Morgunblaðið - 16.11.2002, Qupperneq 64
64 LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
ÞAR sem Norðlenska var að lækka
verð á nautakjöti til framleiðenda til
samræmis við verð annarra slátur-
leyfishafa er farin viðleitni Norð-
lenska til að reyna að ná fram hækk-
un á verði til framleiðenda. Ástæðan
er að aðrir sláturleyfishafar virðast
ekki hafa talið ástæðu til að taka þátt
í því. Þar með er farin von framleið-
enda um nauðsynlega leiðréttingu á
niðurkeyrðu kjötverði sem stendur
ekki lengur undir framleiðslukostn-
aði.
Þessu fylgir ákveðið vonleysi fyrir
framleiðendur þar sem lítil von er um
forsendur fyrir hækkun á næstunni
vegna mikils framboðs af öðrum kjöt-
tegundum á markaðnum og því
ákveðin hætta á að nautakjötsfram-
leiðslan dragist enn frekar saman.
Það er nú samt svo að sala á nauta-
gripakjöti virðist halda sínum hlut á
markaðnum þrátt fyrir niðurboð
annarra kjöttegunda sem þýðir að
neytandinn í þessu landi vill hafa
þetta kjöt á markaðnum.
Það er því ljóst að íslensk nauta-
kjötsframleiðsla á ákveðinn sess á
markaðnum þar sem ekki þarf að
efast um heilbrigði framleiðslunnar
og þá um leið ákveðið matvælaöryggi
fyrir neytandann. Dragist hins vegar
framleiðslan saman er stutt í þrýst-
ing á innflutning og eða yfirtöku ann-
arra kjöttegunda. Það var því mjög
slysalegt af hálfu sláturleyfishafa að
hafa ekki séð ástæðu til að nota þetta
tækifæri til að leiðrétta verð á nauta-
kjöti til framleiðenda nú í stað þess
að hanga svona á halanum.
ÞORSTEINN RÚTSSON,
form. búgreinaráðs BSE
í nautgriparækt.
Meira um lækkun á nauta-
kjöti hjá Norðlenska
Frá Þorsteini Rútssyni:
ÞAÐ hefir dregist alltof lengi að ég
þakkaði Páli Valssyni fyrir að leið-
rétta fljótfærnisvillu í grein, sem ég
ritaði um Jónas Hallgrímsson. Nú er
komið að því að ég leiðrétti hann.
Páll Valsson segir í bók sinni um
Jónas Hallgrímsson að systir Krist-
jönu Knudsen, Landakotssysturinn-
ar, sem Jónas felldi hug til hafi verið
Kristín Knudsen. Hún hét Kirstine
Cathrine.
Jón Sveinbjörnsson konungsritari,
sem var sonarsonur hennar, sagði við
Þorfinn Kristjánsson, prentara og rit-
stjóra: „Ég skal aldrei fyrirgefa yður
að þér fóruð rangt með nafn ömmu
minnar.“
Honum hafði orðið á að nefna hana
Kristínu. Kirstine Knudsen, sem var
móðir Sveinbjörns Sveinbjörnssonar
tónskálds, varð fyrir hremmingum í
bók Sögufélagsins um Odd í Rósu-
húsi. Þar var birt mynd af henni sem
Rósu, móður Odds. Engin leiðrétting
hefir birst í tímaritinu Sögu, né í
Nýrri sögu. Þessi mistök verður þó að
telja minniháttar ef miðað er við mis-
þyrmingu þá sem þjóðtungan verður
fyrir um þessar mundir. Þrátt fyrir
varajátningar, lúðraþyt og svardaga
keppast Íslendingar í trúnaðarstöð-
um, háskólamenn, höfðingjar, at-
hafnamenn, fyrirtæki og stofnanir,
sem kenna sig við Ísland um það að
óvirða móðurmálið, þá tungu sem
Jónas nefndi ástkæra og ylhýra. Dag-
lega eru fluttar sjónvarpsauglýsing-
ar, sungnar og leiknar á enskri tungu.
Happdrætti Háskóla Íslands dreg-
ur upp löngu látinn bandarískan
skopleikara, Jimmy Durante og lætur
hann syngja og muldra á sinni tungu í
auglýsingu sinni í ríkissjónvarpi. Þeg-
ar að þessu var fundið baulaði starfs-
maður happdrættisins eins og sjálfur
Þorgeirsboli sæti fyrir svörum og
fleygði svo símtólinu á fóninn.
Vigdís Finnbogadóttir er alveg
hætt að koma fram í fjölmiðlum og
vitna í Snorra Hjartarson „Land, þjóð
og tunga“. Mjólkursamsalan, sem er
orðin „prókúruhafi“ íslenskrar tungu
fær stórleikarann Arnar Jónsson til
þess að hrópa á enskri tungu í sjón-
varpsauglýsingu: „we interrupt this
programme“. Vátryggingafélag Ís-
lands lætur syngja á ensku í sjón-
varpsauglýsingu sinni. Sama gera
Sjóvá-Almennar og er það félag þar
sem Sigríður Björnsdóttir frá Ána-
naustum, síðar kona Bjarna Bene-
diktssonar ráðherra og Anna Jóns-
dóttir, móðir Ólafs Jóhanns Ólafs-
sonar rithöfundar störfuðu á yngri
árum. Niðjar Benedikts Sveinssonar
alþingisforseta sitja í stjórn.
Þingmenn og bæjarstjórar, sem
fara í fáeinar vikur til Vesturheims
týna þjóðtungunni og svara spurning-
um fjölmiðlamanna eins og Færeyja-
gikkir. Þingmaður Ólsara og Sandara
var inntur eftir fjárhagsmálum í út-
varpi. Hann nefndi strax „infrastruct-
ure“. Sama gerði bæjarstjóri á Ísa-
firði. Háskólaprófessor í sunnudags-
þætti ræddi um „bakbein“. Honum
kom ekki í hug að nefna uppistöðu eða
meginstoð.
Þegar Samkeppnisstofnun var beð-
in að rétta hlut íslenskrar tungu í
lagavali Ríkisútvarpsins kvað hún það
utan síns verkahrings. Öðru máli
gegndi ef um væri að ræða nauta-
tungu og gilti einu hvort hún væri
reykt eða soðin.
PÉTUR PÉTURSSON,
þulur.
Hnignun þjóð-
tungunnar
Frá Pétri Péturssyni:
Kirstine Cathrine Knudsen