Morgunblaðið - 17.11.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 17.11.2002, Blaðsíða 45
BÓKASAFN KEFLAVÍKUR: Opið mán.–fös. 10–20. Opið lau. 10–16 yfir vetrarmánuði. BÓKASAFN KÓPAVOGS, Hamraborg 6a. S. 570 0450.Opið mán.-fim. kl.10-21; föst. kl. 11-17, lau.- sun.kl.13-17. BÓKASAFN SAMTAKANNA ’78, Laugavegi 3: Opið mán.–fim. kl. 20–23. BORGARSKJALASAFN REYKJAVÍKUR, Tryggvagötu 15: Opið mán. til föst. kl. 10-16. S. 563 1770. BYGGÐASAFN ÁRNESINGA, Húsinu á Eyrarbakka: S: 483 1504. BYGGÐASAFN HAFNARFJARÐAR: Sívertsen-hús, Vesturgötu 6, 1. júní–30. ág. er opið alla daga frá kl. 13–17, s: 555 4700. Smiðjan, Strandgötu 60, 16. júní–30. sept. er opið alla daga frá kl. 13–17, s: 565 5420, bréfs. 565 5438. Siggubær, Kirkjuvegi 10, 1. júní–30. ág. er opið lau.–sun.. kl. 13–17. Skrifstofur safnsins verða opnar alla v. d. kl. 9–17. BYGGÐASAFN SUÐURNESJA, sýnir Bátaflota Gríms Karlssonar í Duus húsum, Reykjanesbæ. Opið daglega kl. 11-18. S. 421 3796. FJARSKIPTASAFN LANDSSÍMANS, Loftskeytastöð- inni v/Suðurgötu: Opið á þri., fim. og sun. frá kl. 13–17. Tekið er á móti hópum eftir samkomulagi. FRANSMENN Á ÍSLANDI: Safn á Fáskrúðsfirði um veru franskra sjómanna á Íslandi. Opið daglega í sum- ar kl. 10.30-17. Sími 475 1525 og 864 2728. Netfang: al- berte@islandia.is - heimasíða: faskrudsfjordur.is/frans- menn FRÆÐASETRIÐ Í SANDGERÐI, Garðvegi 1, Sandgerði, s. 423 7551, bréfs. 423 7809. Opið a. d. kl. 13–17 og eftir samkomulagi. GAMLA PAKKHÚSIÐ í Ólafsvík er opið a. d. í sumar frá kl. 9–19. HAFNARFJÖRÐUR: Upplýsingamiðstöð Hafnarfjarðar, Vesturgötu 8, Hafn- arfirði. Opið frá 16. sept. til 15. maí virka daga kl. 13- 16. Bókasafn Hafnarfjarðar, Strandgötu 1, Hafnarfirði. Opið frá 1. sept. til 31. maí, mán.-fimt. kl. 10-20, föstud. kl. 11-17 (laugard. kl. 11-15, 1. okt.-30. apríl). Byggðarsafn Hafnarfjarðar. Skrifstofa Strandgötu 60. Sími: 565 5420, bréfs. 565 5438. Netfang: museum- @hafnarfjordur.is HAFNARBORG, menningar og listastofnun Hafnarfjarð- ar opin alla daga nema þri. frá kl. 11–17. LANDSBÓKASAFN ÍSLANDS _ HÁSKÓLABÓKA- SAFN: Opið til 20. maí: Opið mán.- fimmt. kl. 8:15 til 22.00, föst. kl. 8:15 til 19:00, laug. kl. 9:00 til 17:00, sun- nud. kl. 11:00 til 17:00. Þjóðdeild lokuð á sunnudögum og handritadeild er lokuð á laugardögum og sunnudög- um. S: 525 5600, bréfs: 525 5615. www.bok.hi.is LISTASAFN ÁRNESINGA, Tryggvagötu 23, Selfossi: Opið eftir samkomulagi. S. 482 2703. LISTASAFN EINARS JÓNSSONAR: Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Höggmyndagarðurinn við Freyju- götu er alltaf opinn. LISTASAFN ÍSLANDS, Fríkirkjuvegi. Sýningarsalir, kaffistofa og safnbúð: Opið daglega kl. 11–17, lokað mán. Skrifstofa safnsins og upplýsingar um leiðsögn: Opið alla v. d. kl. 8–16. Bókasafn: Opið þri.–fös. kl. 13– 16. Aðgangur er ókeypis á mið. Uppl. um dagskrá á internetinu: http//www.natgall.is LISTASAFN REYKJAVÍKUR THE REYKJAVÍK ART MUSEUM Lisatsafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir Flókagötu – 105 ReykjavíkSími/Tel: (354) 552 6131 Fax: (354) 562 6191 Netfang/E-mail: listasafn@reykjavik.is mailto:lista- safn@reykjavik.is www.reykjavik.is/listasafn Opið fim.–þri. 10–17 mið. 10–19 Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhúsið Tryggvagötu 17 – 101 Reykjavík Sími/Tel: 511 5155 Fax: 562 6191 Net- fang/E-mail: listasafn@reykjavik.is mailto:listasafn- @reykjavik.is www.reykjavik.is/listasafn Opið föst.– mið. 11–18 Fim. 11–19 Listasafn Reykjavíkur – Ásmundarsafn Sigtúni – 105 Reykjavík Sími553 2155 Fax: 562 6191 Netfang: lista- safn@reykjavik.is www.reykjavik.is/listasafn Opið maí–september kl. 10–16 alla daga október–apríl kl. 13–16 alla daga LISTASAFN KÓPAVOGS – GERÐARSAFN: Opið alla daga nema mán. kl. 11–17. LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR: Laugarnes- tanga 70. Safnið er opið laug og sun frá kl. 14–17. Kaffistofan opin á sama tíma. Tekið á móti hópum samkvæmt samkomulagi. Uppl. í s. 553 2906, fax: 581- 4553. Netfang: 1so@1so.is . og á heimasíðu: www.lso.is LISTASAFNIÐ Á AKUREYRI: Opið alla daga frá kl. 14– 18. Lokað mán. LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR: Grófarhús, Tryggvagata 15, Reykjavík. Sími 563 1790. Fax: 563 1799. reykjavik.is/ljosmyndasafn - Opið mán._föst. kl. 10-16. MENNINGAMIÐSTÖÐIN GERÐUBERG: Sýningatími mán.-föst. kl. 11-19. Um helgar kl. 13-16.30. Sími 575- 7700. MINJASAFN AKUREYRAR, Minjasafnið á Akureyri, Aðalstræti 58, Akureyri. S. 462 4162. Opið alla daga frá 1. júní til 15. sept. kl. 11-17. MINJASAFN AUSTURLANDS, Safnahúsinu Laufskóg- um 1, Egilsstöðum er opið alla daga nema mán. kl. 11– 17 til 1. september. Alla fim. í sumar kl. 13-17 verða þjóðháttadagar, þar sem þjóðlegt handverk og hættir verða skoðaðir. Safnbúð með minjagripum og hand- verksmunum. Kaffi og sælgæti. S. 471 1412, netfang minaust@eldhorn.is. www.minjasafn.is MINJASAFN ORKUVEITU Reykjavíkur v/rafstöðina v/ Elliðaár. Frá 1. sept. - 31. maí er opið á sun. kl. 13–17. Hægt er að panta leiðsögn á öðrum tímum í síma 567 9009 eða á netfang: rafheimar@or.is MINJASAFN SLYSAVARNAFÉLAGS ÍSLANDS Þor- steinsbúð við Gerðaveg, Garði. Opið alla daga í sumar frá kl. 13–17. Hægt er að panta á öðrum tímum í s. 422 7253. NÁTTÚRUFRÆÐISTOFA KÓPAVOGS, Hamraborg 6a. S. 570 0430. Opið mán.-fim. kl.10-21; föst. kl. 11-17, lau.-sun. kl.13-17. NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ, sýningarsalir Hverfisgötu 116 eru opnir sun. þri. fim. og lau. kl. 13.30–16. NONNAHÚS, Aðalstræti 54. Opið a.d. kl. 10–17 frá 1. júní – 1. sept. Uppl. í s. 462 3555. NORRÆNA HÚSIÐ. Bókasafnið opið mán.–sun. 12–17. Sýningarsalur opinn þri.–sun. kl. 12–17, lokað mán. Kaffistofan opin mán.–laug. kl. 8–17, sun. kl. 12–17. Skrifstofan opin mán.–föst. kl. 9–16. Sími 551–7030, bréfas: 552 6476. Tölvupóstur: nh@nordice.is – heima- síða: hhtp://www.nordice.is. SAFNASVÆÐIÐ AKRANESI. Steinaríki Íslands, Íþróttasafn Íslands, Byggðasafn Akraness og nær- sveita, Forsýning Landmælinga Íslands og Maríu- Kaffi. Til sölu steinar, minjagripir og handverk. Opn- unartími : 15 maí - 15 sept 10 - 18 / 16 sept - 14 maí 13- 18. S: 4315566. Fax: 4315567. www.museum.is mu- seum@museum.is SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR, Bergstaðastræti 74, s. 551 3644. Opin lau. og sun. kl. 13.30–16. SJÓMINJASAFN ÍSLANDS, Vesturgötu 8, Hafnarfirði, er opið alla daga kl. 13-17 og ennfremur eftir sam- komulagi fyrir skóla og aðra hópa. Sími sýningar: 565 4242. Skrifstofa, Lyngási 7, 210 Garðabær, sími 530 2200. Netfang: sjominjasafn@natmus.is. STOFNUN ÁRNA MAGNÚSSONAR á Íslandi. Hand- ritasýning verður opnuð í Þjóðmenningarhúsi v/Hverf- isgötu 5. október. Opið daglega kl. 11-17. Aðgangseyrir 300 kr. Frítt á sunnudögum. ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS: Sýningar við Suðurgötu lokaðar vegna endurbóta á húsnæði. ÞJÓNUSTA MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2002 45 HUGVEKJA HAUSTIÐ 1995 ákvaðríkisstjórn Íslands,að 16. nóvember árhvert, sem er fæð-ingardagur Jónasar Hallgrímssonar, yrði dagur ís- lenskrar tungu. Í framhaldi af því hefur menntamálaráðuneytið ár- lega beitt sér fyrir sérstöku átaki í þágu íslensks máls og helgað þennan dag rækt við það. Með því beinist athygli þjóðarinnar að stöðu tungunnar, gildi hennar fyr- ir þjóðarvitund og alla menningu. Og ekki vanþörf á, á tímum enskr- ar síbylju í útvarpi og sjónvarpi hér, með tilheyrandi íslens- kuambögum og orðafátækt þátta- stjórnenda. Ný íslensk orðabók var kærkomin sending inn í það ógnargímald, en betur má ef duga skal. Á miðöldum hafði kirkjan í Vestur-Evrópu ekki áhuga á að þýða Biblíuna á tungur þjóðanna. Latínan var mál hennar og fæstir í röðum almennings hvort eð er læsir; efni ritninganna var því bara endursagt. En evangelísk- lútherska kirkjan, sem kom fram á sjónarsviðið á 16. öld, leit öðru- vísi á þetta. „Hún tók þá stefnu, að gera almenning myndugan í and- legum efnum og fylgdi þeirri stefnu markvisst. Þess vegna lagði hún áherslu á víðtæka upp- fræðslu, lestrarkennslu og útveg- un lestrarefnis,“ eins og Sig- urbjörn Einarsson biskup kemst að orði í bókinni Haustdreifar (1992). Og þetta bar árangur. T.d. hefur sagt verið, að Marteinn Lúther hafi með þýðingu Bibl- íunnar úr frummálunum, ann- álaðri fyrir orðgnótt og ferskleika, lagt grunn að þýsku ritmáli. Það sama gerðist hér á landi; ís- lenskir siðbreytingarmenn geng- ust undir þessa köllun af fyllstu einbeitni og þjóðlegum metnaði. Þar riðu á vaðið Gissur Einarsson og Oddur Gottskálksson. Lét hinn síðarnefndi útbúa fyrir sig pall í fjósi í Skálholti og hóf um veturinn 1536-1537 að snúa Mattheus- arguðspjalli á „norrænu“. Ekki er ljóst hvar næstu rit voru þýdd, en hitt er vitað að um haustið 1539 er Oddur staddur í Danmörku með þýðinguna fullgerða. Eftir skoðun lærðra manna þar bauð konungur að verkið skyldi prentað og var það gert í Hróarskeldu veturinn 1939-1540. Hid nya testament er elst prentbóka á íslensku, sem um er vitað og geymst hafa. Prentun var lokið 12. apríl 1540. Oddur hefur þekkt vel gamla ís- lenska kirkjumálið og notað það, en afrek hans er engu að síður mikið, raunar ómetanlegt. Um þetta leyti er íslensk tunga nefni- lega farin að spillast, í kjölfar við- skipta landsmanna við útlendinga, einkum Dani og Þjóðverja, og síð- ustu tvær aldir þar á undan hafði lítið verið frumsamið á íslensku. Þáttur Odds var sá, að hann bjarg- aði arfinum dýrmæta, með því að koma honum á prent í eitt skipti fyrir öll. Og hvílík íslenska, þrátt fyrir að Oddur hafi að miklu leyti verið alinn upp í Noregi! Eða hversu líst mönnum þessi texti úr Fyrra Korintubréfinu, unninn fyr- ir næstum 500 árum síðan? Þó að eg talaði tungur mannanna og engl- anna, en hefða ekki kærleikann, þá væri eg sem annar hljómandi málmur eður hvellandi bjalla. Og þó að eg hefða spádóm og vissi alla leynda hluti og alla skynsemi og hefði alla trú svo að eg fjöllin úr stað færði, en hefða ekki kærleikann, þá væri eg ekkert. Og þó að eg gæfa allar mínar eigur fátækum og eg yfirgæfi minn líkama svo að eg brynni og hefða ekki kærleikann, þá væri mér það eng- in nytsemd. Kærleikurinn er þolinmóður og góðviljaður. Kærleikurinn er eigi meinbæg- inn. Kærleikurinn gjörir ekkert illmannlega. Eigi blæs hann sig upp, eigi stærir hann sig. Eigi leitar hann þess hvað hans er. Eigi verður hann til ills egndur, hann hugsar ekki vondslegt. Eigi fagnar hann yfir ranglætinu, en fagnar sannleikanum. Hann umber alla hluti, hann trúir öllu, hann vonar allt, hann umlíður alla hluti. Kærleikurinn hann doðn- ar aldri þótt spádómurinn hjaðni og tungu- málunum sloti og skynseminni linni. Því er ekki að undra, að Páll E. Ólason haldi því fram, að víða í þýðingu Odds séu kaflar á svo fögru máli, að hiklaust megi „skipa honum á bekk með þeim, sem bezt rita íslenzku í sund- urlausu máli um hans daga og jafnvel þótt víðara svið sé tekið, bæði fyrir og eftir.“ Annar maður honum ekki síðri var Guðbrandur Þorláksson, sem með Biblíu sinni 1584, mesta bók- menntaafreki þjóðarinnar fyrr og síðar, festi íslenskuna enn ramm- legar í sessi. Um þessa menn og aðra í fylk- ingarbrjósti hinnar nýju kirkju- deildar á 16. öld ritar Sigurbjörn Einarsson í áðurnefndri bók sinni, fullur lotningar: Það var hamingja Íslands á örlagaríkum tímamótum sögunnar, að kirkjan átti menn, sem voru einráðnir í því, að hin nýja öld gagngerra breytinga í tíðahaldi, öld prent- aðs máls á bókum og nýrrar uppfræðslu al- mennings, skyldi skila móðurmálinu óskemmdu til komandi kynslóða. Ef það er satt, að íslensk tunga og bókmenning hafi varðveitt sérleik þjóðarinnar og skilað henni óskaddaðri fram úr aldanna kafi og kröm, þá er það öðrum framar þessum mönnum að þakka. Hér mætti til samanburðar geta þess, að Norðmenn fengu ekki Nýja testamenti eða Biblíu á norsku fyrr en á 19. öld, heldur urðu að notast við danskt orð, og glötuðu þannig tungunni, sem þeir áttu forðum saman með Íslend- ingum og hefðu getað átt áfram „ef kirkjuforusta siðbótartímans þar í landi hefði dugað þjóð sinni eins vel og hin íslenska dugði sinni“, að enn séu notuð orð meist- ara Sigurbjörns. Fleiri kirkjunnar menn hér á landi áttu eftir að taka upp þráð- inn síðar og hlúa að móðurmálinu og styrkja það, Einar Sigurðsson, Hallgrímur Pétursson, Jón Vídalín og enn aðrir. En það er önnur saga. Arfurinn sigurdur.aegisson@kirkjan.is Víða mátti sjá fána dreginn að húni í gær. Þar var fagnað degi ís- lenskrar tungu, sem haldinn var nú í 7. sinn. Af því tilefni minnist Sigurður Ægisson þátta kirkjunnar manna fyrr- um í varðveislu móð- urmálsins, sem vógu þungt á örlagaríkum tímamótum. ATVINNUHÚSNÆÐI HÚSNÆÐI TIL LEIGU Höfum til leigu á eftirtöldum stöðum fullbúið skrifstofuhúsnæði KRÓKHÁLS - 271 FM HLÍÐASMÁRI 1. h. 184 fm, 2. h. 397 fm, 2. h. 385 fm, 2. h. 395 fm, 3. h. 440 fm, 3. h. 523 fm, 4. h. 550 fm. HÆÐASMÁRI 1. h. 538 fm. Allar nánari upplýsingar og teikningar hjá Guðmundi og Andrési sölumönnum. TILBOÐ. 2007 GEIRSGATA - TIL LEIGU Höfum fengið til leigu samtals 324 fm mjög vandað skrifstofuhúsnæði á besta stað í miðbænum á efstu hæð í lyftuhúsi. Frábært útsýni yfir höfn- ina, næg bílastæði í nágrenninu, tölvulagnir, símkerfi, öryggiskerfi, allt á staðnum. Góð fundaraðstaða með tengingu fyrir fjarfundarbúnað, gott tölvuherbergi og aðgangsstýrð skjalageymsla. Allar nánari upplýsingar hjá Guðmundi s. 821 1113, Andrés s. 821 1111 og á skrifstofu eign.is, s. 533 4030. 1919 LYNGHÁLS Höfum fengið í sölu alhliða iðnaðarhúsnæði, sem skiptist í tvo eignarhluta, efri hæð samtals 1,712 fm, á 2. hæð innkeyrsla frá Lynghálsi með góðri lofthæð. Hentar vel fyrir matvælaiðnað eða heildsölu. Neðri hæð samtals 683 fm með aðkeyrslu frá Krókhálsi ásamt byggingarrétti upp á ca 2.620 fm á 3 hæðum. Grunnflötur hæðar 873 fm. Allar nánari upplýsingar og teikningar hjá Guðmundi sölumanni. Tilboð. 1879 ÁLFABAKKI - FJÁRFESTAR Höfum fengið í sölu þessa fasteign sem er í útleigu að stærstum hluta eða ca 586 fm. Leigutekjur krónur 450.000 á mán. Mjög gott geymslu- húsnæði ca 95 fm. Teikningar og allar nánari upplýsingar hjá Andrési og Guðmundi. TILBOÐ. 2004 ÁLFHEIMAR - FJÁRFESTAR Höfum fengið í sölu 237,3 fm versl- unar- og lagerhúsnæði sem er að miklum hluta í langtímaleigu. Leigu- tekjur krónur 160.000 á mán. og óleigt er ca 80 fm sem hægt væri að innrétta sem ósamþykkta ein- staklings- íbúð með bílskúr. Teikn- ingar og allar nánari upplýsingar hjá Guðmundi og Andrési. TILBOÐ. 2010 EIÐISTORG - LEIGUTEKJUR Höfum fengið í einkasölu 109 fm skrifstofu- og verslunarhúsnæði sem er í útleigu. Góð eign fyrir þá sem vantar að kaupa fyrir áramót. Allar nánari upplýsingar hjá Guðm. sölumanni. TILBOÐ. 1916 FJÁRFESTAR HÚSNÆÐI TIL LEIGU Skerjafjörður - frábært sjávarútsýni. Opið hús á Einarsnesi 8 í dag Guðmundur St. Ragnarsson hdl., löggiltur fasteignasali Sérlega fallegt 181 fm raðhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr á þessum vinsæla stað. Fjögur svefnherbergi, rúmgott eldhús og stórar og bjartar stofur með glæsilegu sjávarútsýni. Stórar svalir og hellulögð verönd í garði. Laust til afhendingar fljótlega. Verð 22 millj. Opið hús í dag milli kl. 15 og 17. sími 530 6500 mbl.isFRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.