Morgunblaðið - 17.11.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.11.2002, Blaðsíða 41
dugnaður við að vinna í sínum mál- um hefur verið aðdáunarverður. Við Ása sendum öllum ástvinum Bjarna innilegar samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja þau og hugga. Góður drengur er genginn. Blessuð sé minning hans. Jóhann Baldurs. Fyrir sjö og hálfu ári fluttum við hjónin í Gullsmárann. Hér er kjör- lendi fyrir fullorðið fólk og flest til fyrirmyndar. En hæst ber fólkið sjálft, góða granna, gott samfélag og fjölbreytt félagslíf. Þegar við fluttum í háhýsið Gull- smára 11 vóru ein hjón þar fyrir, fyrstu „landnemarnir“, fyrstu íbú- arnir í Gullsmáraháhýsunum, Auður Jónsdóttir og Guðmundur Bjarni Guðmundsson. Þau urðu fljótlega góðir vinir okkar sem og flestra er síðar bættust í hópinn. Guðmundur Bjarni, eða Bjarni, eins og við kölluðum hann, varð strax leiðandi um flest í litla sam- félaginu okkar hér í Gullsmáranum. Hann var fyrst formaður húsfélags- ins og vann árum saman af fyrir- hyggju og dugnaði í okkar þágu. Hann leiddi fjölþætt félagsstarf á okkar vegum og var formaður Bridsdeildar FEBK í Gullsmára þegar hann lézt. Hann var nánast alls staðar þátttakandi: í brids, golfi, göngum, leikfimi, pútti o.s.frv. Hann var alltaf sami góði drengurinn. Alltaf reiðubúinn að hlaupa undir bagga þegar þörfin kallaði. Eftir á veltir maður fyrir sér, hvort hann hafi ekki síðustu misserin fórnað meiru á altari samfélags okkar en heilsa hans hafði gott af. Það er skarð fyrir skildi í Gull- smáranum. Góður drengur er geng- inn. Ef menn uppskera svo sem þeir hafa sáð í jarðlífinu á Guðmundur Bjarni góðu að mæta. Íbúar hússins Gullsmára 11 kveðja hann með virð- ingu og þakklæti. Fyrir þeirra hönd sendum við Auði og öðrum ástvinum Guðmundar Bjarna innilegustu samúðarkveðjur. Geymi þig Guð, Guðmundur Bjarni, í ljósi lífs á leiðum nýjum. Þorgerður Sigurgeirsdóttir, Stefán Friðbjarnarson. Fyrrverandi samstarfsmaður okkar Guðmundur Bjarni Guð- mundsson er látinn. Upp í hugann koma ýmis minningabrot frá þeim tíma sem við unnum saman í Hlé- garði. Bjarni hóf störf hjá Mosfells- hreppi 1. febrúar 1971 sem bókari og innheimtustjóri en starfaði sem skrifstofustjóri frá júlí 1974. Þegar Mosfellshreppur var gerður að bæ var starfi Bjarna skipt og gert að tveimur störfum, að starfi bæjarrit- ara annars vegar og að starfi aðal- bókara hins vegar. Bjarni tók þá við starfi aðalbókara. Bjarni var mjög vinnusamur og gerði ríkar kröfur til samstarfs- manna sinna um slíkt hið sama. Bjarni var fastheldinn á venjur og siði og sá til þess að ætíð væri haldið upp á afmæli og aðra tyllidaga svo sem Þorláksmessu að sumri og Góu- þræl með viðeigandi veitingum úr bakaríi Mosfellsbæjar. Að hans mati voru þetta nauðsynlegar stundir til að létta lífið í erli dagsins. Hann lá ekki á skoðunum sínum og voru þær ófáar rökræðurnar á kaffistofunni um kosti og galla þeirra breytinga sem áttu sér stað í þjónustu bæjarsins og í þjóðfélaginu almennt. Hann var mikill útivistar- maður og miðlaði upplýsingum til okkar um áhugaverðar gönguleiðir í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Bjarni lét af störfum árið 1995 og hafði þá starfaði hjá bæjarfélaginu í tæp 24 ár. Það var ánægjulegt að fá Bjarna í heimsókn eftir að hann lét af störfum og sjá og heyra hvað hann naut þess að hafa frjálsan tíma til að sinna áhugamálum sínum og fjölskyldunni. Eiginkonu hans og börnum er vottuð hluttekning við fráfall hans. Blessuð sé minning Guðmundar Bjarna Guðmundssonar. Samstarfsfólk á bæjarskrif- stofum Mosfellsbæjar. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2002 41 Mig langar að kveðja mætan mann, Guðjón Helgason, tengdaföður minn og afa dætra minna. Ég kynntist Guðjóni fyrir rúmum 30 árum og var mér vel tekið þegar ég kom í fyrsta sinn á heimili hans og Þóru á Rauðuskriðum. Guðjón var alvörugefinn maður, en alltaf var stutt í brosið. Margar góðar stundir áttum við yfir kaffibolla, þá var spjallað og sögur sagðar, því hann var sögu- GUÐJÓN HELGASON ✝ Guðjón Helgasonfæddist á Hlíðar- enda í Fljótshlíð hinn 22. mars 1916. Hann lést 4. nóvember síð- astliðinn og var útför hans gerð frá Hlíðar- endakirkju í Fljóts- hlíð 16. nóvember. maður góður. Okkar uppáhaldsumræðuefni var hálendi Íslands og þá gat nú fokið ein og ein vísa eins og Guð- jóni var lagið, en eftir hann liggja heil ósköp af ljóðum og stökum, sem alltof fáir hafa les- ið. Þið íslensku fjöll geymið fegurð og frið. Ég fagnandi lít yfir árstíma svið. Ég elska þau alauð í sumarsins sól, ég elska þau sveipuð í drifhvítan kjól. (Guðjón Helgason.) Guðjón kveð ég með þakklæti fyr- ir samfylgdina í þessari tilveru. Þóru sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Sólveig Stolzenwald. Elsku litli engillinn okkar, BJÖRN HÚNI ÓLAFSSON, Urðarvegi 54, Ísafirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 19. nóvember kl. 11.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Félag einstakra barna. Hulda Lind Eyjólfsdóttir, Ólafur Sigmundsson, Eyjólfur Karl Gunnarsson, Kristjana Lind Ólafsdóttir, Kristjana Júlía Jónsdóttir, Eyjólfur Karlsson, Sigríður Jónsdóttir, Sigmundur Freysteinsson. Ástkær eiginmaður, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, SIGURJÓN PARMESSON múrarameistari, sem varð bráðkvaddur á heimili sínu sunnu- daginn 10. þessa mánaðar, verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju þriðjudaginn 19. nóvember og hefst athöfnin kl. 14.00. Sigríður M. Arnórsdóttir, Arnrún Sigfúsdóttir, Eiður Guðjohnsen og afabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ANNES SVAVAR ÞORLÁKSSON frá Veiðileysu, Álfabergi 4, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 19. nóvember kl. 13.30. Gréta Böðvarsdóttir, Anna Þórný Annesdóttir, Þorgeir Pétur Svavarsson, Svavar Þór Annesson, Hulda Sigríður Salómonsdóttir, Gerður Guðmundsdóttir og barnabörn. Okkar elskulega uppeldissystir og frænka, GUÐRÚN MARGRÉT ÁRNADÓTTIR, áður til heimilis á Laugavegi 99, Reykjavík, sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð fimmtudaginn 7. nóvember, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 19. nóvember kl. 13.30. Fyrir hönd vina og vandamanna, Ólafur Örn Árnason, Ásta Árnadóttir, Sigrún Árnadóttir, Sigríður Árnadóttir. Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURDÍS GUÐJÓNSDÓTTIR, Hringbraut 50, Reykjavík, andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund þriðjudaginn 12. nóvember. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Benóný Pétursson, Ester Axelsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær sonur, bróðir okkar og mágur, JÓN KRISTJÁN KJARTANSSON, Kirkjuteigi 9 og Tjaldanesi, verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju fimmtudaginn 21. nóvember kl. 15.00. Kjartan Ingimarsson, Þóra Kjartansdóttir, Guðmundur H. Karlsson, Ingimar Kjartansson, Kristinn Árni Kjartansson, Guðrún Ágústsdóttir, Björg Vigfúsína Kjartansdóttir. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR ÖNUNDARSON, Starmýri 21, áður Víðimýri 8, Neskaupstað, verður jarðsunginn frá Norðfjarðarkirkju miðvikudaginn 20. nóvember kl. 14.00. Börn hins látna og fjölskyldur þeirra. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, FANNEY EINARSDÓTTIR LONG kjólameistari, Miðleiti 5, áður Brekkugerði 10, sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli miðvikudaginn 13. nóvember, verður jarðsett frá Fríkirkjunni í Reykjavík, miðvikudaginn 20. nóvember kl. 15.00. Siguroddur Magnússon, Magnús G. Siguroddsson, Guðrún R. Þorvaldsdóttir, Einar Long Siguroddsson, Sólveig Helga Jónasdóttir, Pétur R. Siguroddsson, Guðný M. Magnúsdóttir, Sólrún Ó. Siguroddsdóttir, Halldór Jónasson, Bogi Þór Siguroddsson, Linda Ólafsdóttir, barnabörn og aðrir aðstandendur. AFMÆLIS- og minningargreinum er hægt að skila í tölvupósti (net- fangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist), á disklingi eða í vélrituðu handriti. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Bréfsími fyrir minning- argreinar er 569 1115. Ekki er tekið við handskrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfilegri lengd á út- farardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Þar sem pláss er takmark- að getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Frágangur afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.