Reykjavík eða þar til þau fluttu á Skagaströnd árið 1961. En þar bjuggu þau allt til ársins 1982 er leið þeirra lá aftur til Reykjavík- ur. Börn Guðmundar og Erlu eru: 1) Sigríður Þórunn, f. 1954, búsett á Skagaströnd, maki Stefán H. Jósefsson, þau eiga fjögur börn, 2) Lára Bylgja, f. 1955 búsett í Noregi maki Jan Erik Gjernes, þau eiga fjórar dætur, 3) Guð- mundur Viðar, f. 1957, búsettur á vík. Árin 1952–1955 vann hann hjá Vita- og hafnarmálum við hafnargerð t.d. í Ólafsvík, Grund- arfirði og Grímsey. Árin 1955– 1961 vann við ýmsar byggingar- framkvæmdir í Reykjavík og víð- ar. Árið 1961 varð hann aðaleigandi Trésmiðjunnar Höfða á Skagaströnd sem síðar hét Tré- smiðja Guðmundar Lárussonar hf. sem annaðist byggingafram- kvæmdir á Skagaströnd og víðar, einkum í Skagafirði og á Strönd- um. Árið 1968 var hann einn af aðalhvatamönnum að stofnun Skagstrendings hf. og var í fyrstu stjórn félagsins. Árið 1970 stofn- aði Guðmundur svo Skipasmíða- stöð Guðmundar Lárussonar hf. sem smíðaði báta úr tré/eik, var framkvæmdarstjóri hennar til 1982. Hann var einn af fyrstu að- ilum sem hóf framleiðslu á bátum úr trefjaplasti hér á landi en það var árið 1977. Árið 1972 stofnar hann Rækjuvinnsluna hf. ásamt nokkrum einstaklingum á Skaga- strönd. Hún var rekin fyrstu árin í gömlu frystihúsi á Skagaströnd. Ári eftir stofnun hennar var hafin smíði á nýju húsi undir vinnsluna sem tekið var í notkun 1975 og þótti þá hið flottasta og fullkomn- asta sinnar tegundar á landinu. Þegar Guðmundur flutti aftur til Reykjavíkur starfaði hann sem verkstjóri hjá Íslenskum aðal- verktökum í Keflavík en árið 1984 varð hann matsmaður hjá Bruna- bótafélagi Íslands og síðan hjá VÍS til 1999 er hann lét af störf- um vegna aldurs. Útför Guðmundar var gerð frá Grafarvogskirkju 24. október. Jarðsett var í Gufuneskirkjugarði sama dag. Akureyri maki Elín Brynjarsdóttir, hann á fjögur börn, 4) Valdimar Lárus, f. 1958, búsettur í Reykjavík, hann á fjögur börn, 5) Krist- inn Reynir, f. 1960, búsettur í Hrútafirði, maki Vilborg Magn- úsdóttir, þau eiga tvær dætur, 6) Sig- urður Brynjar, f. 1960, búsettur í Mos- fellsbæ, maki Hall- dóra Halldórsdóttir, þau eiga fjóra syni, 7) Þórdís Elva, f. 1961, búsett í Kópavogi maki Jón Árnason, þau eiga þrjú börn, 8) Hjörtur Sævar, f. 1963, búsettur á Skagaströnd sambýliskona Vigdís Ómarsdóttir, þau eiga þrjá syni, 9) Soffía Krist- björg, f. 1964, búsett í Reykjavík, maki Halldór Ólafsson, þau eiga tvær dætur og 10) Sigurbjörg Stella, f. 1971, búsett í Reykjavík, maki Jóhannes Guðmundsson, þau eiga tvær dætur. Barna- barnabörn Guðmundar og Erlu eru fjögur. Sex ára gamall fluttist Guðmundur ásamt fjölskyldu sinni á Skagaströnd. Þar ólst hann upp við leik og störf, gekk þar í skóla og lauk þaðan skyldu- námi, fór síðan í Iðnskólann á Siglufirði og lauk þaðan prófi ár- ið 1949. Síðar fór hann suður til Reykjavíkur og lauk meistara- prófi frá Iðnskólanum í Reykja- Það var fagurt veður á Skaga- strönd 15. október sl. Þegar sólin hóf sig yfir Árbakkafjallið dreifði hún björtu geislaflóði um alla ströndina. Það var hátíðardagur því heimsókn forseta Íslands og fylgdarliðs í sýsl- una stóð yfir og einmitt þennan morgun var Skagaströnd sótt heim af þessum góðu gestum. Fánar blöktu við hún víða um bæinn og margir vildu fylgjast með og njóta þeirrar tilbreytingar sem fylgdi heimsókn forsetans. En við erum oft minnt á það, jafnvel á gleði- og há- tíðastundum lífsins, að sorgin getur verið nær en okkur grunar, og svo var það að þessu sinni. Upp úr hádegi barst sú fregn um Skagaströnd, að einn besti sonur bæjarins, Guðmundur Lárusson tré- smíðameistari og athafnamaður, væri látinn. Það var sár fregn fyrir alla sem lært höfðu að meta Guð- mund af verkum hans og verðleikum og fánarnir voru dregnir í hálfa stöng. Það má vissulega segja, að það hafi verið táknrænt að Guðmundur skyldi kveðja þetta líf einmitt á þeim tíma þegar forseti Íslands var staddur á Skagaströnd. Guðmundur Lárusson var nefnilega á margan hátt forseti mála á Skagaströnd um langt skeið. Hann var drifkrafturinn í atvinnulíf- inu og kom hvarvetna við sögu þar sem framtaks var þörf. Þáttur hans í uppbyggingarmálum á Skagaströnd er stórmerkur og fullvíst má telja að þar hafi ekki aðrir einstaklingar lagt fram stærri hlut. Þótt það sé ekki á mínu færi að rekja athafnasögu Guðmundar Lár- ussonar í heild, eru mörg umsvif hans í atvinnumálum Skagastrandar mér í fersku minni, enda naut ég þeirrar gæfu að starfa í röskan áratug undir hans stjórn. Það var góður tími og bjartsýni og vorhugur ríkjandi í öllu byggðarlag- inu. Guðmundur hafði snemma sett á fót trésmiðju í kauptúninu og síðan hóf hann rekstur skipasmíðastöðvar og skapaði með því feiknamikla vinnu. Þeir sem muna fyrstu árin í Stöðinni eiga miklar minningar í sjóði hugans og ég hygg að flestum sem þar komu að störfum sé minn- isstæð framganga Guðmundar í því að drífa hlutina áfram. Á þeim árum var hann vissulega að byggja upp heimabæinn sinn og gekk fram af heitri hugsjón í því verki. Hann er sannarlega ógleymanlegur frá þeim árum, jafnt sem forvígismaður og starfsmaður starfsmannanna, fullur af eldmóði og krafti. Á þessum árum skildu menn til fullnustu hvers virði það var að hafa vinnu og búa við það öryggi sem af því leiddi. Því var það að vonum, að nafn Guðmundar Lárussonar fór að hafa sinn sérstaka hljóm í huga allra sannra Skagstrendinga, því til að skapa forsendur atvinnuöryggis og farsældar í byggðarlaginu treystu menn honum best. Guðmundur Lárusson átti merkan hlut að málum við að koma fótum undir Skagstrending á fyrstu árun- um, og hef ég það eftir traustum heimildum, að á úrslitastund hafi reynsla hans og útsjónarsemi, sam- fara ákveðni og miklum baráttuvilja, haft mikið að segja um framgang góðra lausna í þeim málum. Hann var frumkvöðull að stofnun Rækjuvinnslunnar á sínum tíma og byggði verksmiðjuna upp sem alla tíð síðan hefur verið í rekstri og skapað geysimikla atvinnu á Skagaströnd. Þótt hann safnaði að sér ýmsum mönnum er hann skipulagði það framtak, er ég viss um að án Guð- mundar og forustu hans hefði ekkert orðið úr þeim framkvæmdum. Hann var foringinn og lagði þar allar línur. Það er athyglisvert að hann er nánast á sama tíma að fást við þau stórvirki að byggja upp skipasmíða- stöðina og rækjuvinnsluna. Það sýnir ljóslega að þarna var enginn venju- legur maður á ferð. Að þessu viðbættu var Guðmundur alla tíð bundinn við að sinna allskon- ar tímafreku kvabbi. Hann liðsinnti með margvíslegum hætti mönnum sem voru að byggja, reiknaði út og pantaði efni fyrir þá, kom á bygging- arstaði og mældi og hafði fyrirsagnir um öll stærri mál. Greiddi hann þannig af alúð og vinsemd fyrir mörgum sem voru að koma upp eigin húsum. Aldrei var minnst á að taka neitt fyrir slíkt og engir reikningar gerðir fyrir það vinnuframlag. Mun þó tími og svigrúm Guðmundar lengstum hafa verið næsta lítið, jafn- vel til að sinna því sem heyrði þó beint undir hans stjórn. Hefði hann áreiðanlega oft þurft á því að halda að hafa fleiri klukkutíma í sólarhringnum. Man ég vel hvað hann liðsinnti mér mikið er ég byggði og eins vissi ég að var með fjölmarga aðra. Það sem hann lagði þar af mörkum í annarra þágu var auðvitað langt umfram það að vera sjálfsagður hlutur. Hygg ég að um það séu fá dæmi eða engin, að byggingarverk- taki eins og Guðmundur, hafi lagt sig fram um það að hjálpa mönnum með þessum hætti að byggja, svo þeir kæmust hjá því að þurfa að kaupa verkin í útseldri vinnu. Sú vinna hefði þá í flestum tilvikum verið unnin á vegum hans eigin trésmiðju. Svo ekki voru eiginhagsmunirnir að flækjast fyrir Guðmundi þarna frekar en endranær. Álagsþungi og gestagangur á heimili Guðmundar og Erlu konu hans var sem nærri má geta geysi- legur, en Guðmundur átti ætíð trausta meðhjálp í konu sinni og voru þau samvalin í því að leysa úr málum. Höfðingsskap og gestrisni skorti því hvergi og dugnaðinn þurfti ekki að efa. Erla sá um hið stóra heimili og börnin tíu, svo athafnasemi Guð- mundar út á við voru engar skorður settar. Nefndi hann það oft við mig, að kona hans hefði ávallt verið hon- um sannkölluð stoð og stytta. Oft langaði Guðmund til að eiga virki- legar næðisstundir með fjölskyldu sinni, en sá tími hans fór hinsvegar að miklu leyti í að liðsinna utanað- komandi fólki með einum eða öðrum hætti, fólki sem leitaði hjálpar hans. Hann gat engum neitað þó að oft væri gengið nokkuð langt í því að valda honum og jafnframt fjölskyldu hans ónæði. Það var bara svo, að fjöl- mörgum fannst það hið eðlilegasta mál að fara með vanda sinn til Guð- mundar Lárussonar og biðja hann að greiða úr málum. Hann var því ekki bara maður sem kom til móts við miklar heildarþarfir í byggðarlaginu, heldur leysti hann úr vanda ófárra einstaklinga sem nutu góðs af ráð- hollum velvilja hans í hvívetna. Af þessu ætti að vera auðvelt að sjá og skilja, að seint verður hægt að meta til fulls þann ávinning sem Guð- mundur Lárusson færði í hendur Skagstrendingum með margvísleg- um hætti og menn eins og hann eiga því auðvitað sérstaka virðingu sam- borgara sinna skilið. Slíkir menn ættu eðlilega að verða heiðursborgarar í sínum byggðarlög- um og njóta ávaxta af erfiði sínu og framtaki á friðsælu ævikvöldi. En því miður er niðurstaðan sjaldnast með þeim hætti í þessum heimi. Það fer oftast svo að einhverjir aðrir njóta ávaxtanna. En einhvernveginn er það samt svo að maður trúir því að þegar öll skil verða gerð upp, muni hverjum og einum verða goldið í réttu hlutfalli við framlag. Og í þeirri trú get ég vissulega glaðst fyrir hönd Guðmundar Lárussonar. GUÐMUNDUR LÁRUSSON Hjartans þakkir til allra sem auðsýndu mér hlý- hug og samúð við andlát og útför hjartkærrar föðursystur, GUÐFINNU GÍSLADÓTTUR, Ölduslóð 36, Hafnarfirði. Gísli Ingi Sigurgeirsson. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, HÁMUNDUR ELDJÁRN BJÖRNSSON, Lönguhlíð 1e, Akureyri, lést á heimili sínu laugardaginn 9. nóvember. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Petrína Sigríður Marteinsdóttir, Gunnar Hámundarson, Guðrún Jóhannsdóttir, Edda Hámundardóttir, Jóhann Stefánsson, Hrönn Hámundardóttir, Marinó Jónsson, Marteinn Hámundarson, Rosalie Alegre, Birgir W. Steinþórsson, Edda Gísladóttir, Birna Bjarnadóttir, Ísleifur Jónsson og afabörnin öll. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför bróður okkar, CESARS ÓLAFSSONAR, Túngötu 19, Patreksfirði. Sverrir Ólafsson og systkini. Innilegar þakkir til allra þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra bróður, mágs og frænda, BRAGA GUÐNASONAR, Suðurgötu 25, Sandgerði. Systkini og fjölskyldur. Elskulegur eiginmaður minn, sonur, faðir og bróðir, JÓN ÆGIR JÓNSSON, Reykjamel 1, Mosfellsbæ, lést á líknardeild Landspítala í Kópavogi mið- vikudaginn 13. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Dís Níelsdóttir. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTRÚN ARNFINNSDÓTTIR, Neskaupstað, lést á fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað að kvöldi miðvikudagsins 13. nóvember. Kristján Vilmundarson, Jón Már Jónsson, Anna Þóra Árnadóttir, Örn Rósmann Kristjánsson, Þóra Lilja, Arnfinnur Kristjánsson, Elízabet Guðný Tómasdóttir, Kristján Rúnar Kristjánsson, Guðbjörg Lára Ingimarsdóttir, Unnur Dagmar Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.