Morgunblaðið - 17.11.2002, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
SAMKOMULAG um sölu á stærst-
um hlut ríkisins í Búnaðarbanka Ís-
lands var undirritað í gær. Það voru
Egla ehf., Eignarhaldsfélagið Sam-
vinnutryggingar, Samvinnulífeyris-
sjóðurinn og Vátryggingafélag Ís-
lands sem undirrituðu samkomulagið
annars vegar og hins vegar fram-
kvæmdanefnd um einkavæðingu.
Alls verður 45,8 prósenta hlutur í
bankanum seldur fjárfestahópnum
en söluverð er rúmlega 11,9 milljarð-
ar króna. Gert er ráð fyrir að afhend-
ing hlutabréfanna og greiðsla verði
tvískipt en annars vegar verða 27,48
prósent hlutafjár afhent í kjölfar und-
irritunar kaupsamnings og hins veg-
ar 18,32 prósent eigi síðar en 20. des-
ember á næsta ári. Eignarhlutur
ríkisins í bankanum að sölu lokinni
verður um 9 prósent.
Meðalgengi viðskiptanna er 4,81 og
er stefnt að undirritun kaupsamnings
fyrir næstu áramót en samkomulagið
er gert með fyrirvara um áreiðan-
leikakönnun beggja aðila.
Að Eglu ehf. standa Ker hf., Sam-
vinnutryggingar ehf. og síðar fjöl-
þjóðleg fjármálastofnun sem mun
eiga verulegan hlut þess sem keypt
verður. Gert er ráð fyrir að greint
verði frá því hver hinn erlendi fjár-
festir er innan skamms.
Eftir auglýsingu einkavæðingar-
nefndar hinn 10. júlí síðastliðinn
sýndu fimm hópar fjárfesta áhuga á
kaupum á hlutabréfum í Landsbanka
og Búnaðarbanka.
Tæpur mánuður er síðan gengið
var frá samkomulagi um sölu á 45,8
prósenta hlut í Landsbankanum til
Samsonar ehf. en söluverðið var 12,3
milljarðar króna. Samhliða þeirri
undirritun var ákveðið að ganga til
viðræðna við tvo hópa fjárfesta um
sölu á stærstum hlut ríkisins í Bún-
aðarbankanum og varð S-hópurinn
svonefndi fyrir valinu.
Nokkrar breytingar urðu á sam-
setningu S-hópsins í viðræðuferlinu,
sem fól aðallega í sér að VÍS gerðist
aðili að hópnum, en Samskip, Fisk-
iðjan Skagfirðingur o.fl. féllu út.
S-hópur kaupir í Búnað-
arbanka á 11,9 milljarða
Morgunblaðið/Þorkell
Ólafur Ólafsson, forstjóri Samskipa, og Finnur Ingólfsson, forstjóri VÍS, yfirgefa fundarstað eftir undirskriftina.
24 milljarðar
fengust fyrir
ríkisbankana
LEIKMENN á alþjóðlega badmintonmótinu sem nú stendur yfir í TBR-
húsinu sýndu snilldartaka í gær. Keppendur eru 58, þar af er 31 frá útlönd-
um og 27 Íslendingar úr landsliðum og unglingalandsliðum. Í gær áttust
meðal annars við í tvíliðaleik Helgi Jóhannesson og Sveinn Logi Sölvason
sem hér sjást spila gegn Michael Lahnsteiner og Roman Zirnwald frá Aust-
urríki. Íslensku strákarnir unnu leikinn.
Morgunblaðið/Þorkell
Snilld á badmintonmóti
Samningar hafa náðst við norskt
verktakafyrirtæki, Riise Underwat-
er Engineering, um að lyfta skipinu
af um 40 metra dýpi en hópur Íslend-
inga mun síðan draga skipið til hafn-
ar. Íslendingarnir fara utan síðar í
þessum mánuði en stefnt er að því að
skipið verði komið til hafnar fyrir jól.
Norðmenn kafa
„Norðmennirnir munu sjá um
neðansjávarpartinn og mínir menn
verða ofansjávar,“ segir Haukur.
Hann segir að skipinu verði lyft upp
með átta flottönkum, sem eru fjög-
urra metra breiðir og 24 metra lang-
ir. Tankarnir verði fylltir af sjó og
þeim sökkt niður til skipsins, sjónum
verði síðan dælt úr þeim og skipinu
þannig lyft upp.
Um 20 kafarar munu koma að
þessari aðgerð á vegum norska fyr-
irtækisins, en það vann m.a. við það
síðasta sumar að dæla olíu úr El
Grillo, sem liggur á botni Seyðis-
fjarðar. Haukur segir að Stein-Inge
Riise, eigandi fyrirtækisins, muni
ganga frá tæknilegum atriðum og
öðrum undirbúningi. Aðspurður seg-
ir hann koma til greina að selja skip-
ið að fyrsta áfanganum loknum, það
eigi eftir að koma í ljós hvort Íshús
Njarðvíkur gerir skipið upp og gerir
það sjófært á ný.
Um 300 tonn af olíu voru um borð
og tæplega 900 tonn af frystri síld.
200 milljónir til
að bjarga Guð-
rúnu Gísladóttur
UNDIRBÚNINGUR fyrir björgun fjölveiðiskipsins Guðrúnar
Gísladóttur KE-15, sem sökk við strendur N-Noregs í sumar, er nú á
lokastigi, að sögn Hauks Guðmundssonar hjá Íshúsi Njarðvíkur, sem
keypti skipið af fyrri eigendum, útgerðarfélaginu Festi hf.
DAVÍÐ Oddsson
forsætisráðherra
segist ánægður
með samkomu-
lag um sölu á
45,8 prósenta
hlut í Búnaðar-
bankanum, sem
undirritað var í
gær. „Þetta hef-
ur gengið vel og menn geta vel unað
við það verð sem fæst fyrir þennan
hlut ríkisins í bankanum. Ríkið á um
8–9 prósent eftir þessa sölu í bank-
anum og þarna er söluverð nálægt
12 milljörðum króna þannig að það
hefur verið gríðarleg sala á fáeinum
vikum.“ Er Davíð þar að vísa í sölu
Landsbankans sem samkomulag
náðist um í síðasta mánuði.
Samkvæmt samkomulaginu verð-
ur afhending hlutabréfanna og
greiðsla fyrir þau tvískipt.
Valgerður
Sverrisdóttir iðn-
aðar- og við-
skiptaráðherra
tekur í sama
streng og Davíð.
„Það var stefnt að
því strax í stjórn-
arsáttmála að
selja bankana á
kjörtímabilinu og það virðist vera að
takast, sem er mjög mikilvægur
áfangi.“ Hún segist vera ánægð með
söluverðið sem nemur um 11,9 millj-
örðum króna.
Að mati Valgerðar er líka ánægju-
legt að erlent fjármálafyrirtæki
komi inn í söluna, sem hún segir
styrkja samkomulagið. Hún vill þó
ekki gefa upp hverjir hinir erlendu
fjárfestar eru.
„Þetta voru
stuttar en snarp-
ar samningavið-
ræður sem leiddu
til þeirrar sam-
eiginlegu niður-
stöðu sem kynnt
er núna,“ segir
Kristinn Hall-
grímsson, hæsta-
réttarlögmaður
og talsmaður kaupendahópsins.
Hann segir að búast megi við
áherslubreytingum í rekstri Búnað-
arbankans með nýjum eigendum,
þótt í grundvallaratriðum verði fylgt
þeirri stefnu sem þegar hafi verið
mörkuð.
Ólafur Davíðs-
son, formaður
framkvæmda-
nefndar um
einkavæðingu,
sagði að náðst
hefði mjög viðun-
andi niðurstaða í
málinu. „Það er
selt á verði yfir
núverandi markaðsverði og yfir því
markaðsverði sem hefur verið und-
anfarnar vikur og mánuði. Ég held
því að þetta hafi gengið mjög vel upp
fyrir ríkið, að selja þennan stóra hlut
í bankanum á mjög viðunandi verði.“
Ánægja
með erlenda
þátttöku