Morgunblaðið - 16.11.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.11.2002, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2002 11 . s æ t i ð3 Sólveig Pétursdóttir dóms- og kirkjumálaráðherra Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík 22. og 23. nóvember 2002. Kosningaskrifstofa stuðningsmanna Sólveigar er að Suðurlandsbraut 8, Fálkahúsinu. Allir hjartanlega velkomnir. Stuðningsmenn. Skrifstofan er opin virka daga frá kl. 14:00 til 21:00 og um helgar frá kl. 13:00 til 18:00. Símar skrifstofunnar eru: 568 0582 og 568 0584 Faxnúmer er 568 0584 Stærsta töskuverslun landsins Skólavörðustíg 7, sími 551 5814 Herra kr. 2.800 Dömu kr. 2.600 Þar sem hanskarnir fást Er þér kalt? SÚ STAÐREYND að íslensk stjórnmál hafa þróast með þeim hætti að Vinstrihreyfingin – grænt framboð gengur einn flokka fram undir merkjum vinstristefnu og um- hverfisverndar leggur sérstakar skyldur á herðar flokksins. Þetta kom fram í ræðu formans Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs, Steingríms J. Sigfússonar, á flokks- ráðsfundi VG á Hótel Loftleiðum í gær. „Þar er engum öðrum til að dreifa. Meðan aðrir kenna sig við miðju eða þróun í átt til miðju stjórnmálanna og suma dreymir um helmingaskipti við Framsóknar- flokkinn, þá höldum við uppi harðri stjórnarandstöðu, gagnrýnum báða stjórnarflokkana og viljum ger- breytta stefnu, vinstristefnu, vel- ferðarstjórn,“ sagði Steingrímur. Sagðist hann með engu móti geta séð hvernig slík velferðarstjórn gæti orðið til nema í henni væri vinstri- flokkur frekar en hann sæi hvernig vinstrimenn yrðu sameinaðir í miðjuflokki. Gagnrýni á stjórnarflokkana „Eðlilegir samherjar okkar í bar- áttunni fyrir gerbreyttri stjórnar- stefnu eru auðvitað hinir stjórnar- andstöðuflokkarnir, Samfylkingin og Frjálslyndi flokkurinn, þótt stefna og áherslur séu ólíkar í ýms- um málum. Vinstrihreyfingin – gænt framboð er reiðubúin til samstilltrar baráttu og við eigum í engum erf- iðleikum með að bera okkur í munn nöfn þessara flokka, Samfylkingin, Frjálslyndi flokkurinn, heyriði bara.“ Steingrímur sagði að stjórnarand- staðan myndi aðeins ná árangri að hún væri trúðverðugur valkostur við þá stjórnarstefnu sem nú væri við völd. Gilti það einu þótt úrslit kosn- inga kynnu að gera það nauðsynlegt að vinna með fleirum þótt ólíklegt væri að hreinn meirihluti núverandi stjórnarandstöðu ynnist. Steingrímur sagði að vinstrigræn- ir hefðu með margvíslegum hætti teflt fram öðrum áherslum í atvinnu- málum og öfugt við ríkisstjórnina hefði VG tröllatrú á möguleikum, getu og tækifærum innlendra aðila. „Við leggjum áherslu á fjöl- breytni, nýsköpun og smá og með- alstór fyrirtæki og vöxt þeirra. Á sjálfbæra þróun atvinnulífsins,“ sagði Steingrímur og bætti við: „Vit- ið þið hvað Össur, Bakkavör, Marel, Baugur, 3xStál, MT bílar, Ólafsfirði, Sæplast, Samherji, Atlanta og Kaupþing, svo nokkuð sé nefnt, eiga sameiginlegt fyrir utan að vera fyr- irtæki í vexti og sókn á erlendum mörkuðum? Jú, þau voru yfirleitt ekki til eða þá smáfyrirtæki með einn eða nokkra starfsmenn fyrir 15–25 árum.“ Opið málþing í dag Á fundinum í gær voru almennar umræður um málefnahandbók sem VG hyggst gefa út um stjórnmálin í aðdraganda alþingiskosninganna. Þá spunnust umræður um ályktanir fundarins sem afgreiddar verða í dag, s.s. á sviði velferðarmála, heil- brigðismála, menntamála, húsnæð- ismála og umhverfismála auk at- vinnumála með fjölbreytni og nýsköpun að leiðarljósi. Í dag efna vinstrigrænir til opins málþings undir yfirskriftinni Vel- ferðarstjórn – velferðarsamfélag og hefst þingið klukkan 14. Vinstrigrænir vilja gerbreytta stjórnarstefnu Stjórnarandstöðuflokk- arnir eðlilegir samherjar Morgunblaðið/Kristinn Steingrímur sagði að vinstrigrænir hefðu með margvíslegum hætti teflt fram öðrum áherslum í at- vinnumálum og hefðu tröllatrú á möguleikum, getu og tækifærum innlendra aðila. GUÐJÓN Guðmundsson alþingis- maður segir að Vilhjálmur Egilsson verði að útskýra betur hvað hann eigi við um að Guðjón og Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, verði að axla pólitíska ábyrgð á gerð- um stuðningsmanna sinna í utan- kjörfundaratkvæðagreiðslu fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norð- vesturkjördæmi fyrir viku. Guðjón ítrekar að hann hafi hvergi komið nálægt hinni umdeildu utan- kjörfundaratkvæðagreiðslu. „Ég hef margsagt frá því áður að ég var á yf- irreið yfir kjördæmið meðan þetta átti sér stað og kom hvergi nálægt þessu. Það eru hreinar línur.“ Eftir að málið kom upp hafi hann rætt við fólk sem tók þátt í að fara með utan- kjörfundaratkvæði út í bæ. Greini- legt væri að þarna hefði orðið hrap- allegur misskilningur milli heima- manna og þeirra sem sáu um fram- kvæmd prófkjörsins. „Ef menn hefðu verið að svindla hefðu þeir ekki gert það fyrir opnum tjöldum. Þetta eru auðvitað óskiljanleg mis- tök sem ekki eiga að verða en urðu samt,“ segir hann. Auk þess hafi öll- um umdeildum atkvæðaseðlum verið eytt áður en talning hófst og þetta hafi því ekki haft áhrif á úrslit próf- kjörsins. „Vilhjálmur verður að sætta sig við það eins og ég, að hafa ekki náð þeim árangri í prófkjörinu sem stefnt var að,“ segir Guðjón. Aðspurður um lausn á deilunum segir Guðjón að fulltrúaráð Sjálf- stæðisfélaganna á Akranesi muni funda um málið eftir helgi og þar verði e.t.v. lögð fram ályktun. Málið sé þó í ákveðnum farvegi sem hafi verið einróma samþykktur af stjórn kjördæmisráðs og af kjörnefnd. „En það vilja ekki allir sætta sig við það. Svo verðum við bara að sjá til með framhaldið,“ segir hann. Kjörkassar ekki á ferðinni Vilhjálmur Egilsson sagði m.a. við Morgunblaðið í gær að í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvestur- kjördæmi hafi m.a. verið utankjör- fundaratkvæðagreiðsla á rafmagns- verkstæði HB og í Sementsverk- smiðjunni á Akranesi. Karl Þórðar- son, yfirmaður rafmagnsdeildar HB á Akranesi, vísar þessum ummælum á bug og segir að ekki hafi verið kos- ið á verkstæðinu. Gylfi Þórðarson, framkvæmdastjóri Sementsverk- smiðjunnar, segir að einhverjir starfsmenn verksmiðjunnar hafi kosið í prófkjörinu, en það sé algjör tilbúningur að kjörkassar hafi verið á ferð í verksmiðjunni eða kosningar. Guðjón Guðmundsson um gagnrýni Vilhjálms Egilssonar Verður að útskýra málið betur mbl.isFRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.