Morgunblaðið - 17.11.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.11.2002, Blaðsíða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2002 31 BJÖRN Thoroddsen hefur verið einn okkar mikilvirkustu og bestu djassgítarleikara. Ferill hans spann- ar yfir tuttugu fimm ára sögu á mikl- um uppgangstímum í djasssögu Ís- lands. Á þeim tíma varð bæði mikil almenn áhugavakning fyrir djassi samfara auknu framboði djasstón- leika og einnig hóf Tónlistarskóli FÍH sína árangursríku djass- kennslu. Í þessu öllu tók Björn Thor- oddsen þátt, bæði sem nemandi, síð- ar kennari og sem atkvæðamikill djassleikari í opinberu tónleikahaldi. Eldskírn sína hlaut hann m.a. á tón- leikapalli með Guðmundi Ingólfssyni píanóleikara og skipaði hljómsveit hans sem ungi fullhuginn. Hann hef- ur leikið inn á níu hljómplötur og þó hefur mestum krafti hans verið varið í að gleðja áheyrendur milliliðalaust og ekki síst hin síðari ár í Islancio- tríóinu. Þessi nýja hljómplata sýnir þó aðeins eina hlið af mörgum, sem Björn hefur sýnt með leik sínum í gegnum árin, enda komið óhemju víða við og sýnt að hann er jafnhent- ur í spilamennskunni í mörgum „ismum“ og „stefnum“. Hljómplatan er mjög mótuð af nærveru þeirra gömlu undrunarefna og mörgum eftirbreytniverðu mönn- um, þeim Django Reinhardt og Stephane Grappelli. Sú nánd er aug- ljós bæði hvað varðar val þriggja laga á plötunni eftir Django og einn- ig hljóðfæraskipunina: sólógítar, fiðla og kontrabassi Björn hefur samið níu lög á disk- inum. Heiti laganna tengjast mörg fjölda tónleikaferða Björns um heim- inn, t.d. Americana, Santiago og Saskatchewan. Lög Björns eru yf- irleitt snotur og ljúf, og hann er greinilega ekkert fyrir það að koma manni á óvart með þeim og er jafnvel að beina manni ákveðið á lagamiðin sem hann reri á, sbr. fyrsta lagið Americano, þar sem I Got Rhythm er nærtækt. Ró- legu ballöðurnar hrifu mig mest og þar er nr. 10, San- tiago, í sérflokki. En það aðalsmerki verður ekki af Dönum skafið að miðla heiminum frábærum djass- leikurum. Einn danskur gagnrýn- andi sagði um fiðluleikarann Kristian Jørgen- sen að hann væri kominn í röð þeirra bestu í heiminum, enda þótt honum þætti aldur hans, þrjá- tíu ár, fulllágur til að skipa það sæti með tilliti til Svends Åsmundsen. En leikur Kristians á þessari plötu er mjög góður og styrkur hans felst bæði í frábærum einleik, en ekki síst í þéttum og oft frumlegum stuðningi bakraddar. Ég hefði kosið að heyra Kristian einleika oftar á plötunni. Jón Rafnsson er mjög öruggur og smekkvís bassaleikari, og mætti gjarnan koma í einleiksljósið oftar! Nafnið á plötunni, Jazz í Reykja- vík, sem er hið sama og á einu laga Björns, finnst mér misvísandi, líkara því að vera nafn á safnplötu sem væri heimild um djass í Reykjavík eða ein plata úr plöturöð sem sýndi það sem væri að gerast í djassi í Reykjavík á vissum tíma eða skeiði. Björn leikur oft yndislega og lögin syngja í næmri túlkun hans. Þetta einstaka næmi fyrir lögmálum söngsins kemur fram í því hnattsungna lagi Nuages eftir Django, en þar lætur Björn sama slagið tengja saman oft marga tóna til að binda vel línuna. Reyndar fannst mér Nuages, „skýin“, of björt og lagið leikið heldur hægt. En þessa birtu hafði Björn þó undirbúið með innleikslagi, impromptu, þar sem hann af ótrúlegri leikni málaði á hljóðhimininn, fyrst leikandi létt skýjaslæður síðar mikið skýjaþykkni og óveðursblikur, sem sveipuðust burt í hendingskasti, þegar Nuages- tónarnir hljómuðu. Þessi hljómdiskur er tilvalinn fyr- ir þá sem vilja upplifa ljúfa tónlist flutta á framúrskarandi hátt. Málað á hljóðhimininn TÓNLIST Geislaplötur Björn Thoroddsen gítarleikari, ásamt hin- um danska fiðluleikara Kristian Jørgen- sen og Jóni Rafnssyni á kontrabassa, flytur lög eftir Björn Thoroddsen, Django Reinhardt og brasilíska tónskáldið Zeq- uinha de Abreu, lagið Tico Tico. Á disk- inum eru alls þrettán lög. Diskurinn er hljóðritaður í BT studio í maí 2002 undir stjórn Björns. Gunnar Smári Helgason sá um hljóðblöndun, Elín Soffía Pilkington um hönnun plötukassa og Ólafur Þórð- arson tók ljósmyndir. Vernharður Linnet samdi kynningartexta. Diskurinn er af- rakstur af tónleikum þeirra félaga sem þeir héldu á Listahátíð Reykjavíkur vorið 2002. Útgefandi Edda – miðlun & útgáfa. JAZZ Í REYKJAVÍK Björn Thoroddsen Jón Hlöðver Áskelsson Morgunblaðið/Kristinn alltaf á föstudögum PLUS PLUS ww w. for va l.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.