Morgunblaðið - 17.11.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.11.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Beinvernd á Suðurlandi fimm ára Beinin eru lifandi vefur BEINVERND, bein-þynning, beinbroteru orð og hugtök sem eru í vaxandi mæli á vörum manna. Beinþynn- ing er sjúkdómur og slys gera ekki boð á undan sér. Félagsskapurinn Bein- vernd starfar á landsvísu og liggur tilgangur félags- ins greinilega í nafni þess. Beinvernd á Suðurlandi á fimm ára afmæli um þess- ar mundir og í tilefni af því verður efnt til afmæl- isfunds sem er í líki mál- þings. Anna Pálsdóttir, upplýsingastjóri NLFÍ í Hveragerði, er formaður Beinverndar á Suðurlandi og hefur verið það öll árin fimm. Hún svaraði nokkr- um spurningum Morgun- blaðsins á dögunum. – Hvar og hvenær verður um- ræddur afmælisfundur? „Afmælisfundurinn verður haldinn á Hótel Selfossi þriðju- daginn 19. nóvember og hefst kl. 20 um kvöldið. Félagið var stofn- að í Heilsustofnun NLFÍ í Hvera- gerði 20. nóvember 1997 að frum- kvæði Ólafs Ólafssonar, fyrrverandi landlæknis og fyrsta formanns Beinverndar á Íslandi.“ – Hver er dagskrá fundarins og helstu áherslur? „Ingibjörg Pálmadóttir, fyrr- verandi heilbrigðisráðherra og verndari félagsins, setur fundinn og flytur ávarp. Að því loknu mun Trausti Valdimarsson, sem er sérfræðingur í lyflækningum og meltingarsjúkdómum, halda er- indi sem nefnist: „Hvers vegna brotna beinin?“ Trausti hefur skrifað og varið doktorsritgerð um beinþynningu tengda þarmasjúkdómum. Ás- gerður Eir trúbador, sem hefur getið sér góðan orðstír að und- anförnu með flutningi á eigin tón- list, mun skemmta með gítarleik og söng. Trausti og Ásgerður eru bæði starfsmenn í Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði.“ – Hvað þýðir hugtakið bein- vernd? „Árið 1994 skilgreindi Alþjóða- heilbrigðismálastofnunin bein- þynningu sem sjúkdóm, en hér á landi verða árlega um 1.000 bein- brot af völdum beinþynningar. Landssamtökin Beinvernd á Ís- landi voru stofnuð í þeim tilgangi að fræða stjórnvöld, heilbrigðis- stéttir og almenning um bein- þynningu og varnir gegn henni. Beinin eru lifandi vefur sem er í stöðugri endurnýjun og bein- massinn nær hámarki á 20 til 25 ára aldri. Hreyfing og hollt fæði í æsku stuðlar að því að ná góðum beinmassa.“ – Hvernig starfar Beinvernd og hverjir koma að félaginu? „Beinvernd á Suðurlandi beitir sér fyrir fræðslu til almennings og er í samstarfi við Landssam- tökin við gerð fræðsluefnis. Fræðslan er fólgin í því að við höldum fræðslufundi fyrir al- menning. Þetta eru nokkrir fundir á hverju ári, haldnir allt frá Hveragerði til Víkur í Mýr- dal.“ – Nær Beinvernd áþreifanleg- um árangri? „Fyrir nokkrum árum hugsaði fólk almennt ekkert sérstaklega um beinvernd, en starfsemi Bein- verndar hefur náð athygli því æ fleiri leita nú upplýsinga símleiðis eða á heimasíðunni: www.bein- vernd.is. Beinþéttnimæling á hæl hefur verið í boði undanfarið en hún gefur vísbendingu um ástand beina. Konur á Suðurlandi hafa sótt þessar mælingar mjög vel og er það eflaust mikið að þakka fræðslustarfsemi Beinverndar á Suðurlandi. Ef spurt er um tölur þá er þetta of skammur tími, fimm ár, en fólk er greinilega orð- ið mun meðvitaðra um beinþynn- ingu en áður var og það er í sjálfu sér ávísun á árangur fræðslunnar og forvarnarstarfsins.“ – Þú segir að konur séu dug- legar að mæta í mælingu ... hvað með karla, eru þeir ekki líka lík- legir að fá beinþynningu? „Jú, karlar fá einnig beinþynn- ingu, en fram til sjötugs eru kon- ur þrisvar sinnum líklegri til að fá beinþynningu. Mest er hættan við tíðahvörfin, þá er beintapið mest. Frá og með sjötugu eru karlar al- veg jafn líklegir og konur til að fá beinþynningu. En af því ég talaði um að konur væru duglegar að mæta í mælingu átti ég við að þær eru duglegri en karlar.“ – Hvaða bein brotna helst? „Framhandleggur, mjaðma- grind og það sem við köllum sam- fall á hrygg. Þegar beinþynning er komin á skrið má stundum lít- ið út af bregða ef ekki á illa að fara og fólk verður að hafa varann á sér. Að það séu umrædd bein segir okkur að fólki sem er komið af léttasta skeiði er hættara en öðru við föll af hvers kyns toga, í hálku, í stigum o.þ.h.“ – Er fundurinn einungis fyrir fagfólk eða er hann öllum opinn? „Allir eru velkomnir á fundinn, bæði ungir sem aldnir, því ým- islegt er til ráða, en best er að byggja beinin vel upp í æsku.“ Anna Pálsdóttir  Anna Pálsdóttir er fædd í Reykjavík 20. maí 1947. Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1967. Hún er meinatæknir og vann við rannsóknir árum sam- an, m.a. á Landspítalnum og Sjúkrahúsinu á Ísafirði. Var verkefnisstjóri hjá Krabbameins- félagi Íslands við frumkönnun á leit að krabbameini í ristli á ár- unum 1985-1988. Lauk námi í stjórnun og rekstri í heilbrigð- isþjónustu við Endurmenntunar- stofnun Háskóla Íslands og hefur sótt mörg námskeið í rannsókna- og upplýsingafræðum. Frá 1995 hefur hún starfað sem upplýs- ingafulltrúi við Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði og hefur auk þess verið formaður Beinvernd- ar á Suðurlandi frá stofnun. Sambýlismaður er Einar Pálmar Elíasson iðnrekandi og á Anna þrjár dætur og fimm barnabörn. Stundum má lítið út af bregða Og við skulum halda áfram samanburðinum á þeim norðlensku og sunnlensku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.