Morgunblaðið - 16.11.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.11.2002, Blaðsíða 27
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2002 27 BRYNJUMÓT í íshokkí stendur nú yfir í Skautahöllinni á Akureyri. Þátttakendur eru um 250 talsins, 13 ára og yngri, og koma frá þremur fé- lögum, Skautafélagi Akureyrar, Skautafélagi Reykjavíkur og Birnin- um. Sigurður Sigurðsson fram- kvæmdastjóri Skautafélags Akur- eyrar sagði að hátt í 400 gestir væru í bænum vegna mótsins, en Brynj- umótið er einn stærsti viðburðurinn í skautaíþróttum á Akureyri. Það hef- ur verið haldið árlega undanfarin ár og þátttakendum fjölgar sífellt að sögn Sigurðar. Alls verða leiknir um 40 leikir, en mótinu lýkur um hádegi á morgun, sunnudag. „Þetta er mjög skemmtilegt mót og það er alltaf að vaxa,“ sagði Sigurður. Meistaraflokkar SA og SR leika í dag, laugardag kl. 17 og má búast við hörkuleik. Um 250 kepp- endur á Brynjumóti Fjórir nemendur á fyrsta ári í Fag- urlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri hafa sett upp innsetning- arverk á Ráðhústorgi, en það heitir „Þetta reddast allt.“ Það sam- anstendur af 150 hvítum blöðrum sem bundnar eru á bekkina um- hverfis torgið, en í miðju þess er hvítplöstuð heyrúlla með textanum „Þetta reddast allt.“ Tilgangur þessarar uppákomu er fyrst og fremst að virkja nemendur í listnámi bæjarins í að færa sköpun sína út fyrir sín hefðbundnu mörk sem og að fá nánari tengsl við bæj- arlífið og vekja fólk til umhugsunar, segir í frétt frá nemunum. Í DAG Kvenfélag Akureyrarkirkju heldur árlegan kökubasar og kaffisamsæti eftir messu á morgun, sunnudaginn 17. nóvember, en messan hefst kl. 14.00. Á kökubasarnum verða til sölu girnilegar og gómsætar kökur á góðu verði, auk þess sem seldir verða lukkupakkar. Ágóði af bas- arnum rennur til styrktar starfi Ak- ureyrarkirkju. Á MORGUN Vinstri grænir á Akureyri efna til opins fundar um orkumál og fyr- irhugaðar breytingar á rekstr- arformi Norðurorku næstkomandi mánudag, 18. nóvember. Fundurinn verður í Deiglunni og hefst kl. 20:00. Stutt framsöguerindi flytja Árni Steinar Jóhannsson, alþingismaður, Kristín Sigfúsdóttir, fulltrúi VG í stjórn Norðurorku og Páll Tóm- asson, stjórnarformaður Norður- orku. Á NÆSTUNNI Aglow, kristileg samtök kvenna, halda fund næstkomandi mánudags- kvöld, 18. nóvember, kl. 20 í fé- lagsmiðstöðinni í Víðilundi 22. Ræðumaður kvöldsins verður Anna Höskuldsdóttir hjúkrunarfræð- ingur. Fjölbreyttur söngur, fyr- irbænaþjónusta og kaffihlaðborð. FJÓRÐA og síðasta lota heilsurækt- arátaksins „Fjölskyldan saman, gaman!“ verður á laugardag, 16. nóv- ember og verður dagskráin að venju fjölbreytt. Íþróttafélagið Akur kynnir borð- tennis, boccia og bogfimi í íþrótta- húsinu Bjargi við Bugðusíðu auk þess að kynna starfsemi sína. Ung- mennafélag Akureyrar býður upp á frjálsar íþróttir, leiki, ratleik og fleira á Akureyrarvelli frá 12 til 14 og Júdódeild KA kynnir júdó í KA- heimilinu frá kl. 13 til 14. Skíðafélag Akureyrar verður með kennslu í skíðagöngu fyrir alla fjölskylduna við þjónustuhúsið í Kjarnaskógi frá 13 til 15 og í Golfbæ, sem er á Bjargi mun Golfklúbbur Akureyrar bjóða upp á kynningu og kennslu í golfi frá kl. 13 til 16. Fjölskyldan saman, gaman STARFSMENN Skógræktarfélags Eyfirðinga eru nýlega byrjaðir að höggva jólatré, en þeir áætla að höggva um 300 tré í reitum sínum fyrir þessi jól. Hallgrímur Indriðason, fram- kvæmdastjóri félagsins, sagði að síðustu ár hefðu hátt í þrjú þús- und tré verið seld á Akureyri, en félagið fær töluvert af trjám frá Suðurlandi auk þess sem tré eru flutt inn. Í gær voru þeir Hallgrímur og Kjartan Einarsson að höggva stafafuru á Þelamörk, hún var gróðursett í kringum 1985 og hafa hæstu trén náð allt að þriggja metra hæð. Hallgrímur sagði að mest eftirspurn væri að jafnaði eftir norðmannsþin, enda tréð mjög barrheldið. „Fyrir þá sem vilja eitthvað öðruvísi bend- um við á stafafuruna, sem er mjög skemmtilegur valkostur, hún er bæði barrheldin og ilmar einstaklega vel og lengi, nánast öll jólin,“ sagði Hallgrímur. Blá- greni er einnig vinsælt tré, en það höggva þeir í reit sínum að Miðhálsstöðum. Ráðgert er að hefja sölu jóla- trjáa í Kjarna síðustu dagana í nóvember, en aukin áhersla hefur verið lögð á að selja ýmsar afurð- ir skógarins sem tengjast jólum þar einnig, skreyti- og föndurefni ýmiskonar. „Tíðin lofar góðu til skóg- arhöggs,“ sagði Hallgrímur. „En við stefnum að því að ljúka þessu verki í lok næstu viku.“ Morgunblaðið/Kristján Hallgrímur Indriðason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga, og Kjartan Einarsson, starfsmaður fé- lagsins, voru að fella stafafuru í reit félagsins á Þelamörk. Byrjað að höggva jólatrén LÁGMYND af Jónasi Hallgrímssyni var afhjúp- uð á Sal Menntaskólans á Akureyri í gær, en þá var minnst Dags íslenskrar tungu. Halldór Blöndal, forseti Alþingis, afhjúpaði myndina en hana gerði Kristinn E. Hrafnsson myndlistarmaður. Við athöfn á Sal sagði Tryggi Gíslason skóla- meistari frá Jónasi Hall- grímssyni frá Hrauni í Öxnadal, en hann fæddist 16. nóvember og hefur dagurinn verið helgaður minningu hans síðustu ár. Tryggvi sagði einnig frá ljóðum Jónasar, en í tilefni dagsins var gefið út kverið Ís- land, ljóð Jónasar sem Tryggvi valdi. Með þessu er verið að gera Menntaskólann að Akureyri að skóla Jónasar Hallgrímssonar, en með því er átt við að skólinn vill leggja sér- staka rækt við íslensku og náttúru- vísindi, eins og nefnt er í lögum um Menntaskólann á Akureyri frá árinu 1930. Hugðarefni Jónasar voru ís- lenska og náttúruvísindi. „Jónas Hallgrímsson er meðal fremstu náttúrufræðinga Íslendinga fyrr og síðar og hafa störf hans sem náttúrfræðingur ein skipað honum á bekk meðal kunnustu Íslendinga þótt ekkert annað hefði til komið. En lengst verður Jónasar Hallgríms- sonar minnst vegna ljóða hans, en segja má að Jónas Hallgrímsson sé fyrsta nútímaskáld Íslendinga. Ljóð hans eru flest eins og þau væru ort í gær,“ sagði Tryggvi. „Þau höfða enn sterkt til allra þeirra sem unna ljóð- um og fögru máli og má mikið af þeim læra.“ Halldór Blöndal sagði það mikinn heiður fyrir sig að fá að afhjúpa lág- myndina af Jónasi. „Mér finnst hún hafa tekist frábærlega vel,“ sagði hann og bætti við að íslensk tunga hefði ekki betur verið kennd í fram- haldsskólum á Íslandi en í Mennta- skólanum á Akureyri. Morgunblaðið/Kristján Halldór Blöndal, forseti Alþingis, afhjúpaði lágmynd af Jónasi Hallgrímssyni í húsnæði Menntaskólans á Akureyri. Lágmynd af Jónasi afhjúpuð á Sal MA STRANDGATA 3, AKUREYRI Til leigu eða sölu er verslunarpláss í miðbæ Akureyrar. Húsnæðið er 258,6 fm að stærð. Hentar vel fyrir veitingarekstur af ýmsu tagi. Upplýsingar í síma 893 0040. Frábært að versla og a llar helstu versla nirnar, góð ir veitingast aðir, einstök gest risni og írsk pöbbastemn ing. Risa jólaskrú ðganga, han dverksmark aður og sjávarútv egssýning. Tvö afbragð s hótel, íslen sk fararstjór n, skoðunarfer ðir og um 3 klst beint flug m eð Atlanta. Orlofsávísu n VR gildir 5000, - kr símar: 562 9950 og 587 6000 • Hesthálsi 10, netfang: info@vesttravel.is • www.vesttravel.is VESTFJAR‹ALEI‹ SELJUM SÍ ÐUSTU 15 SÆTIN! LAUGARDA GINN 16. N ÓV. VERÐU R OPIÐ Á N ÝJA STAÐNUM Á HESTHÁ LSI 10 - Kl. 10:00 - 14 :00 VERIÐ VEL KOMIN ÞA Ð VERÐUR HEITT Á K ÖNNUNNI !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.