Morgunblaðið - 16.11.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.11.2002, Blaðsíða 22
Reuters Pelosi fagnar kjöri sínu ásamt Gephardt. NANCY Pelosi, fulltrúadeildar- þingmaður bandarískra demókrata frá Kaliforníu, var á fimmtudaginn kjörin leiðtogi flokksins í fulltrúa- deildinni, þar sem demókratar eru í minnihluta. Er Pelosi fyrsta kon- an í sögu Bandaríkjanna sem gegn- ir slíku embætti. Hún er 62 ára og er í hópi frjálslyndra demókrata. Hún tekur við af Richard Gep- hardt, sem er í hópi miðjumanna í flokknum. „Þetta er gífurlegur heiður,“ sagði Pelosi við fréttamenn skömmu eftir að hún hafði verið kjörin með 137 atkvæðum gegn 29. Mótframbjóðandi hennar var Har- old Ford, þingmaður frá Tenn- essee, sem lýsti sig miðjumann. Pelosi hefur í 15 ár verið þing- maður fyrir San Francisco, og í fyrra var hún valin í það hlutverk að sjá um að þingmenn demókrata í fulltrúadeildinni mæti í atkvæða- greiðslur og haldi sig við flokkslín- una. Hún hefur verið fremst í flokki demókrata í andstöðu við stjórn George W. Bush forseta í málum á borð við Írak, viðskipti við Kínverja og uppbyggingu hins nýja heimavarnarráðuneytis. Hún er ættuð frá Baltimore, úr stórri ítalsk-bandarískri fjölskyldu sem hefur gegnt stóru hlutverki í stjórnmálum. Bæði faðir hennar og bróðir hafa verið borgarstjórar í Baltimore. Hún er sögð eiga sér marga bandamenn í forystu Demó- krataflokksins, en hefur sætt gagn- rýni fyrir frjálslyndar skoðanir sín- ar. Stjórnmálaafskipti hennar hóf- ust í San Francisco í byrjun níunda áratugarins. Þá hafði hún verið húsmóðir til fjölda ára, gift kaup- sýslumanni og alið upp fimm börn. Fréttaskýrendur segja að það ætti að koma flokknum til góða að hún er kona, en demókratar hafa löngum reitt sig á atkvæði frá kon- um. Þá sé ljóst, að Pelosi vilji auka bilið á milli Demókrataflokksins og Repúblíkanaflokksins í utanríkis-, efnahags-, mennta- og heilbrigðis- málum. Pelosi bíður það verkefni að end- urskilgreina flokkinn í kjölfar ósig- urs hans í kosningunum 5. nóv- ember. Hún kvaðst myndu standa við hlið Bush forseta í baráttu hans gegn hryðjuverkastarfsemi, en sagði að Demókrataflokkurinn myndi ekki beygja sig er kæmi að mismunandi viðhorfum til efna- hagsmála. Demókratar, sagði hún, yrðu að koma sér saman um árangursríka efnahagsstefnu, og „hún verður ná- kvæmlega í miðjunni“, sagði Pelosi. Andstæðingar hennar í leiðtoga- kjörinu höfðu haldið því fram að hún væri of vinstrisinnuð til að höfða til miðjusinnaðra kjósenda. Gagnrýnd fyr- ir frjálslyndi Washington. AFP. Kona í fyrsta sinn þingflokksfor- maður bandarískra demókrata ERLENT 22 LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ meistar inn. is ÁBYRGÐ ÁREIÐANLEIKI AP Kristina (fyrir miðju) var valin ungfrú Prísund en Inga (t.v.) lenti í öðru sæti og Tatjana í þriðja í fyrstu fegurðarsamkeppninni meðal kvenfanga. KRISTINA, sem afplánar nú fjög- urra ára fangelsisdóm, var valin ungfrú Prísund í fyrstu fegurð- arsamkeppni kvenfanga í Litháen sem fór fram á bak við lás og slá. „Ég trúi þessu ekki enn, þetta er allt eins og draumur,“ sagði Krist- ina. „Ég vona að þetta breyti lífi mínu til hins betra.“ Kristina – smávaxin og fíngerð stúlka með sítt og dökkt hár – hef- ur verið í fangelsi í tvö ár. Hún var á meðal átta kvenna á aldrinum 19–31 árs sem tóku þátt í fegurð- arsamkeppninni í eina kvenna- fangelsi Litháens. Skipuleggjendur samkeppninnar lögðu blátt bann við því að skýrt yrði frá þeim glæpum sem Kristina og hinar fegurðardísirnar voru dæmdar fyrir. Litháísk einkasjón- varpsstöð sýndi samkeppnina í gærkvöldi. Konurnar komu fram í baðfötum og brúðar- og viðhafnarkjólum, sem þekktur litháískur tískuhönn- uður var fenginn til að hanna. Kristina fékk andvirði 100.000 króna í verðlaun. Inga, sem hélt upp á 31 árs afmæli sitt daginn sem samkeppnin fór fram, varð í öðru sæti og fékk andvirði 60.000 króna. Tatjana, 25 ára, náði þriðja sætinu og varð 25.000 krónum rík- ari. Þær fá þó ekki verðlaunaféð fyrr en þær hafa afplánað fangelsis- dómana. „Þetta er í annað sinn sem ég tek þátt í fegurðarsamkeppni, í fyrra skiptið var ég 17 ára, en þetta var öðruvísi,“ sagði Inga og gleðitárin streymdu af hvörmunum. Hennar bíður nú fimm ára vist í fangelsinu. Ungfrú Prísund Evrópu? Konurnar þurftu ekki að vinna á saumastofu fangelsins vikuna fyrir samkeppnina til að þær gætu und- irbúið sig. Um 100 kvenfangar fylgdust með keppninni. Stjórnandi samkeppninnar, Ar- unas Valinskas, bræðir nú með sér hvort hann eigi að efna til stærri fegurðarsamkeppni meðal fanga. „Þetta er fyrsta fegurðarsam- keppnin af þessu tagi í heiminum, en ef til vill ekki sú síðasta. Við höfum þegar verið beðnir um að renna huganum til ungfrú Prísund- ar Evrópu.“ Ungfrú Prísund krýnd Vilnius. AFP. ÓTTAST er að Argentína fái ekki fleiri lán frá alþjóðlegum fjármála- stofnunum eftir að hafa lent í van- skilum með lán frá Alþjóðabankan- um í fyrradag. Þetta torveldar tilraunir Argentínustjórnar til að fá nýtt lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðn- um, IMF, sem er síðasta hálmstrá landsins þar sem það lenti í van- skilum við aðra lánardrottna sína í fyrra. Argentína greiddi aðeins 79 millj- ónir dala (6,7 milljarða króna) í vexti af láni að andvirði 805 millj- óna dala (68 milljarða króna). Landið hefur mikla þörf fyrir nýtt lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Roberto Lavagna, efnahags- málaráðherra Argentínu, sagði að lánið frá Alþjóðabankanum yrði ekki endurgreitt fyrr en samkomu- lag næðist við IMF. Þetta varð til þess að aðalhluta- bréfavísitala Argentínu lækkaði strax um 3,25%. Anne Krueger, aðstoðarfram- kvæmdastjóri IMF, sagði eftir við- ræður við Lavagna í Washington að stjórn sjóðsins hygðist leggja til að fallist yrði á beiðni Argentínu- stjórnar um greiðslufrest vegna láns að andvirði 140 milljónir dala (11,9 milljarðar króna) sem á að gjaldfalla á föstudaginn kemur. Skuldir Argentínu við IMF nema alls 14 milljörðum dala (1.200 millj- örðum króna) og þar af gjaldfalla 6,5 milljarðar dala (550 milljarðar króna) á næstu þremur mánuðum. Hefur reitt sig á Alþjóðabankann Samkvæmt reglum Alþjóða- bankans verða vanskil Argentínu sjálfkrafa til þess að hann getur ekki veitt landinu fleiri lán eða vaxtaívilnanir. Eftir 30 daga stöðv- ar bankinn einnig greiðslur vegna lána sem þegar hefur verið samið um. Argentína hefur reitt sig á lán frá Alþjóðabankanum til að endur- skipuleggja hagkerfið og fjármagna brýn félagsleg verkefni eftir að hafa lent í vanskilum í desember í fyrra með erlend lán að andvirði 95 milljarðar dala (8.000 milljarðar króna). Voru það mestu vanskil sjálfstæðs ríkis í sögunni. Argentínumenn ganga nú í gegn- um mestu efnahagskreppu í sögu landsins og búist er við að efnahag- urinn dragist saman um 11,5% í ár. Meira en helmingur landsmanna lifir undir fátæktarmörkum og fjórðungur þeirra er án atvinnu. IMF er nú síðasta hálmstrá Argentínu Buenos Aires. AFP, AP. BRESKI barnamorðinginn Myra Hindley lést í sjúkrahúsi í Bretlandi í gær af fylgikvillum hjartaáfalls sem hún fékk fyrir tveimur vikum. Hindley og unn- usti hennar, Ian Brady, voru dæmd í lífstíðar- fangelsi árið 1966 fyrir morð á tveimur börnum og einum unglingi en síðar játaði Hindley að þau hefðu myrt tvö börn til viðbótar. Hún var sextug. Öll voru börnin beitt kynferðis- legu ofbeldi áður en þau voru myrt. Þau voru tíu, tólf og sextán ára en upp komst um glæpina er Hindley og Brady myrtu fimmta fórnarlamb sitt, sem var sautján ára, fyrir fram- an mág Hindleys. Barnamorð- ingi látinn London. AFP. Myra Hindley
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.