Morgunblaðið - 17.11.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 17.11.2002, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2002 49 DAGBÓK BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson STUNDUM eru menn þvingaðir í tveimur litum, stundum þremur. En er hægt að vera þvingaður í tveimur og hálfum lit? Clyde E. Love segir það, og er þá að tala um haldþvingun: Norður ♠ ÁD ♥ K853 ♦ ÁKD93 ♣KD Vestur Austur ♠ 62 ♠ G943 ♥ D76 ♥ G94 ♦ 76 ♦ 108652 ♣G108632 ♣4 Suður ♠ K10875 ♥ Á102 ♦ G ♣Á975 Suður spilar sjö grönd og fær út laufgosa. Hann tekur á tígulgosa, ÁD í spaða og annan laufslag, en þá hendir austur hjartafjarka. Sagn- hafi er með tólf toppslagi og þarf ekki nema einn í viðbót, svo hann tekur næst tígulás og hendir spaða heima. Svo kemur tíguldrottning og í þann slag hendir suður hjartatíu, en vestur laufi. Nú er ljóst að austur valdar tígulinn. Sagnhafi fer heim á hjartaás og spilar laufás í þessari stöðu: Norður ♠ -- ♥ K85 ♦ D9 ♣-- Vestur Austur ♠ -- ♠ G9 ♥ D76 ♥ G ♦ -- ♦ 108 ♣108 ♣-- Suður ♠ K10 ♥ 2 ♦ -- ♣Á9 Í laufásinn fer hjartafimm- an úr blindum. Og það er ein- mitt núna, sem austur er þvingaður í „tveimur og hálf- um lit“. Hann má augljóslega hvorki henda tígli né spaða, svo hjartagosinn verður að fara – sem er það „hald“ í litnum sem gerði makker kleift að verja hann. En nú er það hald farið. Sagnhafi tek- ur spaðakónginn og hendir tígulníu úr borði. Austur er nú upptalinn og því er hægt að svína hjartaáttunni af 100% öryggi. STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake SPORÐDREKI Afmælisbörn dagsins: Þú ert samvinnufús og hjálpleg(ur). Þú kannt að brúa bilið milli ólíkra menn- ingarheima og þjóðfélags- hópa. Þú berst af hörku fyrir rétti hinna verst stöddu. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Enn á ný kanntu að komast í uppnám yfir breyttum reglum varðandi sameigin- legt eignarhald. Talaðu skýrt út um það sem þú vilt og spurðu hlutaðeigandi hvað honum/henni finnst sann- gjarnt. Naut (20. apríl - 20. maí)  Sumum kann að þykja erfitt að tala við foreldra sína í dag. Hafðu hugfast að flest okkar dæma foreldra sína óþarf- lega hart. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Óvæntar breytingar á vinnu- tilhögun koma þér úr jafn- vægi. Mundu kínverska mál- tækið: Fellibylur stendur aðeins yfir í einn dag. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú munt þurfa að sýna börn- um mikla þolinmæði og skiln- ing í dag. Hugsaðu um hvað barninu er fyrir bestu. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Dagleg venja þín mun ekki ganga sem skyldi í dag. Nýttu þetta tækifæri til að gera eitthvað nýtt og óvenju- legt. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú mátt búast við einhverj- um óhöppum í dag, einkum hvað samgöngur varðar. Farðu þér hægt og leyfðu náunganum að hafa forgang. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þig langar til að sleppa af þér beislinu í dag með því að kaupa eitthvað villt og óvenjulegt. Þú hefur góðan smekk svo láttu bara vaða. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er svo margt sem þú hef- ur enga stjórn á. Þú skalt bú- ast við hinu óvænta. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það er laus einhver villt og byltingarkennd orka í dag. Þetta kveikir í frelsislöngun þinni, svo þú skalt fara gæti- lega. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú færð áskorun úr óvæntri átt. Taktu þetta ekki per- sónulega, margir hafa þörf fyrir að sýna barnið innra með sér í dag. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú býrð yfir sjálfstæði og byltingarkennd. Reyni ein- hver að ráðskast með þig í dag muntu taka það óstinnt upp. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú fært óvænt tækifæri varðandi ferðalög, útgáfu, menntun eða lögfræði í dag. Ef þetta virðist gott, skaltu grípa gæsina. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÉG BÝST við, að þeir séu fleiri en ég, sem geta ekki ævinlega sett samasem- merki (=) milli ofan- greindra sagnorða, þ.e.a.s. skipt um þau í ræðu eða riti án nokkurs blæ- eða öllu heldur notkunarmun- ar. Sannleikurinn er sá, að annað þeirra er gjaldgengt á einum stað, en hitt svo á öðrum stað. Aftur á móti hef ég veitt því athygli, að í fjölmiðlum virðast þau á stundum notuð sitt á hvað. Skal hér tekið dæmi um þetta. Í Fréttablaðinu 16. f.m. stóð þetta í fyrirsögn: „Fimm kindur dóu vegna hita.“ Síðan er so. að deyja endurtekið nokkrum sinn- um í fréttinni. Loks er klykkt út með þessum orð- um: „Kindurnar sem hafi dáið hafi því drepist á kerrunni.“ Í lokin var þá „rétt“ so. notað í þessu til- viki, þ.e. so. að drepast. Ég held það sé enn almennt mál að tala um, að skepnur drepist (úr hita eða öðru), en menn aftur á móti deyi (eða látist ) úr hita eða sjúkdómum. Í öðru blaði var sagt frá þessu sama at- viki, og þar var so. að drepast einvörðungu not- að. Sá, sem þá frétt skrif- aði, hefur því haft sömu til- finningu og ég um notkun þessara sagnorða. Ég held, að hér sé á ferðinni einhver „tepruskapur“, ef nota má það orð, og mönn- um finnist so. drepast óviðfelldið orðalag. Svo er einmitt ekki í ofangreind- um samböndum. Annað mál er, ef það er notað um menn. Þá felst oft í því niðrandi merking. Ef sagt er sem svo: Loks drapst karlanginn, þá er ljóst, að hann var ekki öllum harm- dauði. Þetta er sama af- staða og felst nú á dögum í lo. dauður og dáinn. Skepnan er dauð, en ekki dáin (og því að síður látin). Af ofangreindum dæmum sést, hversu fráleitt er að líta á þessi so. hér sem samheiti. Þau eiga heima hvort á sínum stað, og þá fellur allt í ljúfa löð. - J.A.J. ORÐABÓKIN Deyja – drepast 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Bxc6 dxc6 5. O-O f6 6. d4 Bg4 7. dxe5 Dxd1 8. Hxd1 fxe5 9. Rbd2 O-O-O 10. He1 Bd6 11. h3 Bh5 12. Rh4 Rf6 13. Rf5 Bf8 14. g4 Bf7 15. Rf3 He8 16. Bd2 h6 17. Bc3 Rd7 18. Had1 Hg8 Staðan kom upp í fyrri hluta Íslandsmóts skák- félaga sem fram fór í húsa- kynnum B&L. Tom- as Oral (2546) hafði hvítt gegn Birni Þor- steinssyni (2200). 19. Hxd7! Kxd7 20. Rxe5+ Ke6 21. Hd1 g6 22. f4 Bc5+ Svartur yrði mát eft- ir 22... gxf5 23. exf5+ Kg6 24. Rg6#. Í framhaldinu fær hvítur yfirburðartafl sem hann vann úr af miklu öryggi. 23. Kg2 Hd8 24. Hxd8 Hxd8 25. Rxf7 Kxf7 26. Rxh6+ Kf8 27. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. g5 Bd4 28. Bxd4 Hxd4 29. Kf3 Hd2 30. f5 Hxc2 31. h4 Hxb2 32. Kg4 Kg7 33. e5 gxf5+ 34. Rxf5+ Kf7 35. h5 Hg2+ 36. Rg3 c5 37. g6+ Kg7 38. Kf3 Hg1 39. Rf5+ Kf8 40. e6 Hf1+ 41. Kg4 Hg1+ 42. Kf4 b5 43. e7+ Ke8 44. h6 og svartur gafst upp. Unglingameistaramót Hellis hefst mánudaginn 18. nóvember kl. 16:30. Allir 15 ára og yngri velkomnir. Teflt verður í Hellisheim- ilinu, Álfabakka 14a í Mjódd. Árnað heilla 50 ÁRA afmæli. Ámorgun, mánudag- inn 18. nóvember, er fimm- tugur Ómar Másson, húsa- smiður, Skriðustekk 29, Reykjavík. Eiginkona Óm- ars er Þóra Löve. Ómar verður að heiman á afmæl- isdaginn. LJÓÐABROT UM HAUST Syngur lóa suðr í mó sætt um dáin blóm – alltaf er söngurinn sami með sætum fuglaróm. Himinblíð eru hljóðin þín, heiðarfuglinn minn! Hlusta ég hljóður á þig, og hverfa má ei inn. Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk get- ur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík            Peysur og pils Bankastræti 11 • sími 551 3930 Námskeið um meðvirkni, samskipti, tjáskipti og tilfinningar verður haldið föstudagskvöldið 29. nóvember og laugardaginn 30. nóvember í kórkjallara Hallgrímskirkju. Nánari upplýsingar og skráning í síma 553 8800. Taktu mér eins og ég er, svo ég geti lært hvað ég get orðið Meðvirkni Stefán Jóhannsson, MA, fjölskylduráðgjafi Hinn 1. desember næstkomandi mun ég loka lækningastofu minni í Læknasetrinu, Þönglabakka 6 og opna móttöku á Landspítalanum. Læknum og sjúklingum er bent á Göngudeild Landspítala, Hringbraut, tímapantanir í síma 543 2201 eða 543 2202 milli kl. 8 og 16. Þorvaldur Jónsson, sérfræðingur í almennum skurðlækningum Flutningur á læknastofu Foreldrafræðsla Fæðingarundirbúningsnámskeið fyrir verðandi foreldra. Námskeið hefjast 28. nóv. og 3. des. nk. Leiðbeinandi er Hrefna Einarsdóttir ljósmóðir, Active birth leiðbeinandi og Aromatherapisti. Táningafræðsla Fæðingarundirbúningsnámskeið fyrir verðandi mæður undir 18 ára aldri. Námskeið hefst 29. nóv. nk. Leiðbeinandi er Anna Eðvaldsdóttir ljósmóðir og nuddari. Skráning fer fram í síma 533 5355 starfa á hárgreiðslustofunni Caracter Listhúsinu v/Engjateig sími 553 0300 Karl Berndsen mun í desembermánuði Laugavegi 46, sími 561 4465 Villtar & Vandlátar NÝTT NÝTT NÝTT NÝTT„HAPPY HOUR!“ milli kl. 12 og 14 20% afsláttur af fatnaði (frá mán.-fös.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.