Morgunblaðið - 17.11.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.11.2002, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Laufey GuðrúnValdemarsdóttir Snævarr fæddist á Húsavík 31. október 1911. Hún lést á dval- arheimilinu við Dal- braut 9. nóvember síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Stef- aníu Erlendsdóttur og Valdemars Snæv- arrs, skólastjóra og sálmaskálds. Systkini Laufeyjar eru: Árni, verkfræð- ingur og ráðuneytis- stjóri, f. 27.4. 1909, d. 15.8. 1979, Stefán prófastur, f. 22.3. 1914, d. 26.12. 1992, Ármann, fyrrv. hæstaréttardómari og rekt- or, f. 18.9. 1919, fóstursystir, Guð- rún Guðmundsdóttir húsmóðir, f. 5.7. 1923, og tveir bræður, Gunn- steinn og Gísli, dóu í æsku. Hinn 6. nóvember 1933 giftist Laufey Stefáni Péturssyni, Bót í Hróarstungu. Hann var sonur Sig- ríðar Eiríksdóttur og Péturs Stef- ánssonar bónda í Bót. Börn Lauf- arfræðingur, f. 28.9. 1950. Börn þeirra: Snæbjörn háskólanemi, f. 25.9. 1980, Stefán Sturla háskóla- nemi, f. 19.12. 1981, Árni Pétur nemi, f. 26.7. 1984, og Gunnar Helgi nemi. f. 7.7. 1987. 5) Sigríður Ingibjörg, f. 24.11. 1953, d. 11.6. 1954. Laufey fluttist til Norðfjarðar rúmlega þriggja ára gömul er fað- ir hennar varð þar skólastjóri. Ár- ið 1931 hóf hún nám við nýstofn- aðan húsmæðraskóla á Hallorms- stað. Þau Stefán hófu búskap í Bót hjá Sigríði móður hans og bjuggu þar til ársins 1947 er þau gerðust land- nemar í nýju þorpi sem þá var að myndast á Egilsstöðum. Tveimur árum síðar byggðu þau nýbýlið Flúðir í Bótarlandi og bjuggu þar á árunum 1949–1953 er þau fluttust aftur í Egilsstaðakauptún og þar stóð heimili þeirra þangað til þau fluttust til Reykjavíkur árið 1966. Útför Laufeyjar verður gerð frá Áskirkju á morgun, mánudaginn 18. nóvember, og hefst athöfnin klukkan 15. eyjar og Stefáns eru: 1) Birna Helga verk- efnisstjóri, f. 13.11. 1935, maki Jón Berg- steinsson, fyrrv. skrif- stofustjóri, f. 28.2. 1932. Börn þeirra: Jón Steinar heilsugæslu- læknir og Sigríður Laufey lögfræðingur. 2) Pétur verkfræðing- ur, f. 23.3. 1939, maki Hlíf Samúelsdóttir, verslunarmaður, f. 7.8. 1939. Börn þeirra: Stefán fjármálastjóri, f. 1.1. 1963. Unnur sjúkraþjálfari, f. 12.5. 1966. Sam- úel Torfi verkfræðingur, f. 5.7. 1976. 3) Stefanía Valdís aðjúnkt KHÍ, f. 25.5. 1942, var gift Skúla Johnsen borgarlækni, f. 30.9. 1941, d. 8.9. 2001. Börn þeirra: Baldur tölvufræðingur f. 25.11. 1963, Valdimar lögfræðingur, f. 5.12. 1968, og Guðrún hagfræðingur, f. 5.4. 1973. 4) Gunnsteinn heilsu- gæslulæknir, f. 13.6. 1947, maki Helga Snæbjörnsdóttir, hjúkrun- Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu’ og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésdóttir.) Látin er í Reykjavík elskuleg og kær tengdamóðir okkar, Laufey Valdemarsdóttir Snævarr. Langt er síðan hún var tilbúin að takast á hendur ferðina löngu, en róleg og æðrulaus beið hún síns tíma, enda hógværð, stilling og yfirvegun að- alsmerki í skapferli hennar. Laufey var fríð kona, björt yf- irlitum og frá henni stafaði mildi og gæsku. Hún var tilfinninganæm, hlédræg og nærgætin og mátti ekkert aumt sjá. Hún var kona sem skildi allt, fyrirgaf allt, umbar allt. Við tengdabörnin fórum ekki varhluta af gæsku hennar. Frá fyrsta degi tók hún okkur sem sín- um eigin börnum og umvafði okkur kærleika sínum og ástúð. Barna- börn og langömmubörn rötuðu fljótt í faðm ömmu sinnar, því þessi faðmur gat verndað gegn öllu heimsins andstreymi, en einnig lát- ið í ljós innilega væntumþykju. Laufey ólst upp á Norðfirði hjá foreldrum sínum og systkinum, uns hún sem ung stúlka settist í Hús- mæðraskólann á Hallormsstað, sem að þeirra tíma hætti var ein besta menntun fyrir ungar stúlkur. Þetta varð örlagarík skólavist, því þarna kynntist hún eiginmanni sín- um, Stefáni Péturssyni frá Bót í Hróarstungu. Í Bót bjó þá rausn- arbúi móðir Stefáns, Sigríður Ei- ríksdóttir, ekkja eftir Pétur Stef- ánsson, ásamt börnum sínum þeim Eiríki, Ingibjörgu og Stefáni. Það munu hafa verið mikil viðbrigði fyr- ir Laufeyju að koma úr litlu sjáv- arþorpi inn í bændasamfélagið á Héraði, en undir styrkri hendi Sig- ríðar tengdamóður sinnar var unga konan fljót að setja sig inn í stöðu húsmóður á stóru og gestkvæmu heimili, þar sem auk húsbænda og hjúa dvöldu gestir og förufólk um lengri eða skemmri tíma. Árið 1949 byggði Stefán nýbýlið Flúðir í Bótalandi og bjó þar í nokkur ár. Hann var á þessum ár- um ekki vel heilsuhraustur og bregða þau hjón búi og setjast að á Egilsstöðum, en þar var þá að myndast vísir að þorpi. Stefán hóf þar vörubílarekstur á sumrum, en vann á skrifstofu kaupfélagsins á vetrum. Margar gleðistundir áttum við ásamt fjölskyldum okkar í Birkihlíð, en það hét hús þeirra. Gestkvæmt var þar eins og í Bót og oft settist Stefán við orgelið og spilaði, en heimilisfólk og gestir sungu ættjaðrarlögin af hjartans list. Er miður að þessi skemmtun er því er virðist að renna sitt skeið á enda. Þar kemur að þau hjón flytja til Reykjavíkur, en börnin þeirra fjög- ur, sem öll lögðu fyrir sig lang- skólanám, voru þá flutt suður og höfðu hafið störf þar. Það var þeim hjónum erfið ákvörðun að yfirgefa Fljótsdalshérað, einkum þó Stef- áni. Börn og barnabörn máttu sín þó meira í þeirri togstreitu og þau festu kaup á íbúð við Hjarðarhaga, þar sem þau bjuggu í allmörg ár. Stefán hóf störf hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur og heimilið á Hjarð- arhaganum varð miðstöð og sam- komustaður stórfjölskyldunnar. Síðustu árin dvöldu þau hjón á Dalbraut 27 hér í borg. Eftir andlát Stefáns árið 1992 bjó Laufey í hlý- legu og notalegu herbergi innan um allar fjölskyldumyndirnar, en fjölskyldan varð hennar heimur síðustu árin. Hún fylgdist með öll- um meðlimum hennar í leik og starfi, hvort sem það var hérlendis eða erlendis. Hún mundi alla merk- isdaga og ártöl, en hún var með af- brigðum minnug. Laufey var mjög ættfróð, enda ættfræði eitt af aðal- áhugamálum hennar og makalaust hvernig hún gat tvinnað saman ættir fólks eftir nafni og búsetu á hinum ýmsu stöðum. Þegar leið á ævi Laufeyjar dapraðist sjón henn- ar mjög og fór svo, að síðustu árin var hún næstum blind. Ekki heyrð- ist æðruorð frá henni um þessa fötlun sína fremur en annað, en prjónarnir teknir fram og vettling- ar og leistar í öllum regnbogans lit- um litu dagsins ljós, vermandi fing- ur og tær yngstu afkomendanna. Góð kona er gengin. Síðustu ár hafa verið Laufeyju nokkuð erfið, en bjargföst trú hennar á almættið lagði henni líkn með þraut. Við tengdabörnin drúpum höfði í þökk fyrir ástríki hennar og elsku alla tíð. Veri hún guði falin. Hlíf, Jón og Helga. LAUFEY VALDEMARS- DÓTTIR SNÆVARR Sérhæfðir sölumenn í atvinnuhúsnæði! FRANZ@holl.is Hóll — Alltaf rífandi salaAGUST@holl.is FJÖLDI EIGNA TIL SÖLU OG LEIGU! Ekki hika við að hringja í okkur félagana, Franz, gsm 893 4284, Ágúst gsm, 894 7230. OPIÐ HÚS - EYRARHOLT 2 HAFNARFIRÐI Falleg, 4-5 herb. íbúð í fjölbýlihúsi sem nýlega hefur verið tekið í gegn að utan. Þrjú rúmgóð herb. Einstaklega rúmgóð stofa með parketi á gólfi og útgangi út á suðursvalir. Mögulegt er að stúka af henni herb. Þvottahús er inn af eldhúsi. Verð 14,8 millj. Josip sölufulltrúi RE/MAX mun sýna eignina í dag á milli kl. 12-14. Josip Vercric Gsm 698 1803 Heimilisfang: Eyrarholti 2 Stærð: 118 fm Opið hús: Sunnudaginn 17. nóv Kl. 12-14 Hrafnhildur Bridde lögg. fasteignasali SUÐURLANDSBRAUT SÍMI 520 9300 OPIÐ HÚS - NJÁLSGATA 16 LAUS ! Björt, íbúð í kjallara ( lítið niðurgrafin) í þríbýlishúsi í miðbænum. Sérinngangur. Svefnherb. með nýju parketi. Rúmgott baðherb. Íbúðin er öll nýmáluð. Húsið er bárujárnsklætt. Verð 6,5 millj. Áhv. ca 3,5 millj. Óðinn sölufulltrúi RE/MAX mun sína eignina í dag á milli kl. 15-17. Óðinn S. Ágústsson, GSM 897-2179 Heimilisfang: Njálsgata 16 Stærð: 44 fm Opið hús: Sunnudaginn 17. nóv kl. 15-17 Hrafnhildur Bridde lögg. fasteignasali SUÐURLANDSBRAUT Sími 520 9300 OPIÐ HÚS - NAUSTABRYGGJA 57 LAUS ! Falleg, 2-3ja herb. íbúð á 2. hæð í fjölbýlishúsi við sjávarkambinn. Lyfta. Íbúðin er fullbúin með fallegum innréttingum. Rúmgóð og björt stofa með útangi út á norð-vestur- svalir með útsýni yfir sjóinn og Esjuna. Verð 13,9 millj. Áhv. 7,2 millj. Halldór sölufulltrúi RE/MAX mun sýna eignina í dag á milli kl. 15-17. Halldór G. Meyer, GSM 864-0108 Heimilisfang: Naustbryggja 57 Stærð: 82 fm Opið hús: Sunnudaginn 17. nóv kl. 15-17 Hrafnhildur Bridde lögg. fasteignasali SUÐURLANDSBRAUT Sími 520 9300 OPIÐ HÚS - VESTURBRAUT 4 HAFNARFIRÐI Laust! Einbýlihús (raðhús) á tveimur hæðum í gamla bænum sem býður upp á mikla möguleika. Þrjú svefnherb., stofa og borðstofa. Húsið hefur verið klætt að hluta og þak yfirfarið. Nýlegt rafmagn, hiti og ofnlagnir. Verð 11,5 millj. Guðrún sölufulltrúi RE/MAX mun sýna eignina í dag á milli kl. 15-17. Guðrún Antonsdóttir GSM 867-3629 Heimilisfang: Vesturbraut 4 Stærð: 116 fm Opið hús: Sunnudaginn 17. nóv kl. 15-17 Hrafnhildur Bridde lögg. fasteignasali SUÐURLANDSBRAUT Sími 520 9300 OPIÐ HÚS - TÚNGATA 10 REYKJANESBÆ Til sölu eitt af fallegustu timburhúsum Reykjanesbæjar. Húsið er einbýlishús sem skiptist í kjallara, hæð og ris og er uppgert á mjög vandaðan hátt. Eigninni fylgir sérhús sem nýtt er í dag undir atvinnurekstur og rúmgóðan bílskúr. Josip sölufulltrúi RE/MAX mun sýna eignina í dag á milli kl. 15-17. Josip Veceric GSM 698-1803 Heimilisfang: Túngata 10 Stærð húss: 167 fm Stærð bílskúrs: 45 fm Opið hús: Sunnudaginn 17. nóv kl.15-17 Hrafnhildur Bridde lögg. fasteignasali SUÐURLANDSBRAUT Sími 520 9300 Fallegt einbýlishús á góðum stað á Eyrarbakka. Tvö svefnherb. og vinnustofa í risi. Rúmgott eldhús. Góð stofa með parketi á gólfi. Skjólsæll suðurgarður. Húsið hefur nýlega verið klætt og þak yfirfar- ið. Þetta er skemmtileg eign sem gæti nýst sem heils- árshús eða sumarhús. Verð 7,7 millj. Áhv. ca 5 millj. Elísabet sölufulltrúi RE/MAX mun sýna eignina í dag á milli kl. 15-17. OPIÐ HÚS - BJÖRGVIN 3 EYRARBAKKI Elísabet Agnarsdóttir Gsm 822-0336 Heimilisfang: Hjallavegur 3 Stærð: 130 fm Opið hús: Sunnudagur 17. nóv kl. 15-17 Hrafnhildur Bridde lögg. fasteignasali SUÐURLANDSBRAUT Sími 520 9300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.