Morgunblaðið - 17.11.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.11.2002, Blaðsíða 26
LISTIR 26 SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Á dögunum voru hér staddir forstöðumenn leikminjasafna á Norðurlöndunum. Und- irritaður átti þess kost að hitta nokkra þeirra að máli meðan á dvöl þeirra stóð og spyrja út í starfsemina. Ekki stóð á svörunum og var greinilegt að allir höfðu brennandi áhuga á efninu og töldu starf- semi stofnunar sinnar ómissandi til varðveislu þess arfs sem leikstarfsemi á hverjum tíma skilur eftir sig. Ekki skal dregin fjöður yfir það hér að sjálf- ur hef ég efast um tilgang þess að geyma minj- ar um gengnar leiksýningar, s.s. leikmuni, búninga o.þ.h., og bent á því til staðfestu að leiklistin sé list augnabliksins og andrúmsloft- inu sem skapast í leikhúsinu á vel heppnaðri leiksýningu verði ekki tappað á glös og viðrað aftur hundrað árum síðar. Þessi grund- vallarþáttur í eðli lif- andi leiklistar verður ekki varðveittur og ástæðulaust að sýta það. Vissulega er hægt að varðveita heimildir um útlit sýninga, leikmynd, búninga og sviðsetningu og með nútímatækni er hægur vandinn að útbúa sæmilega vandaða mynd- bandsupptöku af sýningum til að veita fram- tíðarkynslóðum hugmynd um leikstíl og blæ- brigði í leik einstakra leikara á sviði. Leikminjasöfnin á Norðurlöndunumeiga sér flest hver mjög langa sögusem nær allt aftur á 18. öld þótt form-leg stofnun safnanna hafi ekki orðið fyrr en á þriðja áratug síðustu aldar. Leik- minjavarðveisla á Íslandi hefur aldrei verið stofnsett af opinberri hálfu en fáeinir ein- staklingar, s.s. Lárus Sigurbjörnsson, Har- aldur Björnsson og Lárus Pálsson, hafa skilið eftir sig umtalsverð söfn af handritum, ljós- myndum, leikmunum og fleiru slíku. Bókasöfn einstaklinga hafa einnig innihaldið útgáfur af leikritum sem sum hver hafa ratað á Lands- bókasafnið eftir andlát viðkomandi. Opinberu leikhúsin þrjú, Þjóðleikhúsið, Leikfélag Reykjavíkur og Leikfélag Akureyrar, hafa einnig varðveitt handrit, ljósmyndir, leikmuni, búninga o.þ.h. þótt sú varðveisla sé býsna göt- ótt á köflum og nái engan veginn yfir alla sögu viðkomandi leikhúsa. Jafnvel Þjóðleikhúsið getur alls ekki státað af fullkomnu safni heim- ilda um hverja sýningu sem þar hefur farið á svið, jafnvel ekki þar sem um frumuppfærslur á íslenskum verkum hefur verið að ræða. Þó er skipulag og aðgengi að handritum, leik- skrám og ljósmyndum sýnu best í Þjóðleik- húsinu. Þar er einnig gott úrklippusafn prent- aðra greina úr dagblöðum og tímaritum frá síðustu áratugum. Þegar litið er víðar um sviðið og spurt um heimildir um leiksýningar utan þessara þriggja stofnana verður fátt um svör. Leik- hópar sem hafa komið og farið í áranna rás eru gersamlega horfnir af yfirborði jarðar. Einu heimildirnar sem eftir standa eru umsagnir gagnrýnenda í dagblöðum og tilfallandi ljós- myndir sem geymdar eru á ljósmyndasöfnum dagblaða eða í einkaalbúmum aðstandenda sýninganna. Frumsamin handrit leikrita finn- ast ekki lengur, höfundarnir eiga kannski ein- tak, kannski ekki, og tilviljun háð hvort ein- hver hefur hirt um að halda handriti til haga eftir að sýningum lauk. Heimildargildi þeirra handrita sem fyrirfinnast er oft nokkuð tak- markað þar sem það er gjarnan úr safni höf- undarins og í það vantar allar breytingar sem urðu á verkinu meðan á æfingum stóð og því er handritið alls ekki rétt heimild um þann texta sem á endanum var leikinn. Það er þó snöggtum betra að hafa aðgang að slíku hand- riti en engu. Fyrir fræðimenn sem hyggjast rannsakaíslenska leiklist síðustu 30 ára, tímabil-ið 1970–2000, er söfnun heimilda ogupplýsinga hreinasta martröð ef skoða á annað en sýningar stofnanaleikhúsanna og jafnvel þar er efniviðurinn takmarkaður. Útgáfa leikrita hefur alla tíð verið tilvilj- anakennd og dapurleg staðreynd að fæst þeirra leikrita sem sviðsett hafa verið hafa verið gefin út á prenti. Það er þó eini mögu- leiki þeirra miðað við núverandi aðstæður að fá varanlegan geymslusess á Landsbókasafni þar sem skilaskylda til safnsins nær eingöngu til prentaðs máls og algjörlega undir hælinn lagt hvort leikrit hafa verið prentuð eða ekki. Á fyrri hluta 20. aldar var útgáfa leikrita í meiri blóma en síðar, þótt hlálegt sé að mörg útgefinna leikrita frá þeim tíma voru aldrei leikin, enda skrifuð sem bókverk til aflestrar og sum hver afleit leikhúsverk. Einn er þó sá aðili sem hvað lengst hefurgengið í söfnun leikhandrita án þess aðhljóta til þess nokkurn styrk eða sér-stakan stuðning. Það er Bandalag ís- lenskra leikfélaga sem hefur á undanförnum árum komið sér upp besta safni leikhandrita, íslenskra og þýddra, sem fyrirfinnst hérlendis og allt í þeim tilgangi að auðvelda aðgang áhugaleikfélaganna að leikhandritum. Banda- lagið nýtur takmarkaðrar fjárveitingar árlega og hefur einn og hálfan starfsmann á sínum snærum. Meginhlutverk skrifstofu bandalags- ins er að vera umbjóðanda sínum, áhugaleik- félögunum í landinu, innan handar um ráðn- ingu leikstjóra, útvegun leikrita til flutnings og ýmislegt annað er lýtur að starfsemi leik- félaganna. Þrátt fyrir miklar annir á skrifstof- unni hefur tekist að koma upp áðurnefndu safni sem nánast allt er tölvutækt og því til- tölulega einfalt að nálgast handrit að þeim leikritum sem þar eru til staðar. Bandalagið er þó hvorki bundið neinni skyldu um söfnun handrita né varðveislu þeirra og því algjörlega undir stjórn þess komið hvernig með þetta verður farið. Útgefendur hafa sýnt leikritaútgáfu lítinn áhuga og eru vafalaust ýmsar skýringar á því. Skylda þeirra við íslenska leikritahöfunda er í sjálfu sér engin og þeim í sjálfsvald sett hvort þeir sjá ástæðu til að gefa út leikrit. Helstu mótbárur útgefanda hafa verið að leikrit selj- ist lítið sem ekkert og hefur verið vænlegast að freista þeirra með samstarfi leikhúsanna við grunnskólana og/eða framhaldsskólana þar sem nýtt leikrit hefur verið tekið inn á námskrá og nemendum gert skylt að lesa verkið og sjá sýninguna sem hluta af íslensku- námi sínu. Þá sjá útgefendur möguleika á sölu nokkur hundruð eintaka. Í slíkum tilfellum er leikhúsið þó búið að vinna markaðsstarfið fyr- ir útgefandann og gæti því sem hægast gefið leikritið út sjálft í einfaldri útgáfu og selt skól- unum beint. Hér er umhugsunarefni að aðeins eitt leikrit kemur út í bókarformi fyrir þessi jól og á kostnað útgefandans sjálfs. Það er dr. Jón Viðar Jónsson leiklistarfræðingur sem gefur sjálfur út þýðingu sína á tveimur leik- ritum Jóhanns Sigurjónssonar, Rung lækni og Skugganum. Jón Viðar er jafnframt einn ötul- asti talsmaður þess að hér verði sett á fót leik- minjasafn og sér því vel meðvitandi um gildi þess að gefa út leiktexta. Fyrir nokkrum árum tók Borgarleik-húsið upp þá stefnu að prenta í leikskrátexta allra leikrita sem það flytur og áleikhúsið heiður skilinn fyrir þetta framtak. Nú hefur heyrst að þessi framtaks- semi verði brátt skorin niður ef ekki fæst við- unandi fjárveiting til rekstrar leikhússins. Segja má að með því að prenta alla leiktexta hafi metnaður til góðra verka borið leikhúsið ofurliði en það væri sannarlega eftirsjá að því ef hætt yrði að prenta texta frumfluttra ís- lenskra verka. Þrátt fyrir ríflega tvöfalt hærri fjárveitingu en Borgarleikhúsið hefur Þjóð- leikhúsið ekki gert þetta fyrr en allra síðustu misseri er leiktextar nýrra íslenskra verka hafa verið prentaðir á vegum leikhússins. Minna má það heldur varla vera. Forstöðumenn norrænu leikminjasafnanna voru sammála um hversu mikilvægt það væri að leikhús og leikhópar væru bundnir skila- skyldu svo söfnin yrðu vettvangur fyrir fræði- menn til rannsóknarstarfa á leiklistarsviðinu. Á sama hátt og Landsbókasafnið gegnir einn- ig hlutverki háskólabókasafns mætti hugsa sér að leikminjasafn væri rekið í nánum tengslum við leiklistardeild Listaháskólans enda bendir margt til að kennsla í leik- húsfræðum verði tekin þar upp fyrr en seinna. Ef íslensk leiklist á að njóta þar jafnræðis við hina alþjóðlegu strauma verður að vera til staðar skipulagður aðgangur að upplýsingum um íslenska leiklist. Það er brýnt verkefni. Hverfur leiklistin jafnóðum? AF LISTUM Eftir Hávar Sigurjónsson havar@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Líkön af leikmyndum heyra nánast fortíðinni til. Nú eru leikmyndir tölvuteiknaðar. Ég velti því stundumfyrir mér hvort saganaf JK Rowling sésönn. Hvort hún hafi virkilega párað fyrstu Harry Potter-bókina með hálf- ónýtum penna á servíettur á kaffihúsum af því að hún hafði þá ekki efni á því, einstæð móðirin, að kynda íbúðina sína. Nú er alls ekki ætlunin að þykjast vita betur en þeir fjölmiðlar sem flytja okkur reglulega fréttir af lífshlaupi þessa snjalla metsöluhöf- undar, en mér finnst samt sem áður athyglisvert að staldra aðeins við þetta nútímalega öskubuskuævintýri – sem á sér reyndar fjöldann allan af hliðstæðum. Til dæmis voru margar Hollywood-stjörnur „ósköp venjulegt“ fólk áður en þær skutust upp á himininn. Brad Pitt keyrði limósínu, kona hans Jennifer Aniston var gengilbeina og Madonna seldi kleinuhringi í sölubás á Times Square – það er okkur að minnsta kosti sagt. Það virðist af einhverjum ástæðum fara vel í fólk að heyra að þeir sem njóta af- burða velgengni hafi ekki allt- af haft það svona flott. Að þeir hafi nú þurft að hafa svolítið fyrir þessu öllu saman, en ekki bara fæðst með silfurskeið í munni og fengið allt upp í hendurnar. Kannski stafar þetta af því að fólk vill halda í þá trú að maðurinn uppskeri eins og hann sáir, eða af því að slíkar sögur gefa fólki von um að það eigi ef til vill sjálft sam- bærileg tækifæri. Í ölli falli liggur ákveðin samúð og að- dáun með fólki sem hefur þurft að hafa mikið fyrir því að komast þangað sem það er statt í lífinu. Þetta vita mark- aðssnillingarnir sem eiga stór- an þátt í velgengni Harry Potter-bókanna. Og hvort sem JK Rowling var staurblönk einstæð móðir sem var oft kalt áður en hún varð metsöluhöf- undur eða ekki, þá er auðvelt að sjá í hendi sér að slík saga virkar vel á mannskapinn. Og nú er hún með ritstíflu. Heimurinn bíður með öndina í hálsinum eftir fimmtu bókinni. Hvar er hún? „Hún er orðin svo spillt,“ segir breska slúð- urpressan, „orðin rík, komin með mann. Uss, henni er alveg sama um lesendur sína. Aum- ingja börnin.“ Og ævintýrið snýst upp í andhverfu sína. Samúðin með öskubusku hvarf um leið og hún steig upp úr öskustónni. Þá er spurning hvort þær kröfur sem gerðar eru til Rowling stafi ekki ein- mitt af því að persóna hennar var markaðssett ásamt leik- föngunum, búningunum, spil- unum og öllu því. Fæstir rit- höfundar verða fyrir slíku og eru mestmegnis látnir í friði þegar þeir stíflast – andleysi þeirra er að minnsta kosti ekki fastur liður á síðum slúð- urdálkanna. Hvað fortíð Hollywood- stjarnanna varðar þá virðist ekki síður mikilvægt að koma því á framfæri að þær hafi unnið fyrir sínu. Sé hægt að finna eitthvað í fortíð stór- stjörnunnar sem Jón og Gunna geta samsamað sig við er því hampað í kynningarefni og viðtölum við viðkomandi. Og hvort sem þetta er tilraun til réttlætingar af hendi þeirra sem hafa það svo margfalt betra en flestallir aðrir, eða hreint og klárt markaðsbragð, þá er þetta góð leið til að fá al- menning til að „líka vel við sig“. Slíkar sögur eiga líka klár- lega sinn þátt í því að viðhalda hugmyndinni um ameríska drauminn. Sú hugmynd er í raun sambærileg við ævintýrið um öskubusku og gengur út á það að einhver sem á ekki neitt eignast einhver ósköp. Í Bandaríkjunum er mikil áhersla lögð á að hugmyndin um ameríska drauminn lifi góðu lífi á meðal fólks. Að fólk trúi því að samfélagið sé þann- ig úr garði gert að hver einasti einstaklingur geti náð langt með dugnaði og elju. Að allir hafi tækifæri til að öðlast virð- ingu, frægð og ríkidæmi. Þess- ari hugmynd er hampað í skólakerfinu, í þjóðfélags- umræðunni og ekki síst í bandarískri dægurmenningu, en hún kemur ósjaldan við sögu í bandarískum kvik- myndum eins og flestir þekkja. Og svo vel hefur tekist til að stór hluti Bandaríkja- manna trúir af öllu hjarta á ameríska drauminn. Ég hef átt í merkilegum rökræðum við bandaríska vini mína, skynsamt og vel menntað fólk, sem halda því fram án þess að hika að hver einasti Banda- ríkjamaður gæti orðið forseti ef hann legði sig nógu duglega fram. Aðstæður þær sem fólk fæðist inn í, kyn og kynþáttur eiga ekki að hafa nein áhrif, þetta snýst allt um dugnað, hæfni og vilja einstaklingsins. (Ergo; hvítir karlmenn af góð- um efnum eru duglegri, hæfari og viljasterkari en allir aðrir.) En svo vikið sé aftur að öskubuskunni Rowling, sem nú um stundir nýtur ekki meiri samúðar en vondu stjúp- systurnar úr sama ævintýri, þá má sjá fleiri nútímalega þræði í þeirri nútímalegu út- gáfu af öskubusku sem saga hennar er. Í gamla ævintýrinu var það prinsinn sem bjargaði henni og gerði allt gott en í sögu Rowling var það hún sjálf sem bjargaði sér. Ég veit að Harry Potter-aðdáendur vona að hún nái sér á strik bless- unin og að konungsdjásnin og prinsinn hætti að þvælast fyrir henni. En markaðsfræðing- arnir sem skópu/miðluðu sögu hennar hefðu svo sem átt að sjá þetta fyrir, því nútímaleg öskubuska verður náttúrlega að nútímalegri prinsessu. Og henni segir enginn fyrir verk- um. Birna Anna á sunnudegi Morgunblaðið/Jóra Af nútíma öskubuskum bab@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.