Morgunblaðið - 17.11.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.11.2002, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Alltaf á þriðjudögum Brekkusöngurinn Stríðið er enn ekki tapað þvíþótt brekkan sé eitt svað erbrekkusöngnum enn haldiðtil streitu. Hann verðurbara færður aðeins til og gervigras sett yfir drulluna. Það er alltént fullyrt í útvarpinu. Brekku- söngurinn hefur verið fastur liður á þjóðhátíð frá árinu 1977, sama ár og Árni gerðist þjóðhátíðarþulur. Þeir slógu strax í gegn, brekkusöngurinn og Árni. Krakkarnir í íþróttaheimilinu setja plastpoka um fæturna áður en þeir pota sér í vota skóna. Það er heitt og þvalt þar inni og gæsluliðinn í dyrunum er ekki frá því að þetta sé sama lyktin og í súrheysturninum heima. „Við erum að reyna að lofta út,“ segir hann. Áfengisbannið hefur haft tilætluð áhrif. Menn hafa slakað á í drykkj- unni og hér ríkir kyrrð og friður. Sumir verða að hafa sig hæga hvort sem þeim líkar betur eða verr. Rétt við handboltavörnina situr stelpa með umbúðir um annað hnéð. Hún segist hafa tognað í gærmorgun en fann ekki fyrir því fyrr en fyrir fáein- um klukkutímum og er nýkomin af spítalanum. Eyjamenn hlúa að að- framkomnum málaliðum djammsins. Fáeinar konur elduðu súpu ofan í þá í gær og aðrar tóku krakka með sér heim og þvoðu af þeim fötin og þurrkuðu. Kannski að eldgosið hafi gert þeim auðveldara en öðrum að rétta fram hjálparhönd. Ég vona að krakkarnir muni að senda bjarg- vættum sínum jólakort. „Hvar er klósett?“ spyr ég gæslu- liða. „Þú ert klósett,“ segir fullur strák- ur. „Það eru dyrnar undir 10–11 merkinu,“ svarar gæsluliðinn. „Þú ert 10–11,“ segir fulli strák- urinn. Á leið minni yfir salinn mæti ég Sadsj. Stund játninganna hefur runnið upp. „Ég held ég viti hvað varð um tjaldið þitt,“ segir hann. „Rétt hjá tjaldinu mínu voru nokkrir strákar sem allt í einu voru komnir með glænýtt Tal-tjald sem þeir not- uðu sem geymslu.“ Þetta fólk kann að bjarga sér og það er gott. Ég rata á klósettin sem reynast vera inn af sturtunum sem sundlaugargestir nota. Þau eru orðin subbulegri og daunillari en kamrarn- ir úti á hátíðarsvæðinu. Þarna er hópur stelpna í sturtu og notuð handklæði liggja um allan klefann. „Þekkirðu einhvern hjá deCODE?“ – Ég fer frá einum flokki berra kvenmanna til annars því litlu síðar er ég kominn í Dalinn og halla mér upp að geirvörtu japanskrar konu sem horfir á tvo landa sína í ástarat- lotum. Ég sé það núna að þessi dóna- lega myndasyrpa sem skreytir sviðið er náttúrlega alveg í anda einkunn- arorða þjóðhátíðar í ár, Ólýsanleg vinátta. Það er líf og fjör á danspallinum, ekki að sjá að fólk hafi þurft að þola hrakninga. Kannski finnst mörgum líka skemmtilegra að detta í það núna en áður í þeirri vissu að þeirra bíður þak yfir höfuðið þegar gleðinni lýkur. XXX Rottweiler hundar eru komnir á sviðið og rétt eins og aðrir sem þar hafa komið fram sjást þeir ekki nema frá lendum og upp úr. Fyrir framan sviðið er nefnilega stóreflis planki, líklega til að áhorf- endur eigi erfiðara með að príla upp á lágt sviðið í hita leiksins, nema þetta sé til að valtir skemmtikraftar detti ekki fram af. Plankinn gerir það að verkum að hvert atriði líkist einna helst brúðuleikhúsi. „Eru þetta XXX Rottweiler hund- arnir?“ spyr ungur maður mig á ensku og ég játa. Þetta reynist Ameríkani á þrí- tugsaldri, alinn upp í Wash- ingtonfylki og ætlar í læknanám í haust. Honum fannst hann þó þurfa að upplifa þjóðhátíð í Eyjum fyrst. Eftir að hafa hlýtt honum yfir helstu æviatriði geri ég grein fyrir sjálfri mér og segist ritstýra tímariti. „Really?“ spyr hann. „Yes,“ svara ég nokkuð viss. „Editor in chief?“ „Yes.“ „Wow!“ Síðan þegjum við dálitla stund á meðan maðurinn meltir þessar frétt- ir og hann er ekki lengi að átta sig á því hvað þetta gæti hugsanlega þýtt. „Þekkirðu einhvern hjá de- CODE?“ spyr hann. Ég verð að neita því. Hef aldrei spilað körfubolta við Kára. „Mig gæti einhvern tímann langað til að komast þar að í starfsþjálfun,“ útskýrir maðurinn. Brúðuleikhús Rottweilerhundanna – Ég kæmist ekki í starfsþjálfun þar þótt ég fegin vildi. Alltaf komst ég þó að í skúringar og bítibúrsstörf á Landspítalanum á sínum tíma. Efast um að maðurinn hafi áhuga á því. Þegar hundarnir taka „Bent nálgast“ ryðst ég fremst, rétti hægri hönd upp í skýjaðan himininn, hoppa upp og niður og þyl með þeim text- ann. Brúðurnar á sviðinu eru allar látn- ar hoppa um og vingsa út höndunum til að leggja áherslu á orð sín. Eftir aðeins örfá lög segist Bentbrúðan aðeins ætla að taka tvö lög til við- bótar og snarar sér því næst í það fyrra og enn hoppum við í einni kös. Í svona þröng hættir maður að vera „ég“ og verður „við“. Galdurinn er bara að gæta þess að halda sínu plássi og leyfa ekki að stóru strák- arnir traðki á tánum á manni, en það er nú bara eins og í lífinu sjálfu. Að lögunum tveimur loknum bú- ast allir við að Rottweilerhundarnir sópist af sviðinu, enda vantar klukk- una tíu mínútur í miðnætti og brekkusöngurinn hlýtur að eiga að fara að byrja. Þá heyrast allt í einu upphafstónar lagsins „Þér er ekki boðið“ og Bentsbrúðan dembir sér í nafnarununa þar sem meðal annars Árna Johnsen er getið og ekki boðið. Birtist þá ekki Árni, gestur Prúðu- leikaranna í kvöld, við hlið Bents- brúðunnar og leggur hönd á öxl hennar eins og hann sé að reyna að lempa hana í öllu þessu hömlulausa rappflæði. Hann réttir fram hina höndina, skýrt merki þess að hann vilji fá hljóðnemann afhentan en Bentinn lætur eins og hann skilji ekki þetta handapat og finnst greini- lega ekkert að því að skemmta með Árna fastan við sig. Árni sér sitt óvænna, hverfur bak við og litlu síð- ar er slökkt á undirspilinu. Þá fær hann hljóðnemann auðvitað eins og ekkert sé. Þetta er ekki Ársel. Þetta er þjóð- hátíð í Eyjum. Hér ríkja reglur og Árna er víst boðið. Að minnsta kosti misboðið. „Nú þurfum við að vinna svolítið saman, virða tímareglurnar,“ til- kynnir hann. „Þessir ágætu félagar spiluðu lengur en þeir áttu að gera. Það er mjög gott en við verðum að halda áætlun.“ Það er einhver önnur en Helga Steffensen sem stýrir Erpsbrúðunni því á meðan þessu fer fram vindur hún sér á bak við Árna og nuddar klofi sínu upp við bakhlutann á hon- um. Þegar Erpurinn sér að maður uppi á sviðinu beinir að honum töku- vél getur hann ekki látið hjá líða að gera aðra atrennu að bakhlutanum. Árni lætur aftur á móti sem Erpur sé eins og hver önnur andaflygsa og heldur sínu striki eins og ekkert hafi í skorist. „Nú þurfum við að koma okkur fyrir í brekkunni,“ segir hann og bætir litlu síðar við: „Það er vandi að finna stað núna út af veðrinu.“ Í drullunni – Stóra stundin er runnin upp. Við sneiðum hjá brúna brekkurenningn- um beint á móti sviðinu og setjumst þar sem enn er grastó. Hún dugir ekki lengi því um leið og allur þessi fjöldi stormar þangað verður þessi hluti líka að einu foraði. Gervigrasið sem minnst var á í útvarpinu fyrr um daginn hefur nefnilega ekki verið sett í brekkuna heldur við hvítu tjöldin. Ég met stöðuna sem svo að best hljóti að vera að sitja svolítið neðarlega til að eiga ekki á hættu að renna niður. Ég dreg plastpoka frá Krónunni upp úr pússi mínu og set hann undir rassinn á mér áður en ég sest. Við hlið mér sitja tvær stúlkur í Desert Storm búningum. Þær hafa líka tyllt sér á plastpoka en hafa handklæði á milli. Ástæðan kemur fljótlega í ljós. Handklæðin koma í veg fyrir að þær renni á pokanum. Nú hef ég um tvennt að velja, að sitja í dýinu eða eiga það á hættu að gossa niður hlíðina. Ég vel bæði, eða eig- inlega velur rokið fyrir mig. Ég renn sífellt af pokanum og sit að lokum að- eins með hornið á honum undir ann- arri kinninni og veit eiginlega ekki hvort nokkru munar. Brekkan iðar öll af fólki sem reynir að koma sér sæmilega fyrir í drullunni. Húmið grúfir sig yfir Dalinn og Ís- landsbankalógóið líður yfir hlíðina fyrir ofan okkur. Nú væri gott að Ís- landsbankaofurmennið kæmi auga á okkur og bjargaði svo sem eins og einni brekku af fólki frá herfilegum aðstæðum. Fólk reynir að standa upprétt þrátt fyrir hífandi rokið og foraðið. Myndatökumaður tekur fet- ið upp til okkar og lýsir sterku ljósi yfir okkur. Nú á aldeilis að gefa þeim „sem höfðu vit á því að vera heima“, eins og það á eftir að heita, góða ástæðu til að gleðjast. Hljóðmaður- inn fylgir myndatökumanninum í humátt og heldur á stórum loðhljóð- nema. Allt í einu skrikar honum fót- ur og felmtraður grípur hann í öxl myndatökumannsins. Eflaust hefur ævi hans liðið honum fyrir sjónir á Bókarkafli Síðasta sumar hélt rithöfundurinn Gerður Kristný til Vestmanna- eyja til að vera viðstödd hina árlegu þjóðhátíð Eyjamanna. Hún hafði aldrei farið áður á þjóðhátíð, en út í Eyjar var hún komin til að fylgjast með hátíð- arhöldunum og reyna að skilja út á hvað öll þessi skemmtun gengur. Hér er gripið niður í lýsingu á hinum árlega brekkusöng, hápunkti hátíðarinnar. Þjóðhátíð eða þjáð hátíð?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.