Morgunblaðið - 17.11.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.11.2002, Blaðsíða 25
Séð til suðurs úr Syðri-Þrengslaborgum. Þar sést smágerð gígaröð, en þar eru allmargir smáhellar, sem koma kindum vel í vargi (bitmýi). Gamli Rauðuborgarkofinn, nú nýttur sem hesthús. Syðri-Lúdentsborgir að hluta og Flataskógarröndin er græn ræma á miðri myndinni. Bláfjall og Sellandafjall í baksýn. voru allir möguleikar nýttir til heyöflunar, heyjað í Varp- teigum, sem er eyja á mörkum Ytri- og Syðri- flóa í svo kölluðu Teiga- sundi. Einnig voru engjar leigðar hjá sr. Hermanni Hjartar- syni á Skútustöðum, svo kallaðar Fram- engjar. Þar var legið við í tjöldum vikum saman, heyið sótt á sleðum á vetrum og síðan á bílum, er veg- urinn náði í Voga 1937. En þetta var ekki nógu öruggur vetrarforði handa þeim rösklega 200 ám, sem voru í eigu Vogunga á þessum árum, svo þess var freistað að heyja loð- víði (S. lanáta) á Flataskógarrönd upp undir fjöllum (sjá kort), en fyrr á árum var einnig heyjað í Lúdent, bæði melur og sandtaða. Ég tel mig hafa farið tvær ferðir í Laufrönd. Í dagbók Hallgríms Þórhallssonar (1914–1982) frá Vogum, frá 15. júlí 1936 er þess getið, að Vogungar hafi hafið laufheyskap á Flataskógarrönd þennan dag og þá hafi staðið að slætti þeir Hallgrímur, Kristján og Einar (f. 1918) Þórhallssynir, Jón (1917– 1990), Stefán (1919–2000) og Sigur- geir (f. 1920) Jónassynir, Stefán (1917–1999) og Hinrik Sigfússynir, (Hinrik f. 1922), alls átta menn. Eftir að laufheyið hafði verið þurrkað, var það flutt í heystæðin í Lúdent, alls 21 hestburður. Haraldur bróðir minn (f. 1925) var þetta sumar með mér í Vogum og man hann glögglega eftir þessum heyskap. Ég man lítið eftir fyrri ferðinni, nema að ég henti mér af Skjónu í Nökkvabrekku, þegar Rauður Þórhalls í Vogum kom á harðastökki fram hjá mér, einhver hafði slæmt hrífu í taglið á þeim rauða og hann tekið svona snöggt við sér. Haraldur bróðir reið Rauð. Þór- hallur Hallgrímsson (1879–1941) húsbóndi minn átti þrjá hesta, Skjónu, Jörp og Rauð. Þeir leikfélag- ar mínir Hallgrímur (1928–2000) og Pétur (1929–1994) Jónassynir höfðu farið fyrstu ferðina með lestina í Lúd- ent, en lent í miklum vandræðum, hestarnir flestir komið í heystæðið baggalausir, en baggarnir úti um all- an sand. Ástæðan fyrir þessu hátta- lagi hestanna var sú, að mjög heitt var í veðri þessa fjalladaga og vildu baggahestarnir taka sig út úr lest- inni, leggjast síðan niður og reyna að velta af sér böggunum. Var mér nú falið að fara með þeim bræðrum í næstu ferð og láta þetta ekki end- urtaka sig. Svipu hafði ég enga, en hríslu góða og lét ég hana dynja á hestum þeim, sem voguðu sér út úr heybandslestinni. Tókst nú betur til en í fyrra skiptið, við náðum til heytóftarinnar, þar sem laufið var bor- ið upp, en síðan átti að sækja heyið um vetur- inn á sleðum upp í Lúdent. Komst laufið allt óskemmt til byggða um vetur- inn og féð mjög sólgið í loðvíðinn. Í Lúdent heyjaði ég aldrei, það var fyrir mína daga í Vogum, en þar var bæði slegin sandtaða og melur. Sandtaðan er næst- um töðugæf og sóttu hestar Vogunga mjög í að strjúka upp í Lúdent og var Einar Gunnar Þórhallsson (f. 1918) eitt sinn sendur gangandi upp í Lúdent að sækja þessa strokuhesta, en það er dágóður spölur að ganga. Augljóst er að orðið Lúdent er ekki íslenskt, en Mývetningar voru nú ekki á því að samþykkja það, er dr. Björn Guð- finnsson íslenskukennari í MR (1905–1950) benti þeim á þá stað- reynd, að ent-ending væri ekki til í ís- lensku. Nú hefur mér hins vegar ver- ið bent á grein í Grímni, riti Örnefnastofnunar Þjóðminjasafns, 2. hefti 1983, bls. 109–110, þar sem seg- ir m.a. svo: „Lúdent er gígur með hallandi gígskál og mun hafa heitið í öndverðu: Lútandi, þá Lútendi, síðan Lútent og loks Lúdent, af sögninni lúta, halla.“ IV. Kristján Friðrik Þórhallsson fæddist í Vogum í Mývatnssveit hinn 20. júlí árið 1915 og andaðist eins og fyrr segir hinn 13. mars 2002. Útför hans fór fram frá Reykjahlíðarkirkju laugardaginn 16. mars 2002. Heilsa mín leyfði ekki, að ég gæti fylgt vini mínum til grafar, en hugur minn var allur þar nyrðra meðan á athöfninni stóð. Svo náin getur vinátta verið milli manna, að þeim sé um megn að rita um þá minningargrein. Því minn- ist ég Kristjáns hér með öðrum hætti en hefðbundið er. Þrennt var það, sem einkum einkenndi Kristján, en það var drengskapur, dugnaður og mikil afköst að hverju sem hann gekk. Hann gisti oft hjá mér hér í Reykjavík og minnist ég þá einkum, er hann dvaldi hjá mér á Reynimel 34, þar mátti hann hafa afnot af síma mínum eins og hann vildi, frá því að ég fór í vinnu að morgni, þar til er ég kom heim að kveldi. Samt fylgdist ég með, hvernig erindum hans miðaði áfram, en hann átti þau helst við Þór Guðjónsson (f. 1917) veiðimálastjóra og Ingólf Jónsson ráðherra frá Hellu (1909–1984). Kristjáni þótti dragast úr hömlu að fá svar frá Þór, en skýr- ingin kom, er hann hringdi í embætt- ið, þetta var í fyrsta skipti, sem veiði- félag hafði sótt um að veiða minna, en leyfilegt væri. Illa gekk að ná í Ingólf í síma, en loks er Kristján komst í samband við Ingólf sagðist hann ekki mega vera að því að tala við hann, því hann væri að fara á ríkisráðsfund. Þá svaraði Kristján eitthvað á þessa leið: „Ég kem bara til Reykjavíkur á fjög- urra ára fresti og þarf að ljúka mörg- um erindum, en þú getur alltaf látið halda ríkisráðsfund á öðrum tíma.“ Ég fullyrði, að Kristján kom meiru í verk á fimm dögum, en Reykvíkingur hefði gert á heilu ári. V. Skopskyni var Kristján gæddur í ríkum mæli og eru einkum frægar sögurnar af viðureign hans við Björn Blöndal Jónsson löggæslumann (1881–1950). Merkilegt er það, að þegar menn eiga skammt eftir ólifað, þá koma bestu sögurnar. Hér kemur ein frá dvöl hans á Landspítalanum v. Hringbraut nokkrum vikum fyrir andlát hans: „Þetta var á þeim tím- um, er ég átti Skjónu gömlu (Ford- vörubifreið árgerð 1929) og þegar kemur suður að Garðsgrundum stöðvar Björn mig og er mjög reiður: „Þú ert með átta farþega, þegar há- marksfjöldi þeirra er aðeins einn.“ Kristján svarar: „Skiptu þér ekki af þessu, við erum sjálfboðaliðar úr Ungmennafélagi Mývetninga á leið niður í Arnarvatn að hjálpa Jóni gamla Þorsteinssyni skáldi (1859– 1948), en hann er of gamall til þess að geta heyjað sjálfur.“ Segir svo ekki af máli þessu, fyrr en á miðju sumri, að Kristján er staddur á Húsavík og hittir þar Júlíus Havsteen sýslumann (1886–1960), sem segir við Kristján: „Það var verið að kæra þig Kristján, eigum við nokkuð að gera með það?“ En um haustið, þegar Kristján var að flytja sláturfé, þá stöðvar sýslumaður hann á götu og segir: „Kristján minn, ég held að ég verði að sekta þig, get- urðu ekki komið við á kontórnum á eftir.“ Kristján svarar: „Ég held að ég sé ekki með svo mikla peninga á mér.“ „Jú, ég held að þú hljótir að ráða við sektina, hún er ein króna.“ Með þessari sögu kveð ég vin minn Kristján Friðrik, hann hefði viljað hafa kveðju mína þannig. Heimildir: 1) Pétur M. Jónasson, Lake Mývatn, útg. Hið íslenska fræðafélag í Kaupmannahöfn. Ritstjóri Pétur M. Jónasson. 2) Stefán Stefánsson, Flóra Íslands, útg. Hið íslenska bókmenntafélag, Kaupmannahöfn 1901, Prentsmiðja S.L. Möller. 3) Hraunkotsætt, Reykjavík 1977, tekið hef- ur saman Skúli Skúlason frá Hólsgerði, Ísa- foldarprentsmiðja. 4) Reykjahlíðarætt, Útg. Líf og saga, Reykjavík 1993, VII., 1–3, Ættfræðistofa Þorsteins Jónssonar tók saman. Prent- smiðjan Oddi hf. 5) Íslenzkt skáldatal a–l, Bókaútgáfa Menn- ingarsjóðs og Þjóðvinafélagsins, 1973. 6) Grímnir, rit um nafnfræði, Örnefnastofn- un Þjóðminjasafns, 2. hefti 1983, Prent- smiðjan Oddi hf. Höfundur er lögfræðingur í Reykjavík. Kristján Friðrik Þórhallsson (1915–2002). MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2002 25 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Síðustu sætin um jólin til Kanarí 17. desember frá kr. 49.962 Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina um jólin til Kanaríeyja á hreint ótrúlegu verði. Beint flug til Kan- arí hinn 17. eða 19. desember, og þú getur valið um viku, 9 nætur, 2 vikur eða 3 vikur á einum vinsælasta áfangastað Íslendinga. Hér nýtur þú 20-25 stiga hita og veðurblíðu við frábærar aðstæður og getur kvatt veturinn í bili á einum vinsælasta vetraráfangastað Evrópu. Og á með- an á dvölinni stendur nýtur þú þjónustu reyndra fararstjóra okkar allan tímann. Jólaferðir - 17., 19. og 26. des. Verð kr. 59.950 Verð á mann, m.v. 2 saman, stúdíó/smáhýsi, 17. des., 9 nætur. Stökktutilboð Flug, gisting, skattar. Verð kr. 49.962 M.v. hjón með 2 börn, íbúð/smáhýsi, 17. des., 9 nætur. Nafn gistingar 3 dögum fyrir brottför. Flug, gisting, skattar. Þökkum ótrúlegar viðtökur í vetur Bókaðu meðan enn er laust 17. des. - 29 sæti 19. des. - uppselt 19. des. - aukaflug - 19 sæti 26. des. - 28 sæti 2. jan. - 31 sæti 9. jan. - uppselt 16. jan. - 29 sæti 23. jan. - 31 sæti 30. jan. - 37 sæti 6. feb. - uppselt 13. feb. - 24 sæti 20. feb. - uppselt 27. feb. - 19 sæti 6. mars - 29 sæti Munið MasterCard ferðaávísun www.europay.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.