Morgunblaðið - 17.11.2002, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 17.11.2002, Blaðsíða 46
46 SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. HALLÓ krakkar, halló krakkar, vel- komin í dag. Það er búið að vera fjör í skólanum okkar hér á Raufarhöfn í vikunni, (eins og reyndar alltaf). Í tilefni af degi ís- lenskrar tungu hinn 16. nóv. nk. höfum við kenn- ararnir haft kynningar á skáldum og rit- höfundum á hverjum degi alla vikuna og hefur þetta farið fram í samverustundum okkar á morgnana að mestu leyti. Kynnt hafa verið: Guðrún Helga- dóttir, Þórarinn Eldjárn, Astrid Lindgren, Enid Blyton, Ólafur Haukur Símonarson og Vigdís Grímsdóttir en hún rekur ættir sínar til Melrakkasléttu eins og flestir vita. Skemmst er frá því að segja að flestir virðast hafa haft af þessu bæði gagn og gaman og nú mætir maður nemendum og kennurum um allan skólann, á göngum, kaffistofum, tröppum og jafnvel á náðhúsum með bók í hönd, í hljóði eða uppháttles- andi, blaðurskellandi, yfirsigbros- andi, hláturupprekandi, með tung- unni talandi, spekingslega útskýr- andi, gegnum hugsað gagnrýnandi, alvarlega íhugandi og saman mörg pælandi í bókum þessara höfunda sem liggja frammi, gestum og gang- andi til andlegs fóðurs. Óhætt er að segja að þessi stór- kostlegu viðbrögð hafi komið mér pínulítið á óvart á þessum tímum hinna nýju miðla (sjónvarps og tölva), en eins og Þórarinn Eldjárn kemst að orði í bréfi til okkar í skól- anum eru bækur ekki tæknigræja sem þarf að skipta um batterí í, held- ur skipta þær um batterí í okkur. Þegar allt hefur lent í ólestri hjá okk- ur má lækna það með lestri. Í næstu viku heldur svo fjörið áfram þegar nemendur sjálfir kynna þær bækur sem þeir hafa lesið í vikunni sem leið. Einum nemenda minna þótti óvenju gaman í tíma í vikunni og þegar ég tjáði honum að tíminn væri að verða búinn sagði hann eftir drykklanga þögn: Tíminn er óþolandi. Hann líð- ur svo fljótt. Og svo tekur hann ekk- ert tillit til okkar. Þegar ég var að alast upp einhvern tímann á síðustu öld var t.d. bókin gjöf allra gjafa á jólunum. Ég fékk einu sinni 20 bæk- ur í jólagjöf, sokka frá afa og ömmu og einn skriðdreka. Stríðstólið lét reyndar líf sitt þegar á annan í jólum í styrjöld, þegar lítill músarræfill hafði villst inn á stofugólf og allt var notað til að vinna á óargadýrinu. Og sokkarnir eru löngu komnir í sokka- kirkjugarðinn, þótt þeir hafi hlýjað mér löngum á köldum vetrargólfum. En bækurnar á ég allar ennþá. Ég var náttúrulega algjört bókafrík, var fastagestur í bókabúðinni í þorpinu mínu og mér er sagt að ég hafi verið orðinn fluglæs fjögurra ára. Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það. Mamma var afskaplega dugleg að lesa fyrir mig, Kisubörnin kátu, Línu langsokk og ótal margt fleira. Bæk- urnar halda áfram að auka mér ánægju í lífinu. Góðir barnabókahöf- undar hafa lag á því að skrifa fyrir börn á öllum aldri (líka fullorðin börn) og þess vegna ætti engum að leiðast að lesa fyrir börnin sín. Það skilar sér svo sannarlega síðar á æv- inni, veriði viss. Bergjum á lífinu … með bók í hönd. BERGUR ÞÓRÐARSON THORBERG, Myndlistarmaður og kennari, Tjarnarholti 8, Raufarhöfn. Kveðja frá Raufarhöfn Frá Bergi Þórðarsyni Thorberg: Bergur Þórðarson Thorberg EFTIR að hafa lesið grein Guð- mundar Björnssonar frá Hólmavík, „Veiðiþjófaplágan“, í Mbl. hinn 9. nóv. sl. fann ég mig knúinn til að leggja orð í belg. Guðmundur kemur víða við í grein sinni. Vegna plássleysis er aðeins hægt að fjalla um eina staðhæfingu hans eða þá að Skotvís hvetji ný- græðinga á námskeiðum „að láta reyna á hvað langt þeir komist í yf- irgangi og lögbrotum gagnvart bændum og öðrum landeigendum“. Á þeim námskeiðum sem Skotvís hefur staðið fyrir, svo sem um notkun GPS-tækja, gæsaveiði o.fl., hefur ekki verið rætt um eignarhald veiði- landa. Á öðrum vettvangi hafa stjórnendur Skotvíss hins vegar hvatt sína félaga til að kynna sér fyr- irhugaða veiðislóð og þá sérstaklega með tilliti til eignarhalds. Félagar hafa sérstaklega verið áminntir um að leita leyfis hjá landeiganda sé um eignarlönd að ræða. Komi hins vegar til ágreinings milli veiðimanns og meints landeiganda um hvort veiði- maður sé á eignarlandi hefur Skotvís hvatt sína félaga til eftirfarandi: Veiðimaður og meintur landeigandi komi sér saman um staðsetningu sína á landakorti. Séu aðilar eftir það enn á öndverðri skoðun um hvernig eignarhaldi sé háttað sé kölluð til lög- regla og tekin skýrsla. Á undanförnum árum hefur Skot- vís stutt sína félaga í málaferlum sem sprottið hafa af málum sem þessum. Alls hafa fallið 6 dómar í málum af þessu tagi og hefur niðurstaðan alltaf verið sú að meintur landeigandi gat ekki sannað eignarhald sitt á viðkom- andi landi. M.a. af þessum ástæðum hefur Skotvís hvatt félaga sína til að standa fast á því að láta ekki vísa sér af landi sem þeir séu vissir um að öll- um sé heimil veiði á nema af þar til bærum yfirvöldum enda sé tekin um það skýrsla svo hægt sé að fylgja málinu eftir. Það hlýtur að vera öllum heiðarlegum mönnum kappsmál að farið sé að lögum í þessu sem öðru. BJARNI JÓNSSON, Bólstaðarhlíð 12, Reykjavík. „Veiðiþjóðaplágan“ Frá Bjarna Jónssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.