Morgunblaðið - 17.11.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.11.2002, Blaðsíða 30
LISTIR 30 SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ TVÖ stórverk frá 19. öld eru á dagskrá tónleikasem Sinfóníuhljómsveit Norðurlands heldur íGlerárkirkju á Akureyri í dag, sunnudaginn 17.nóvember. Þetta eru fiðlukonsert í D-dúr op. 77 eftir Johannes Brahms og Sinfónía nr. 3 í Es-dúr op. 55, „Eroica“, eftir Ludwig van Beethoven. Einleikari á tónleikunum er Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari. Þetta verður í fyrsta skipti sem Sigrún leikur einleik með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, en fyrir tíu árum kom hún reyndar fram sem einleikari með forvera sveit- arinnar, Kammerhljómsveit Akureyrar. „Ég hef unnið talsvert með Sigrúnu, til dæmis í Sin- fóníuhljómsveit Íslands, og það er alltaf mjög gaman. Svo hefur hún spilað með mér fiðlukonsert eftir Hauk Tómasson með Caput-hópnum; ég er reyndar að fara að flytja konsert Hauks með Sigrúnu í Berlín í þarnæstu viku,“ sagði Guðmundur Óli Gunnarsson, stjórnandi Sin- fóníuhljómsveitar Norðurlands, í samtali við Morg- unblaðið í tilefni tónleikanna í dag. Guðmundur Óli og samherjar hans ráðast ekki á garð- inn þar sem hann er lægstur að þessu sinni. „Þetta er mjög bitastætt prógramm; mikið kjöt á bein- unum, og mikil ögrun fyrir hljómsveitina að takast á við tvö svona stór verk á sömu tónleikunum. Þau eru bæði í hópi þeirra stóru frá rómantíska tímabilinu sem mann hefur lengi dreymt um að stjórna. Ég hef hvorugu verk- inu stjórnað áður, þannig að nú er hátíð í bæ!“ Mikill vinur Brahms, fiðlusnillingurinn Joseph Joachim, hafði lengi lagt hart að honum að semja fiðlu- konsert. Brahms, sem var mjög gagnrýninn á eigin verk, taldi sig þurfa að kynna sér fiðlutæknina betur fyrst, en veturinn 1878 hóf hann að skrifa konsertinn. Hann sendi einleikspartinn til fyrrnefnds vinar síns og bað hann að fara yfir og færa inn athugasemdir eins og „erfitt“, „óþægilegt“ eða „óspilandi“. Þetta gerði Joachim sam- viskusamlega, Brahms tók því vel, en breytti nánast engu! Það þarf því e.t.v. engan að undra að fyrir aðeins 50 árum var því haldið fram í mikilsvirtum tónlist- arfræðibókum að fiðlukonsertinn, sem nú telst hátindur fiðlutónlistar, væri of erfiður til að leika svo vel færi. Konsertinn var frumfluttur í Leipzig á nýársdag 1879 undir stjórn Brahms með vin hans Joseph Joachim sem einleikara. Þriðja sinfónía Beethovens, „Sinfonia eroica“ eða „Hetjusinfónían“, var frumflutt 7. apríl 1805. Beethoven, sem var mikill lýðræðissinni og baráttumaður fyrir jafn- rétti og frelsi, hreifst mjög af franska herforingjanum Napóleon Bónaparte og hugðist tileinka honum þessa sinfóníu og gefa henni nafnið „Buonaparte“. En þegar hann frétti að Napóleon hefði látið krýna sig keisara reiddist hann mjög og þegar verkið var gefið út bar það heitið „Sinfonia eroica“ eða „Hetjusinfónían“. Sinfónían er stór í sniðum og er það samdóma álit flestra tónlistar- unnenda að hún sé ein af merkilegustu tónsmíðum hins mikla tónjöfurs. „Það er alltaf erfitt að spila verk sem eru mjög þekkt því þá hefur fólk samanburð; langflestir hafa heyrt eitt- hvað úr 3. sinfóníu Beethovens í flutningi flottustu hljómsveita í heimi. Það er því mikil ögrun fyrir okkur að spila þetta en engu að síður nauðsynlegt fyrir hljóm- sveitina. Með aukinni starfsemi er að myndast svigrúm til að spila þessi stærri verk, sem er nauðsynlegt fyrir uppbyggingu hljómsveitarinnar. Við höfum verið með svo fáa tónleika á hverju ári að ég hef ekki viljað leggja heila tónleika undir tvö verk; það hefur verið nauðsyn- legt að hljómsveitin spili sem fjölbreytilegasta tónlist, en nú eru tónleikarnir orðnir heldur fleiri þannig að hægt er að fara að gera svona hluti.“ Sinfóníuhljómsveit Norðurlands er skipuð hljóðfæra- leikurum af Norðurlandi. Í þetta sinn koma einnig til leiks tónlistarmenn frá Reyðarfirði, Hvolsvelli og Reykjavík. Tónleikarnir í Glerárkirkju hefjast kl. 16. skapti@mbl.is Sinfóníuhljómsveit Norðurlands leikur verk eftir Brahms og Beethoven í Glerárkirkju „Mikil ögrun fyrir hljómsveitina“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Guðmundur Óli Gunnarsson, stjórnandi Sinfóníu- hljómsveitar Norðurlands, á æfingu á fimmtudags- kvöldið fyrir tónleika hljómsveitarinnar í Glerárkirkju í dag kl. 16. Á efnisskrá að þessu sinni eru tvö stórverk frá 19. öld. Fiðlukonsert í D-dúr op. 77 eftir Johannes Brahms og Sinfónía nr. 3 í Es-dúr op. 55 „Eroica“ eftir Ludwig van Beethoven. KAMMERKÓRINN Vox Gaudiae og Kammerkór Nýja tónlistarskól- ans, einsöngvarar og hljóðfæraleik- arar halda tónleika í Hjallakirkju í dag, sunnudag, kl. 20. Á efnisskránni eru m.a. verk eftir Gaspar van Wer- becke, Orlando di Lasso, Thomas Morley, Johann Dowland, Nikolus Gomolka, G.A. Homilius, W.A. Moz- art, Anton Bruckner, Camille Saint- Saëns, Gabriel Fauré og Jón Ás- geirsson. Einsöngvarar eru Magnea Gunn- arsdóttir, Erlendur Elvarsson, Sig- urlaug Arnardóttir, Laufey Helga Geirsdóttir, Árni Gunnarsson, Anna Jónsdóttir, Lára Hrönn Pétursdótt- ir, Sólveig Elín Þórhallsdóttir, Þor- steinn Þorsteinsson, Ardís Ólöf Vík- ingsdóttir, Sigurlaug Arnardóttir, Anna Margrét Óskarsdóttir og Jóna Fanney Svavarsdóttir. Kórar og einsöngvarar koma fram ásamt semballeikaranum Richard Simm, lútuleikaranum Snorra Erni Snorrasyni, organistanum Bjarna Þ. Jónatanssyni og sellóleikaranum Grétu Rún Snorradóttur. Kammer- kórar í Hjallakirkju alltaf á föstudögum Leiðsöguskóli Íslands Menntaskólanum í Kópavogi, v. Digranesveg, 200 Kópavogur. Sími 594 4025, netfang: lsk@ismennt.is. Nám í gönguleiðsögn Nám og kennsla Innritun og inntökuskilyrði Umsóknir Nám í gönguleiðsögn hefst í byrjun janúar 2003. Kennt verður fram í maímánuð og fer kennsla fram tvisvar í viku frá kl. 17:30-22:00. Námsgreinar eru svæðalýsingar, hópstjórn, veður og jöklar, ferðamennska og skyndihjálp. 6 daga starfsþjálfun fer fram hjá ferðaþjónustufyrirtækjum sem sérhæfa sig í gönguferðum. Leiðbeinendur eru úr hópi starfsmanna Íslenskra fjallaleiðsögumanna, okkar reyndustu gönguleiðsögumenn. Inntökupróf felst í því að taka þátt í tveggja daga göngu með leiðbeinanda. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu skólans eða á heimasíðunni http://mk.ismennt.is/leidny/lsk.htm. Umsóknarfrestur er til 28. nóv. 2002. Vegna flutnings Brunamálastofnunar losna 450 fermetrar af skrif- stofuhúsnæði á 4. hæð í Kjörgarði, Laugavegi 59. Húsnæðinu má deila niður í smærri einingar, t.d. 225 fermetra eða smærri. Leiga samkvæmt samkomulagi. Bílastæði eru á lóð við bakinngang húss- ins, sem snýr að Hverfisgötu og svo er bílageymsla hinu megin við þá götu. Upplýsingar hjá Vesturgarði ehf. í síma 587 2640 eða 893 5100. Kjörgarði, Laugavegi 59 Skrifstofuhúsnæði til leigu  110 fm skrifstofuhúsnæði  120 fm vinnustofa/stúdíó  Bílastæði fylgja Húsið er á rólegum stað en steinsnar frá kjarna miðborgarinnar Húseignin Klapparstígur 16 ehf., símar 896 2470 eða 551 3333. Til leigu Klapparstígur 16, 101 R.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.