Morgunblaðið - 17.11.2002, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
www.forval.is
Rómantískur ilmur
I.
Kristján Þórhallsson frá Vogum í
Mývatnssveit andaðist hinn 13. mars
2002. Hinn 10. mars áttum við langt
símtal, þar sem hann virtist tiltölu-
lega hress, þrátt fyrir langa sjúk-
dómslegu. Síðustu árin höfðum við
unnið saman að því verkefni að safna
saman gömlum fróðleik úr Mývatns-
sveit, sem ella hefði glatast. Tvö
verkefni voru aðeins eftir.
A) Smiðir sóttir í Rauðaborgarkofa
1938.
B) Heyjað á Laufrönd (Flataskóg-
arrönd) 1936 og síðar.
II.
Það mun hafa verið sumarið 1938,
að Kristján var beðinn að sækja hóp
manna, sem unnu við að reisa nýjan
leitarmannakofa, þar sem heitir að
Rauðuborgum. Kristján átti þá bif-
reiðina Þ-23, sem var af Ford-gerð,
árgerð 1929, vörubifreið með ein-
földu húsi frá Ford-verksmiðjunum.
Bíll þessi hét upphaflega H-10 og var
keyptur nýr af Illuga Jónssyni frá
Reykjahlíð (1909–1989), kallaður
Skjóna. Skjóna hafði fallið niður um
ís skammt frá Syðri-Höfða í landi
Reykjahlíðar, en var bjargað úr vök-
inni og var aldrei hressari en eftir hið
ískalda bað. Enginn samfelldur veg-
ur var þá kominn milli Námaskarðs
og Jökulsár, enda hún óbrúuð (vígð
1948) og enn þá síður vegur af hinni
gömlu þjóðleið að Rauðaborgarkofa
hinum gamla, sem nú var verið að
endurbyggja. Varð því að aka beint af
augum, reyna að komast hjá verstu
torfærunum, en allt í einu stóð
Skjóna gamla rígföst, hafði skorðast
milli þúfna. Nú voru góð ráð dýr.
Engin skófla með í för, svo við grip-
um vasahnífa okkar og skárum
verstu þúfnakollana af þeim þúfum,
sem hindruðu för. Ég hafði keypt
minn vasahníf hjá O. Ellingsen um
vorið, þetta var Fiskehnífur, einblöð-
ungur og kostaði 50 aura. Svo fór þó,
að algert torleiði var framundan, en
langt í Rauðuborgarkofa, þangað
sem förinni var heitið. Gengum við
því í átt til kofans, ef vera mætti, að
við gætum létt byrðar byggingar-
manna, sem eðlilega höfðu með sér
margvísleg tól og þung. Eftir hálf-
tíma gang mættum við hópnum og
var þar í forystu Jón Sigtryggsson
(1903–1987) bóndi í Syðri-Neslönd-
um, sem ég hefi áður gert skil í Rabbi
Lesbókar Morgunblaðsins hinn 19.
janúar 1985. Buðumst við Kristján til
þess að létta undir með þeim og fékk
Jón mér járnkarl einn langan og
þungan til burðar og var síðan lagt af
stað í átt að Skjónu gömlu. Tókst mér
sæmilega burðurinn, en er að bílnum
var komið þá fékk ég Jóni járnkarl-
inn, en Jón þakkaði mér sérstaklega
fyrir hjálpina svo hlýjum orðum, að
þeim hefi ég aldrei gleymt. Þannig á
að umgangast unglinga, en það er því
miður alltof fáum gefið. Sonur Krist-
jáns, Hermann (f. 1952) tók fyrir mig
myndir af kofunum við Rauðuborgir,
sjá einnig kort.
III.
Heyjað á Laufrönd
(Flataskógarrönd)
B) Túnin í Vogum voru ekki víð-
áttumikil, þrjú eldgos höfðu
þar gert mestan usla:
1) Eldgos í Lúdentsborgum fyrir
6.000 árum.
2) Eldgos úr Hverfjalli fyrir 2.000–
1.500 árum.
3) Eldgos úr Víti árið 1724, Mý-
vatnseldar.
Hraun hafði runnið allt fram á
vatnsbakka, svo harðsótt var að afla
heyja handa bústofninum, en þríbýli
var í Vogum og bjuggu þar þrír
bræður, þeir Jónas Hallgrímsson
(1877–1945), Þórhallur Hallgrímsson
(1879–1941) og Sigfús Hallgrímsson
(1883–1966). Heimilin voru barn-
mörg, þannig að með okkur sumar-
dvalarbörnum voru 35 manns í Vog-
um á sumrin, árið 1936–1941. Því
Í minningu látins vinar
frá Vogum í Mývatnssveit
Flataskógarrönd, sér í horn Bláfjalls.
eftir Leif
Sveinsson
! " #
!
"# $%
!
"
$
%
'
(
&%%) %%
Ljósmynd/Hermann Kristjánsson
Ford-vörubíll árgerð 1929 með heimasmíðuðu tréhúsi ásamt boddýi. Engin
mynd er til af Þ–23, „Skjónu“.