Morgunblaðið - 17.11.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.11.2002, Blaðsíða 34
SKOÐUN 34 SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ LISTSÖGUFRÆÐINGURINN Halldór Björn Runólfsson sendir mér undarlegar kveðjur hér í blaðinu sl. laugardag. Las þær nýkominn til landsins frá Lissabon og Kaup- mannahöfn síðdegis á sunnudag. Þótti býsn og furða og mjög í skjön við heiðbjört og undursamleg sköp landsins daginn þann, sem þéttings- fast tóku í hönd ferðalangsins. Fyrir hið fyrsta kemur mér harla spánskt fyrir sjónir, að hinn lærði sagnfræðingur á myndlistir skuli nefna mig; eitt margreyndasta bendi- prik þjóðarinnar í myndlist. Segir mig jafnframt hafa farið heilan hring í kringum Carnegie-sýninguna í um- fjöllun minni, sem hann nefnir; Gagn- rýni án umfjöllunar! Einhver blakkur púki virðist hafa hlaupið í sagnfræð- inginn, því hugtakið bendiprik vísar helst til grófrar miðstýringar- og for- ræðisáráttu, sem ég hef alla tíð forð- ast sem heitan eld jafnt í kennslu sem rýnisskrifum. Hlutlæg miðlun þekk- ingar og yfirsýn hér vonandi sann- verðugari skilgreining, þó á stundum sé að sjálfsögðu vísað til þess sem bet- ur má fara um verk fólks á mótunar- skeiði. Þá taldi ég framkvæmdina sjálfa í heild sinni veigamesta atriðið og ósanngjarnt að fjalla um listaverk- in á sama grunni og um væri að ræða almenna sýningu og/eða norræna uppstokkun. Einkum fyrir mismörg verk þátttakenda, þekking mín á ferli þeirra að auk mismikil, harla lítil í sumum tilvikum, hendur mínar þann- ig bundnar. Þannig sá ég fleiri hliðar á verðlaunahafanum Troels Wörsel á sýningu í listhúsi Susanne Ottesen á Gothersgade í Kaupmannahöfn á föstudag (8. nóv.) og þakkaði skap- aranum fyrir að hafa ekki dregið fljót- færnislegar ályktanir af framlagi hans. Þótti sá gjörningur að mála á bakhlið striga festan á blindramma og gera að aðalatriði í sjálfu sér ekki ýkja frumlegur eða ögrandi, enda ófá- ir gert það í áranna rás. Einn hinn fyrsti var sautjándu aldar málarinn Cornelis Norbertus Gysbrechts og leikurinn ekki óalgengur á síðustu öld sbr. ameríska málarann Jasper Johns og marga fleiri. Þá þekkti ég stórum betur til listar einstakra en annarra, hafði til að mynda fjallað um heila sýningu Lenu Cronqist í kjallarasöl- um Norræna hússins, og aðskiljan- legar hvað snerti Georg Guðna og Kristínu Gunnlaugsdóttur, hins vegar ekki Kristínar Sigurðardóttur en framlag hennar taldi ég naumast skara málverkið sem er í sjálfu sér enginn áfellisdómur, hvað þá níð! Kannski táknrænt að Lars Nittve staðnæmdist sýnu lengst við innsetn- ingu hennar hvað framlag Íslend- ingana snerti. Mér þótti eðlilegast að kryfja fram- kvæmdina í heild sinni fyrir þá sök að satt að segja hefur hún sætt gagnrýni sem hefur orðið háværari hin síðari ár. Þetta eru verðlaun kennd við mál- verk og án efa eyrnamerkt þeim stefnumörkum að auka veg þess og ris, en mörgum hefur fundist sum verðalaunaverk hér áður eiga lítið skylt við hugtakið. Út úr þessu hefur Lars Nittve, frá upphafi formaður dómnefndar, snúið sig giska fimlega opinberlega, með því að segja nefnd- ina leggja það í hendur listamanna sjálfra að skilgreina verk sín! Telst þó að sjálfsögðu einfaldlega afsal ábyrgðar. Margur hefur tekið hann á orðinu og skyndilega reyndust verk sem áður voru skilgreind hreint hug- myndafræðilegs eðlis, orðin að mál- verki og þeim lyft á stall sem slíkum, jafnvel verðlaunuð. Höfundarnir þó fyrrum svarnir andstæðingar og í framvarðsveit niðurrifsmanna mál- verksins, jafnframt því að sumir sem beðnir voru að tilnefna listamenn, í ljósi meintrar þekkingar og yfirsýn- ar, höfðu áður margsinnis lýst því yfir að dagar málverksins væru taldir sem númiðils, það fullkomlega út úr myndinni! Sýnu alvarlegra að einmitt var tekið mark á ábendingum þeirra um leið og litið var fram hjá tilnefn- ingum hinna sem allt sitt líf höfðu ver- ið tengdir og vígðir málverkinu, mat viðkomandi ómerkt og lítilsvirt. Má vera skiljanlegt að nokkrir þeir síð- astnefndu hafa frábeðið sér öll af- skipti af framkvæmdinni í núverandi formi, vilja hana gagnsærri, þar á meðal skrifari sem seint um síðir var kallaður til leiks, þ.e. 2001, en litið framhjá öllum hans tilnefningum. Þá hefur það þótt orka tvímælis að meðal þjóða sem eiga marga frambærilega málara skuli nokkrum einstökum haldið endurtekið fram, einkum þeim sem hafa áhrifamikil listhús eða fræð- inga að bakhjarli, en gengið fram hjá fjölda annarra. Spurn er þá hvað ver- ið sé að mæra og verðlauna; málverk- ið, málarana, listhúsin, fræðingana, eða skoðanir nefndarmanna. Einn af fyrrum yfirlýstum and- stæðingum málverksins sem númiðils og ratað hefur alla leið í dómnefnd, er einmitt nefndur Halldór Björn Run- ólfsson listsögufræðingur. Nemendur mínir í málunardeild MHÍ hermdu mér í óspurðum fréttum af óviður- kvæmilegum áróðri hans gegn mál- verkinu og málaradeild skólans í lista- sögutímum sínum á miðjum síðasta áratug, sem var grafarlvarlegt mál. Þá má vísa til rýni hans á einstaka sýningar, þar sem fræðingurinn sást ekki fyrir í ákafa sínum að valta yfir málverkið og einskis sveifst. Jafnvel þótt þær væru settar upp í tilefni mik- illa tímamóta í lífi gróinna listamanna líkt og gerðist um gjörning Benedikts Gunnarssonar í Gerðarsafni nokkrum árum seinna, og verður að telja lág- kúrulegt athæfi. Ekki orð um feril listamannsins eða störf hans sem kennara við MHÍ, Kennaraháskólann og í félagsmálum myndlistarmanna, honum einfaldlega gefin ráð (bent á) hvernig hann gæti málað betur! Auðvitað eru það sjálfsögð mann- réttindi að mega skipta um skoðun, en í þessu tilfelli er spurn hvaða for- sendur liggja að baki sinnaskiptun- um, og maður sem víkur að skot- grafahernaði í grein hér í listakálfi blaðsins laugardaginn 20. október, ætti fyrir ofanskráð helst að líta í eig- in barm. Í öllu falli ber allt keim af því að forsendur skoðanaskiptanna séu síður HBR sjálfs, mun frekar fyrr- nefnd yfirlýsing og dagsskipan Lars Nittves. – Gefum okkur að söngvari nokkur troði upp í tónlistarhúsi, en í stað þess að hefja upp raust sína stilli hann upp málverkum víðsvegar um sviðið. Spyrji svo viðstaddir furðu lostnir hvað hann meini með þessu og hver sé tilgangurinn, lítur hann með mikilli vandlætingu og yfirlæti niður til þeirra og segir: Greinið þið ekki gott fólk, að hér syngja litir og hafa sitt glissando og furioso, línur og form tónast í góðu samræmi um allan myndflötinn í hverju einstaka verki. Vitaskuld væri ekki með öllu mögu- legt að rengja söngvarann og sama má segja um verk hugmyndafræði- legs eðlis sem fyrir hentisemi breytist í málverk vegna þess að einn eða fleiri litir eru í því. Hræddur er ég þó um að einhverjir myndu hætta að láta sjá sig í tónleikahöllum er hefðu slíkar, söng- skemmtanir og aðra framnínga, helst á dagskrá. Þetta hefur nú einmitt gerst um listhús sem upprunalega voru byggð yfir myndlist, einkum málverk, sem hafa mikið til úthýst þeim miðli en bjóða upp á myndbönd, innsetningar, hljóðverk, hönnun, smíðisverk, upplestur, uppákomur, leikræn atriði, sjálfsfróanir o.fl. Þetta er kjarni málsins og ég hafna algjör- lega að hafa í listrýni minni verið að níða Carnegie-verðlaunin né nokkurn mann, einungis segja álit mitt á hlut- unum; hreint beint og undanbragða- laust eins og þeir komu og koma mér fyrir sjónir … Eftir Braga Ásgeirsson „Ég hafna algjörlega að hafa í list- rýni minni verið að níða Carnegie-verðlaunin eða nokkurn mann.“ Höfundur er listmálari og gagnrýnandi. VEGNA LISTSÖGU- FRÆÐINGS Vönduð ryðfrí húsaskilti Fjölbreytt myndaval HÚSASKILTI Klapparstíg 44, sími 562 3614 18. nóvember er síðasti pöntunar- dagur fyrir jól www.avon.is Snyrtivöruverslun opin allan sólarhringinn GÓÐ FJÁRFESTING VERKTAKAR - BYGGINGAMEISTARAR Suðurlandsbraut 54, við Faxafen, 108 Reykjavík. Sími 568 2444, fax 568 2446. Til sölu í smíðum 800 fm uppsteypt iðnaðar- og skrifstofuhúsnæði á efri hæð í vesturbænum í Reykjavík. Hæðin skiptist í þrjá sjálfstæða eignar- hluta, tveir 300 fm og einn 200 fm. Áhv. 18,5 millj. á 7,75% vöxtum. Með í kaupunum fylgir 11,0 milljóna kr. framkvæmdafé. Allar nánari upplýsingar eingöngu á skrifstofu Ásbyrgis fasteignasölu. Ingileifur Einarsson löggiltur fasteignasali EINBÝLI  Stór eign í algjörum sér- flokki á frábærum stað Virðulegt hús, samtals um 370 fm, á tveimur hæðum ásamt tvöföldum bílskúr og stóru upphituðu gróðurhúsi til sölu. Eignin stendur á opnu svæði umlukin grónum garði með háum grenitrjám á einum besta stað í Hafnarfirði. Glæsileg- ar stofur, 6 svefnherb., 3 snyrtiherb. og góðar innr. Í kjallara er góð köld geymsla. Þetta er eign með sterkan karakter. Staðurinn er sérstæður, skjól- sæll með opin framtíðarsvæði á þrjá vegu og fallegt útsýni. V. 32,4 m. 2784 4RA-6 HERB.  Hverfisgata - laus strax 4ra herbergja íbúð á 2. hæð í fjölbýli við Hverfisgötu. Íbúðin skiptist í stofu, þrjú svefnherbergi, eldhús og baðherbergi. Dúkur á gólfum, eldri innr. og suðursv. V. 8,9 m. 2845 3JA HERB.  Engihlíð - 3ja herb. Skemmtileg 3ja herb. samþykkt risíbúð sem skiptist í tvær saml. skiptanlegar stofur, eitt herb., eldhús og bað. Húsið er nýsteinað og í góðu ástandi. Hag- stætt verð. V. 7,8 m. 2826 2JA HERB.  Trönuhjalli - útsýni Mjög glæsileg 67 fm 2ja herbergja íbúð í blokk með fallegu útsýni sem nýbúið er að gera við að utan. Eignin skiptist m.a. í hol, baðherbergi, eldhús, stofu og her- bergi. Vandaðar innréttingar og gólfefni. V. 9,8 m. 2828 Kötlufell - laus Erum með í einkasölu snyrtilega og bjarta u.þ.b. 68,7 fm íbúð á 3. hæð í góðu fjölbýli. Húsið er klætt að utan og getur íbúðin losnað fljótlega. V. 7,9 m. 2856 Sérlega glæsilegt 168 fm endarað- hús með innbyggðum bílskúr á fal- legum útsýnisstað ofarlega í Smáranum. Eignin skiptist í for- stofu, þrjú herbergi, sjónvarps- stofu, eldhús, baðherbergi, þvottahús og stofu. Garðurinn er gróinn og fallegur með stórri timburverönd. Parket og flísar á gólfum og vandaðar innréttingar. Hiti er í plani og svalargólfi. V. 22,9 m. 2857 Ekrusmári Skólabraut - Seltjarnarnes Rúmgott og vel skipulagt um 160 fm mikið endurnýjað parhús á 2 hæðum á góðum stað á Nesinu. Húsið skiptist m.a. í 5 herbergi, stofu, borðstofu, 2 baðherbergi, eldhús o.fl. Fallegur og vel hirtur garður er fyrir framan húsið og timburverönd við inng. Parket á gólfum. V. 19,9 m. 2820 Í dag verður til sýnis gullfalleg neðri sérhæð í tvíbýli í þessu rótgróna og vinsæla hverfi. Íbúðin er vel skipulögð, 124 fm á einni hæð ásamt 32 fm bílskúr, sem í dag er innréttaður sem einstaklingsíbúð. Einstaklega þægileg íbúð með allt sér. Sérlega fallegur og sólríkur garður í fullri rækt. Áhvílandi húsbréf 6 millj. Verð 16,9 millj. Ágústa tekur á móti þér og þínum í dag á milli kl. 14:00 og 17:00. - Neðri sérhæð með aukaíbúð Opið hús - Kambsvegur 30 Opið á skrifstofu okkar á Suðurlandsbraut 20 í dag milli kl. 14 á 16. Sími 533 6050. www.hofdi.is , Ásmundur Skeggjason lögg. fasteignasali Runólfur Gunnlaugsson viðsk. og lögg. fasteignasali OPIÐ HÚS LAUGAVEGUR 27- MIÐBÆR Glæsilegt lítið einbýlishús sem er í dag nýtt undir gallerý og vinnustofu. Húsið býður upp á að hafa verslun, vinnustofu eða heimili. Húsið er staðsett við miðjan Laugaveg á góðum stað. Húsið er skráð sem íbúðarhúsnæði, en í því hef- ur ýmist verið íbúð eða þjónusta gegn- um árin. Húsinu var töluvert breytt 1999 og er í góðu ástandi. Möguleiki að setja húsbréf á eignina. Verð 9,9 millj. Áhv. ca 3,8 m. Guðbjörg tekur á móti þér og þínum í dag milli kl. 16 og 18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.