Morgunblaðið - 17.11.2002, Blaðsíða 54
KVIKMYNDIR
54 SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÁÐUR en ljósin slokknuðu sagði
framleiðandinn Friðrik Þór frum-
sýningargestum skemmtilega sögu
af tilurð Monster. Hann var stadd-
ur á kvikmyndahátíð ásamt Hal
Hartley og skemmti Friðrik hinum
bandaríska kollega sínum með ís-
lenskum skrímslasögum meðan
þeir þreyttu ballskák. Hartley
hreifst mjög, klúðraði spila-
mennskunni, efnileg kvikmynd lá í
loftinu. Síðan hófst ævintýrið sem
blasir við gestum Háskólabíós eftir
langt og strangt framleiðsluferli
þar sem sjálfur Francis Ford
Coppola kemur við sögu, en hann
lagði mikið fé í fyrirtækið. Of mik-
ið, ef maður skilur Friðrik rétt.
Það getur líka meira en verið að
forvitnileg Hartley-mynd hafi glat-
ast í peningaflæðinu og höfundur-
inn villst af leið því sú mynd sem
við blasir þolir illa samanburð við
betri myndir Hartleys, eins og
Simple Men, Flirt og Amateur.
Hartley er einn virtasti óháði kvik-
myndaleikstjóri samtímans og hef-
ur vissulega lítið verið riðinn við
hefðbundið afþreyingarefni. Hann
skrifar handritið sem fyrr og per-
sónurnar eru mismunandi dular-
fullar og úti á jaðrinum. Í þetta
skipti ná þær þó engan veginn til
manns og í lokin heggur höfund-
urinn gjörsamlega á þau veiku
bönd sem hann hafði myndað við
áhorfandann – sem situr uppi með
afkáralega blöndu af Fríðu og dýr-
inu og Network.
Skrímsli af ýmsu tagi eru til
staðar í flestum myndum leikstjór-
ans en nú verður það raunverulegt.
Þrír fréttamenn hverfa við
skrímslarannsóknir á Íslandi og
harðsvíraður og siðblindur sjón-
varpsfréttastjóri, Húsbóndinn –
The Boss (Helen Mirren), sendir
Beatrice (Sarah Polley), unga,
kjarkmikla en lítt reynda blaða-
konu, til að rannsaka málið á eyj-
unni í norðri. Ástæðan er einföld;
hér getur verið um góða söluvöru
að ræða sem hressir upp á áhorfið.
Eftir miklar hremmingar nær
Beatrice loks til afskekkts þorps á
Íslandi (þar sem afkjálkafólk talar
reiprennandi ensku ef svo ber und-
ir) og varpa íbúarnir konunni í fang
hins mannhatursfulla Skrímsla
(Robert John Burke), skerbúa í ná-
grenninu. Tekst með þeim undar-
leg vinátta þrátt fyrir að kærasti
Beatrice hafi verið einn frétta-
mannana sem ófögnuðurinn grand-
aði. Skrímsli er langþreyttur orð-
inn á gallagripnum mannskepnunni
og vill ólmur deyja. Það er aðeins á
færi vísindamannsins Artauds
(Baltasar Kormákur) að stytta
honum aldur og hyggst hin mis-
kunnsama Beatrice koma á fundum
þeirra. Undir umsjá fréttastjórans
er Skrímsli fluttur til New York;
áhorfið rýkur fram úr björtustu
vonum og líknardrápsáform Beat-
rice harkalega stöðvuð af frétta-
stjóranum. Skrímsli og Beatrice
verða því að grípa til nýrra bragða
til að forða honum úr óbærilegri
jarðvistinni.
Í upphafi er vísað til ógnar-
ástandsins sem við höfum skapað í
okkar válegu veröld þar sem trú-
boðar og hryðjuverkamenn eru
lagðir að jöfnu og kallaðir til
ábyrgðar. Monster er þegar best
lætur geggjuð gagnrýni á geggjaða
valdhafa sem eru að fara með allt
til fjandans og kaldhæðin ádeila á
neikvæðan fréttaflutning og
ómerkileg og mannfjandsamleg
markmið undir sléttu og felldu yf-
irborði samtímamannsins. Persón-
urnar sem Hartley notar við að
koma boðskap sínum til skila eru
hins vegar óskýrar og lítið áhuga-
verðar. Mesta furða hvað Mirren,
Baltasar og Burke (sem fær eina
hlutverkið sem bragð er að) tekst
að mjólka úr þeim. Annars fær frá-
bær leikhópur lítið vitrænt að gera.
Persóna Beatrice er undarleg ráð-
gáta og flugslysið og eftirhreytur
þess fyrirferðarmest af mörgum
illskiljanlegum og tilgangslausum
þáttum furðuverksins.
Hver er Skrímsli? Hvað táknar
þessi forljóti, orðljóti, sídrukkni
óskapnaður? Er hann sannleikur-
inn, samviskan, Drottinn eða Djöf-
ullinn? Ég greiði okkur sjálfum at-
kvæði, mannskepnunni, þegar hún
sleppir grímu „siðfágunarinnar“.
Það verður hver og einn að finna
sín svör, þau liggja ekki á lausu, og
að endingu dettur botninn úr
langri, oft leiðri mynd. Hartley vís-
ar okkur að þessu sinni út á Guð og
gaddinn.
Dreptu eða þú
verður drepinn
„Hver er Skrímsli? Hvað táknar þessi forljóti, orðljóti, sídrukkni óskapnað-
ur. Er hann sannleikurinn, samviskan, Drottinn eða Djöfullinn?“ veltir Sæ-
björn fyrir sér í umsögn um Skrímslið.
KVIKMYNDIR
Háskólabíó
Leikstjórn og handrit: Hal Hartley. Kvik-
myndatökustjóri: Michael Spiller. Tónlist:
Hal Hartley. Sviðsmynd: Árni Páll Jó-
hannsson. Aðalleikendur: Robert John
Burke, Sarah Polley, Helen Mirren, Julie
Christie, Ingvar E. Sigurðsson, Björn Jör-
undur Friðbjörnsson, Baltasar Kormákur,
Helgi Björnsson, Julie Anderson, Anna
Kristín Arngrímsdóttir, Bessi Bjarnason,
Jón Hjartarson. 105 mín. Íslenska kvik-
myndasamsteypan/MGM/UA. Ísland/
Bandaríkin 2001.
MONSTER (SKRÍMSLI) Sæbjörn Valdimarsson
DRAMATÍK er ekki nægilega
sterkt orð til að lýsa því andrúmslofti
sem leikur yfir kvikmynd danska leik-
stjórans Ole Bornedal, Jeg er Dina.
Það þarf eitthvað sterkara hugtak til
að lýsa kvikmynd þar sem áhorfand-
inn getur gengið að því vísu að á tí-
undu hverri mínútu eigi eitthvað
skelfilegt eða stórkostlegt sér stað,
eins og hryllilegt slys, blóðugt morð,
fæðing í óhaminni náttúrunni, ofsa-
fenginn ástarfundur, stórbruni, fóst-
urmissir á hafi úti, stórbrúðkaup eða
nauðgun.
Myndin er samevrópskt samvinnu-
verkefni og er byggð á vinsælli skáld-
sögu (Dinas bog) eftir rithöfundinn
Herbjörg Wassemo. Hér er miklu til
tjaldað og er myndin því útlitslega
mikið glæsiverk. Þetta er jafnframt
eins hefðbundin norræn kvikmynd og
verið getur, dramatískt myndmál
tengt harðgerðri náttúru og sterkir
persónuleikar andspænis bælingu og
samfélagslegri kúgun. Sagt er frá
umbrotasömu lífi aðalpersónunnar
Dinu, sem missir móður sína í skelfi-
legu slysi á unga aldri. Reynslan og
viðbrögð föður Dinu við slysinu reyn-
ast of hræðileg fyrir venjulegt barn til
að þola, og elst Dina því upp á mörk-
um sturlunar og kröftugrar tilfinn-
ingalegrar tjáningar. Sá styrkur sem
Dina hefur notað til að lifa af gerir
hana að ákveðinni konu sem tekur
stjórn á sínu lífi fyrir tíma kvenrétt-
indanna, en sturlunin er ekki langt
undan með ýmsum tilheyrandi hörm-
ungum.
Leikstjóri sem ætlar að standa
undir svo melódramatísku verki sem
Jeg er Dina óneitanlega er, verður að
vera mjög flinkur. Þunglamaleg frá-
sögnin og stirðar klippingar eru því
nokkuð sem ekki gerir myndina bæri-
legri fyrir þá sem hafa lítið þol þegar
að mikilli dramatík kemur. Hins veg-
ar leggja leikstjóri og föngulegur leik-
arhópurinn í frásögnina af svo mikl-
um krafti að hún nær að standa undir
sér á sinn brjálæðislega hátt. Upp-
hafsatriðið sem lýsir dauða móðurinn-
ar er nægilega sjokkerandi til þess að
áhorfandinn geti samsamað sig
stormasömu tilfinningalífi aðalper-
sónunnar. Það er hins vegar ekki
hægt að segja að Jeg er Dina sé mjög
nútímaleg kvikmynd.
Eldur og
brenni-
steinn
KVIKMYNDIR
Regnboginn – Dönsk
kvikmyndahátíð
Leikstjórn: Ole Bornedal. Handrit: Ole
Bornedal, Jonas Cornell. Byggt á skáld-
sögu Herbjörg Wassmo. Aðalhlutverk:
Maria Bonevie, Pernilla August, Gerard
Deparidieu, Christopher Eccleston, Björn
Floberg, Hans Matheson. 125 mín.
Frakkland, Þýskaland, Svíþjóð, Dan-
mörk, Noregur, 2002.
JEG ER DINA (ÉG ER DINA) Heiða Jóhannsdóttir
NÚ er eflaust hárétti tíminn að
sýna Das Experiment, þegar allt úir
og grúir af raunveruleikasjónvarpi,
áhorfendur glápa á mannlegt eðli í
hnotskurn og trúa ekki eigin aug-
um. Aðalkostur þessarar myndar er
að hún kastar fram spurningum um
mannlegt eðli, og hversu auðvelt
það er fyrir okkur „sem aldrei
mundum haga okkur svona“ að
dæma fólk sem upplifir aðstæðurn-
ar sem við erum að verða vitni að.
Das Experiment er gerð eftir
bókinni Black Box sem byggir á
frægri tilraun sem gerð var í
Bandaríkjunum í byrjun 8. áratug-
arins í kjölfar fangauppreisna.
Átján háskólanemar dvöldu tvær
vikur í fangelsi, þar sem átta þeirra
léku fangaverði og tólf fanga. Á
fimmta degi kemur sálfræðinemi
inn í tilraunina og heimtar að hún
verði stöðvuð, þar sem fangaverð-
irnir voru farnir að niðurlægja fang-
ana og þeir að brotna niður andlega.
Aðstandendur tilraunarinnar höfðu
hins vegar sogast svo inn í atburða-
rásina að þeir gátu ekki lengur
horft hlutlausum fræðimannaaugum
á framgöngu mála. (Ekki ólíkt
áhorfendum raunveruleikasjón-
varps!) Niðurstöður þessarar rann-
sóknar eru auðvitað stórmerkilegar
og segja margt um mannlegt eðli –
og ekki síst hinn dýrslega hluta
þess.
Hér er haldið áfram með söguna.
Hvað hefði gerst ef tilraunin hefði
ekki verið stöðvuð? Líkt og var í
raunveruleikanum, er hér einn sad-
isti sem leiðir hina fangaverðina, og
er forsenda þess að allt fer úrskeið-
is. Hann lendir aðallega upp á kant
við tilbúnu hetjuna okkar, Tarek
Fahd, blaðamann sem lendir fanga-
megin í tilrauninni og er með upp-
steyt til að hafa eitthvað að skrifa
um.
Fyrst fannst mér fullótrúlegt að
fangaverðirnir skyldu strax á öðrum
degi sýna ótrúlega hörku, en það er
hins vegar samkvæmt sannleikan-
um, auk þess sem framvindan er
síðan gerð mjög trúanleg. Leikar-
arnir eiga sinn þátt í því, en þeir
stóðu sig mjög vel. Moritz Bleibt-
reu, sem leikur blaðamanninn, er
ein aðalhetja þýskrar kvikmynda-
gerðar og margir hafa séð hann í
hlutverki kærastans Manni í
Hlauptu Lóla hlauptu. Hann hefur
mikla útgeislun, er kraftmikill með
sterka réttlætiskennd og það er
auðvelt að fá samúð með honum.
Aðrar aðalpersónur einsog staðfasti
hermaðurinn úr flughernum, Elvis-
eftirherman grunnhyggna, Bosch
góðhjartaði og ekki síst Berus losta-
pyntari voru allir mjög sannfærandi
í sínum hlutverkum og voru fljótir
að vinna á, þótt í byrjun hafi mér
fundist persónurnar fullgróft dregn-
ar.
Helsti galli myndarinnar fannst
mér persónan Dora, sem þjónar
engum öðrum tilgangi en að vera
„konan“ í myndinni, líkt og ef höf-
undar treystu ekki almennilega efn-
inu sem þeir voru að vinna með.
Athyglisverð og öðruvísi kvik-
mynd, kraftmikil, óhugnanleg og
ætti að vekja flesta til umhugsunar.
Mannlegt dýrseðliKVIKMYNDIRFilm-undur, Háskólabíói
Leikstjóri: Oliver Hirschbiegel. Handrit:
Don Bohlinger og Christoph Darnstädt
eftir bók Mario Giardano „Black Box“.
Kvikmyndataka: Rainer Klausman. Aðal-
hlutverk: Moritz Bleibtreu, Christian
Berkel, Justus von Dohnanyi, Timo
Dierkes, Antoine Monot Jr. og Maren
Eggert. 120 mín. ÞÝS. 2001.
DAS EXPERIMENT/ TILRAUNIN Hildur Loftsdóttir