Morgunblaðið - 16.11.2002, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 16.11.2002, Blaðsíða 59
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2002 59 Árið 1973 fór Guðmundur með öllu starfsfólki sínu ásamt mökum í mikla skemmtiferð um Vestfirði og þjóðhá- tíðarsumarið 1974 bauð hann öllu því liði í ferð um nýopnaðan hringveginn og stóð það ævintýri nokkuð á aðra viku. Var farið í tveimur stórum rút- um og sló Guðmundur þá meðal ann- ars upp veislu fyrir allan mannskap- inn, hátt í hundrað manns, í Staðarborg í Breiðdal, og þá var sannarlega gaman að vera Skag- strendingur. Svo var komið að Þing- völlum í aðdraganda hátíðarhald- anna og dvalið þar um stund áður en haldið var í Húsafell þar sem náttað var. Þessi ferðalög urðu að sjálfsögðu annáluð fyrir rausn og skörungs- bragð, enda bera þau gott vitni um höfðingsskap Guðmundar og stór- brotið eðlislag. Alltaf vildi hann gera vel við sitt fólk. Og við Skagstrend- ingar vorum auðvitað hans fólk og hann okkar maður. Og viss er ég um það, að það byggðarlag verður seint á tæpum vegi, sem nýtur forsagna for- ustumanns af slíkum toga. Oft vakti það furðu mína hvað Guð- mundur hafði mikið vinnuþol og út- hald. Hann hljóp jafnan að verkum og áhuginn og snerpan var með ólík- indum. Slíkir menn eru fæddir for- ingjar og ryðja vegina að stórum sigrum. Þeir verða því að gangandi gæfu fyrir sínar heimaslóðir. En margfalt álag til fjölda ára á mannlega orku, hlýtur samt alltaf að taka sinn toll af heilsu og styrk. Hvíldarárin verða því kannski fá eða engin fyrir vikið og oft eru margir fljótir að gleyma frumherjunum sem kveiktu eldana og unnu brautryðj- endastörfin. Það er gömul saga og ný að – svo fáir skilja að sá er góður drengur sem slítur kröftum fyrir heildarhag. ( R.K.) Guðmundur Lárusson er einn ör- fárra manna sem ég hef kynnst sem verðskuldar það að kallast mikil- menni. Hann hafði mikla innréttingu til anda og sálar, var maður ríkra til- finninga en fór dult með og bar síst af öllu mál sín á torg. Frá upphafi kynna okkar og jafnvel áður en til þeirra kom, virti ég hann mikils, en því vænna þótti mér um hann sem ég kynntist honum meira og betur. Hann var nefnilega maður þeirrar gerðar sem hlýtur alltaf að vaxa við kynni. Það var því ekki lengi svo, að við værum aðeins vinnuveitandi og starfsmaður, því hann sýndi mér frá upphafi mikla hlýju og traust. Við urðum fljótlega góðir vinir og á þá vináttu féll aldrei neinn skuggi. Það var mér mikils virði að eiga vináttu slíks manns, en aldrei gat ég lagt neitt sem heitið gat á móti öllum hans velgjörðum gagnvart mér og mínum. Það var engin leið að jafna slík skipti við Guðmund Lárusson, því hann var sá höfðingi að allri gerð, að hvað lítið sem honum var gert til góða, var endurgoldið margfalt og get ég trútt um það talað. Þegar Guðmundur veiktist af al- varlegum sjúkdómi fyrir um það bil ári, þótti mér þungbært að frétta af því og illt til þess að vita ef þessi mikli og ósérplægni eljumaður fengi ekki að njóta friðsældar á ævikvöldi. Og nú liggur fyrir að Guðmundur er lát- inn, aðeins 73 ára að aldri og þeim dómi verður ekki áfrýjað. Það er dap- urleg niðurstaða og satt að segja erf- itt að sætta sig við hana. En í alla staði var það við hæfi, að hann skyldi færður áleiðis til foldar meðan tónar lagsins „Ó, Borgin mín“ hljómuðu um kirkjuna. Ég vil ljúka þessum minningarorð- um um Guðmund Lárusson, vin minn og meistara, með lokaerindinu í ljóði því er ég sendi honum sextugum: Þökk ég flyt í litlu ljóði, lengi skal ég muna þér, að þú deildir út úr sjóði öllu fyrir staðinn hér. Að þú færðir fús og glaður fram til starfa góða hönd. Það hefur ekki meiri maður markað spor á Skagaströnd. Erlu eiginkonu Guðmundar, börn- um þeirra og ástvinum öllum, votta ég samúð mína af heilum hug og bið þeim velfarnaðar um alla framtíð. Rúnar Kristjánsson. Nú er vinurinn minn góði horfinn á braut og á vit óþekktra slóða og var í vissum skilningi horfinn á þeirra vit á sínu langa og myrka ævikvöldi. Víða, já lygilega víða hafa leiðir okkar Örlygs legið saman. Við vor- um báðir aldir upp á Akureyri. Vorum skólabræður í menntaskól- anum þar. Að stúdentsprófi loknu héldum við til Vesturheims eins og velflestir íslenskir stúdentar, sem fóru utan á þeim árum, enda naumast í annan heim að venda og sóttum báðir nám í Los Angeles og vorum meira að segja herbergis- félagar þar um nokkurt skeið. Það fór yfirleitt ákaflega vel með okkur Örlygi. Þó gat það komið fyrir að það slettist svolítið upp á vinskap- inn. Guðmundur Jónsson, óperu- söngvari, var einu sinni áheyrandi að rifrildi okkar og hafði svo þetta að segja um það eftir á: „Örlygur og Halldór voru að rífast í gær um hvor þeirra væri leiðinlegri. Satt best að segja veit ég ekki hvor þeirra hafði vinninginn. Þeir eru báðir að norðan.“ Höfundur Geð- bótar var eins og allir vita sem þekktu hann vel mikill geðsveiflu- maður. Hér má til gamans geta þess að þegar heimþráin hrjáði hann hvað mest í Los Angeles bað hann mig einlægt að herma eftir föður sínum og þar sem ég er jafn- an góður við þá sem eiga bágt varð ég samstundis við bón hans og gat þannig veitt honum nokkra geðbót. Eftir stríð lá leið okkar beggja til Parísar, þar sem við drukkum í okkur allvænan slurk af franskri menningu og eftir að honum hafði verið rennt niður var Ítalía næsti áfangastaðurinn, en þar dvaldi ég reyndar öllu lengur en Örlygur. Um ferðalag okkar Örlygs, Unnar, konu hans og Thors Vilhjálmsson- ar til Kaprí skrifaði ég grein sem birtist í Lesbók Mbl. 6.1. 2001. Hér ætla ég að taka mér það hégóm- lega bessaleyfi að vitna í mín eigin ummæli um Örlyg í þeirri grein af því að þannig og einmitt þannig kemur hann mér enn og ef til vill ýmsum fleirum ljóslifandi fyrir hugskotssjónir og á þennan hátt og engan annan vil ég fyrst og fremst minnast hans þ.e. sem óborganlegs gleðigjafa. Að vísu stóðu stundum gleðinnar dyr of lengi opnar hjá honum eins og reyndar hjá ýmsum öðrum. „Það bar ekkert sérstakt til tíðinda fyrr ÖRLYGUR SIGURÐSSON ✝ Örlygur Sigurðs-son listmálari fæddist í Reykjavík 13. febrúar 1920. Hann lést á Drop- laugarstöðum 24. október síðastliðinn og var útför hans gerð frá Langholts- kirkju 1. nóvember. en við stóðum á bryggjunni í Sorrento og biðum eftir ferj- unni til Kaprí. Við vorum ekki búin að vera þarna ýkja lengi þegar gamall, kump- ánalegur spiladósasali vatt sér að okkur og vildi alveg ólmur pranga inn á okkur einni dós og í því augnamiði opnaði hann eina, sem lék al- þekkt ítalskt lag, Funicolo – Funicoli og til þess að gera þetta allt áhrifameira raulaði karlinn sjálfur með. Örlygur, stemmings- maður mikli lét heldur ekki sitt eftir liggja, hóf því upp raust sína og það í kröftuglegasta lagi. Þótt vini mínum Örlygi sé margt til lista lagt, þá er sönglistin ekki hans sterkasta hlið. En þrátt fyrir þessa miklu annmarka þá magn- aðist gamanið og stemmingin þarna á bryggjunni öllum við- stöddum til óblandinnar ánægju. Það sem ég tel nú eftir á að hyggja að hafi vakið mesta kátínu meðal manna var hversu gjörólíkir „söng- fuglarnir“ í þessum kostulega dú- ett voru, annars vegar hrjúfur strigabassi norðan frá Íslandi og hins vegar mjúkraddaður tenór frá Suður-Ítalíu“ (Nokkuð stytt). Áhöld munu vera um það hvort lék betur í höndum Örlygs pensill- inn eða penninn. Ég læt aðra um að dæma um listmálarann Örlyg, en um rithöfundinn Örlyg langar mig að segja örfá orð. Það myndi aldrei hvarfla að mér að kalla Ör- lyg föðurbetrung en hins vegar hika ég ekki við að fullyrða að hann hafi staðið föður sínum fylli- lega jafnfætis á ritvellinum eins og ýmis dæmi sýna og sanna og nægir að benda hér aðeins á eina grein sem hann skrifaði um tengdaföður sinn, Eirík Hjartarson. Að mínu viti er sú mynd sem Örlygur bregður upp af honum svo fögur, blæbrigðarík og ógleymanleg að hún myndi sóma sér vel í safnriti úrvalsmannlýsinga og jafnvel skipa þar heiðurssess og í sama riti mætti hugsanlega hafa snilldar- grein föður hans um ræstingakonu í menntaskólanum, Rúnu í Barði. Enda þótt að greinar þeirra feðga séu að ýmsu leyti ólíkar snerta þær engu að síður strengi í brjóst- um næmra lesenda og hafi þeir báðir innilegar þakkir fyrir þær. Örlygur vildi alla gleðja og það er mergurinn málsins. Að lokum mætti bæta því hér við að hann var í aðra röndina hálfgerður villingur, sem öllum þótti vænt um. Um leið og við hjónin vottum Unni og öllum ættingjum samúð okkar langar okkur að lokum að þakka þeim hjónum fyrir allt ljúft á liðnum árum. Halldór Þorsteinsson. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, GUÐMUNDUR BJARNI GUÐMUNDSSON, frá Patreksfirði, Gullsmára 11, Kópavogi, sem lést þriðjudaginn 12. nóvember, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju mánudaginn 18. nóvember kl. 13.30. Auður Jónsdóttir, Jón Heiðar Guðmundsson, Þóra Björg Stefánsdóttir, Elín Guðmundsdóttir, Guðjón Ármann Einarsson, Helga Guðmundsdóttir, Ólafur E. Jóhannsson, Bjarni, Hallveig, Stefán, Auður, Ásta Sól, Óskar. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, RÖGNVALDUR JÓNSSON frá Marbæli, Skarðshlíð 14A, Akureyri, verður jarðsunginn frá Glerárkirkju mánudag- inn 18. nóvember kl. 14.00. Hulda Jónsdóttir, Anna S. Rögnvaldsdóttir, Pálmi Rögnvaldsson, Bryndís Óladóttir, Jón G. Rögnvaldsson, Svanfríður Sigurðardóttir, Margrét Rögnvaldsdóttir, Árni Ragnarsson, Rögnvaldur B. Rögnvaldsson, Birna G. Baldursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir færum við öllum sem auðsýnt hafa okkur hlýhug og samúð við fráfall KRISTÍNAR HÓLMFRÍÐAR KRISTINSDÓTTUR. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Land- spítala Fossvogi sem um hana annaðist. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þeim, sem vildu minnast hennar, er vin- samlegast bent á Barnaspítalasjóð Hringsins í síma 543 1151. Steinar Þór Guðlaugsson, Þorvaldur Óttar Guðlaugsson, Styrmir Guðlaugsson og fjölskyldur. Við þökkum af einlægum huga, öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför RÖGNVALDS RÖGNVALDSSONAR bifreiðarstjóra, Víghólastíg 17, Kópavogi. Guð blessi ykkur öll. Guðrún Albertsdóttir, börn og barnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samhug við andlát og útför okkar elskulega föður, tengdaföður, afa og langafa, SVEINS KLEMENZSONAR, Tjarnarbakka, Bessastaðahreppi. Jóhanna Sveinsdóttir, Ingólfur Sveinsson, Halla Hjörleifsdóttir, Pálína Sveinsdóttir, Valgeir K. Gíslason, Ásmundur Sveinsson, Tammy Ryan, Jón Guðlaugur Sveinsson, Jóhanna Siggeirsdóttir, Baldvin Sveinsson, Sigurlína Helgadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og bróður, ÞÓRHALLS HELGASONAR, Aðalgötu 1, Keflavík. Ingibjörg Þórhallsdóttir, Gunnsteinn Agnar Jakobsson, Ragnar Þórhallsson, Ásmundur Þórhallsson, Helga Þuríður Þórhallsdóttir, Jóhann Bergur Hlynsson, barnabörn og Hermann Helgason. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti, netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn ein- stakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.